Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 4
A fyrstu slóð mannkynsins Flestir vísindamenn, sem Qallað hafa um Lae- toli-sporin, flokka þau ásamt tönnunum og beinvölunum undir australopithecus, en það var mannapi með mannslíkama og apalag- að höfuð. Mary Leakey túlkar þennan fornleifa- fund sinn aftur á móti á allt annan veg. EFTIR RAINER KLINGHOLZ að var einn af þessum erfiðu dögum, afar heitt í veðri og tekið að líða að lokum þess tíma, sem fornleifauppgröfturinn í Laetoli, nálægt Serengeti-þjóðgörðunum í Tansaníu, átti að standa yfir það árið — 1976. Nokkrir af ungu mönnunum, sem störfuðu þama við upp- gröftinn, voru einmitt að snúa aftur til búðanna, þar sem leiðangurinn hafði aðset- ur sitt, eftir að hafa skroppið í dagsferð um nágrennið. Síðasta spölinn til búðanna voru þeir að stytta sér stundir með dálítið óvenjulegu og raunar sérviskulegu uppá- tæki: Þeir hömuðust við að kasta vænum kögglum af fílataði í hvem annan. Ofsafjör og kæti! Vistfræðingurinn David Western var ein- mitt að gera enn eina taðhríðina að félaga sínum, Andrew Hill, starfsmanni kenýska þjóðminjasafnsins. Þegar Hill ætlaði í of- boði að víkja sér undan tað-skothríðinni, hrasaði hann allt í einu og hlunkaðist held- ur harkalega til jarðar. Hann datt ofan á eitt af þessum gjóskulögum, sem á umliðn- um árþúsundum em orðin að gijóthörðum helluflákum. Þama sem Hill sat á hækjum sínum á gijóthellunni, kom hann skyndilega auga á eitthvað í steininum, sem leit út eins og nýleg för eftir regndropa. Undrandi tók hann að litast nánar um og rakst þá á nokk- ur spor eftir dýr í glerhörðum grjóthellunum. 3,7 MlLUÓNA ÁRA GÖMUL Slóð Daginn eftir tók leiðangursstjóri þessara fomleifarannsókna, Mary Leakey, að fjar- lægja með varúð jarðvegsskánina af allstór- um bletti gosöskuhellunnar á þeim stað, þar sem Andrew Hill hafði dottið ofan á fyrstu dýrasporin. Það komu ennþá fleiri sporaslóð- ir í ljós: Spor eftir rándýr og nashyrninga, eftir gíraffa, fugla og héra, spor eftir hlemmistóra fílafætur og það mátti jafnvel greina slóð eftir hiria léttstígu þúsundfætlu í steinstorkunni. Allt þetta svæði var bók- staflega þakið spomm, svo skýmm, að það var rétt eins og þau væm frá því í gær. En þessi spor, sem við venjulegar kringum- stæður myndu hafa máðst út á skömmum tíma af völdum vinda eða regns, vom eldri en einnar nætur gömul. Um það bil 3.700.000 ár em liðin frá þeim degi, þegar regndropamir skildu eftir sig þessi för í steinhellunni, þegar þúsund- fætlur og gíraffar tifuðu þarna saman í / rúmlega. 2 miíljónir ára hafa ýmis steinverkfæri borið vitni um fyrsta upphaf menningar. Með tilhöggnum steini brutu frummennimir leggi úr antilópum til mergjar. Þau bein, sem rándýr hafa nagað og bitið í sundur, líta allt öðruvísi út. Steingerva beinið á myndinni ber örfín en óvéfengjanleg merki þess, að kjötið hef- ur verið skafið af leggnum með allbeittu verkfæri úr steini. mestu eindrægni yfir Laetoli-sléttuna í Tansaníu. Svo virðist sem að við upphaf regntímans hafi eldfjallið Sadiman í þá daga tekið að spúa ösku yfir sléttuna hvað eftir annað. Það hlýtur svo að hafa rignt skamma hríð á þessi öskulög og hefur vætan þó verið nægilega mikil til þess að askan varð renn- andi blaut. Án þess að gefa nokkum gaum að eldsumbrotunum í fjallinu, tóku dýr merkurinnar að hlaupa úr öllum áttum yfir nýfallið öskulagið og skildu eftir sig för út um allt. Sólarhitinn bakaði vota öskuna með sporaslóðinni og umbreytti henni í þétta og fasta skán, áður en Sadiman sendi fá sér annað öskuregn, sem huldi gjörsamlega slóð dýranna í fyrra öskulagi. Þetta endurtók sig allt saman nokkmm sinnum, því að fom- leifafræðingamir fundu þama mörg ösku- lög, sem lágu hvert yfir öðm og vom för eftir dýrafætur í þeim öllum. Á liðnum ár- þúsundum mynduðust setlög ofan á efsta öskulaginu, og varðjarðvegurinn sums stað- ar tuttugu og tveggja metra djúpur yfír öskulögunum frá umræddu Sadiman-gosi. Eftir 3,7 milljónir ára gerði uppblásturinn það að verkum, að svolítill blettur af þessu goslagi úr Sadiman kom í ljós. Og tilviljun hagaði því þannig árið 1976, að Andrew Hill hrasaði og datt einmitt á þessum bletti, þegar hann ætlaði að víkja sér undan fílat- aðskögglunum. Mannaferðir í árdaga Nokkmm metmm frá þeim stað, þar sem fyrstu fótsporin höfðu fundizt uppgötvaði jarðfræðingurinn Paul Abell nokkm síðar óvenjulegt spor. Á þessu spori var auðvelt að greina farið eftir hæl, tær og hvelfda il. Sporið gat ekki verið eftir apa, því að út- stæða stóratáin, sem er einkennandi fyrir far eftir apafót, var hvergi sjáanleg á þessu fótspori. Það var einna líkast því, að þama hafi maður gengið fyrir 3,7 milljónum ára. Og þessi maður hafði ekki verið einn á ferð: Önnur sporaslóð liggur samhliða hinni fyrri í um það bil 25 sm fjarlægð, og þriðja mannveran — augsýnilega bam — hafði gengið í fótsporin á fyrstu slóðinni og skilið þar eftir sig för eftir lítinn fót. Förin liggja í þráðbeinni línu á 50 metra kafla frá suðri til norðurs, en þá hverfa þau í uppblásturs- geil. „En á einum stað,“ segir Mary Leakey, „hefur ein af þessum þremur mannvemm hikað og staldrað við stutta stund; hefur snúið sér til vinstri — ef til vill til þess að gá, hvort nokkur hætta væri á ferðum í nánd — áður en hún hélt áfram för sinni norður á bóginn. Það þarf engan sérfræðing í að rekja spor til þess að sjá þetta hik sem komið hefur á eina mannveruna á þessum stað. Fyrir 3,7 milljónum ára gekk einn af forfeðmm nútímamanna þama um og sýndi ummerki þessarar einkar mannlegu hegðun- ar: Að staldra við og hika eitt andartak, áður en lengra væri haldið.“ Umrædd sporaslóð í Laetoli hefur komið af stað miklum vangaveltum meðal fræði- manna víða um heim. Sporin eftir hina tvo fullorðnu virðast vera eftir karl og konu. Fætur þeirra hafa verið tiltölulega smávaxn- ir, 18,5 og 21,5 sm á lengd. Þessi fótstærð samsvarar skóstærð nr. 29 og 34 nú á dög- um. Líffærafræðingar miða yfirleitt við að fótlengdir. sé nánast 15 prósent af fullri líkamshæð viðkomandi: Laetoli-konan hefði samkvæmt því verið 120 sm á hæð, en Laetoli-karlmaðurinn um það bil 140 sm. SÉRFRÆÐINGAR EKKI Á ElNU MÁLI En hverjar voru svo þessar tvífættu ver- ur, sem þarna höfðu verið á ferð? Notuðu þær lausar hendumar þá þegar til þess að Fyrir 3,8 -2,8 mityón árum. Hauskúpan er endurgerð eftirýmsum brotum, sem fundust í Hadar í Eþiópíu 1975. Stærðheila um 450 rúmcm. Fyrir 2,9-2,2 mity'ónum ára. Fundarstaður: Sterkfontein í Suður Afríku, 1947. Stærð heila um 450 rúmcm. Australopithecus afarensis Australopithecus africanus halda á hlutum og beita verkfærum? Bjuggu Laetolamir þá þegar saman í félagslega skipulögðum hópum og voru raunverulega mannlegar verur eða var þama aðeins um apategund að ræða, sem gekk upprétt? Þótt sporin séu í sjálfu sér feiknalega athyglisverð gefa þau samt engin við- hlítandi svör við þessum spurningum. Þær örfáu tennur og fáeinar beinvölur, sem Mary Leakey fann þama skammt frá, koma naumast að nokkru gagni í þessu sam- bandi. Flestir vísindamenn, sem fjallað hafa um Laetoli-sporin, flokka þau ásamt tönnun- um og beinvölunum undir australopithecus, en það var mannapi með mannslíkama og apalagað höfuð. Mary Leakey túlkar þennan fomleifafund sinn aftur á móti á allt annan veg. Samkvæmt hennar skilningi er þarna um að ræða fótspor eftir einn af fyrstu fulltrúum tegundarinnar homo. Það var Louis Leakey, eiginmaður Mary, en hann lézt 1972, er fýrstur hafði komið fram með þá kenningu, að tegundimar homo og australopithecus hafi fyrir sex til sjö milljónum ára tekið að þróast hvor fyrir sig og óháð hvor annarri. Við framvindu þróun- arinnar reyndist australopithecus aðeins vera misheppnuð tilraun um mann, og dó sú tegund síðar með öllu út. Homo átti á hinn bóginn eftir að reynast velheppnuð til- raun, er leiddi af sér tilurð nútímamannsins. Bæði Mary Leakey og síðan einnig sonur þeirra hjóna, Richard Leakey, hafa jafnan túlkað allar þær fjölmörgu leifar og um- merki ævaforns mannlífs í anda þeirrar kenningar, sem Louis Leakey hafði á sínum tíma sett fram. Túlkanir þeirra mæðginanna hafa þó óneitanlega orðið til að vekja ákaf- ar deilur í hópi vísindamanna. Leitin Að Steinaldarminjum Louis Leakey fæddist í Kabete árið 1903, en það er lítið Kikuyu-þorp skammt frá höfuðborginni Nairobi. Árið 1931 kom Louis Leakey í fyrsta sinn á þann stað, sem átti eftir að skipta sköpum fyrir lífsferil hans og ævistarf: Það var Olduvai-gjáin, sem er fyrir suð-austan það landsvæði, sem núna er orðið að Sarengeti- þjóðgarðinum í Tansaníu. Árið 1913 hafði fomleifafræðingurinn Hans Reck prófessor i Berlín haldið í fyrsta rannsóknarleiðangur sinn til Olduvai-gjárinnar og hafði reyndar fundið afar merkilega steingervinga af for- sogulegum dýrum, en leitaði hins vegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.