Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Blaðsíða 6
Upphaf bílaframleiðslu Daimlers Og Benz Nafn hennar varð vörumerki: Þessi unga stúlka erMercedes, dóttir Jellin- eks, sem var austurrískur konsúll í Nice og óforbetranlegur bíladellukall. Daimler smíðaði sérstaklega híla fyrir hann, sem hann nefndi eftir dóttur sinni. Báðir voru þeir Daimler og Benz frábærir braut- ryðjendur og báðir fengu þeir að kenna á erfiðleik- um vegna kreppunnar eftir fyrra stríðið. Til að bæta stöðuna var ákveðið að sameina fyr- irtækin 1926 með ár- angri sem allir þekkja nú. En eitt það merkilegasta við þessa sögu er það, að þeir Daimler og Benz sáust aldrei. Eins og greint var frá í síðustu Lesbók átti Karl Benz heiðurinn af því að hafa smíðað fyrsta vélknúna ökutækið með innbyggðum mótor sem verðskuldaði að kallast bíll, eða automobile á tungum annarra þjóða. Daimler hafði ásamt nánum samstarfsmanni sínum, Maybach, hins vegar tekið þá stefnu að ein- beita sér fyrst og fremst að smíði mótora sem mætti nota í sem fjölþættustum til- gangi á láði sem legi. Eftir að Benz hafði farið sína jómfrúrferð á fyrsta Benzinum þann 3. júlí 1886 lagði hann megináherslu á endurbætur og smíði nýrra bíla. Bíllinn virðist þó hafa verið nokk- uð á undan sinni samtíð því árið 1888 hafði Benz aðeins tekist að selja þrjú eintök. Hin- ar slæmu viðtökur landa hans ollu því að Benz var í örvæntingu sinni að því kominn að gefast upp og hætta því frekari tilraunum með bíla. Óvænt kom þá kona hans, Berta, honum til hjálpar. An vitundar manns síns tók hún sig til nótt eina og ók ásamt báðum sonum þeirra hjóna frá Mannheim til Pforz- hefm, um 100 kílómetra Ieið. Þessi ferð markaði tímamót í sögu bílsins. Hann hafði þar með ekki aðeins sannað gildi sitt og getu sem fólksflutningatæki heldur var meðhöndlun þessa háværa furðuhlutar ekki flóknari en svo að ,jafnvel“ kona gat ráðið við hann. SkriðanáFram- LEIÐSLUNA 1891 Þessi ferð reyndist fréttnæm og beindi sjónum almennings að þessum nýja ferða- máta. Yfir 20 bíla til viðbótar tókst Benz að selja á komandi fjórum árum en með nýrri gerð, Viktoria, tókst honum loks árið 1891 að koma skriði á framleiðsluna. Viktor- ia skartaði þeim helstu nýjungum að fjórða hjólið hafði bæst við undir vagninn og sjálf- stæðar beygjur voru á hvoru framhjóli í stað þess að öllum framásnum væri snúið til að beygja eins og á hestvögnum. Smám Eftirsóttur safngripur, sem mundt kosta svimandi upphæð, ef hann væri seldur: Mercedes-Benz sporthíll, árgerð 1929. Auglýsing fyrir Benz frá 1888. Palenlirl m allen Industricstaalcn' Neu! —<"*-■— Praktisch! FaUnt-Hotorwagea init Ganbctriöb durcli IVtrnlciun. Hoiizin. \ii|ilitn Hi-. Iamer aogleícK betriebsfiíiig! — Bequeo ucd xbsolut gefihrlos' í !J ?I V71 \ri i -i !i ■ Pitent-Kotorwagen mit abnebmbirem Halbverdeck und Spriuleder. B EIN Z & C, o. Rheinische Öasmotoren-Fabrik M A N N H E I M. v i Waldhofsti asse Bílar jr I 100 ár ANNAR HLUTI EFTIR JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON Daimlerfrá 1889. Bíllinn eraðfá sitt sérstaka form og fjarlægist hestvagn- inn. Teinafelgur eru komnar til sögunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.