Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Side 2
R L E N D A R B Æ K U R Wendy Perriam: The Stillness The Daneing. Pengxiin Books 198G. Hér er á ferðinni bók um konu eftir konu ; sem er höfundur annarra keimlíkra bóka. Innihaldið er leit og hrist er upp í mörgu. ] Sálin fær sinn hristing, Guð og sálnaveiðar- arnir sinn, móðirin, fyrrum eiginmaðurinn, ; dóttirin og hetjan sjálf sinn. Fyrir utan Guð og prestana eru persónur bókarinnar al- vanalegt fyrirbrigði í svokölluðum kvenna- | bókmenntum og svo sem allt í lagi með það. Þessi skáldsaga trúi ég sé ekki neitt meistarastykki á sviði kvennabókmennt- anna en hún er þokkalega læsileg á köflum. Annars er það dulítið undarlegt, og þó ekki, ef haft er í huga að konur eiga það margar hveijar til að tala helst til mikið, hve þessar kvennasögur þurfa alltaf að vera ári lang- ar. Þessi er engin undantekning frá þeirri reglu og nær yfir sex hundruð síður. Johan Mortimer: Paradise Postponed. Penquin Books 1986. Dásamleg bók, sem sjálf er pappírinn upp á þá staðhæfingu. Sagan gerist á Englandi eftir seinni heimsstyijöldina. Sósíalistinn og guðsmaðurinn Simeon Simcox reynir sitt besta til að ala börn sín upp í anda byltingar- mannanna og verður fyrir vonbrigðum með þau svo hann arfleiðir íhaldsþingmann að eignum sínum og hversvegna hann gerir það er hulið sonum hans, sem leita ástæð- unnar fyrir því. Þetta er enn eitt snilldar- verkið eftir lögmanninn John Mortimer og sjálfsagt að mæla með þessari bók við hvem sem virkilega hefur gaman af lestri. John Clive & Nicolas Head: Ark. Penquinn Books 1986. Líbanon hefur verið í fréttum í áratug eða svo. Þar hefur staðið borgarastyijöld. Kristnir hafa lamið á múslimum og öfugt og gyðingar lagt sitt af mörkum í þeim ósköpum öllum. Þegar Jórdanir sendu Pal- estínumenn úr landi um 1970 settust ótal margir að í Líbanon og ísraelar gerðu hvað eftir annað árásir á flóttamannabúðir land- leysingjanna og eijur upphófust og um þverbak keyrði svo i september 1982 þegar falangistar (kristnir Líbanir) gengu milli bols og höfuðs á palestínskum körlum, kon- um og bömum í flóttamannabúðunum Chabra og Chatila. Og ekki sér fyrir endann á róstum í þessu hijáða landi. Hér er skáldsaga sem gerist að mestum hluta í Líbanon. Fréttamenn og fleiri eru innilokaðir og skipseigandi tekur að sér að flytja nokkra úr landi gegn ágætri greiðslu. Ferðin, reyndar urðu þær fleiri, var enginn bamaleikur og er þessi saga byggð á sannsögulegum atburðum. Nicolas Head er skipstjórinn á Sea Victory og eigandi og hefur siglt marga sjói og hættulega. John Clive er höfundur nokkurra metsölubóka. Ark er spennandi bók og sönn. By thc auihor o( SM ALL WORLD OUTOF SHELTER A boy grows up in thc aftermath o( thc Sccond World War David Lodge: Out Of The Shelter. Penquin Books 1986. David Lodge skrifar og skrifar og svíkur ekki aðdáendur sína. Atburðir þessarar bók- ar hans, Out Of The Shelter, gerast í og upp úr síðari heimsstyijöld. Segir frá ungum dreng sem upplifír loftárásir og dauða í skugga stríðsins og ævintýri að hildarleikn- um loknum. Systir hans starfar í Þýskalandi á vegum ameríska setuliðsins og eitt sumar dvelur Timothy í góðu yfírlæti í návist henn- ar. Hann gistir á hálfgerðu hóteli sem einungis er ætlað fyrir stúlkur og þar nýtur hann sín vel, enda kominn á unglingsár. Þetta er þroskasaga; lýst er lífí pilts frá æsku og undir fullorðinsár og er þetta skemmtilega skrifuð bók. David Lodge greinir frá í eftirmála að þetta sé að nokkru sjálfsævisöguleg skáldsaga. Höfundur hefur skrifað margar bækur, skáldsögur og aðrar um bókmenntir. Hann er prófessor í enskum nútímabókmenntum við háskólann í Birm- ingham. Kristmynd, máluð á gler úr þýskri miðaldakirkju. Kenningar og sögur Jesú koma okkur sífellt áóvart þeim, svo ég segi svona í gríni: „Það verður bara að hafa þá á laugardagskvöldum og sunnudagsmorgnum!" En það hló enginn og enginn mótmælti. Aftur á móti spurði einn strákurinn: „Gætum við byijað klukkan 10 á sunnudagsmorgnum?“ Þau eru í raun- inni svona upptekin. Það er lítið og ósýnilegt bil milli kyn- slóða, a.m.k. er hægt að fara á námskeið þar sem kennt er hvemig á að umgangast og ala upp unglinga. Æ, hvað við gemm okkur hlutina flókna, stundum, er ég hrædd um. Við skulum rifja upp fyrirskrift dagsins í dag: Við emm eitt í Kristi. Það felst ótrú- lega margt í þessari stuttu setningu. Eg held t.d, að Kristur krefji ekki fólk, sem í auðmýkt biður um náð hans og fyrirgefn- ingu, nei ég held hann krefji það ekki um vegabréf, einkunnabók eða starfsréttindi. Ég held hann spyiji það ekki frá hvaða landi það komi — eða hvort það hafi millilent á leiðinni. Nei, hann athugar ekki litarhátt og hann spyr okkur ekki um aldur. Kenningar og sögur Jesú koma okkur sífellt á óvart. Af hveiju hlýtur tollheimtu- maðurinn náð fyrir augliti Drottins en ekki faríseinn? Faríseinn las Guðs orð og breytti eftir því og hann gaf fátækum. Tollheimtu- maðurinn var fyrirlitinn og hann dró sér fé. Af hveiju mátti faríseinn ekki vera ánægð- ur með sig — jafnvel montinn? Eða sagan um glataða soninn. Hugsið ykkur, hann biður um arfinn fyrirfram. Eyðir honum öllum í vitleysu og lifir í smán. Þá er aðeins eitt eftir: biðja auðmjúkur um fyrirgefningu og vonast til þess að faðirinn leyfí honum að gerast hjá sér vinnumaður. Á leiðinni heim mætir hann föður sínum sem á hveijum degi hefur beðið og svipast um eftir honum. Þeir fallast í faðma. 0, hve við vildum vera í sporum þeirra feðga á þessari hamingjustund endurfunda og sátta. Og okkur finnst að nú eigi sögunni að ljúka? En þá tekur faðirinn upp á því að halda dýrðarinnar veislu, slátra alikálfinum, færa endurheimta soninn í flott föt og setja á hann skartgripi. Þá, já þá lítum við á at- burðina með augum hins sonarins og finnum afbrýðisemina blossa upp. Hélt einhver að það væri auðvelt að vera kristinn? Að eftir að hafa játað trú á Jesúm Krist væri það svona eins og að setjast upp í sófa og slappa af? Og að bömunum okkar væri eilíflega „reddað" við skírnina? Þegar börnin okkar eru skírð lofum við að ala þau upp með kristilegu hugarfari. EFTIR GUÐRÚNU EBBU ÓLAFSDÓTTUR Hvenær verður bam unglingur? Gerist það við fermingu eða vakn- arðu táningur á 13da afmælisdeginum? Hve- nær hættirðu að vera unglingur? Hvenær varð ég fullorðin? Hvenær varð amma mín gömul? Ég spyr vegna þess að unglingarnir sem ég kenni segja stundum: „Það mætti halda að foreldrar hefðu aldrei verið unglingar. Hvemig er hægt að hætta allt í einu að hugsa eins og unglingur?" Einhvers staðar á leiðinni eldumst við, breytumst, þrosk- umst. Sumir vilja samt ekki eldast og takast á við breytingar því samfara. þeir vilja halda sem lengst í bamið í sér eða e.t.v. alltaf vera 16 ára. En hafið þið ekki líka séð böm sem strax 5—6 ára eru komin með festu- og áhyggjusvip fullorðinna? Mér fínnst stundum eins og 14, 15 ára stelpurnar í mínum umsjónarbekk séu orðnar mæðuleg- ar, fullorðnar konur. Og samkennari minn sagði á kennarastofunni um daginn: „Þau eru bara orðin eins og við.“ Að öllu gamni slepptu er ég hrædd um að nokkur sannleik- ur leynist þar í. Fyrir nokkrum árum var talað um hlut- verkaleysi unglingsáranna. Unglingana vantaði hlutverk og stað í þjóðfélaginu. Það var líka talað um að „gera þá meira meðvit- aða“. Svo sannarlega er búið að gefa þeim hlutverk og þau fleiji en eitt. Skólinn er náttúrulega aukaatriði! Stór hluti unglinga vinnur með skólanum og sumir á tveimur vinnustöðum. Áhugamál til að iðka í frí- tímanum hafa margfaldast. Íþróttagreinar eru ótrúlega margar. Oft fylgir þeim keppni og þá þarf að æafa jafnvel 5 sinnum í viku. Á skóladansleikjum kemur það fyrir að krakkar koma 1—2 tímum of seint vegna vinnu og fá þá leyfi til að setjast inn á kennarastofu til að „pústa“ og borða nesti áður en haldið er inn á dansgólfíð. Af hveiju í ósköpunum er ég að agnúast út í vinnu og áhugamál unglinga? Sjálf vinn ég mikið, fer í „eróbikk" þrisvar í viku og reyni að taka virkan þátt í starfí Kennara- sambandsins. Og sem íslendingi ætti mér ekki að þykja þetta ýkja merkilegt: Vinnan göfgar manninn og kemur honum til þroska. krakkagreyin vantar peninga fyrir fötum og skemmtunum. Heilbrigð sál í hraustum líkama og við þurfum að byggja upp sterka íþróttamenn og byija að þjálfa þá sem allra fyrst. En þetta er umhugsunarvert. Mér fannst hún alveg stórskemmtileg könnunin sem gerð var fyrir tæpu ári til að finna út, hvar unglingaskarinn héldi sig. Ég var viðstödd þegar krakkamir áttu m.a. að merkja við hvar þau hefðu verið tiltekið kvöld. Möguleikarnir voru í þessum dúr: félagsmiðstöðvar, heimasamkvæmi, þ.e.a.s. partý, Hlemmur, Lækjartorg o.fl. Þau voru ófá sem réttu upp hönd og sögðu: „Ég var nú bara heima.“ „Heyrðu — ég var hjá ömmu og afa, hvar á ég að merkja?" Eða: „Ég var að passa hjá frænku minni, hvar á ég eiginlega að krossa við?“ Enda var niðurstaðan sú að flestir voru heima. Ætli nokkrum fínnist það undarlegt, þó krakk- amir vilji vera heima á föstudagskvöldi eftir langa viku í skólanum og vinnu og e.t.v. tekur við vinna í stórmarkaði daginn eftir. Ég er ekki að ýkja og dæmi því til sönnun- ar get ég nefnt, að um daginn átti að fínna sameiginlegan tíma fyrir aukatíma hjá 9.' bekkingum. Þetta gekk hálfbrösuglega hjá Við erum svo sannarlega ekki syndlaus, en þó syndir okkar séu miklar megum við ekki gefast upp. Við getum sagt eins og sá sem fær lága einkunn á prófi:_ „Það er bara ein leið og hún er upp á við. Ég kemst ekki neðar." Guð hendir okkur ekki frá sér. Hann horfir á okkur og bíður og vonar að við sjáum nú að okkur. Og ef við föllum í auðmýkt, iðrumst og biðjum fyrirgefningar tekur hann okkur í faðm sér líkt og faðirinn í sögunni um glataða soninn. Við höfum heldur ekki rétt til að setja okkur í dómarasæti. Okkar er ekki að setja mælikvarða á fólk og segja til um hver er góður og hver vondur. Af hveiju skyldu þeir sem eru t.d. á aldrinum 30—60 ára ráða öllu? Eiga þeir, þar á meðal ég, meiri rétt á lífinu og tilverunni en börn og þeir sem eldri eru? Eða fer það e.t.v. eftir stað- háttum — kynþætti? Það er svo rangt og ljótt að halda, að við séum betri en annað fólk. Hvernig getum við dæmt um það, hvort þessi sé meiri synd í augum Drottins en hin? Hroki, stærilæti, öfund og afbrýði- semi eru allt syndir. Við eigum að opna faðminn og styðja alla þá, sem á einhvem hátt eru niðurlægðir í heiminum, og þá megum við aldrei láta það henda okkur að stjórnmál standi í veginum. Allir eru rétthá- ir fyrir augliti Guðs. Við megum ekki líta undan. Við skímina gerðumst við lærisvein- ar Jesú eða hermenn eins og við segjum í bamamessunum. Okkur ber skylda til að fara á undan með góðu fordæmi. Okkur ber skylda til þess að boða guðs orð — og breyta eftir því. Og okkur ber skylda til að elska alla menn eins og væru þeir böm okkar, systkini, maki, foreldrar, eins og við elskum okkur sjálf. við verðum sem kristnir einstaklingar, kristin kirkja, að taka afstöðu og hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi. Góður Guð bendi okkur á leiðina. O, að við gætum orðið sannir lærisveinar Krists. Við erum eitt í Kristi. Flutt á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 1. mars í Bústaðakirkju. Flöfundurinn er kennari í Reykjavík. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.