Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Blaðsíða 5
llPlggllPifgflS Live Aid-tónleikarnir á Wembley. Dæmigerður ungur maður kringum 1970. un í sjálfu sér og las jafnan mikið fyrir sjálfan sig. Camus og Kafka hafði hann í hávegum meðan hann var að falla á stúd- entsprófinu. Hann var líka áhugasamur um pólitík, tók þátt í mótmælagöngum gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og öðru misrétti víða um heim, og hafði mjög skýrt mótaðir skoðanir á því sem að væri á ír- landi. Þó hann væri alinn upp í kaþólskri trú kastaði hann snemma trúnni og fannst kaþólska kirkjan vera tákn og máttarstólpi afturhalds og þröngsýni í írsku þjóðfélagi. Hvað eftir annað lýsir hann í sjálfsævisög- unni fyrirlitningu sinni á sífelldu blaðrinu í löndum sínum sem sitji endalaust á kránni og masi um það sem betur mætti fara en geri síðan ekkert í málinu. Raunar fullyrðir hann að þetta hafí gert sig afhuga kráarset- um og kannski áfengi í sjálfu sér en þess hefur hann aldrei neytt að neinu ráði — jafnvel ekki meðan hann var sem skærust poppstjarna. Þess skal getið að þó Geldof hafi margt og mikið við landa sína að at- huga er hann eigi að síður mikill íri í sér, og auk tilvitnunarinnar í Sögu Vespaluusar er á kápusíðu bókar hans að finna ljóðbrot eftir eitt helsta þjóðskáld íra, W.B. Yeats: Boomtown Rats á sínum bestu árum. Geldof erannar frá vinstriíneðriröð. Out of Ireland have we come Great hatred, little room Maimed us at the start I carry from my mother’s womb A fanatic heart — sem útleggst, í lauslegri þýðingu: Frá írlandi erum við komin / Mikið hatur, lítið pláss / limlestu okkur í byijun / Úr móður- kviði ber ég / ofsafengið hjarta. ÚTLAGIFRÁ ÍRLANDI Þegar sýnt var að akademískum frama Geldofs á Irlandi væri Iokið ákvað hann að hypja sig á brott. írar hafa löngum leitað frelsis frá þrúgandi andrúmslofti heima fyr- ir á Engiandi og hann hélt því til London. Þar fékkst hann við ýmis störf, var um tíma við vegavinnu í flokki heljarkarla sem eftir lýsingunni að dæma myndu sóma sér vel á vetrarvertíð á íslandi, en komst svo í snert- ingu við poppheiminn, sem svo má kalla. Hann hafði alla tíð haft mikinn áhuga á rokktónlist, eins og flestir á svipuðu reki, og átrúnaðargoðin voru einkum og sér í lagi hráar og kraftmiklar hljómsveitir á borð við The Who með Pete Townshend í fylkingarbijósti og The Rolling Stones þar sem Mick Jagger og Keith Richard fóru fremstir. Geldof hafði reynt að líkjast þeim; á skólaárunum átti hann í sífelldri baráttu við prestana í skólanum sem ekki vildu leyfa honum að safna hári. Nú komst Geldof í sjöunda himin þegar hann gerðist ljósmynd- ari á popptónleikum og mynd sem hann tók af sjálfum Pete Townshend þótti svo góð að hún var prentuð á vinsælt plakat. Annars olli poppheimurinn svokallaði Geldof nokkrum vonbrigðum. Þegar hér var komið sögu, undir miðjan síðasta áratug, var rokkið að verulegu leyti staðnað — fág- að en innihaldslítið popp var komið í staðinn og krafturinn var fokinn út í veður og vind. Geldof komst heldur ekki til mikils frama; hann átti litla peninga og var lentur í hópi fólks sem duflaði fullmikið við eiturlyf. Sjálf- ur fiktaði Geldof vitaskuld dálítið við slík efni en gætti sín þó vel; hann lagði kannabis- efni til að mynda alveg á hilluna eftir að hafa komist í hann krappan í mikilli vímu. Þá hvolfdist yfír hann sjálfseyðingarhvöt sem stundum hafði gert vart við sig svo það munaði ekki nema hársbreidd að hann dræpi sig með því að reka hárbeittan nagla á kaf í höfuðið. Vinur hans kom að honum á síðustu stundu og afstýrði þessu og Gel- dof reyndist nógu sterkbyggður andlega til að hætta neyslunni í eitt skipti fyrir öll. Hælis Leitað í Kanada Að lokum fékk hann nóg af heldur dapur- legu lífi sínu í London og lagði enn land undir fót. Nú lá leiðin til Kanada og hann endaði í Vancouver á vesturströndinni ásamt stúlku sem hann bjó með í nokkur ár. í Kanada kunni hann strax mjög vel við sig. Hann fékk vinnu á tónlistarblaði að nafni Georgia Straight og stóð sig mjög vel, átti frumkvæði að ýmsum breytingum á blaðinu sem juku útbreiðslu þess og vakti athygli fyrir skrif sín. Hann komst að þeirri niður- stöðu að nú væri hann kominn á rétta hillu í lífínu en gallinn var bara sá að hann hafði ekki fengið innflytjendaleyfi kanadískra yfírvalda, aðeins ferðamannavísa í nokkra mánuði. Þegar hann var farinn að þurfa að ferðast töluvert á vegum blaðsins til Bandaríkjanna mátti hann hvenær sem var eiga von á því að vera krafinn um innflytj- endaleyfíð þegar hann sneri til baka og vísað frá þegar í ljós kæmi að það hefði hann ekki undir höndum. Innflytjendaleyfi gat hann hins vegar ekki sótt um nema heima á írlandi og því varð niðurstaðan sú að hann hélt heim á leið á ný — nauðugur vilj- ugur. Ætlunin var að snúa aftur til Kanada strax og leyfið fengist og taka þar upp þráð- inn þar sem frá var horfið. En af því varð aldrei. írland hafði ekkert skánað meðan Geldof var í burtu. Hann reyndi að hleypa af stokk- unum auglýsingablaði til að hafa í sig og á en rakst alls staðar á óþarfa hindranir sem í öðrum löndum hefði verið hægt að ryðja úr vegi á fáeinum dögum. Það fór líka í taugarnar á honum að nokkrir gamlir kunn- ingjar hans voru endalaust að tala um að stofna hljómsveit en gerðu svo ekkert meira í málinu. Honum fannst þetta lýsandi dæmi um framtaksleysið og málgleðina í löndum sínum svo honum fannst til nokkurs unnið að reyna að hvetja kunningjana til þess að láta nú einu sinni verða af einhveijum draumórum. Þeir mjökuðust af stað og stungu svo upp á því að úr því Geldof væri svona áhugasamur um stofnun hljómsveitar væri ekki nema sjálfsagt að hann gerðist forsöngvari hennar. Það hafði alls ekki hvarflað að honum enda hafði hann ekkert sungið áður. Honum fannst hann þó ekki geta skorast undan, miðað við það sem á undan var gengið, og hljómsveitin Boom- town Rats var þar með fædd. Uppgangur Og Andstreymi BOOMTOWN RATS Hér verður saga Boomtown Rats ekki rakin nema í stuttu máli. Hún náði fljótlega miklum vinsældum í Dublin og víðar á Ir- landi enda flutti hún kraftmikla og einlæga rokktónlist sem um þær mundir var átakan- legur skortur á. Um sama leyti reis pönkið í London og Boomtown Rats var í byijun talin pönkhljómsveit af flestum. Geldof þver- tekur fyrir það í bók sinni enda mat hann flestar hinna raunverulegu pönkhljómsveita lítils — og nægir þá að nefna Sex Pistols, Clash og The Jam — þó hann fagnaði að vísu þeirri endurfæðingu rokksins sem þær höfðu í för með sér. Hann vildi heldur ekki fyrir nokkurn mun teljast til þeirrar „menn- ingar" sem dafnaði kringum pönkið, þó sjálfur væri hann svo kjaftfor og opinskár á hljómleikum og við blöðin að stundum var lítill munur á honum og uppvöðsluseggjun- um í Sex Pistols. Boomtown Rats varð einna fyrst hinna nýju hljómsveita til þess að koma undir sig fótunum, þeir félagarnir fengu plötusamning á Englandi og hver smáskífa þeirra á fætur annarri komst hátt á vin- sældalista á Brétlandi, Evrópu og víðar. Hljómsveitin náði hins vegar aldrei veruleg- um vinsældum í Bandaríkjunum og í sjálfs- ævisögunni kennir Bob Geldof einkum um slæmu útgáfufyrirtæki, lélegri skipulagn- ingu og andúð útvarpsstöðva — sem hann gerði raunar ekkert til þess að draga úr með stóryrtum yfirlýsingum sínum um sam- tryggingu, mútuþægni og vondan tónlistar- smekk þeirra sem öllu ráða í tónlistarlífi Bandaríkjamanna. Um leið var breska músíkpressan mjög andsnúin Boomtown Rats; hljómsveitin fékk nær undantekning- arlaust slæma dóma gagnrýnenda þótt smáskífurnar lynnu út eins og heitar lumm- ur. Þeir félagar voru kallaðir Bay City Rollers pönksins — en Bay City Rollers var hljómsveit frá Skotlandi sem annáluð er fyrir innantóma og glamurkennda popptón- list. Geldof fullyrðir að blaðamennimir — 'sem áður en varði fóm að snobba ótæpilega fyrir pönkinu — hafi ekki getað fyrirgefið hljómsveitinni að plötur hennar seldust og hitt að meðlimir hennar neituðu að taka þátt í þeim fjölmiðlasirkus sem var um- hverfis allt sem að pönkinu laut. Svo mikil var andúð músíkpressunnar á hljómsveitinni að ef einhver gagnrýnandi komst ekki hjá því að hrósa plötum hennar baðst hann venjulega afsökunar á því í löngu máli í byijun greinar sinnar. „ÉG ÞOLIEKKI MÁNUDAGA“ Geldof og félagar hans létu þetta lítið á sig fá, enda nutu þeir sem fyrr segir mik- illa vinsælda víða um lönd; tónleikar þeirra vora vel sóttir og þóttu ákaflega góð skemmtun, þeir vora framkvöðlar í mynd- bandagerð og smáskífumar komust reglu- lega á Topp tíu á Bretlandi. Lögin á þeim vora samin af Geldof og það sem áreiðan- lega á eftir að lifa þeirra lengst er I Don’t Like Mondays frá árinu 1979. Tilurð þess lags var meira en lítið óhugnanleg. Meðan Geldof svaraði einn mánudaginn spurning- um hlustenda hjá amerískri útvarpsstöð byijaði telexfréttatækið við hlið hans skyndilega að glamra og sagði frá því að stúlka á táningsaldri að nafni Brenda Spenc- er væri einmitt þá stundina að skjóta með kraftmiklum riffli frá heimili sínu í San Diego á skóla sinn og skólasystkin. „Mér fannst eitthvað sérstaklega amerískt við það sem gerðist næst. Blaðamaðurinn hringdi í hana. Hún svaraði símanum sem virtist í meira lagi furðulegt ef maður er önnum kafínn við að myrða ókunnugt fólk. Hann spurði hana af hveiju hún væri að þessu. Hún hikaði og sagði svo: „Eitthvað að gera. Ég þoli ekki mánudaga." Ég starði á vél- ina. Hún var sennilega búin að leggja á nú þegar og farin að skjóta á nýjan leik. Skóla- börn vora að deyja meðan ég sat þarna og svaraði enn einni barnalegri spumingu. Poppmúsík er svo hræðilega ómerkileg." Niðurlag í næstu Lesbók LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. NÓVEMBER 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.