Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 16
fí H V«er HAfjHAI. Vf HTJOACIHAOTÍA,T rjTOA.raVnJOÍJOM Nunnan Norræna Húsið Ingrid Bergman eftir Warhol Silkiprent bandaríska popplistamannsins af sœnsku kvikmyndastjörn- unni á sýningu, sem opnuð verður í dag og stendur til lö.febrúar Almennt er því slegið föstu í Bandaríkjunum, að Andy Warhoi sé víðkunnastur allra myndlistarmanna þar í landi og má raunar segja, að öll sú umfjöll- un, sem hann hefur fengið í fjölmiðlum, skipi honum á bekk með poppstjörnum tónlistarheimsins. War- hol var einn þeirra, sem ruddu popplistinni braut í Bandaríkjunum um og uppúr 1960 og allar götur síðan hefur hann nokkuð farið sínar eigin leiðir. Hefur hann m.a. lagt stund á sérstaka gerð mannamynda, sem byggir á silkiprenti. Trúr þeirri hugsjón sinni að nota einkum vinsæl og þekkt myndefni, lagði hann áherzlu á frægðarfólk ýmiskon- ar, Marilyn sálugu Monroe til dæmis, og baðaði sig í frægðarljóma þess um leið og frægðarfólkið baðaði sig í Ijóma listamanns- ins. Avinningurinn var gagnkvæmur og áður en langt um leið, fór að verða stöðu- tákn hjá ofurstjörnum að vera til á mynd eftir Warhol. Ekki voru það sízt stjörnur kvikmyndanna, sem urðu þessarar náðar aðnjótandi, enda voru það yfirleitt persónu- legir kunnningar listamannsins úr frægum samkvæmum hans í New York-borg og þar að auki hefur hann sjálfur unnið að kvik- myndagerð og hefur sem kvikmyndahöfund- ur hlotið talsverða viðurkenningu, sem nær langt út fyrir þröngan hón framúrstefnu- manna í kvikmyndum. Auk þess að fást við myndlist og kvik- myndagerð, hefur Warhol skrifað bækur, fengizt við tízkuhönnun, samið tónlist og stjórnað sýningum á næturklúbbum, svo eitthvað sé nefnt. Nú fá íslendingar lítillega að kynnast verkum þessa frægðarmanns stjörnusam- kvæmanna í New York. Á vegum Galleri Börjeson í Malmö verða sýndar í anddyri Norræna Hússins 3 silkiprentanir Warhols af Ingrid Bergman. Hver um sig er útfærð í 10 mismunandi útgáfum, svo kannski má segja, að myndirnar séu 30. Allar eru þess- ar prentanir til sölu og verðið er miðað við þá, sem sækjast eftir því að fjárfesta í al- þjóðlegri frægð, nefnilega 2.100 dollarar hver mynd, eða 84 þúsund krónur. Þar að auki verða fáanleg plaköt með myndunum þremur af Ingrid Bergman. Ekki hefur Warhol sjálfur staðið í svo óþrifalegu verki að silkiprenta myndimar. Sá heitir Rupert J. Smith, sem það hefur Hún sjálf gert og á vottorði, sem fylgir hverri mynd og þeir hafa skrifað undir Warhol, Smith og galleríeigandinn Böijeson, kemur fram, að myndamótin hafí verið éyðilögð og því ekki hægt að prenta fleiri en 259 eintök, sem tölusett hafa verið. Það kemur líka fram, að ekki hefur höndunum verið kastað til prentunarinnar. Ein myndin,„Nunnan“, er prentuð í 17 litum og með 15 myndamót- um, önnur sem hei'tir einfaldlega „Með hatt“ var prentuð í 13 litum og með 11 myndamót- um, en sú þriðja, „Hún sjálf" í 13 litum og 11 myndamótum. Það segir sig sjálft, að þetta er peninganna virði. í pistli, sem Bötjeson hinn sænski lætur fylgja sýningunni, segir hann, að þeir hafi hitzt, Warhol og hann.haustið 1982 og ræddu þá um andlitsmyndir listamannsins. Ingrid Bergman bar á góma, því hún var þá nýlátin og var hún syrgð af vinum og aðdáendum um allan heim. Böijeson segir síðan: „Þessar samræður kveiktu hug- myndina að gera grafíska myndaröð til að heiðra minningu listamanns sem við dáðum báðir. Eftir mikla vinnu myndlistarmannsins sást hvað þessar samræður leiddu til, - mér hlotnast nú sú ánægja að kynna almenningi þijár frumlegar grafíkmyndir. í þessum þremur prentunum sést nýr Andy Warhol. Horfin er þessi markaða fjarlægðartilfinning sem einkenndi fym andlitsmyndir, þær voru hlutlægar, næstum eins og skýrslur, svo gjörsneiddar persónulegri umsögn. Þær voru frekar eins og myndir af leiknum hlut- verkum en lifandi fólki. Myndimar þijár af Ingríd Bergman sýna persónulegar tilfinn- ingar Andy Warhols og einlæga aðdáun hans á konu og leikara sem hann þekkti. Það krefst mikils tíma og þolinmæði að vinna með listamanni, sem aldrei lætur hendingu ráða neinu. Þá er hvorki hugsað um stund né stað en skipst á skoðunum og málin rædd oft og einlæglega þrátt fyrir langan veg milli New York og Malmö. Ár- angurinn sannfærir mig um að listaverkin, sem unnið var að, áttu réttmæta kröfu á öllum ferðunum, öllum löngu símtölunum og gagnkvæmu samkomulagi um að aldrei skyldi horft í fyrirhöfnina, ekkert hálfverk skyldi tekið gilt. Ég er innilega þakklátur að hafa átt því láni að fagna að geta, ásamt einum mesta listamanni okkar tíma, heiðrað á þennan hátt minningu Ingrid Bergman. Mynd af henni er nú komin í sögu mikillar listar". Svo mörg voru þau orð (í þýðingu Nor- ræna Hússins) og má helzt af þeim ráða, að hugsjón hafi ráðið ferðinni. Það er ekki eins og þeir Börjeson og Warhol ætli að græða á þessu; rétt að hafa eitthvað uppí kostnaðinn við allar þessar prentanir. Ekki er það heldur á hveijum degi, að alþjóðleg fjárfestingalist sé hengd hér upp á veggi, almenningi til skoðunar og kynni það eitt út af fyrir sig að vera forvitnilegt. Án efa á Andy Warhol marga aðdáendur hér á landi, sem ugglaust nota tækifærið og líta inn í Norræna húsið sýningardagana, hvort sem það stenzt nú eða ekki, að myndirnar séu komnar „í sögu mikillar listar". Ur því mun framtíðin skera. GS. 1 b

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.