Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 3
E ffl ISSBHX [mI @ ® [o] [y] [n] [U [2 ® í®] ® Q] ® d] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Sumurin nú og í fyrra hafa þótt góð og eru það vissulega í samanburði við köldustu ár aldarinnar, sem eru rétt nýliðin. Ert Sigurður Þór Guðjónsson telur, að þau séu þunnur þrettándi hjá alvörusumrum svo sem 1939 og 1960 og rökstyður hann það með tölum um hitafar og sólskinsstundir. Ófriður varð í lærða skólanum veturinn 1904 oggerðu nem- endur svo harða hríð að rektomum, Birni M. Olsen, að einsdæmi má telja. Um þetta skrifar Þorsteinn Antonsson í þætti sínum „Úrglatkistunni“. Forsíðan Myndin er af Björgu Örvar listmálara og einu málverka hennar, sem hún sýnir nú í vestursal Kjarvalsstaða ásamt Jóni Axel og Valgarði Gunnars- syni. Eins og við blasir er hér unnið á nótum ex- pressjónismans, mikil tjáning, svæsin átök og togstreyta, sem birtist m.a. í smærri útskotum frá aðalmyndunum. Björg; er fædd 1953 og nam myndlist hér heima og í Listadeild Kaliforníuháskóla. Hún kom fyrst fram hér undir merki nýja málverksins og hefur ekki ennþá yfirgefið þá hugmyndafræði. Verzlunarhverfi á norðlægum breiddargráðum, þ.á.m. íslandi, eiga að geta verið undir þaki og verða þá eðlilegur og þægileg- ur samkomustaður. Lesbókin hefur litið á stærsta verzlunarhverfið undir þaki á Norðurlöndum, Nordstar í Gautaborg, en einnig á yfirbyggða torgið á Seltjam- amesi og Hagkaupshúsið í Kringlu, sem eru góð spor í áttina hér. BO CARPELAN Haustið Njörður P. Njarðvík þýddi Haustið er minn árstími. Dagarnir heiðir, rökkurgráir, vegirnir vatnsósa, þokan mild. Krefjast einskis, lofa ekki of miklu. Og þó: það er nálýkt af laufinu sem brennur, rotnun í heyinu, ís í leirnum, tómleiki í víðfeðmum vindum, eins og líkklæði og segl. Allt dautt, allt slokknandi, allt kyrrt: kom þessi kennd ekki of snemma, eins og skuggi, gljáfægður steinn, lagður á júnídaga? Ljóðið er úr nýrri bók, Ferð yfir þögul vötn eftir finnland- sænska skáldið Bo Carpelan, sem út er komin I þýðingu Njarðar P. Njarðvík. ( bókinni er úrval úr Ijóðum skáldsins og segir í kynningu, að eitt helzta einkenni á Ijóðum Carpelans sé dálítið angurvær tjáning hvíldar, hverfulleika, kvöldsvala og hæglátrar kyrrðar. Carpelan er eitt þekktasta Ijóðskáld á Norðurlöndum um þessar mundir. Hann hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1977 fyrir Ijóð sín. Vísast hér til nánari umfjöllunar á bls. 2. R B B Mátturinn og dýrðin Sú árátta mannsins að sækj- ast eftir teiknum um að hann sjálfur, fjölskylda hans, stétt eða þjóð, sé á einhvern hátt útvalin eða einstök, _er und- arlegt fyrirbrigði. Á sama hátt og maðurinn heldur að hann sé utan og ofan við náttúrana en ekki hluti af henni sem lúti ákveðnum lögmálum, telur hann eigin skiln- ing á tilveranni, eigin trúarbrögð og siðmenningu alveg einstaka. Við íslendingar eram auðvitað ekki öðra- vísi en aðrir í þessu efni. Hér hafa verið famar ótal sjálfsupphafningarkrossferðir gegnum tíðina undir merkjum göfugra markmiða. Einhver undarlegasta þversögn sögunnar er, að margir fylgjendur Meistarans sem færði heiminum fyrirgefninguna og skiln- inginn, hafa í tímans rás ræktað sektar- kenndina og lagt ok samviskukvala á samferðamenn sína, í því augnamiði að færa í eigin hendur vald aflausnar og miskunnsemi. Þetta á ekkert skylt við trú. Enginn þekkir annars hjarta og þótt menn vilji í vanmætti sínum leitast við að vera lærisveinar Meistarans, eru þeir ekki þar með komnir með réttindi til að reka umboðs- skrifstofu fyrir almættið á jörðinni. Á undanfömum vikum hafa sjálfskipaðir handhafar kristindómsins vísað þjóðinni til sætis, ýmist innan garðs eða utan. Hlið guðs ríkis er að sönnu opið, en dyraverðir gæta þess að ekki sleppi aðrir inn fyrir en þeir sem hafa uppáskrifaða syndakvittun. Samkynhneigðu fólki og drykkjusjúklingum er til dæmis vísað frá, en boðið að reyna aftur ef þeir bæta ráð sitt og verða „eins og við hin“. Líkast til er manneskjan það eina sem ekkert hefur breyst á tvö þúsund áram. í barnaskóla las maður í biblíusögunum sínum um hina líkþráu, sem hraktir vora út fyrir borgina og bannað að hafa samskipti við annað fólk. í dag er sagan að endurtaka sig. Líkþráa fólkið okkar er alnæmissjúkl- ingar. Útan úr heimi berast fréttir um að flytja beri slíkt fólk úr einu landi og meina því landvist í öðra. Hér heima virðist vina- leysi, atvinnuleysi og jafnvel útskúfun úr eigin fjölskyldu ætla að verða hlutskipti þeirra sem era svo ólánsamir að fá alnæmisveirana. Kirkjan vill gegna skyldu sinni og opna faðminn, en fær þá ofanígjöf frá „rétt- trúuðum*1. Sannkristið fólk í þessum nútímaskilningi vitnar óspart í Bókina og undirstrikar að á hana sé trúað. En jafnvel sú bók sem er merkust bóka er ekki guð. Ekki fremur en matreiðslubók er matur. í henni getur hinsvegar búið það sem Sigurð- ur Nordal kallaði leiðsögutilgátur. Sam- kvæmt fyrirheitinu finna þeir sem leita, en sú leit hlýtur að fara fram innra með hverj- um og einum. Þar búa svörin en ekki í einkunnagjöfum þeirra sem benda á synd- ara til að undirstrika eigið ágæti og þakka guði í heyranda hljóði fyrir að vera ekki eins og aðrir menn. Vitur íslendingur benti eitt sinn í blaða- viðtali á mótsögnina í því að berjast fyrir friði. Þeir sem vildu raunveralegan frið ættu að leitast við að vera friður. Þetta á líka við um kristni. Orðin kristni og friður eru skilgreind í samræmi við vitsmuni, reynslu og skilning þess sem í hlut á hveiju sinni. Eins er um orðið guð, sem við höfum búið okkur til, til að nálgast það sem engin orð ná yfir. En spumingin er hvort við höfum ekki fjar- lægst það með því að loka það inni í afmörkuðu hugtaki, persónugera það og karlkenna. Á öllum tímum hafa menn skynjað þessa uppsprettu og uppi hafa verið vitrir og lítillátir leiðsögumenn, sem flestir hafa boð- að að vegurinn þangað lægi gegnum hjarta mannsins. Enginn gæti verið milligöngu- maður og enginn gæti farið þá leið fyrir annan. Vandræðin hefjast þegar lærisveinamir misskilja hlutverk sitt og fara að úthluta náð drottins eins og þeim hafi verið sérstak- lega trúað fyrir að velja hina verðugu en hafna hinum. Alkunna er að rithöfundar verða oft furðu lostnir þegar þeir hlusta á túlkun annarra á verkum sínum. Eftir þeim er haft, að þeir hefðu ekki haft hugmyndaflug til að skrifa út frá forsendunum sem lesandinn gaf sér. Þó er í þessum verkum oftast verið að fjalla um nútímann og skírskotað til aðstæðna sem lesandinn þekkir. Á sama hátt er hægt að læra Bókina sína utan að og vitna í hana aftur á bak og áfram, án þess að skilja hana nema í mjög takmörkuðum skilningi. „Það flýgur hver eins og hann er fiðraður". Það er út af fyrir sig saklaust þótt menn metist um það hver sé best að sér i kristnum fræðum upp að því marki sem kristindómur er fræði- grein. En kristni og trú hlýtur að vera allt annað. Menn mega ekki verða svo hrifnir af umbúðunum að þeir gleymi hvað þær era utan um. JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. OKTÓBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.