Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Blaðsíða 10
Björn Gillberg - teikning úr sænsku dagblaði. lík þessari, algerlega óháð ríkinu, er mjög óvanalegt fyrirbæri í hinu sænska velferðar- samfélagi. Hún er eingöngu fjármögnuð af ftjálsum framlögum og gefur forstöðumann- inum fullkomlega frjálsar hendur um verkefnaval og baráttuaðferðir. Gillberg leggur á það áherslu, að það sé forsendan fyrir starfseminni að vera hinu opinbera, ríkinu og bæjarfélögum, óháður. Sú baráttuaðferð, sem hann hefur ein- beitt sér að, með góðum árangri, undanfar- inn áratug, er að kæra fyrirtæki sem gera sig sek um brot á umhverfísvemdarlögunum og reka sjálfur málin fyrir dómstólum. Þar leggur hann fram óyggjandi sannanir byggðar á vísindalegum athugunum, sem stofnunin sjálf stendur fyrir. Þessi mál em mjög vel undirbúin og enn hefur Gillberg ekki tapað neinu máli. Málaferli - Besta Aðferðin Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa verið neydd til þess að borga tugi milljóna króna í skaðabætur til einstaklinga og borga útlagðan kostnað stofnunarinnar við mála- rekstur. Þannig má segja að lögbijótanir sjálfir fjármagni að hluta til starfsemi Miljöcentmm. Mikill tími fer nú í þessi málaferli, en hann segir að þessi aðferð skili betri árangri en þjarkið við embættis- menn og stjómmálaþras. Ymsu raunhæfu hefur verið áorkað. Þeg- ar Miljöcentmm fór fyrst í málaferli, fyrir rúmum 10 ámm, var það talið nánast óhugs- andi að fá fyrirtæki dæmt til að greiða skaðabætur fyrir brot gegn umhverfísvemd- arlögum — en það tókst. Fyrirtækin skilja þessa baráttuaðferð og verða nú að reikna með áhættu þegar þau bijóta lög um hvað megi setja í matvælin og losa af úrgangi út í náttúmna. Dómamir fæla önnur fyrirtæki frá því að reyna slíkt hið sama og úrskurð- ir dómstólanna hafa skapað fordæmi og tekið af vafa þar sem lögin hafa verið tvíræð. Almenningur hefur vaknað til meðvitundar um að hér sé ekki um að ræða einhveija fordild fámenns hóps róttæklinga og menntamanna. Gífurleg verðmæti, heilsa og framtíð næstu kynslóðar er nú í húfí. Fólk er í biðröð eftir því að fá hjálp frá stofnuninni, en mörgum verður að vísa frá, og Gillberg tekur fyrst að sér þau mál sem hafa þýðingu sem fordæmi og þau sem hann er nokkuð viss um að vinna fyrir dóm- stóli. Samt sem áður er starfsemi Miljöcentrum barátta við volduga andstæðinga og sinnu- leysi og spillingu í kerfínu. Það er ríkjandi viðhorf að hin vemdandi hendi velferðarrík- isins sé nægileg trygging fyrir hollri fæðu og óspilltri náttúru. Þeir sem mótuðu vel- ferðarríkið og trúa á það ganga oft út frá því, að það búi yfír innri mætti sem tryggi eftirlitið. Einstaklingar eru máttlitlir gagn- vart þessu kerfí þó þeir hafi orðið fyrir augljósum skaða. Þeir fá enga lögfræðiað- stoð frá ríkinu við að reka slík mál enda oft um ríkisstofnanir að ræða og sveitarfé- lög. Versti andstæðingurinn sem Miljöcentr- um á við að etja er einmitt oft hið opinbera matvæla- og umhverfisvemdareftirlit. Þar streitast þeir á móti við að viðurkenna brot- in og vefengja sannanimar vegna þess að þá sést það, svart á hvítu, að þessar eftirlits- stofnanir hafa ekki gegnt hlutverki sínu. Bjöm Gillberg er einnig snjall áróðurs- maður og hefur öðlast mikla reynslu á því sviði í gegnum árin. Hann hefur reynt að koma málum sínum á framfæri innan stjóm- málaflokkanna. Foreldrar Gillbergs vom bæði starfandi í Jafnaðarmannaflokknum og hann ólst upp í þeirri trú og starfaði þar í 18 ár. Hann hefur einnig hrært upp í Kristna demókrataflokknum, sem hann til- heyrði í 4 ár, en sagt skilið við báða þessa flokka þegar hann fékk ekki nægilegt svig- rúm til að vinna að hjartans máli sínu. Þeir sem eitra um- hverfið ganga lausir ekktasti baráttumaður fyrir umhverfísvemd í Svíþjóð er Bjöm Gillberg. Hann er mjög um- deildur og hefur komið víða við sögu. Það kom mér á óvart að hann er ekki nema 44 ára því hann var þegar á sjötta áratugnum þekkt Pétur Pétursson ræðir við BJÖRN GILL- BERG, forstöðumann Miljöcentrum og þekkt- asta baráttumann fyrir umhverfísvernd í Svíþjóð. nafn fyrir málflutning sinn og baráttuað- ferðir gegn þeim sem bijóta lög og reglu- gerðir um umhverfísvemd. Hann er einnig þekktur fyrir beinskeyttan málflutning gegn vísináamönnum og embættismönnum, sem trassa matvælaeftirlit og hylma yfír með afbrotum gegn náttúrunni vegna eigin hags- muna eða kerfísins. Skemmst er að minnast baráttunnar gegn lyfjafyrirtækinu Fer- menta, sem rekið var með miklum hagnaði en byggði á vísvitandi blekkingum og kerfís- bundnum brotum gegn umhverfisvemdar- lögum. Þegar það mál stóð sem hæst var honum hótað lífláti og hann fékk þá lög- regluvemd á tímabili. Blaðaskrif*Gillbergs um starfsemi fyrirtækisins og forstjóra þess skapaði öngþveiti í kauphöllinni og gerði það að verkum að verðbréf fyrirtækisins féllu í verði um fleiri milljarða króna á fáein- um dögum. FÉKK EKKILENGUR FÉ Til Rannsókna frá Hinu Opinbera Björn Gillberg er fíl. lic. í lífefnafræði og veit hvað hann er að tala um. Um skeið vann hann að rannsóknum við Landbúnaðar- háskólann í Uppsölum, en varð að víkja þaðan þegar gagnrýni hans á stefnu yfír- valda varð of óvægin og ógnandi ríkjandi hagsmunum. Hann skrifaði fleiri bækur þegar á sjöunda áratugnum, og benti á að margir þeirra sem bera ábyrgð á eftirliti með matvælum og umhverfínu, sitja sjálfír í stjómum matvælafyrirtækja, eða eru á ýmsan annan hátt tengdir fyrirtækjum og stofnunum sem geta hagnast á brotum á lögum um matvælaeftirlit og umhverfís- vemdarlögum. Hann fékk aðvaranir frá æðri stöðum, en ekkert dugði, það varð ekki þaggað niður í Gillberg. Þá var það að fjárframlög til rannsókna hans voru stöðvuð. Þeir sem réðu þessum styrkjum og greiðslum til hans vom sjálfír tengdir stórfyrirtækjum, sem höfðu orðið fyrir barð- inu á Gillberg, en opinberlega hét það að rannsóknir hans væm of mikið miðaðar við þróunarlöndin og hefðu ekki hagnýtt gildi fyrir sænskan iðnað. Gillberg var þá boðin prófessorsstaða í Bandaríkjunum og var að koma sér þar fyrir, þegar hann fékk boð um að koma heim aftur frá fijálsum samtök- um umhverfísvemdarfólks, sem gekkst fyrir söfnun til þess að gera honum kleift að vinna áfram að rannsóknum og umhverfísvemd. Þetta var upphafíð að Miljöcentmm, sem sett var á laggimar 1971. Þar vinna nú sex manns undir stjóm Gillbergs. Auk þess starfar einn lögfræðingur, sem hefur eigin lögfræðiskrifstofu, nánast eingöngu fyrir Gillberg, og hefur hann sérhæft sig í mála- rekstri varðandi umhverfisvemd. Þessi stofnun hefur auk rannsókna það að mark- miði að dreifa upplýsingum til fólks og vekja almenningsálit til meðvitundar um umhverf- isvemd. Það em um 2000 aðilar sem leggja reglulega fram fé til starfseminnar. Stofn- unin gefur út tímarit, sem Gillberg ritstýrir. Algerlega Óháð Ríkinu Miljöcentmm er eins konar sambland af rannsóknarstofu, lögfræði- og áróðursskrif- stofu. Þar er lítið en gott bókasafn, sem hefur upp á að bjóða mikilvægustu tímarit í náttúm- og vistfræði. Þar em nokkrar skrifstofur og lítill samkomusalur. Stofnun 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.