Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Page 8
Gestur og Rúna á heimili sínu við Austurgötu í Hafnarfirði, þar sem þau hafa vinnustofur.
Granítið mjúkt
eins og
meyjarvangi
au eru oft nefnd bæði í einu: Gestur og Rúna.
Þótt bæði séu sjálfstæðir listamenn, sem hafa
markað sér persónulegan bás, er þessi sam-
tenging ugglaust vegna þess, að í fyrsta lagi
eru þau hjón og í öðru lagi kjósa þau að sýna
GESTUR ÞORGRIMS-
SON OG SIGRÚN
GUÐJÓNSDÓTTIR
sýna í Galleríi Borg.
saman. Að sjálfsögðu hafa þau ekki alltaf
haft þann háttinn á. En sem sagt; þau
standa núna saman að sýningu í Galleríi
Borg við Austurvöll, sem opnuð verður í dag
og eftir að hafa séð eitthvað af sýningargrip-
unum heima hjá þéim við Austurgötuna í
Hafnarfirði, er skrifarinn á þeirri skoðun
að þetta verði afburða fáguð sýning, sem
ber vott um langa þroskaleið og mikla rækt-
un.
Myndlist er ræktunarstarf og hin almenna
regla er sú, að listamaðurinn þarf að rækta
sinn garð í nokkra áratugi þar til hægt er
að segja, að list hans standi í fullum blóma.
En að sjálfsögðu er þetta einstaklings-
bundið og til eru þeir, sem eiga sitt
blómaskeið snemma á ævinni. Hitt er samt
margfalt algengara, að myndlistarmenn séu
að bæta sig á ýmsan hátt allt til sextugs
og kannski er gleðilegast, að bein afturför
er varla til þótt háum aldri sé náð. Má í
því sambandi minna á síðustu tvo áratugina
í lífsstarfi Kjarvals, sem undirstrika þetta
sannarlega.
Ég minnist á þetta hér vegna þess að
Gestur og Rúna eiga langan feril að baki;
samt hef ég ekki séð neitt hjá þeim áður,
sem tekur þessum verkum fram. Þau hjón
dvöldu og unnu á Sveaborg í Finnlandi um
tíma líkt og ýmsir aðrir hérlendir myndlist-
armenn fyrr og síðar og telja að sú vist
hafi verið mjög gagnleg. Einkum virðist
Gestur hafa tekið verulegan fjörkipp austur
þar og „fundið sjálfan sig“ eins og stundum
er sagt, í viðureign við granít, sem er eðlileg-
ur efniviður myndhöggvara á hinum
Norðurlöndunum og miklu harðari bergteg-
und en þær sem mynda ísland. Höggmyndir
Gests eru óhlutbundnar og áherzlan er á
tvennskonar áferð steinsins, sem myndar
hrífandi andstæður. Annarsvegar er gróf
og eðlilega kornótt áferð steinsins og hins-
vegar fletir eða myndhlutar, sem eru slípaðir
af þvílíkri kostgæfni, að granítið sýnist
mjúkt eins og meyjarvangi - og samt er það
auðvitað glerhart. Skúlptúr af þesu tagi
útheimtir mikla vinnu og þolinmæði og af-
köstin geta ekki orðið mikil. í þetta sinn
sýnir Gestur aðeins 10 höggmyndir og er
ein þeirra með ívafi úr gulli. A vinnustofu
hans getur að líta nokkra hausa af þekktum
mönnum, en ekki verða þeir með á sýning-
unni núna og heldur ekki vasar ogýmisskon-
ar verk úr leir, sem Gestur hefur orðið
þekktur fyrir. Granítskúlptúramir eru ný-
mæli í list Gests; nýr kapítuli og áfangi i
ræktunarstarfinu, sem aidrei tekur enda.
Rúna notar sömu tækni og við höfum séð
frá hennar hendi að undanfömu: myndir
brenndar á flísar. Stundum lætur hún eina
mynd ná yfír margar flisar, en í þetta sinn
er algengara, að ein mynd sé höfð á stórri
flís. En þar að auki sýnir Rúna teikningar
á pappír og það er í senn nýstárlegt af
hennar hálfu og forvitnilegt, að því hún er
góður teiknari og myndir hennar njóta sín
vel í þessari útfærslu. Myndefnið er oftast
kvenfígúra, stílfærð að hætti Rúnu, en
stundum andlit, fískar og minnið um eplið
og höggorminn hefur hún notað einnig og
útfært á mismunandi hátt.
í myndlist síðustu ára hefur verið í tízku
að vinna stórt; þau tíðkast þar in breiðu
spjótin. Þeim verður síður við komið þegar
unnið er með tækni af þessu tagi. Fínleikinn
situr þá í fyrirrúmi enda á hann fullan rétt
á sér. Vonandi heldur hann sínu gagnvart
öllu því sem framleitt er á vorum dögum
undir merki grófleika og jafnvel mddaskap-
ar.
GtSLI SIGURÐSSON
I djúpinu, 1987. Steinleirsmynd eftir Rúnu.
Paradísarheimt. Steinleirsmynd eftir Rúnu, li
8
4