Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Blaðsíða 11
unum hinar efnahagslegu og félagslegu orsakir örbirgðar þeirra, eða með öðrum orðum að viðhalda valdastöðu kapítalist- anna. Ástæðan fyrir því að ég hef hér gerst nokkuð langorður um þessar mismunandi skilgreiningaraðferðir innan trúarlífsfélags- fræðinnar er, að sú skilgreining sem valin er hefur áhrif á það hvernig við lítum á samhengi trúarlegra og þjóðfélagslegra breytinga. Það veltur á skilgreiningunni hvernig við skiljum sambandið milli trúar og þjóðfélags; trúarstofnana og annarra stofnana samfélagsins, og einnig hvað meint er með hugtaki eins og afhelgun eða sekul- ariseringu. Sé gengið út frá hlutverksskil- greiningu er hæpið hvort hægt sé að tala um afhelgun yfirleitt. Trúin tekur á sig nýjar myndir og nýjar viðmiðanir, og þótt inntak hennar breytist, þá gegnir hún áfram ákveðnu hlutverki fyrir einstaklinginn, hóp- inn og þjóðfélagið. KÖNNUNÁLÍFS- SKOÐUNUM ÍSLENDINGA I því sem hér fer á eftir mun leitast við að bregða Ijósi yfir trú íslendinga með því að styðjast að nokkru leyti við hlutverksskil- greiningu en þó á þann hátt að hin opinberu trúarbrögð, þ.e.a.s. kirkjan og kristindómur- inn, komi einnig inn í myndina. Fyrir rúmu ári gerði Hagvangur könnun á lífsskoðunum og gildismati íslendinga sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Þessi könnun var liður í alþjóðlegri skoðanakönn- un undir stjóm Gallup-stofnunarinnar og svipaður spumingalisti var lagður fyrir sambærilegan hóp fólks, úrtak 25 þjóða. Fáeinar spumingar um trúmál vom í listan- um og þótt niðurstöðumar geti alls ekki gefið neina heildarmynd af trúarlífi og trúar- hegðan íslendinga gefa þær til kynna að við séum mjög trúuð þjóð, sérstaklega miðað við nágranna okkar í Skandinavíu. 78% ís- lendinga trúa t.d. á guð í einhverri mynd á meðan aðeins rúmlega helmingur Dana og Svía gerir það. Trúin veitir íslendingum mikla huggun og styrk ef dæma má af þessari könnun og samanburðinum við aðrar þjóðir. Hins vegar hefur þessi mikla trú ekki einhlíta samsvömn við lífsskoðanir ís- lendinga að öðm leyti og hefur það valdið ýmsum furðu og öðmm áhyggjum, að fólk er almennt á því að rangt og rétt sé háð aðstæðum. Aðeins 23% Islendinga segja að til sé ein sönn trú. Miðað við hinar Norður- landaþjóðimar em Islendingar mjög stoltir yfir þjóðemi sínu og traust þeirra á kirkj- unni er mjög mikið. Hins vegar era þeir jafnlatir við að sækja kirkjur sínar á sunnu- og frelsi, sem er sameiginleg trúaijátning bandarísku þjóðarinnar. Hugtakið civil religion ætti í raun og vem að þýða sem þjóðtrú á íslensku, en orðið þjóðtrú hefur svo lengi verið notað yfir það sem ég áður nefndi alþýðutrú að ekki mun stætt á því að breyta hér um. E.t.v. mætti notast við heitið þjóðríkistrú eða þjóðtrúarbrögð yfir þetta fyrirbrigði. Ýmislegt í trúarlífi og andlegu lífi íslensku þjóðarinnar held ég að mætti skilja betur og útskýra með hjálp þessa hugtaks. Ég held einnig að það geti skýrt hinar óvæntu og að sumu leyti ósamkvæmu tölulegu niðurstöður varðandi trú íslendinga sem skoðanakannanir sýna. ÞJÓÐRÍKISTRÚ íslenska þjóðríkistrúin er ekki einskorðuð við ákveðnar stofnanir f þjóðfélaginu en gegnsýrir allt þjóðfélagið meira og minna og birtist á ákveðnum mikilvægum stundum í lífi þjóðarinnar, á vissum dögum, stöðum og helgisiðum. Tengsl hennar við íslensku þjóðkirkjuna em flókin og að hluta til verður að leita til sagnfræðinnar, sérstaklega stjómmálasögunnar, til að útskýra stöðu og hlutverk þjóðkirlgunnar í dag í þessu sam- hengi. En þessi trúarlegu tengsl taka líka á sig nýjar og ferskar myndir. Aðventan, upphaf kirkjuársins og undirbúningur undir komu Ijóssins í heiminn, er að fá á sig yfir- bragð þjóðríkistrúarinnar í svartasta skammdeginu hér á norðurhjara hins byggi- lega heims. Þá hatda ráðamenn þjóðfélags- ins ræður í fullsetnum kirkjum um það sem sameinar og gerir okkur að Islendingum. Þessi litla þjóð þjappar sér saman í ys og þys jólanna til að sannfæra sig um að ljósið lýsi fram á veginn þrátt fyrir myrkur og kulda. Þjóðríkistrúin kemur skýrt fram við áramót og ekki síður á 17. júní og við athafnir eins og setningu Alþingis. En þessi þjóðemistrú er alls ekki einskorðuð við Þjóð- kirkjuna og sennilega aðeins að takmörkuðu leyti háð henni sem stofnun. í dag má finna þessa trú í sumum af hinum stærri fríkirkju- söfnuðum sem stundum em nefndir einu nafni utanþjóðkirkjusöfnuðir. Raunar má segja að þjóðríkistrúin hafi mglað alla guðfræðilega flokkun varðandi kirkjudeildir sem starfa á Islandi, og að sumu leyti gert hana óþarfa. Fyrir flesta er það aðalatriði að tilheyra þjóðríkistrúnni en aukaatriði hvaða trúfélagi. Þess vegna vefst það fyrir mönnum að gera grein fyrir ákveðnum trú- arsetningum og játningum þótt þeir séu mjög trúaðir. Þjóðríkistrúin er mjög almenn og nær til allra þjóðfélagshópa og stétta. Hún gegnsýr- ir einnig flestar stofnanir þjóðfélagsins. En Krístin kirkja ogislenzk menning eiga Hallgrím Pétursson og passíusálma hans í sameiníngu. Turn Hallgrímskirkju er tákn um hve hátt skáldgáfa hans rís í íslenzkum bókmenntum ogþann andlega styrk sem sálmar hans hafa gefið fátækri þjóð gegnum aldimar. dögum og hinar Norðurlandaþjóðimar. Ýmsum kom mjög á óvart að trú Islendinga skyldi ekki falla nákvæmlega að kenninga- kerfi kristinnar kirkju. Sé þröngur trúfræði- legur mælikvarði lagður á svörin kemur í ljós að mikill minnihluti þessarar trúuðu þjóðar verður skilgreindur sem ákveðið kristinn, e.t.v. ekki nema um 7%. Flest svörin varðandi trúmál virðast ósamstæð og mótsagnakennd. Til þess að útskýra hið mikla trúarlíf þjóð- arinnar virðist því auðsætt að grípa þurfi til víðari skilgreiningar. Það er eðlilegt að spyija hvort hin mikla trú íslendinga eigi sér ekki rætur, a.m.k. að hluta til, utan hinna hefðbundnu trúarbragða, þ.e.a.s. kirkjunnar og hveijar séu þjóðfélagslegar forsendur hennar. Einnig má setja fram þá tilgátu eða spumingu hvort þjóðemisstoltið og traustið á kirkjunni séu hluti af sömu almennu trúarþörfinni sem einkennir hið íslenska þjóðfélag, trúarþörf sem ekki hefur minnkað þrátt fyrir það að hægt er að tala um mikla afkristnun á íslandi á þessari öld. ElN LÖG - ElNN SlÐUR Valdhafar allra tíma hafa löngum gert sér ljóst sambandið milli trúmála og stjóm- mála. Ein lög, einn siður, er góð regla, það vita þeir sem gegna ábyrgðarmiklum stöð- um fyrir þjóðarheildina. Þeir sem hafa vel- ferð þjóðanna fyrir augum hafa einnig bent á þetta. Rousseau kom fyrstur fram með hugtakið civil religion í bók sinni um þjóð- félagssáttmálann. Hann benti á naðusyn þess að ríkið stydd- ist við ákveðna trú, sem gerði þegnana að góðum borguram með hag heildarinnar að leiðarljósi; trúna á guð og dyggðimar. Franska byltingin gerði tilraun til að koma á slíku opinbem trúkerfi utan og ofan við kaþólsku kirkjuna en það mistókst. Þessi hugmynd hefur þó legið í láginni, sérstak- lega meðal franskra menntamanna, og það var því ekki tilviljun að einn af höfundum félagsfræðinnar um síðustu aldamot, Frakk- inn Emile Durkheim, setti fram svipaðar kenningar um trú og þjóðfélag. Mikilvægur munur er þó á kenningum þessara höfunda. Rousseau hélt því fram að trúin væri hagkvæmt tæki til að tryggja einingu og velferð þjóðfélagsins en hjá Durkheim varð trúin að forsendu þjóðfélagsins. Sameinandi trú gegnsýrir að hans mati heilbrigð þjóð- félög, eins og hann orðar það, jafnt nútima þjóðfélög sem fmmstæð. Þessi trú getur tekið á sig ýmsar myndir og þarf ails ekki að birtast í kerfisbundnu kenningakerfi helgisiða og stofnana. Svipaðar hugmyndir koma fram í ritum bandaríska trúarbragða- fræðingsins Robert Bellah sem hélt því fram að í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefði myndast sérstök trú sem hann einnig kallaði civil religion. Hún birtist á ákveðnum hátíð- arstundum í lífi þjóðarinnar, t.d. á þjóð- hátíðardaginn og við innsetningu forseta í embættið. í Bandaríkjunum er engin þjóð- kirkja eins og kunnugt er, en þar em stjóm- mál og trúmál samtvinnuð á sérkennilegan hátt og fáir stjómmálamenn munu eins og þeir bandarísku slá jafn mikið á trúarlega strengi. Þessir strengir tengja saman ólíka hópa og kirkjudeildir; kaþólilcka, mótmæl- endur og gyðinga og gera þá að einni þjóð. Trúin á guð er nátengd trúnni á lýðræði LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. NÓVEMBER 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.