Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Side 3
T-Eglttlg H © 11 ® SJ 0 n [l] H11 a tBSI 11 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Augtýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aðalstrœti 6. Sími 691100. Forsíðan Teikningin er eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur og heitir „í dögun“. Þetta er unnið með akryl og bronsi á pappír og er ein þeirra mynda, sem verða á samsýningu þeirra hjóna, Sigrúnar og Gests Þorgrímssonar í Galleríi Borg við Austurvöll. Sýningin hefst • í dag. Af því tilefni er dálítill pistill um list þeirra Gests og Rúnu og fleiri myndir af verkum þeirra á bls 8-9. Kappadókía heitir hérað í Tyrklandi og mun óvenjulegt að íslendingar séu þar á ferð. Þar er furðu- legt landslag með vikurhömrum, sem hafa verið holaðir að innan og í þessu landi eru minjar frá hinum fornu Hittítum, sem var menningarþjóð og ritaði með fleygrúnum. Frá þessu segir dr. Sturla Friðriksson, sem var þar á ferð. Umhverfið á í vök að veijast gagnvart græðgi manns- ins og þeir sem eitra það ganga lausir. í Svíþjóð er umhverfisstofnun og sá sem þar ræður mestu er hugsjónamaðurinn Bjöm Gillberg, sem okkar maður í Svíþjóð, Pétur Pétursson, hefur hitt að máli. HERMANN PÁLSSON Maríu- vísur fornar Þjóð á heimsins ystu ey átti traust í vanda: undurfagra, mæta mey, miskunn allra landa. Árla reis hún, bjó sér bað í bala sínum þröngum. Morgundögg í matar stað mærin hafði löngum. Ekkert þótti of né van um íturþvegna meyju. Allir þráðu mjallhvítt man, milda snyrti-Freyju. Er hún birtist blíð og hög, burtu viku harmar. Alla veröld, láð og lög lýstu bjartir armar. Hennar dýrð var heyrinkunn um heimsins byggðir víðar. Oft hún sat við Urðarbrunn aftanstundir blíðar. Sat hún þar með svein á hné siðlát, hrein og fögur, hermdi Ijóð um heilög vé og helsti fomar sögur. Úr fylgsnum hugans fram hún dró fornt og heilagt minni: „Á Iðavöllum Askur bjó með Emblu konu sinni. “ Ein hún sat á Urðarbekk og ævintýri sagði af gimbli þeim sem grét við stekk, en gamall heimur þagði. Ríkir þögn á ystu ey, enn er þjóð í vanda. Drengir þreyja mæta mey, miskunn allra landa. Höfundurinn er prófessor við Edinborgarháskóla. B Fagurt utanbæjarlíf R Dæmalaust er það upp- lífgandi tilbreyting að hvíla sig á umferðargný Reykjavikur, bregða undir sig betri fætinum og heimsækja vini og vandamenn á lands- byggðinni. Sjómannadagurinn á Bíldudal var heldur betur með hátíðarbragð þetta árið. Það var þríheilagt í plássinu. Fyrst er nú að telja hátíðarhald sjálfs sjómannadags- ins. í annan stað setti prófastur, síra Þórarinn Þór, nýjan sóknarprest á Bíldudal í embætti. Og loks var afhjúpaður gríðar- fallegur minnisvarði um þá sem fórust í Þormóðsslysinu mikla í febrúar 1942. Þá varð Bíldudalur fýrir miklu áfalli. Tuttugu og tveir íbúar staðarins hlutu þarna hina votu gröf. Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, hafði veg og vanda af allri fram- kvæmd minnismerkisins. Það er ekki í fyrsta skipti sem hann lætur sig fortíðina varða með þvílíkum fögrum og virðulegum hætti. Jón er jafnframt sóknarnefndarmaður og kirkjuvörður á Bíldudal og óhætt að segja, án þess of mikið sé upp í sig tekið, að hann hugsi um kirkjuna sína eins og heittelskað- an hvítvoðung. Það er mjög til fyrirmyndar, hve vel og snyrtilega er um hana gengið í hvívetna. Einnig er kirkjugarðurinn prýði- lega hirtur. Ekki er ónýtt fyrir presta, kórfólk og kirkjugesti að eiga slíkan hauk í homi sem Jón er. Hann lætur sig aukin- heldur ekki muna um það að taka lagið við kirkjulegar athafnir og þarf ekki að orð- lengja, hve slík aukageta prýðir guðsþjón- ustur og aðrar stundir í þessu fagra guðshúsi. Kirkjuna teiknaði Rögnvaldur Ólafsson arkitekt. Ber hún handbragði hans gott vitni. Við dvöldum á Bíldudal í nokkra daga. Góður tími vannst til þess að fara vandlega yfir músíkina, sem flytja skyldi á sjómanna- daginn í kirkjunni. Helga Gísladóttir, organisti, sparaði enga fyrirhöfn til þess að tónlistarflutningurinn mætti takast sem allra best. Bílddælingar eiga dýrmætan íbúa, þar sem hún er. Við messuna á sjómanna- daginn var síra Flosi Magnússon settur í embætti sóknarprests. Hann er jafnframt sveitarstjóri á staðnum. Eftir messu var minnisvarðinn við kirkjudyr afhjúpaður. Jón Kr. Ólafsson hélt stutta ræðpu, þar sem hann minntist hinna látnu og raunar allra þeirra, sem drukknað hafa í sjó frá Bíldu- dal gegnum tíðina. Öll var athöfnin fest á filmu. Ef mér skjátlast ekki, var sjónvarpinu send þessi upptaka, ef vera kynni, að þar fyndist smuga í dagskránni til þess að sýna þótt ekki væri nema brot af myndatökunni. Ekki reyndist svo vera. En mig minnir, að tveimur dögum síðar hafi nokkrar mínútur af fréttatíma ríkissjónvarpsins verið helgað- ar viðtali við smáböm á dagheimili, þar sem börnin voru innt eftir því, hvort ekki væri æði að vera í leikskóla. Jú, svömðu blessuð börnin. Nú var kominn tími til þess að halda heimleiðis til Reykjavíkur. En þá hringdi okkur upp Hallgrímur bóndi og staðarhald- ari á Hrafnseyri, svili minn og vin. Og laukst upp með það erindi, hvort við vildum nú ekki að hann sækti okkur til Bíldudals, svo að við gætum tekið þátt í hátíðarhöldun- um 17. júní á Hrafnseyri. Við slógum auðvitað til og dvöldum á Eyri í nokkra daga. Þjóðhátíðardaginn var svo sungin guðsþjónusta í nýju kapellunni á staðnum. Síra Gunnar Hauksson á Þingeyri messaði, kirkjukór Þingeyrarkirkju söng, en organ- isti var Brynjólfur bóndi Ámason á Vöðlum í Önundarfirði. Ágústa söng stólvers í mess- unni, en auk þess fluttum við tónlist á hátíðarsamkomu, sem haldin var síðdegis. Þar flutti Sigurður Samúelsson, prófessor, ræðu. Kaffidrykkjan á eftir öllu saman verð- 'ur eftirminnileg. Um eitt hundrað kirkju- gestir settust út á veröndina á Hrafnseyri og nutu góða veðursins. Arnarfjörður skart- B aði sínu fegursta, sjórinn spegilsléttur og fjöllin eins og allir vita. Síra Baldur í Vatns- firði heiðraði samkomuna með nærvem sinni og var húsbændunum aufúsugestur. Það var mál manna, að þessi hátíðisdagur á Hrafnseyri hefði tekist hið besta. Og hver ók okkur svo á ísafjarðarflugvöll, nema Ágúst Böðvarsson, sonur síra Böðvars á Hrafnseyri. Hannibal Valdimarsson var með okkur í bílnum. Á leiðinni vomm við að hlusta á Guðrúnu Böðvarsdóttur, systur Ágústar, lýsa hátíðarhöldunum á Eyri 17. júní 1911. Guðrún' Steinþórsdóttir, náfrænka og uppeldissystir Ágústu minnar, húsfreyja á Hrafnseyri, er sóknarnefndarformaður í Amarfirði. Sóknarnefnd hefur nú ráðist í þær framkvæmdir að girða kirkjugarðinn á Álftamýri við Arnarfjörð. Sáluhliðið, hin fegursta smíð, er gjöf velunnara í Reykjavík. Gamla prestssetrið á Álftamýri hefur varð- veist furðanlega vel. Væri ekki skemmtilegt verkefni fyrir prívatmann eða félag að gera húsið upp og hafa fyrir sumarbústað? Hall- grímur Sveinsson kveður ekkert vera því til fyrirstöðu að lysthafendum yrði gert þetta kleift. Við vomm svolítið að halda, að í fréttum af þjóðhátíðardeginum 1987 yrði kannski getið um hátíðarhöldin á Hrafnseyri. En í fjölmiðlum um kvöldið og næsta dag fór meira fyrir frásögnum af börnum, sem höfðu keypt sér pylsu niðri í bæ í Reykjavík. Em þetta ekki góðar pylsur, var spurt. Jú, sögðu blessuð bömin. Gunnar Björnsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. SEPTEMBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.