Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Side 6
Vegna
Stefáns
Harðar
í byrjun þessa árs kom út ný ljóðabók eftir Stefán Hörð
Grímsson og vakti það nú eins og áður verulega athygli þeg-
ar þetta fágaða skáld gefur út bók. Hann nefnir hana Tengsl
og hér í Lesbók birtist ljóð úr henni seint í janúar með góð-
fúslegu leyfi skáldsins. En Stefán Hörður setti tvö skilyrði
fyrir birtingu ljóðsins, bæði óvenjuleg. í fyrsta lagi mætti
ekki senda honum ritlaun fyrir birtinguna, því peningar væru
oftast til óþurftar. Hitt skilyrðið, sem kannski mátti fremur
líta á sem ósk, var það að undirritaður verkamaður í víngarði
Lesbókarinnar teiknaði eða málaði mynd við annað ljóð úr
bókinni og að það yrði birt síðar.
Nú hef ég reynt að verða við þessari ósk, en það geri ég
þó yfirleitt ekki þótt beðið sé um slíkt. Ég hef valið ljóð, sem
fjallar um sársaukafulla endurfundi, þegar ljóst er að sá sem
heilsar er ekki sá sami og sá sem kvaddi. Stefán Hörður líkir
því við öskufall eftir eitthvað sem hefur brunnið. Ekki er
ætlunin að myndlýsa ljóðmál skáldsins, heldur finna öðruvísi
og umfram allt myndræna lausn til að túlka sömu kennd:
Eitthvað sem brotnar og gengur manneskjunni að hjarta.
GÍSU SIGURÐSSON
STEFÁN HÖRÐUR
GRÍMSSON
Að
farga
minningu
Sá sem kemur aftur
er aldrei sá sami
og fór
Sú sem heilsar
er aldrei sú sama
og kvaddi
Ævintýri
eru eldfim
bæði Iífs og liðin
Sagnir um öskufall
við endurfundi
hefur margur sannreynt
jr U R G
LATK I STUNN I
PIKU SKRÆKUR
Eftir EGGERT ÓLAFSSON
Handrit það sem eftirfar-
andi ljóð er sótt í er
tæpra tvö hundruð ára
gamalt, lítið (spönn á
langveginn og hálf á
þverveginn), allþykkt. í
því eru eingöngu ljóða-
upgskriftir, einkum rímur.
Á bókinni eru þrjár rithandir, sú fyrirferð-
armesta er jafnframt ljótust og lýkur bókinni
með nokkrum orðum rituðum sömu hendi
og má af þeim álykta um það klór sem á
bókinni er; eigandinn, Bjöm Magnússon,
gerir grein fyrir snoturi rithendi síðasta rit-
ara: „Þetta hefur monsignor Eiríkur Laxdal
skrifað með eigin hönd fyrir mig, Bjöm.
Látum svo vera og hjartans þakkir fyrir.
Hann var í tveimur skinnpeysum og... Því
er það svo vel skrifað." Bimi var kalt og
svo var oftar er hann skrásetti ljóð annarra
manna í poesíbók sína. Þess vegna klórið.
Eiríkur hefur skráð fyrir hann í bókina
rímnaflokk eftir sjálfan sig, á þær síður,
sem þá voru eftir ónotaðar af bókinni, hefur
hann, líklega til að hafa hroll úr þeim báð-
um, skrifað afmorsvísur, forvitnilegar. Sum
þeirra kvæða eru kunn, önnur ekki svo sem
það sem hér fer á eftir er sýnir væntanlega
kunnan mann í skemmtiiega óvæntu ljósi.
Eiríkur ritan
Kvæðið Píkuskrækur eður samtal munks
Uppskrift Eiríks Laxdals
Formálsorð eftir Þorstein Antonsson
og nunnu kveðið af vicelögmanni sáluga Munkurinn
Eggerti Ólafssyni með sinni fögru melodíu. Þeklgum vær, kvenna sinni kænlegast. Hnekktu þær, oft það sem þeim er kærast.
Formálinn Þær brúka stór, brellin undanbrögð og gums.
Munkur og nunna Þér eins fór, þú lést sem þér væri drumbs.
mannlegar kunna Þér eins fór, þú lést sem þér væri drumbs.
freistingar fá.
Ef að dæmi til kæmi Nunnan
enginn þá Þekki ég meir, ungra drengja eðlishátt,
þessu má okkar þeir, einatt reyna veikan mátt.
neita, þar er langt í frá Iðjan sú, oft viðskiptist aflar vott.
Bæði karl og kona Fyrr en nú, vissi ég ei það var svo gott.
kunna að láta svona. Fyrr en nú, vissi ég ei það var svo gott.
Hér dæmið eitt
hafí það fyrir ekki neitt, Munkurinn
fæstir neistum ná. Hana þá, skemmstu leiðir skal fara. Eg vil sjá, hvort það er þín alvara.
Munkurinn Nunnan
Ó mín hjartans ástar baugabrú,
til þin, því að engin er sem þú, Skil ég þig, að þú niðist á mér frekt.
hugtrú, hef ég gefíð, heyrðu mig. Að fella mig, það er æði kallmannlegt.
Viltu afmá þann sem elskar þig? Að fella mig, það er æði kallmannlegt.
Viltu afmá þann sem elskar þig? Munkurinn
Stattu við, má ég ekki, mér er annt,
Nunnan dálítið, ég skal vita hvað þú kannt
Þó ég nei kvæði við ókjassmálig ég vil sjá, hvort þér verður við mig bylt.
vil ég ei afiná þann sem elskar mig
samt þín mök, svífa drífa á heljarstig (?) Nunnan
mín er sök ein ei nein þótt æsir þig, Hana þá, gerðu við mig hvað þú vilt.
mín er sök ein ei nein þótt æsir þig. Hana þá, gerðu við mig hvað þú vilt.
Munkurinn
Sértu fljót, það er ekki að æsa sig,
unga snót, ég þó teygi á þennan stig.
Undrar mig, ef ei leiðast lætur til.
Gimd kvenlig, gjðrir þar á greinaskil.
Gimd kvenlig, gjörir þar á greinaskil.
Nunnan
Það er satt, iengur enginn leyni því,
með sinnið glatt, kallmannsok ég undir sný.
Mæli ég um, hrund ef undir okið ber,
stúlkunum öðrum líki eins og mér,
stúlkunum öðrum líki eins og mér.
Munkurinn
Fyrir sann, slíkar píkur geðjast oss.
Nunnan
Að bera mann, þykkir okkur þykir kross.
Þvi raunar, hold og blóð er hvert um sig.
Stúlkumar, aðrar fiðrar eins og mig.
Stúlkumar, aðrar fiðrar eins og mig.
Ljóð þetta var birt með nokkrum orða-
mun í „Kvæðum Eggerts ólafssonar“. Bókin
var gefín út f Kaupmannahöfn 1832 og
sýnir Eggert í öðru ljósi en samtíminn hefur
varðveitt hann. Þann Eggert sem Eiríkur
þekkti.
6