Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 11
/þessu verkstæðishúsi í Bad Cannstadt urðu til fyrstu vélar Daimlers fyrir vél- hjól, bíl og bát, fyrir rúmum 100 árum. af leiðandi nokkuð þungt í vöfum. Þetta varð til þess að með Benz fæddist hugmynd um að vélvæða reiðhjólið og bæta að auki einu hjóli við til þess að auka á stöðugleik- ann. Þessi hugmynd varð þó að bíða síns vitj- unartíma í nokkur ár þar sem frekari tilraunir með heppilega vél fyrir farartækið strönduðu á einkaleyfisrétti Ottos. A meðan einbeitti Benz sér að hönnun og smíði tvígengisvéla fyrir iðnfyrirtæki eftir að hon- um tókst loks að fá fyrstu vél sína til að hrökkva í gang á gamlárskvöldi 1879. Arið 1884 snéri Benz sér alfarið að endur- bótum á fjórgengisvél Ottos með það í huga að koma henni fyrir í þríhjóla ökutæki, þar sem hann sá fram á að dagar einkaleyfis Ottos væru brátt taldir. Árið 1885 smíðaði hann 0,9 ha 984 rúmsentimetra fjórgengis- vél, sem með rafkveikju náði 400 snúninga hraða á mínútu. Það var hámarkssnúnings- hraði fyrir lágspennurafkveikjur þeirra daga. Benz taldi þessa vél henta nægilega vel fyrir bílinn sem hann hafði í huga að smíða. í og með var það svo fyrir tilviljun að einkaleyfi Nikolausar Ottos var síðan hnekkt fyrr en varði, eða hinn 30. janúar 1886. Það bar þannig til að við málarekstur út af einkaleyfinu kom í ljós að Frakkinn Beau de Rochas hafði þegar árið 1862 sett fast- mótaðar hugmyndir á blað varðandi fjór- gengis-vinnuhringinn, þótt engar tilraunir hefðu þá verið gerðar með þess konar vél. Eins hafði Otto misskilið þá eðlisfræðilegu þætti sem lágu að baki brunaferli fjórgengis- vélarinnar og lýst þeim þar af leiðandi rangt í einkaleyfisumsókn sinni. Hann áleit nefni- lega að hljóðlátari gang vélarinnar mætti rekja til þess að bruni eldsneytis-/loftblönd- unnar í strokknum væri lagskiptur. Þessi tvö atriði réðu úrslitum um ógildingu einka- leyfisins. Þriggja Hjóla Vél- KNÚIÐ ÖKUTÆKI Benz hafði ekki sofíð á verðinum meðan á þessum málaferlum stóð, og 29. janúar 1886 sendir hann inn einkaleyfisumsókn fyrir þriggja hjóla vélknúnu ökutæki án þess að geta nánar um gerð mótorsins. Þetta voru teikningar af fyrsta Benzinum og rúmum 5 mánuðum síðar, eða 5. júlí, fer bíllinn jómfrúrferð sína. Við þessar dagsetn- Gufuvél á hjólum. Höfundur þessa vélknúna farartækis var englendingurinn Boul- ton, sem síðar stofnaði fyrstu gufuvélaverksmiðju heimsins ásamt James Watk af fyrsta bílnum frá 29. janúar 1886. ingar miðast upphaf bílaaldar. Reyndar höfðu Frakkamir Delmare- Debouteville og Maladin smíðað og gert tilraunir með fjórhjóla vélknúið ökutæki árið 1884 og því eigna Frakkar sér gjaman fyrsta bílinn. En þar sem hemla vantaði á þetta farartæki endaði það feril sinn á stein- vegg og þar með var bundinn endir á allar frekari tilraunir. Ennfremur smíðuðu Daiml- er og Maybach sinn fyrsta vélknúna vagn árið 1886 og verður ekki annað sagt en að vélin sem knúði vagninn hafi verið Benz- vélunum um flest fremri, hafði t.d. lokað sveifarhús, snérist tvöfalt hraðar og stóð þar að auki upprétt. Fram að því höfðu all- ar vélar liggjandi stimpil eins og gufuvélin. En það sem þeim félögum gekk til var, eins og áður sagði, fyrst og fremst að framleiða vél sem mætti nota við sem flestar aðstæð- ur og bíll var aðeins ein útgáfan af því. Benz vann hins vegar markvisst að þróun ökutækis sem var með innbyggðri vél og því var í einkaleyfísumsókn hans gert ráð fyrir vélinni sem föstum hluta af ökutæk- inu. Þess vegpia er Benz eignaður heiðurinn af uppfínningu bílsins. Og fyrir þá sem áhuga hafa á samanburðarmálfræði er orð- ið bíll komið til af orðinu automobil — eða sjálfrennireið eins og hann var upphaflega og með réttu kallaður hér á landi. Sennilega hefur engan grunað, ekki einu sinni Benz sjálfan, hvemig sú hugmynd sem hann fékk á hjólreiðaferðalögum sínum átti eftir að gerbreyta heimsmyndinni á næstu 100 áram. Grein um upphaf bflaframleiðslu Benz og Daimlers birtist í Lesbók í næstu viku. Af veraldlegum kveðskap Hallgríms Péturssonar II - Sveinbjörn Beinteinsson tók saman Nafnagáta Hallgríms í Rímum af Flóres og Leó Til era þrír rímnaflokk- ar eftir Hallgrím Pétursson. Bjami Jónsson Borgfirðinga- skáld kvað 15 rímur af Flóres og Leó. Hall- grímur lauk við rímurnar, og era rímur hans 9. Þá orti Hallgrímur Rímur af Króka-Ref og af Lykla-Pétri og Magelónu. Rímur Hallgríms era að sjálfsögðu vel ortar, frásögn greinileg, málfar skýrt og hressi- legt. Kenningar hans era flestar vel valdar og oft fallegar, stundum nýstár- legar. Ekki era allar kenningar réttar miðað við eddufræði. Rangar kenningar finnast í kveðskap, sem er eldri en rímur. Margt kom til að kenningar spilltust, mislestur og misskilningur fomra orða o.fl. Hallgrímur var mjög vel að sér í fom- um fræðum og samtíðamenn höfðu álit á honum til slíkra hluta. Þegar skýra skal kenningar og heiti í rímum verður að gæta þess, að ekki er ráðninguna alltaf að finna í Eddu Snorra Sturlusonar eða fornum kvæðum. Stundum koma til sögunnar rangar af- skriftir og hafa rímur Hallgríms ekki sloppið við þann vanda. Liklegt þykir mér að Lykla-Péturs- rímur séu elstar af rímum skáldsins. Þar leikur honum rímnamálið naumast jafn- létt á tungu sem í hinum rímunum tvennum. í mansöng 1. rímu lætur hann orð falla, sem benda fremur til þess, að hann hafi ekki ort rímur fyrr. Heimild er fyrir því að Flóresrímur Hallgríms séu ortar 1647, en þá var hann prestur á Hvalsnesi. Sennilega era þá Króka- Refsrímur yngstar, hvort sem þær era ortar þar syðra eða í Saurbæ. í þeim virðist mér leikni hans mest í málfari, kenningum og braglist. Það leynir sér ekki að Hallgrímur hefur haft ánægju af að yrkja rímur og vandað til þeirra eins og annarra verka sinna. Verið get- ur, að Hallgrímur hafi ort Rímur af Lykla-Pétri meðan hann var á Hólum norður, áður en hann sigldi 15 eða 16 ára gamall, a.m.k. fyrri hluta þeirra. Sagan er frönsk að upprana, en kom út í danskri þýðingu 1583. Þá læt ég þess- um formála lokið, en sný að því, sem átti að vera meginefni þessa greinar- korns. í niðurlagi Flóresrímna felur skáldið nafn sitt í vísu, eins og oft var siður rímnaskálda: Einfalt heitið oftast mér almenn ræða myndan Njóla víkur en nálgast fer ' niðjinn elju Rindar. Úr þessu á auðvitað að lesa nafnið Hallgrímur. Nótt (njóla) heitir gríma, og er hér orðaleikur: Þegar grímu hallar, nóttu hallar. Allir kannast við orðtakið: Þegar degi hallar eða sumri hallar og vitanlega má einnig segja svo um nótt- ina, þótt það sé sjaldgæfara. í bók Magnúsar Jónssonar prófessors um Hallgrím Pétursson er þessi vísa skýrð og er sú skýring eftir Olaf Ólafs- son cand. mag. og er á þessa leið: Njóla víkur = nóttu hallar. Nótt = jörð. Þarsemjörðu hallar heitir hall. Elja Rindar=jörð. Niðji jarðar = Þór. Þór nálgast = þruma = þrym- ur = Grímnir = Grimur. Hall-grímur. Mér er engin leið að skýra eða skilja þessa skýringu. Skýringin er tekin upp óbreytt í útgáfu Finns Sigmundssonar af Flóresrímum. Hér mun allt ljósara en ætlað var. Elja Rindar er jörð og Þór sonur henn- ar. En hér í vísunni er Dagur sagður sonur jarðar. Ekki telst það rétt kenn- ing, en þama er hún samt. Ekki hefði ég þó tekið þetta gilt ef ég hefði ekki fundið Dag kenndan á sama hátt á tveim stöðum öðram í rímum Hallgríms. Bæði dæmin era í rímum hans af Lykla-Pétri. Næsta líður Njörva jóð, nistils Þrúðar birtust ráð. Sæll og fríður so upp stóð sonur brúðar Hárs á láð. Rímur af Lykla-Pétri 6. ríma, 54. vers. Njörva jóð er Nótt og þegar hún líður kemur Dagur fram. Brúður Hárs er Jörð, og sonur hennar er hér Dagur. Annað dæmi: Hvarf þá svefna værðar von vöskum sveigir branda, áður en kvonar Sviðris son sáu þjóðir landa. Rímur af Lykla Pétri 9. ríma 6. vísa. Hér kemur í einn stað niður. Verið er að lýsa því, sm gerist, þegar dagar. Sviðris (Óðins) kvon er Jörð og sonur hennar Dagur. Þama eru komin þijú dæmi um að Dagur er kenndur sonur Jarðar. Ekki hef ég séð þessa kenningu í öðram rímum, en það er ekkert að marka, ég er ekki svo kunnugur rímum 17. aldar, að ég geti um þetta sagt. Vera má að finna megi upptök þessa máls í Snorra Eddu og væri þá um mis- skilning að ræða. Svo segir í Gylfaginn- ingu, 10. kafla. „Nörfi eða Narfí hét jötunn, er byggði í Jötunheimum. Hann átti dóttur, er Nótt hét. Hún var svört og dökk, sem hún átti ætt til. Hún var gift þeim manni, er Naglfari hét. Þeirra sonur hét Auður. Því næst var hún gift þeim, er Ánar hét. Jörð hét þeirra dóttir. Síðast átti hana Dellingur, og var hann ása ættar. Var þeirra sonur Dagur.“ Hér segir, að nótt var þremur mönnum gift. En auðveldlega má misskilja svo, að Jörð væri sú kona, sem Dellingur átti, en Dagur sonur þeirra. Ekki vil ég fullyrða, að þessi skýring sé rétt, en líkleg er hún. Eflaust hefur Hallgrímur þekkt Snorra Eddu, ekki er alveg víst, að hann hafí séð hana ná- kvæmlega í þeirri mynd, sm hún er nú prentuð. . SVEINBJÖRN BEINTEIN SSON RÚNAR GÚSTAFSSON Met- orður einsemdar bölsýningar tvíeggjaðar hugsanir veruleikans sorgarbönd fyrirmyndar samanburður þreplaus metorðastigi á öxlum lífsins burðarás útdauðar draumadísir dansandi á síðum frumskógarlögmálabókar spádómsnornasvik í saurnum svo situr og mælir um gærdags þíns hetjudáðir úr fortfð sem aldrei var til Höfundurinn er ungur verzlunarmaöur frá Isafirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. JANÚAR 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.