Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Qupperneq 13
ég bið forláts, læknaramir hafa verið settir svo
maigir af því sjúkdómamir fjölguðu, ætiaði
ég að segja,
L; Hvað þér hafið ætlað að segja, kann
vera sama; það getur skeð að sjúkdómamir
séu fleiri en fyrrum.
P: Ætli það sé ekki læknurunum að kenna?
L: Svo ég taki þó orð yðar upp í bestu
meiningu, ætla ég að samsinna þessari spum-
ingu; fólk leitar nefnilega meira læknaranna,
og telur sér fleira til veiki, síðan það átti kost
á þeim; en það kann líka að vera að fólkið
gjöri sér fleiri sjúkdóma með iðjuleysi og svalli
en fyrrum.
P: Satt að segja, sjúkdómamir em fleiri en
voru, og held ég það komi til af afturför nátt-
úmnnar.
L: Afturför náttúmnnar?
P: Já, ég er nú sextugur, og hefir mér mik-
ið aftur farið síðan ég var fertugur, hví mun
ei eins landinu og fólkinu í því, og öllu mann-
kyni, fara aftur, og hnigna kraftar, eftir því
sem heimurinn verður eldri? (—)
Af samtali um prestastéttina heyrir hann
að helstur kostur prests er að hann óttist guð
og samviskuna meira en menn og manna álit;
hann hlýðir á samræðu um draumspeki og
móðir uppfræðir dóttur sína um allt milli him-
ins og jaiðar og allt er það kerlingabækur:
Dóttir: Hvað þýðir, móðir mín, í bamakvæð-
inu „Dillidó og Dumma?"
Kerling. Það er huggun við böm og þýðir
að þeir em dauðir hann Dillidó og hann
Dumma, það vom stríðsmenn Herodos kon-
ungs sem hann sendi út að drepa bömin,
skelfilega grimmir." (—)
Ekki er skáldsaga sýslumannsins Jóns
Espólíns öll rituð í jafn alvörugefnum tón eins
og sjá má af þessari síðustu tilvitnun og af
því sem hér fer á cftir; Ami hefúr komið víða
við á hringferð sinni og er nú kominn á norður-
land, hann leggur upp £rá Þingeymm í
Húnavatnssýslu:
Þjófaráð
Þaðan fór Ami þar til hann kom að Blöndu,
v;_>- hann lengi að vefjast þar áður en hann
komst yfir um, hann fékk gistingu á einum bæ
í Langadal, ég trúi hann neftii Æsustaði, og
þó hann væri óspumll, varð hann brátt vís að
þangað var von á tveimur bændasonum, neðan
úr dalnum, sem vom eins og sumir fleiri,
meðallagi rigtaðir, og mundu verða þar nætur-
gestir vissra orsaka vegna, og látnir sofa
saman.
En er Ami vissi það, bað hann ei kosta sig
að mat (þó var honum eitthvað gefið), en vegna
sérlegrar forvitni að heyra tal þeirra, undirtal-
aði hann við bóndason að láta sig í kistu, og
bera hana inn að rúmi þeirra og það var gjört.
Litlu síðar komu þeir, og töluðu fyrst stundar-
kom við bónda fram í stofu, fóm síðan að
hátta í því tiltekna rúmi, og létust sofna fljótt.
En er þeir vom vissir um að allir vom sofnað-
ir, fóm þeir að skrafa í hljóði. Ámi hlustaði
vel eftir, en heyrði allra manna best, og nam
þetta viðtal þeirra, vil ég kalla annan U. en
hinn V.
U: Hvaðan fékkstu peningana, lagsmaður,
sem ég sá hjá þér í fyrradag?
V: Það kostar nú nokkuð að segja þér, en
allt er vin sínum vel segjandi. Eg vissi af
skemmu hjá einum manni í Asunum, og hafði
líka séð í henni kistur; hef ég haft ráð með
að búa mér til lykla og komst í hirslumar, en
þar var enginn gmnaður um nema Bjami
gamli, sem var á ferð um sama leyti. En í
hinn hið fyrra dag keypti ég fyrir það sem
mér fénaðist rækalls vænan hest, sem ég ríð
núna, Kavaju og púns extrakt á glasið mitt í
kaupstaðnum, og þó átti ég það eftir sem þú
sást.
U: Hvaða skratti varstu heppinn? En ætli sé
ekki meira eftir í skemmunni?
V: Ekki af peningum, en mat gat ég ekki
verið að dragast með.
U: Mér er ekki um það heldur að skipta
mér af því, en peningum vildi ég einhvers stað-
ar ná ef ég gæti. Kanntu ekkert ráð til þess
sem við gætum báðir af notið?
V: Við skulum finna karlinn hann N. í K.,
og ætla ég að biðja hann að koma á eintal
með mér, út undir vallaigarðinn, og út fyrir
hann ef ég get, en þú skalt hafa hestinn þinn
niður í brautinni, svo hann sjáist ekki, og liggja
sjálfur utan undir garðinum. Við veiðum að
stilla svo til að hann sé einn heima við bæinn,
og á ég mér vinkonu sem lætur mig vita hve-
nær þess er helst von; en sem hann er kominn
í greipar okkar skulum við taka hann og hóta
að drepa hann, ef hann hljóðar; láta hann síðan
sveija okkur hvað mikla peninga hann á, og
hvar þeir eru, og að segja aldrei frá þessu,
ella skuli það gilda hans líf. En beri svo til
hann segist eiga þá heima, skulum við fylgja
honum heim hægt og vingjamlega, og inn og
segja alltaf á leiðinni, við ætlum einasta að
biðja hann að lána okkur tíu spesíur, en þá
við erum inn komnir, skulum við hræða hann
til að sýna okkur þá, og láta hann leysa líf
sitt með að fá okkur þá alla eða mestalla; ég
veit víst hann á mikla peninga. — En sjáum
við ekki færi á að hitta hann einan í bænum,
skulum við ei að honum ráða, og vetður þú
þá að hugsa annað bragð, skaltu fá tvo part-
ana ef þitt bragð tekst.
U: Ég á málaðan sterkan stokk, hann skul-
um við fylla upp með gijóti og forsigla, biðja
síðan L. á M. að lána okkur smápeninga,
ríxort og smærra, uppá sextíu spesíur, við
þurfum þeirra með í bráð fyrir stærri peninga.
Knýja fast á hann þar til hann kemur með
þá, en stilla svo til, að við fáum ekki tíma til
að taka upp úr stokknum fyrir aðkomu ann-
arra. Afhenda honum hann síðan forsigiaðan,
og segja áttatíu heilar spesíur séu í honum í
pant En við skulum koma um tvo daga aft-
ur, og telja þær sextíu út, biðja hann ei upp
ljúka fyrr en við komum, vegna þess að bréf sé
í stokknum sem enginn megi sjá. Ætla ég
þetta takist því að hann er auðtrúa, og síðan
skulum við gæta vel að, hvar hann lætur hann
í stofúna, láti hann hann í ldstu, get ég feng-
ið lykil að henni. Því næst skulum við koma
aðra nótt, bijóta eina rúðu úr gtugganum, og
opna hann svo og ná stokknum. Daginn eftir
skulum við heimsækja hann, og mun hann þá
„Deilu vinnukonu og húsmóður á bæ einum
nemur Ami, en þorir ekki að skrá hjá sér
samræðumar." Eitt sinn lét hann loka sig
niðri í kistu og koma henni fyrir hjá rúmi,
þar sem tveir grunsamlegir menn áttu að
gista. Hann varð margs vísari um afbrot
þeirra og giæpsamleg áform, en varð það
á að hnerra og urðu þeir hans varir.
horfinn vera, og haldinn stolinn, en við skulum
láta stórilla yfír því.
I þessu hnerraði Ámi í kistunni, þá mælti
V: Svik eru dregin að okkur, lagsmaður. En þú
í kistunni, drepa skulum við þig ef þú hrærir
þig hið minnsta.
Voru þeir í nærfötunum, gripu ytri klæði
sín, því nótt var björt, og fóru burt; en Ami
var svo hræddur að hann þoiði ekki að hræra
sig, miklu síður að kalla, og sór með sjálfúm
sér, að leggjast aldrei oftar í kistu, og hafa
fríar fætur ef hann heyiði eitthvað.
Þegar minnkaði í honum hræðslan, og hann
vissi víst að þeir voru í burtu, gjörði hann svo
vart við sig að einhver vaknaði, var honum
þá hleypt úr kistunni, og sofnaði hann ein-
hversstaðar annarsstaðar. En teiknaði viðtalið
upp um morguninn og sýndi það fólkinu. Var
honum þá gefin góð máltíð, og fór hann síðan
af stað, og austur yfir Vatnsskaið, en þó ei
fylgdarlaust. (—)
Segir næst af Áma að hann hafði náttból
í Langholti, „ekki fór hann lengra fyrir feil sem
í honum var“. Hann nær þó að skrásetja þar
samtal um lausamennsku, vinnufólki bar að
fastráða sig og var reyndar maigiyndi í hvaða
mynd sem það birtist litið homauga í þá tíð,
einkum þó af yfirvöldum, veraldlegum, eða
andlegum.
Ámi Ijúflingur er augijós utanveltumaður í
þessu íslenska 18. aldar samfélagi, sem hann
flakkar um; hann er jafn utanviðsig meðal
þjófa sem sauðtryggs almúgans, landshoma-
lýðs sem embættismanna. Hins vegar sómir
hann sér vel meðal þeirrar stéttar manna er
allar götur frá hans tíð og til okkar hefur starf-
að að því að umbylta heimsmynd hans samtíðar
í naftii vísindalegs hlutleysis og orðið talsvert
ágengt. Jón Espólín ritaði Söguna af Áma ljúfl-
ingi yngra, sem önnur rit sín, í anda upplýs-
ingastefnunnar og íhaldssemi á þjóðleg
veiðmæti og leysir það vandasama verkefni
að sameina þessi viðhorf, sem í fljótu bragði
viiðast svo sundurleit: Ami er í senn hinn
klassíski flakkari ogþó óseðjandi mannlífsskoð-
ari; en yfirvaldið Es[)ólin á í erfiðleikum með
að ná sáttum við svo viðundurslegan mann, í
lok handritsins fer ftam svipuð umræða og í
upphafí um að vinnusemi sé dyggð; umburðar-
lyndi, langlundargeð veiði að eiga sér takmörk
ef allt á ekki að renna út í eina allsheijar flatn-
eskju. Espólín hefúr varla átt eftir að skrifa
mikið af bókinni. Og honum hefur verið ljóst,
er hann hófst handa við ritun hennar, að ein-
hversstaðar varð að afla viðundrinu Áma
ljúflingi þegnréttar, þessari manngerð, sem nú
á dögum er hluti almenningsálits sem teygir
sig um allar jaiðir fyrir tilstyrk fiölmiðlæ sjón-
varps, útvarps, blaða.
Þorvarður
Hjálmarsson
Leónardó
í Cloux
ÓLeónardó,
vængir vorir vax og fiður,
veröld vor vitfirring ein,
vélar vorar hugarfóstur,
höfuð vor full af hálmi,
engin lína bein.
Eilíf er hringrás
andaogefnis,
hringlaga erog
hugsun vor,
heimur tveggja handa,
hugur vorgaldur,
höndin töfrastafur,
mistilteinn.
Stjarna björt er jörðin,
elur alla kvöl og von,
völundarhús
sem voreigin göng,
tvírætt er og eðlið,
andstæður dimmu og Ijóss.
Vorarbænir, fagrar oghvítar
myrkraverk vor, heljargrimm ogsvört
meistaraverk er mannsaugað
mannúð sprottin afríkiþess.
Vængir vorir allir
vaxogfíður,
löngu flognir
burt.
Höfundurínn er ungur Reyk-
víkingur og hefur aefiö út
Ijóóabók.
IngólfurJónsson
frá Prestbakka
.Eintal
Ólafs pá
i
Sár er mér sonardauði
sárari miklu en annað
allt, sem á andvegum lífsins
áður ég hefí kannað.
Urð er nú akur sléttur
óljós er sjónin mín.
Beitt var þér Bolli sverðið
blóðug er höndin þín.
Bjart var brosið þitt, Kjartan,
beinn og styrkur og hár
varst þú sem vaxinn hlynur
vinfús með hýrar brár
mætti þar Mýraarfur
Melkorku og Auðar sýn.
Beitt var þér Bolli sverðið
blóðug er höndin þín.
Veist þú ég vildi, Kjartan
vera í staðinn þinn
horfínn með hærur gráar
heyrirðu sonur minn.
Vant er þó valleiðar slíkrar
vart duga orðin mín.
Beitt var þér Bolli sverðið
blóðug er höndin þín.
n
Sækir að svartamyrkur,
sá nokkur Ólaf pá
gráta í gæfumissi,
grafíð þið fyrir mig ná.
Hildi ég ungur háði
hvöss þótti eggin mín.
Beitt var þér Bolli sverðið
blóðug er höndin þín.
Sæmdir, Já sonarbætur
segja menn og þó,
enginn og ekkert gefur
aftur mér þann sem dó.
Kemur þar Kjartansbani
köld verða augun mín.
Beitt var þér Bolli sverðið
blóðug er höndin þín.
Höfundurínn býr i Reykjavik og
er ríthöfundur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. JANÚAR 1987 - 13