Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Page 2
TO M STU N DAGAMAN
Smásaga
eftir
Max von der Griin
Mynd
Bragi Ásgeirsson
Enn einu sinni starði Ger-
hard Zieser á kassana
fullur lotningar og dáðist
að safninu sínu. Það sótti
á hann á þriðjudögum og
laugardögum að telja í
kössunum til að ganga
úr skugga um, að allt
væri á sínum stað. Að svo búnu bar hann
niðurstöður sínar saman við skrámar, sem
hann hafði sjálfur útbúið og jók við í hverri
viku.
Grunnir og mjóir kassar, sem húsgagna-
smiður hafði sérsmíðað, voru með læstu
renniloki og stóðu á gólfmottum í kringum
rúmin í svefnherberginu. Kassamir vom níu
talsins og munsturmálaðir eins og um
kákasískan hnetuvið væri að ræða.
Gerhard Zieser var stoltur af kössunum,
sem tóku sig svo vel út, þegar þeir vom
læstir. Sá sem ekki vissi um innihald þeirra
gat ímyndað sér að í þeim væri steinasafn
eða skartgripir, handrit, teikningar eða hver
veit hvað, altént eitthvað sem væri mikils
virði fyrir safnara.
En í kössunum vom tennur.
Stundum þegar Zieser var önnum kafinn
við að skoða tennumar rauk hann á fætur
og leit niður á götuna út um svefnherbergis-
gluggann. Því næst hlustaði hann eftir
þmski í húsinu, kíkti niður stigaganginn og
hljóp inn á baðherbergið. Þaðan horfði hann
niður í garðinn og yfir byggðina að Haar-
strang, en hann sá aðeins skakkan tuminn
á mótmælendakirkjunni í Kamer. „Bölvuð
turnspíran," sagði hann þá.
Gerhard Zieser lagði ríka áherslu á ná-
kvæma aðgreiningu einstakra tanna; fyrir
honum vom tennur ekki bara tennur til að
bíta og gnísta, bijóta og láta draga úr —
tennur vom honum heimspekilegt fyrir-
bæri, heimildir um þjóðfélagið.
Hann átti kassa, sem vora fullir af fram-
tönnum og kassa fullan af jöxlum úr efri
og neðri góm, jöxlum sem höfðu tvær og
þijár rætur, en uppáhaldsdýrgripimir hans
vom augntennumar. Hann var stoltur af
þessum tönnum.
Að eigin sögn átti Zieser stærsta tanna-
safti í Þýskalandi, trúlega í allri Evrópu.
Hinsvegar hélt hann því fram gagnvart
konu sinni, að reyndar ættu háskólamir
ekki stærri söfn af skemmdum tönnum, en
þó væri hans safn aðeins það stærsta í
Norðurrínarhéraði. „Ég ætla að gera það
að stærsta tannasafni í Þýskalandi, sagði
hann stundum við hana, og komandi kyn-
slóðir munu verða mér þakklátar, þó margir
haldi nú að ég sé galinn."
Bestu eintökin sín handlék hann aðeins
íklæddur hönskum eða tók þau upp úr fóðr-
uðum kössunum með frímerkjatöng, sem
var vafín bómull, það vom tennur bmnnar
af tannskemmdum, svörtum holum, gular,
viðbjóðslega gular einsog fúl eggjarauða.
Zieser hreifst ekki af hvaða tönn sem var,
honum þótti lítill fengur í viðgerðum tönn-
um, sem höfðu verið dregnar úr fólki. Áhugi
hans var fyrst og fremst bundinn við tenn-
ur, sem vom orðnar svo skemmdar, að
tannlæknar áttu þess engan kost að bjarga
þeim. Þá fyrst vom þær gjaldgengar í safn-
ið hans. Og aldrei átti hann fleiri en tvær
tennur sem höfðu sömu sjúkdómseinkennin.
Hann var sérstaklega á höttunum eftir
tönnum, sem vom svartar í rótina vegna
bólgu í tannholdinu, og þær grannskoðaði
hann oft í gegnum stækkunargler og smellti
í góm af ánægju um leið og hann muldr-
aði: „Það er aldeilis, þvflíkur dýrgripur. Það
eignast enginn svona dýrgrip, ég verð öfund-
aður af honum."
Gerhard Zieser varði öllum frístundum
sínum í söfnun tannanna, flokkun þeirra
og umhirðu. Hann fór um borgina á hjólinu
sínu, sem var svo vel útbúið af undmm
tækninnar, að allir drengir öfunduðu hann
af því. Hann vissi um allar tannlæknastofur
í Dortmund og nágrenni og það mátti sjá
til ferða hans í Hamm og Miinster, Schwerte
og Iserlohn og Hagen. Þar laumaðist hann
í bakgarða og kjallara til að leita að tönnum
í mslatunnum tannlæknanna, rétt eins og
soltinn hundur gramsar eftir beini. Hann
leitaði líka í mslinu, sem hafði verið sett út
á gangstéttina í augsýn vegfarenda sem
horfðu á hann með undmn og viðbjóði. Zies-
er kom sjaldnast ánægður heim úr þessum
ránsferðum sínum, með plastpokann fullan
af tönnum af öllum gerðum og höldnum
hvers konar sjúkdómstilfellum. Heima hjá
sér í kjallaranum notaði hann sterkan lampa
til að athuga, hvort þær kæmu honum að
einhveiju gagni. Átti hann þegar betra eða
skemmdara eintak sömu gerðar í safninu?
Hann var sjálfum sér samkvæmur; honum
fannst skemmdari tönn betri og henni hélt
hann en hinum henti hann án minnstu eftir-
sjár. Oft fór hann erindisleysu til Hagen,
Miinster eða Hamm. Það var dregið of lítið
af ónýtum tönnum úr fólki.
Með því að skoða tennurnar, sem hann
náði úr mslatunnum tannlæknanna í Unna,
reiknaði hann út viðskiptaveltuna hjá þeim
og þó hann skorti sannanir frá skattstof-
unni í Hagen, var hann sannfærður um að
hann reiknaði alltaf rétt.
Gerhard Zieser var stoltur af tönnunum
sínum, af skemmdunum, af bmnnum og
holóttum tönnunum. Hann mældi holurnar
í tönnunum með sérsmíðuðum blýmæli og
blýmóti, sem gerði honum kleift að mæla
rúmmál þeirra uppá einn tíunda hluta úr
millimetra. Hann giskaði á eða reiknaði út
sjúkleika tannanna, orsakir fyrir tann-
skemmdunum og hann ímyndaði sér þróun
skemmdarinnar í hverri tönn. Niðursokkinn
sat hann fyrir framan kassana sína — ætti
hann engar tennur til að flokka, nægði hon-
um að horfa á þær — og hann varð glaður
eins og bam ef hann kom höndum yfir sjald-
gæft eintak eftir margra vikna leit. Teldi
hann það nógu gott til að taka það inn í
hið einstæða safn sitt, bætti hann því líka
þegar í stað í skrámar sínar. Hann neri
saman höndunum af ánægju, dáðist að
gripnum og óskaði sjálfum sér til hamingju
með heppnina.
„Ég er nú aldeilis lukkunnar pamfíll."
„Hvílík dýrðarinnar skemmd!" hrópaði
hann stundum, „hvflík dýrðarinnar hola!
Þessi svarti blettur er dásamlegur! Ó, þessi
kengbogna rót!“ Þá sökk Zieser algerlega
á kaf í þann heim, sem hann hafði skapað
sér og heyrði hvorki né sá, hvað fram fór
í kringum hann. Stundum þegar hann skipti
um umbúnaðinn á tönnunum — og hann
skipti oft um til þess að skemmdar tennurn-
ar skemmdust ekki — þá brá hann stækkun-
arglerinu sem snöggvast yfir tönnina í
frímerkjatönginni og hrópaði: „Stórkost-
legt!“
Á meðan sperrti hann eymn, hann greindi
smellinn í útidyrahurðinni, þaut upp og í
miklu óðagoti iokaði hann kössunum og
ýtti þeim undir rúmin. Hann hljóp inn á
baðherbergið og þvoði sér um hendumar.
Fáeinum mínútum síðar, þegar hann kom
inn í eldhúsið, var konan hans farin að laga
kvöldmatinn.
„Þú kemur snemma heim í dag,“ sagði
hann og leit tortrygginn í kringum sig í
eldhúsinu og rannsakaði svip konu sinnar
óttasleginn.
„Já, ekki ber á öðm,“ svaraði hún. „Það
tók ungur maður mig upp í bílinn sinn.“
„Hvað segirðu? Ertu loksins búin að finna
einhvem sem tekur þig með.“
„Já, ungan mann, þú þekkir hann líka.
Hann heitir Koller. Hann býr tveim götum
neðanvið okkur."
„Koller? Kol... ler? Ef til viil, ég er ekki
alveg viss. Heyrðu, er hann með heilar tenn-
ur?“
„Já, skínandi tennur."
„Ósviknar?“
„Þó það nú væri. Ósviknari en ósviknar,"
sagði hún og hló lágt.
„Það var leitt," tautaði hann. Það leit út
fýrir að Gerhard Zieser hefði misst áhugann
á þessum unga manni, sem hann þekkti ef
til vill, en vissi ekki hver var, þegar hann
heyrði að tennur hans væm heilar og ósvikn-
ar. Hann sötraði súpuna, konunni stóð á
sama um það, hún sat hljóð og borðaði ró-
lega og þegar hún færði skeiðina upp að
munninum, horfði hún út um gluggann á
háa reykháfinn á móti og þakrennuna á
Vélaverksmiðju Mayers-erfingjanna. Þak-
rennan hafði lekið ámm saman og þegar
rigndi, seytlaði regnvatnið sífellt niður á
tröppurnar og ofan í garðinn, espandi og
róandi í senn.
„Ferðu burt á laugardaginn?" spurði hún.
„Já, til Hamm. Það er nýr tannlæknir
sestur þar að. Það er alltaf mest að fá hjá
þeim í byijun. Allir hugleysingjarnir fara
til nýju tannlæknanna, halda að þessir nýút-
skrifuðu séu þeir fæmstu, sem valda
minnstum sársauka."
„Það kann vel að vera,“ sagði hún. „Er
þér ekki sama, þó herra Koller taki mig með
í vinnuna á morgnana, nái í mig á skrifstof-
una og aki mér heim á kvöldin?"
„Mér sama? Því skyldi mér ekki vera
sama?“
„Æ, ég spurði bara.“
„Þarftu að borga honum eitthvað fyrir?“
„Nei, það held ég ekki. Hann hefiir ekk-
ert minnst á það. Eg býð honum náttúrlega
borgun, en hann kemur ekki til með að taka
við henni.“
„Þá er það í lagi. Við hvað vinnur maður-
inn eiginlega, úr því hann getur leyft sér
að eiga bfl?“
„Hann á bara lítinn fólksvagn. Hann vinn-
ur við stýritöflu í stórverksmiðju norður af
Dortmund."
„Spyrðu hann á morgun, hvað hann geri
í raun og vera. Spyrðu hann til hvaða tann-
læknis hann fari, spyrðu hann og gleymdu
því ekki.“
„Ég skal spyija hann, en ekki á morgun?“
„Ekki á morgun? Nei, það er líklega rétt-
ast. Bíddu með það í nokkra daga. Við
ættum ef til vill að bjóða herra Koller heim
einhvem tíma, ég gæti sýnt honum safnið
mitt...“
„Nei! Gerhard, nei!“
„Allt í lagi. Slappaðu af. Það er heldur
ekki ætlað almenningi, safnið mitt er alltof
gott fyrir almenning, alltof gott. Ef við eign-
umst einhvem tíma böm, sem kunna að
meta þvílíkt safn, ætla ég að arfleiða þau
að því.“
„Já, Gerhard, það er ábyggilega best.
Og það er að minnsta kosti stórkostlega
leyndardómsfullt. Það vita allir að þú átt
stórt safn, en enginn hefur ennþá séð það.“
„Já,“ sagði hann æstur, „þar hefur þú á
réttu að standa. Leyndardómsfullt, það er
rétta orðið. Allir brenna í skinninu að sjá
safnið mitt, en ég sýni það ekki, ekki þó
öll heimsins auðæfi væm í boði.“