Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 2
Langtíma- veðurspár ^ ^ EFTIR TRAUSTA JÓNSSON ðru hvoru berast hingar fréttir um að banda- rískir (eða einhveijir aðrir) veðurfræðingar hafi spáð veðri hérlendis næsta mánuðinn. Margir spyrja því hversvegna Veðurstofan birti ekki þessar eða aðrar viðlíka spár. Hér 70 80 80 Bandarísk langtímaspá (afrit) fyrir tímabilið frá miðjum janúar til miðs febrúar 1987. Spáð er 60% líkum á að hiti verði fyrir ofan meðallag norðan Islands, en taldar eru 65% líkur á að hiti verði undir meðallagi við Eystrasalt. Hér gætir mjög tilhneigingar til að spá sama veðri og verið hefur. Á íslandi hefur hiti verið ofan meðallags fyrri hluta janúar, en undirþví í flestum Evrópulöndum. verður leitast við að nokkru að svara þeirri spumingu að nokkru a.m.k. HvaðEruLang- TÍMAVEÐURSPÁR? Á síðustu árum hafa orðið verulegar framfarir í tölvutækni og óþarfi að fjölyrða þar um. Þessi nýja tækni hefur m.a. orðið til þess að veðurspár hafa batnað að mun, auk þess sem þær verða æ marktækari lengra fram í tímann en áður. Framfarir hafa orðið hvað stórstígastar í spám, sem taka til eins til fimm sólarhringa. Einnig hefur að nokkm leyti tekist að ná marktæk- um árangri í allt að 10 daga spám. Fyrir aðeins 10 ámm eða svo var hægt að tala um aðeins 3—4 sólarhringa spá sem langtímaspá. Þetta á ekki við lengur, heldur er spám nú gjaman skipt í þijá flokka hvað tímalengd varðar. Ekki er skipting þessi þó nákvæm. Skammtímaspár eiga við fyrsta sólarhringinn eða svo (stundum er þó átt við mun styttri tíma). Langtímaspár teljast allar spár sem ná yfir lengra tímabil en 7 til 10 daga og á milli em millilengdarspár svokallaðar. Þær síðastnefndu hafa á und- anfömum ámm verið að teygjast yfír fleiri og fleiri daga. Misjafnrar nákvæmni er að vænta eftir því hvers konar spár er um að ræða. í skammtímaspám er krafist mikillar nákvæmni og vaxandi eftir því sem tímabil- ið er styttra. Með skammtímaspám er reynt að sjá fyrir hreyfingar einstakra úrkomu- svæða eða vindstrengja og reynt að taka tillit til breytinga á veðri með degi eða nóttu, auk þess sem tekið er tillit til stað- hátta. Stundum er reynt við úrkomumagn o.s.frv. { millilengdarspám em hreyfíngar einstakra lægða og hæða hinsvegar aðalvið- fangsefnið. Oftast tekst tölvuspám að segja fyrir um myndun, líf og eyðingu slíkra veð- urkerfa nokkra sólarhringa fram í tímann. Eftir því sem fleiri sólarhringar em lagðir að baki verða brautir lægðanna ónákvæm- ari og að lokum er farið að spá lægða- og hæðamyndunum sem alls ekki verða eða þá öfugt. í langtímaspám er ekki reynt að spá veðri einstaka daga, heldur er leitast við að segja fyrir um veðurlag. Reynt er að sjá fyrir í hvaða farvegi lægðir lenda og þar með megi e.t.v. eitthvað segja um hvort tíðin verður umhleypingasöm eða ekki, hvort miklar úrkomur séu líklegar svo og hitafar. Sumir ganga svo langt að tala af bjartsýni um slíkar hitaspár fyrir heilar árstíðir. Mjög erfítt er að meta nákvæmlega ár- angur af langtímaspám. Er t.d. hægt að segja að spá sem gerir ráð fyrir hita og úrkomu í meðallagi í heilan mánuð sé full- nægjandi ef fyrri hluta mánaðarins ríkja sunnanáttir með mikilli úrkomu og hlýind- um, en norðan brunagaddur síðari hlutann. Er slík spá einhvers virði? Nú verður fjallað um nokkrar gerðir af langtímaspám. Framreikningur Þessi aðferð byggir í stórum dráttum á því að 5 til 10 daga spárútreikningum er haldið áfram 2—4 vikur fram í tímann, en það tekur stærstu tölvur nokkra klukku- tíma. Menn hafa rekið sig á það að þó slíkur reikningur sé tilgangslaus (a.m.k. enn sem komið er) til að spá veðri einstaka daga getur komið í ljós tilhneiging til þess að veðurlag leggist í ákveðna farvegi og það er einmitt það sem verið er á höttunum eftir. Þegar svona spá er gerð er útkoma úr reikningum eins dags ekki látin nægja, heldur eru slíkar spár gerðar í nokkra daga og þær síðan bomar saman og athugað hvort svipaðrar tilhneigingar gæti í þeim. Reynsla af spám sem þessum er mjög lítil enn sem komið er og mér er ekki kunnugt um að þær séu nokkurs staðar gerðar reglu- lega og því síður gefnar út. Kostnaður við spá spá sem þessa er mjög mikill því ekki er hægt að gera þær nema í fullkomnustu tölvum. Sennilega er kostnaður við eina slíka spá jafnvel milljónir króna. En fróðlegt verður að fylgjast með frekari tilraunum á þessu sviði. Einfaldaður Framreikningur Vonir manna að notast megi við ódýrari aðferðir en framreikning eins og áður er lýst byggjast einkum á því að að meðaltali breyti einstakur atburð- ur, svosem myndun og ævi einnar lægðar, litlu um ástand lofthjúpsins í heild. Menn greinir hér nokkuð á. í einfölduðu máli má segja að það skipti sköpum fyrir ein- földuð reiknilíkön hvort langtímabreytingar (2 vikur eða þaðan af meira) eigi uppruna sinn í skammtímabreytingum eða öðrum langtímabreytingum. Eigi slíkar breytingar uppruna sinn í hálf tilviljanakenndum at- burðum er lítil von á árangri annarra aðferða en framreiknings. Mest stórbreytinga veður- farsins eru árstíðaskiptin. Allar langtíma- veðurspár verða að gera ráð fyrir henni. Það er ekki bara geislun sólar sem breytist heldur einnig mikilvægir þættir svosem snjó- hula á meginlöndunum og sjávarhiti heimshafanna ásamt fleiri þáttum. Menn leitast einnig við að fínna samhengi á milli stóratburða í hitabeltishöfunum og veðurs á norðurhveli. Sumir telja sig hafa fundið slíkt samhengi, en allt er það fremur óljóst enn sem komið er. Þeir sem stunda rannsóknir sem þessar eru furðubjartsýnir á að innan tveggja ára- tuga verði farið að gefa út alláreiðanlegar veðurspár fyrir heilar árstíðir. Því miður er ekki ljóst hvað telst áreiðanleg spá og víst er að þessar spár verður að túlka í hverju landi, en það gerist ekki án frekari veður- farsrannsókna á hveijum stað. Hliðstæðuaðferðin Fyrir rúmum hundrað árum var farið að flokka veður einstakra daga og mánaða í veðurlagsflokka. Smám saman fundu menn að sumir veðurlagsflokkar höfðu tilhneig- ingu til að standa lengi, einnig jafnvel veðurlagsflokkar fylgdu fremur einni röð en annarri. Þá kom fram sú ágætishugmynd að e.t.v. mætti spá um veður með því að athuga hvað áður gerðist upp úr svipuðu veðurlagi. Það var sem sagt leitað aftur í tímann að líku veðurlagi og gert ráð fyrir því að veður leggist í sömu brautir og var áður við svipaðar aðstæður. Aðferð þessi var talsvert notuð við langtímaspár og er enn. Árangurinn er hins vegar vægast sagt misjafn og margar þær veðurstofur víðs vegar um heim sem gáfu út spár sem þess- ar eru nú hættar því. Meðaltalsaðferðin - Ef Aðferð Skyldi Kalla Hér verður að nefna meðaltalsaðferðina svonefndu vegna þess að hún er oftast not- uð til samanburðar við gæðamat annarra aðferða. Hún byggir á því að alltaf er spáð meðalveðri (t.d. síðustu 10 ára eða 30 ára). Aðferðin er augljóslega vond, en þó ekki verri en svo að langtímaspár með öðrum aðferðum eru stundum verri og gefur hún því mjög góðan mælikvarða á hversu vont vont er. Hér er kannski rétt að minna á að spá sem alltaf gerir ráð fyrir úrkomu í Reykjavík er 60% rétt, þannig að gera þarf betur og helst talsvert betur. ÓBREYTTU VEÐRISPÁÐ Önnur aðferð sem notuð er til saman- burðar er sú að spá alltaf óbreyttu veðri. Þessi aðferð gefst furðuvel, einkum með ákveðnum minniháttar breytingum, sem eru þær að reikna með árstíðasveiflum auk þess að sýna dálitla tregðu í að spá mjög af- brigðilegu veðurlagi. Ekki er þó ánægja meðal veðurfræðinga með aðferð þessa. Aðrar Aðferðir íslendingar hafa öldum saman notað að- ferðir utan veðurfræðinnar til að spá veðri. Menn dreymir veður í stórum stíl, aðrir rýna í tunglið eða í vetrarbrautina. Fylgst er með gróðri, hegðan fugla og annarra dýra. Ekki skal dæmt hér um ágæti slíkra veðurspáa, en víst er að þær eru oft ekki verri en aðr- ar langtímaspár. BANDARÍSKAR LANGTÍMASPÁR Eins og þegar hefur komið fram er reynsla af langtímaspám fremur neikvæð. Bandaríska veðurstofan hefur þó þrjóskast við og gefur út mánaðarspár á hálfsmánað- arfresti. Spáin mun vera einskonar nefnd- arálit nokkurra manna sem stunda veðurfarsrannsóknir. Byrjað er á að spá líklegri legu 700 mb flatarins yfír norður- hveli. Þiýstingur er 700 mb í u.þ.b. 3 km hæð og því er sem sagt verið að reyna að spá um loftstrauma í þeirri hæð. Mikið til- lit er tekið til veðurlags undangengins mánaðar og oftast er því spáð lítið breyttu veðri, en þó tekið tillit til breytingaþátta eins og áður er lýst, auk þess sem reynsla nefndarmanna kemur að notum. Höfuð- áhersla er lögð á veðurlag í Bandaríkjunum. Þó eru gefín út kort þar sem 700 mb spáin er (sú sést hér mjög sjaldan) auk korts með líklegum lægðabrautum. Ut frá þessum kortum eru gerð önnur kort (sem oft koma hingað á Veðurstofuna), þar sem hitafari er spáð ásmt úrkomulíkum. Hér til hliðar má sjá mynd af svona spá. Hitaspáin er e.t.v. heiðarlegri, en þó er það svo að ekki er neitt tillit tekið til landsins, sjávarins og áhrifa þeirra. Úrkomuspáin er hins vegar svo loðin að hún er nánast einskis virði. Þó spáð sé að 55% líkur séu á meiri úrkomu en í meðalári segir það nánast ekki neitt. Dá- lítið hefur verið fylgst með þessum spám á Veðurstofunni, en þær hafa reynst mjög vafasamar, því miður. Veðurstofan gerir engum gagn með því að birta þessar spár reglulega, hvað þá sem sínar, en að sjálf- sögðu getur hver sem er fengið að sjá þær, ef þær koma. Niðurlag Hér hefur verið stiklað mjög á stóru. Langtímaveðurspár eru enn á byijunarstigi, en ákveðinnar bjartsýni gætir meðal fræði- manna um að þær komi til með að batna. Höfundurinn er veöurfræðingur og starfar hjá Veöurstofunni. Batnandi tölvuspár. Línuritið sýnir hvernig tölvuspár hafa farið batnandi. Sýndur er árangur reiknilíkana frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa. Tölurnar á lóðrétta ásnum gefa til kynna hittni spánna. Gildin eru ekki prósentur heldur hittnisstuðull, sem ekki er ástæða til að skýra nánar hér. Á myndinni má m.a. sjá hvernig 8 daga spár eru farnar að nálgast 5 daga spár eins og þær voru fyrir 6 árum. O 5 10 15 20 Árangur af reiknuðum langtímaspám. Heildregna línan sýnir árangur af því að spá alltaf sama veðri. Hann er heldur slakur. Punktalínan sýnir hvernig tekst til með einfölduðu líkani, þ.e. með fremur grófgerðu neti. Þessi spá er orðin jafnslæm og spá um óbreytt veður eftir u.þ.b. 5 daga. í strikalínu dæminu er netið þétt talsvert, en líkaninu ekkert breytt. Þessi spá helst nothæf talsvert lengur. Reikningar með enn þéttara neti eru enn fáir en sagt er að árangurinn batni enn. )80M )IÓ833J 86 f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.