Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Page 11
Sagan af Arna
ljúflingi yngra
- UTANVELTUMANNI í ÍSLENZKU 19. ALDAR SAMFÉLAGI -
EFTIR JÓN ESPÓLÍN
KYNNING EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON
Til er í handriti skáldsaga eftirJón Espólín sagnritara (1769—1836), rituð á ámnum
1834—36, forvitnilegt uppgjörþessa afkastamikla rithöfundar viðsamtíðina á síðustu æviár-
um hans. Jón hafði ekki lokið við bókina er hann féll frá en var langt kominn meðhanaog
væri vel við hæfi aðgefa hana út þótt ekki væri fyrir listræna verðleika hennar, sem eru
litlir, heldur fyrir sögulegt gildi. Hugsunarhætti fólks á mörgum þjóðfélagsstigum er ágæt-
lega lýst, stílIJóns Espólíns ersvipdrátturíslenskrarþjóðarsögu, sem ekki er vertaðhorfa
fram hjá, og saga þessi afÁmn Ijúflingi yngra er önnur kunn tilraun íslendings á síðari .
öldum til að rita skáldsögu, sem talist geturhafa náðþví markmiði, fyrstur varEiríkur
Laxdal (1743—1816). Stuttur kafli hefur verið birtur úr Sögunni afÁma Ijúflingiyngra í
fræðiriti, annars virðist hún ekkihafa orðið mönnum kunn lesning fremur en aðrar tilraun-
ir manna af þessu tagi fyrir ritunartíð Pilts og stúlku Jóns Thoroddsens, sú saga var skrifuð
1848— 49 ogkom út ári síðar.
Hvemigskyldi Áma Ijúflingi reiða af í bókaflóði? Líklega ekki vel. Jón Espólín sýslumaður
var talsvert ábúðarmikill höfundur, siðferðilegar umvandanirstóðu þessu strangayfírvaldi
ekkifjarri, lesandi skáldsögunnarþarf að yfírvinna uggeða am.k. tortryggni ífyrstu; fær
reyndarafþvi tilefhi snemma hluttekningu með aðalpersónunni, Áma Ijúflingi, fíækingi,
sem leggur upp íhringferð um landið, ogkemst langleiðina í sögunni; Ami hlerar eftir
samtölum manna hvarsem hann kemur ogskrifarþau niðurhjá sérítómi, stundum á
milli bæja, en hefur víst ekki uppburði til að leggja neitt til samræðnanna sjálfur. Sagan er
afar einföld að byggingu, aðaleinkenni hennar er samtöl tveggja; Ámi hinn óvirki vitundar-
vottur, sem höfundar raunsæisskáldsagna ogfylgismenn þeirrar stefnu áttu helduren ekki
eftir að taka íkarphúsið. Sagan verður kynnt meðþessari samantekt og fyrstgripið niður
í upphaf hennar.
Flakk var bannað með lögum íHúsagatilskipun um miðja 18. öld:
Ami fór sinna ferða, stund-
um milli bæja, og í
baðstofur, hvar hann þó
oftast sat úti í homi, og
talaði fátt, ellegar í skoti,
og stóð þar svo og svo
lengi, en stundum út um
hóla og auðnir, þá menn vissu ekki gjörla
hvað hann var að sýsla, og var hann þess
vegna af sumum kallaður Ámi ljúflingur, það
nafn höfðu menn í 14. og 15. öld, og svo
síðan, gefíð álfafólki, sem sumir ætluðu byggi
í steinum og hólum, og munu hafa dregið það
af hýrlyndi þess, að sinni meiningu, en nú var
það orðið að viðundurs nafni, en þó til í mál-
inu enn; köllum vér hann nú síðan til aðgrein-
ingar frá öðram Ama ljúfling er lifði í miðri
18. öld og fékk það nafn af umgengni sinni
við álfafólk, Áma yngra ljúfling. Dvaldist hon-
um á austurlandinu sitt áðurgreinda ferðalag,
til tvítugsaldurs, án hrekkjapara.
IJPPHAF LEEÐANGURSFERÐA
Á íslandi er ekki mikið yndæli náttúrannar;
ver megum því sjaldan vænta að heyra vom
viðundurs riddara ferðast um grænblómgaða
völlu, yndislega dali, fögur skógarrjóður, hvar
næturgalans söngur gæti töfrað hann, með
hægt rennandi blómgirtum lækjum, eður koma
að háum staða sortum, já, allsjaldan ríðandi,
nema ef hann kann að fá einhversstaðar láns-
meri, þegar hann nennir ekki að ganga, eða
er orðinn skólaus, sem þó mun torsótt, þar
hann hefir ekkert fyrir að gefa, þess vegna
getum vér ekki sagt frá öðru sem fyrir hann
hafi komið á hans leið, en mýrasundum, þúftia-
reitum, einstöku bala í milli, sandgígum,
illfærum þverám í klettagljúfram, grýttum
stígum, hraunum, klettum og þessháttar. Líka
stundum að honum hafi mætt hrafhar, og ein-
stöku sinnum álftir á flugi, en nóg hundgá
þegar hann kom á bæi, eður fór af stað. Og
er nóg að telja þetta upp í eitt skipti fyrir öll,
svo lengi sem ekki er að geta neinnar sérlegr-
ar torfæra, er venju framar gat angrað hann.
Nóg að minnast hér á (þetta) áður en að því
kom að hann framfylgdi sínu merkilega hug-
boði, að sjá sig víðar um en á austurhomi
landsins einu saman, hvar við hann hafði sjálfs
sín ráð en einskis annars. Á næsta bæ við Hof
í Vopnafírði, hvar hann dvaldi eitt sinn nætur-
sakir, á vetri, var greiðasamt fólk, sem gaf
honum væn leðurskæði, og stafþrik með broddi
í — tók nú vor kappi sér göngu á hendur og
heitstrengdi með sjálfum sér að ganga í kring-
um allt Island, hvað sem á bak kæmi. Hann
kvaddi fólkið um morguninn sem hann hafði
gist að, og fór, að ég trúi, yfir um ána í þeirri
von að leita til síns faaðingarstaðar, fyrsta.
Hvar hann nú fór eða ekki, kom hann að
Refsstað um kvöld eftir dagsetur, guðaði, sem
kallað er, á gluggann, og bað lofa sér að vera,
fékk hann það, var lokið upp og hann látinn
setja sig inn á pallinn, var þá tekin til að lengj-
ast vaka. Prestur sá þar var fyrir ráðandi, sem
ég vil kalla séra J., var hýsingagjam, og vora
tveir komnir fyrir, þó sinn hvers háttar, annar
hreppsijóri úr Þingeyjarsýslu, Guðmundur að
nafíii, en hinn flökkudrengur þar innlendur,
sá hét Bjami.
Kallaði prestur á hreppstjórann inn í bað-
stofuhús um það leyti Ámi kom, og talaði þar
við hann um stund. Læddist þá Ámi að dyrun-
um, og var í hug að komast á njósn um hvað
þeir ræddu, þó svo hægt að ei yrði eftir tekið.
Eitt sinn í samtalinu bar þá svo til, að hrepp-
stjóranum varð litið fram til þilsins, sá hann
á því mjótt nafargat, og horfði fram í gegnum
það, þá varð hann vís að drengur sat þétt við
dymar, og lét ei á bera; enn sem hann gekk
fram, leit hann til hins sama, sem enn þá sat
kyrr, og merkti hver vera mundu, þvi hann
hafði séð hann áður; hann settist þá á rúm
frammi, en presturinn kom litlu síðar fram úr
húsinu og gekk um gólf á pallinum, eða gólf-
inu; tók þá hreppsfjórinn Guðmundur til orða,
og varð maður til að ansa honum sem eftir
fylgir-
VÍSDÓMUR ÁRNA JAFNINGJA
Hreppstjóri G: Ég trúi ég hafí komist í for-
þenkingu, prestur góður, fyrir það ég talaði
við yður einslega áðan, eða að minnsta kosti
forþenkir sá annan hvorn okkar, sem hlerar
eftir hvað við tölum. Er það annars siður á
yðar heimili, ef einhver talar við yður eins-
lega, að svo sé gjört?
Pr: Ekki gjörir mitt heimafólk það.
Hrst: Það var heldur enginn af því, en þess-
ir flökkudrengir hafa ei annað að gjöra, það
er líka forsjálegt af þeim, þeir geta máské
innunnið sér þess heldur næturgreiða á næsta
bæ, með nýjum fréttum sem þeir hafa numið.
Presturinn gaf þessu litla vakt, gekk inn í
hús sitt, og Ámi vor sat þegjandi eins og físk-
ur, en drengurinn Bjami, sem hafði orð fyrir
að vera málgefinn, tók þetta að sér, og svar-
aði, — Ég held yður komi það ekki við,
Guðmundur góður, hvort ég fer um sveitina
eða ekki, eða hver lofar mér að vera, og hefi
ég ekki troðið marga um tær í hreppnum yðar.
Hrst: Ég talaði nú ekki svo eiginlega til
þín, en fyrst þú tekur það að þér, þykir mér
vel þó þú eigir sneiðina, og þar ég þekki þig
ekki veit ég ekki nema betur væri gjört fyrir
mig, að áminna þig nokkuð, ef ég gæti, með-
an ég kann ekki enn þá að segja, né vil til
þess tilgeta, að þú sért svo heimskur, að. mál
tæki eigi heima hjá þér; að illt sé að snolra,
því framgimi orsakast oft af illu uppeldi og
athugaleysi, sem lagast getur hjá þeim sem
ekki era hrekkvísir, með skynsamlegum for-
tölum. En svo ég standi við orð mín, þá vil
ég það enn segja, að því er verr og miður,
að þeir era allt of margir, nú um stundir, sem
strax í æskunni era einráðugir, sjálfbirgir og
óhlýðnir, svo enginn getur um þá tætt, fara
síðan á flæking, læra að hnýsa og slaðra, og
þar næst að Ijúga og stela, en ekkert að vinna,
og með því móti fyllist land vort í ónytjungum
og skaðræðismönnum. Get ég ekki þó kennt
þetta þessum ónytjungum sjálfum einungis,
því meðan þeir era ungir, eða milli vita, sem
menn segja, og jafnvel þó fullorðnir séu, að
áram, því þeir era samt óvitar og böm, eiga
aðrir að hafa vit og ráð fyrir þeim, og líða
þeim ei allan ósóma. En það hefur lengi fylgt
mönnum, og ekki síst okkur íslendingum, að
vilja bæði vera agalausir sjálfir, og leiða hjá
okkur að aga ungdóminn, hvað lítil heldni sem
finnst hjá einhveijum venju framar í sinninu,
helst ef ekki era okkar eigin böm, því sumir
iáta sér þeirra velferð ganga nokkuð nær en
sveitabamanna. Og af þessum líðunarsama
þenkingarhætti í tilliti til agans, sprettur önnur
dygðinn, sem er að gjöra öllum jafnt til, með
hýsingar og veitingar hvemin sem þeir haga
sér, sem ég þori að segja að bæði er þvert á
móti guðs orði, og konungsins lögum.
B: Já, já, ég á prísa hvað tillagagóður þér
erað við aumingjana, Guðmundur minn! Og
verði ég einhversstaðar að því spurður, get ég
ekki annað sagt en satt er, ég skal líka gjöra
það, því það er eins vert að segja frá illum
tillögum þeirra sem þær láta af sér leiða, sem
góðgjörðum hinna, — sérdeilis þegar þeim sem
útleggja til kemur það ekkert við, sem þeir
sletta sér fram í.
Hrst: Ég hugsaði öllum kæmi við að tala
sannleikann, ef þeir era þess kvaddir, og líka
oft þar fyrir utan; en hvað oft ég má gjöra
það ótilkvaddur, er ekki þitt að dæma, og
raunar einskis annars enn minnar eigin sam-
visku, sem býður mér að tala eður þegja um
hann eftir eigin þörf, og hvar enginn á dóm
á nema hún, og enginn má neyða mig að víkja
frá hennar ályktan; en hvað þú sagðir, að þú
mundir geta um tillögur mínar við aumingja,
sem þú kallar þig og þína líka þá banna ég
þér það ekki, mundi líka það forboð til lítils
koma, enda ætla ég ekki að feta í þeirra, —
því miður! of mörgu fótspor, sem byggja virð-
ingu sína á kjaftalofi húsganga; hvert allt of
almenna ranga álit er kiöftug fram æsing laus-
gangaraskapar, og allrar þeirrar miskunnar
sem heitir skálkaskjól; er aldrei að búast við
að óskipun og óþörfu flakki og annarri var-
mennsku létti af landi vora, fyrr en menn
læra nokkuð almennt, að aðgreina sanna virð-
ingu frá falskri, og sannar velgjörðir frá
útorsakandi og rangt kölluðum velgjörðum, og
þetta skeður ekki fyrr en alþýða lærir að
þekkja að gagni fleiri dygðir en eintóma vals-
lausa gestrisni. — Annars þurftir þú ekki til
mín að víkja, að ég hefði neitt illt til þín lagt
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. JANÚAR 1987 1 1