Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Blaðsíða 3
USBÚK in @ ® ® [«] 0 ® s h @ a ni ® ni Útgefandi: Hf. Árvakur, Reyicjavflc. Framkvstj.: Haraidur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. RitstjómarfulKr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingan BakJvin Jóns- son. Rrtstjóm: Aðalstrœti 6. Sími 691100. Forsíðan er af málverki eftir Svavar Guðnason frá 1938, en þá stóð Svavar föstum fótum í þessu listformi og hélt sig við það alla tíð. Myndin er á yfirlitssýningunni um íslenzka abstraktlist á Kjarvalsstöðum, en sjálfri sýningunni verða gerð skil síðar í Lesbók. Listmunasalinn og kaffifélagar hans er heiti á grein eftir Braga Kris- tjónsson bóksala og segir hann þar frá Sigurði Benediktssyni, sem var að sögn Braga meiri kaffihúsa- maður en flestir og þar hitti hann vini sína svo sem Kjarval, Tómas skáld, Þorvald í Sfld og Fisk, Lúðvík Hjálmtýsson, Agnar Bogason og Vilhjálm frá Skáholti. Listasöfn í Bandaríkjunum geyma geysilega fjársjóði lista- verka, sern auðmenn hafa safnað og síðan gefið söfnum. í flestum söfnum nútímalistar ríkir hins- vegar römm þjóðemisstefna. Frá því segir Gísli Sigurðsson í seinni grein sinni af bandarískum myndlistarvettvangi og einnig af sýningum á list John Singer Sargents og Vínarborgarlist frá því um 1900. Mercedes er vel kunnugt vörumerki, en það var upp- haflega nafn ungrar stúlku. Höfundurinn, Jón Baldur Þorbjömsson sagði í síðasta blaði frá aðdraganda bílaframleiðslu, en hér seg- ir hann frá upphafinu hjá þeim Daimler og Benz, sem slógu fyrirtækjum sínum saman, þegar harðnaði í ári. GRÉTA SIGFÚSDÓTTIR Dína Eg reyti ekki af mér hárið né ríf klæði mín því harm minn ber ég í hljóði Sæl var sú stund er ég hvíldi í örmum hans undir mórberjatijánum í lundinum Móres sæl gegnum tárin Mildar voru hendur hans er hann þerraði þau og hét að gjöra sáttmála við föður minn og bræður svo vér mættum verða að einni þjóð í landi Hemors föður síns Ó, þér bræður mínir sem hefnduð þess grimmilega að hann óumskorinn hafði spjallað mig dóttur ísraels Enn geymi ég kyrtil minn roðinn blóði hans og þytur mórberjatrjánna hvíslar nafni hans: Síkem.. . Bæri ég ei harm minn í hljóði yrði ég grýtt í hel (1. Mósebók, 34. kap.) Höfundurinn er rithöfundur og skáld og býr í Reykjavík. í fjölmiðla- fjötrum Við heyrum sagt frá fjar- lægum og frumstæðum þjóðum, þar sem öll sam- skipti eru bundin í ófrávíkjanlegar reglur. Ætli við höfum ekki flest búizt við því að slíkur agi hyrfi í samfélagi verkaskiptingar og viðskipta? Það var því mjög óvænt nú í haust, að svo virtist sem tugþúsundir íslenzkra heimila ætluðu að láta stjórnendur tveggja sjónvarpsstöðva ráða því, hvenær neytt er kvöldverðar , en þannig mátti skilja viðbrögð fólks og gremju, þegar stöðvamar ákváðu fréttatíma sína í haust. Á mörgum mátti heyra að með nýjum fréttatíma hyrfi eina stundin sem heimilis- fólk ætti saman út af fyrir sig. Eftir kvöldmat tæki sjónvarpið völdin, en fyrir kvöldmat væri heimilislíf mjög á hlaupum og þá væru líka merkilegir sjónvarpsþættir, ef marka má þá sem ijalla um sjónvarps- dagskrá í dagblöðum. Með tilkomu sjónvarps á heimilum varð lítið næði til að sinna gestum. Þess vegna hætti fólk yfirleitt að líta inn til kunningja að kvöldlagi til að setja húsráðendur ekki í þann vanda að velja á milli þess að horfa á sjónvarp eða sinna gestum. Fáir þykjast vera skemmtilegri gestir en sjónvarpið eða fræða meira og til lítils er að fara í heim- sókn til þess eins að sjá sama efni og sjá má á skjánum heima hjá sér. Alltaf býðst eitthvað nýtt á skjánum og truflar sam- vistir, því áhugaefnin eru misjöfn. Sjónvarpsfréttirnar hafa af einhverjum ástæðum haldið almennri athygli, þótt þær séu oft rýrar, fréttatíminn fylltur með efni sem ekki er á döfinni og sjaldan myndefni, sem bætir nokkru við nýjustu fréttir, sem eru áður komnar í útvarpinu. Sjónvarpið hefur helzt yfirburði yfir útvarp í fréttum af eldgosum. Gremjan sem kom fram vegna nýs frétta- tíma sýndi, að almenningur virtist ekki geta hugsað sér að láta sjónvarpsfréttirnar víkja fyrir sameiginlegri kvöldmáltíð í sæmilegu næði. Raunar var farið að tíðkast, að böm væru látin matast fyrir framan sjónvarp til að hafa þau stillt. Kvöldverðurinn er víða orðinn aðalmáltíð- in í stað hádegisverðar, á ábyrgð húsmóður, en sums staðar með aðstoð eiginmanns og bama. Með ríkulegri kvöldmáltíð staðfestist sú tilfinning, að gott heimili undir stjóm húsmóður fullnægi grundvallarþörfum fólks, líkamlegum og andlegum. Á vinnu- stöðum, þar sem boðið hefur verið upp á heitan mat í hádeginu, hafa konur og góðir eiginmenn, sem ekki hafa þörf fyrir tvær heitar máltíðir á dag, komizt í nokkurn vanda, og orðið ofan á hjá mörgum að sleppa hádegismat eða eta aðeins léttmeti, en það er ekki án fómar. Hugsun þess sem er van- nærður fram eftir degi verður sljó, menn verða úrillir, slysahætta í vinnu eykst og hætt er við að menn fitni úr hófi við að nærast mikið að kvöldi. Á hádegi er matarlystin oft orðin góð og viðurkennt er á þessum heilsufæðistímum, að manninum er hollast að taka til sín aðal- næringuna fyrri hluta dags. Þeir sem það gera hafa fæstir gott af ríkulegri næringu að kvöldi. Nú, þegar kvöldmatartíminn er hvort sem er kominn í hers hendur, ættu þeir, sem þess eiga kost, að mega njóta almennilegs hádegisverðar með góðri sam- vizku og láta sér nægja léttmeti á kvöldin og búa sig þannig undir nóttina eins og hollast er. Yfirráð sjónvarpsins yfir heimilunum hafa rýrt mjög áhrif kvenna. Önnur heimilisstörf en undirbúningur kvöldmáltíðar eru vita- skuld mörg hver mikilvæg, en það er ekki eins augljóst, og utan heimilis eru konur undantekningarlítið undirmenn. Vissulega eru verkefni þeirra, þótt undirmenn séu, oft fullt eins vandasöm og verkefni karla, en það hefur ekki verið metið að verðleikum. Miklar breytingar hafa orðið á stöðu stéttanna undanfama áratugi. Ætli nokkur þjóðfélagsstétt hafi verið niðurlægð eins rækilega og húsmæður? Þær hafa löngum verið látnar laga sig að störfum sem unnin eru utan heimilis. Langt er síðan farið var að ákveða skólatíma án tillits til máltíða heimilanna, þótt þær væru þá fastákveðnar og handa öllum að minnsta kosti þrisvar á dag. Heimilin eru á kvöldin eins og notaleg sýningarherbergi og húsmæður bera fram veitingar. Völd sjónvarpsins yfír hugum fólks og samskiptum eru daglegt gremjuefni á heim- ilunum. Á að sleppa úr dagskránni eða sitja sem fastast? Get ég boðið nokkuð betra en sjónvarpið? Gremst hinum ekki ef ég læt í ljós ósk um að loka eða gremst hinum ef ég vil horfa á og ekki sinna öðru fólki? Hússtjórn þar sem stjórnandi verður stöðugt að haga seglum eftir vindum sjónvarpsins er lýjandi. Sú hvíld, sem fólk finnur í utan- landsferðum, ekki sízt húsmæður, er trúlega mikið því að þakka að fólk losnar úr fjötrum fjölmiðla á heimilunum og getur átt ótrufluð samskipti við sína nánustu og samlanda yfírleitt. Björn S. Stefánsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. JANÚAR 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.