Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Page 4
V JL Ð 1 Ð
HVAÐ
VARÐAF
SUMRUNUM ?
Fólk hefur dásamað
veðurblíðu sumarsins og
margir telja að sumrin
tvö þar á undan, svo og
sumarið 1974 hafl verið
í einhverjum gæðaflokki.
En þegar þau eru borin
saman við alvörusumur
svo sem 1939 og 1960,
sést að minni okkar nær
skammt.
Eftir SIGURÐ ÞÓR
GUÐJÓNSSON
vor birtust tvær greinar í Lesbók um veðrið. Sú
fyrri var eftir Gísla Sigurðsson blaðamann og fjall-
aði hún aðallega um það hve erfitt væri að spá
veðri til langs tíma á íslandi. En Gísli gerði einnig
veðurminni fólks að umtalsefni. Seinni greinina ritaði
Páll Bergþórsson veðurfræðingur og var hún
um gróðurspár um vor og sumar. En Páll
sagðist kunna því vel að aðrir en veðurfræð-
ingar kveðji sér hljóðs um veðrið. Þau orð
veita mér kjark til að ryðjast hér „fram á
ritvöllinn“ og láta mitt litla ljós skína. En
ég fjalla um það hve sumrin hafa kólnað
mikið síðasta aldarfjórðung eða svo.
Veðurminni Fólks
Það er ekki ofsögum sagt af minnisleysi
fólks á veður. Þegar elstu menn þykjast
ekki muna annað eins, þarf oftast ekki lengi
að leita til að finna annað eins — og meira
þó. Um daginn átti ég tal við roskinn mann
er ólst upp í einni af góðsveitum suðurlands
á árunum kringum 1930 þegar veðrátta á
Islandi var farin að hlýna svo um munaði.
En hann stóð á því fastara en fótunum að
bæði sumur og vetur væru „miklu betri“
núna en í hans ungdæmi. Og maðurinn lof-
aði mjög veðurblíðu vetrarins og tveggja
síðustu sumra, 1986 en þó einkum 1985.
Sagðist hann ekki muna þvílíka „einmuna
tíð“. Og þetta er mjög almennt viðkvæði.
Agætt dæmi um það er að finna í Víkverja
í Morgunblaðinu 27. júní. Þar ræðir dálka-
höfundurinn um veðrið í sumar sem hafi
verið „einstaklega gott“ og bætir svo við:
„Nokkur síðustu ár hafa verið veðursæl,
vetur mildir og bjart og hlýtt á sumrin.
Vonandi er hér um varanlega veðurbreyt-
ingu að ræða.“
Við þetta er aðeins því að bæta, að þó
„nokkur síðustu ár“ hafi verið mildari en
árin næstu þar á undan, sem voru reyndar
óvenju köld, voru þau í það minnsta ekki
„veðursælli" en það, að árin 1984—86 voru
að meðaltali meira en hálfri gráðu kaldari
en „meðalár" eins og þau voru að jafnaði
árin 1931—60 og tvö þessara ára voru kald-
ari en árshitameðaltal síðustu 20 ára
(1967—86). Veturnir 1984—86 voru einnig
Sumarið 1939 var bezta sumar á öldinni og stenzt sumarið í sumar og sumarið
í fyrra engan samanburð. Þá voru bændur víðast hvar vel á veg komnir með
að siétta tún sín og hestasláttuvélin var tækniundur í heyskapnum.
nokkru kaldari en meðalveturnir 1931—60,
en veturinn síðasti var raunar 0,7° hlýrri.
Ekkert sumar síðustu þrjú árin (84—86)
hefur verið hlýrra en */2° undir meðalhita
sumranna 1931—60. Það eru þá „hlýju og
björtu" sumur Víkveija. En sólríkt var í
fyrrasumar og þó einkum sumarið 1985,
en þó sló það engin sólskinsmet.
Kólnandi Veðurfar
Ég hef verið undrandi á þessu tali um
árgæsku og góðviðri. Mér er í fersku minni
miklu betri tíð. Man nú enginn veturinn
1971—72 sem slær síðasta vetur út með
glæsibrag? Að ég nú ekki nefni veturinn
1963—64 sem er hlýjasti vetur frá upphafi
mælinga á íslandi. Og hafa allir gleymt
sumrinu góða á Suðurlandi 1960? Það er
staðreynd sem ekki verður á móti mælt, að
sú veðrátta er nú þykir mestum tíðindum
sæta, er oftar en ekki svo köld og ómerki-
leg að ef hún hefði komið á kreppuárunum,
í heimsstyijöldinni eða á dögum kalda
stríðsins, hefði enginn tekið sérstaklega eft-
ir henni. Þessi góðærissöngur undanfarið
endurspeglar hins vegar þá staðreynd að
veðurfar á Islandi hefur kólnað furðulega
mikið síðasta aldarfjórðung eða svo, miðað
við næstu áratugi þar á undan. Við erum
orðin illu vön svo lengi, að þegar veðrið
verður eins og það var venjulega fyrir
30—40 árum ætlar allt af göflunum að
ganga af góðærisgleði.
í þessari samantekt langar mig til að
minna á hluta af þessum sannleika. Ég mun
styðja mál mitt með tölum úr veðráttunni,
mánaðar- og ársyfirlitsskýrslum Veðurstof-
unnar, sem komið hafa út síðan 1924. Þegar
hér á eftir verður talað um „meðallag“,
„meðaltal“, meðalár", meðalsumur" eða
miðlungssumar" er ætíð, nema annars sé
getið, átt við árin 1931—60, en við það tíma-
bil er oftast miðað þegar rætt er um
meðallag. Þessi meðaltöl eru að sjálfsögðu
reiknuð af Veðurstofu íslands. En nokkur
meðaltöl fyrir árin 1961—86 og 1977—86
hef ég sjálfur reiknað eftir veðráttunni og
eiga þau að vera rétt svo fremi sem reikni-
vélin mín er ekki bijáluð. Ég kalla stundum
í gamni tímabilið 1931—60 „gamla stíl“ og
er þá „nýi stíll“ árin eftir 1960. Verður
þetta orðalag einstaka sinnum notað hér til
þess að komast hjá því að vera sífellt að
tönnlast á sömu orðum og ártölum.
Ég hef það mér svo til afsökunar á þeirri
frekju, að vera að kássast upp á annarra
manna jússur, að ég geri nú ekki annað en
viðra nokkrar staðreyndir úr prentuðum
gögnum og það hlýtur öllum að vera heim-
ilt sem þeir eru læsir á annað borð. En rati
ég einhvers staðar í vonda villu á þessari
braut vona ég að góðir menn taki það ekki
mjög óstinnt upp. En fyrst og fremst er
réttlæting mín fyrir þessari grein sú, að
þegar öllu er á botninn hvolft er hún hálf-
gerð áróðursgrein, samin af hugsjónaástæð-
um, til að minna á þau sígildu sannindi að
heimur versnandi fer. En þetta er heiðarleg-
ur áróður að því leyti að hann byggir ekki
á lygi og blekkingum, heldur styðst í bók-
staflegri merkingu við kaldar staðreyndir,
sem aflað hefur verið með raunvísindalegum
hætti.
„SÓL OG HITI“
Þar sem þetta er tekið saman um hásum-
ar skulum við einbeita okkur að sumrunum
og það meira að segja sumrunum í
Reykjavík. Og ofan á allt annað göngum
við út frá viðhorfum borgarbarna, er engra
hagsmuna eiga að gæta hvað veðrið snert-
ir, nema njóta blíðunnar og bölsótast út í
vonda veðrið. Hvað skiptir slíkt fólk mestu
máli á sumrin? Skyldi það ekki vera sólskin-
ið og hitafarið. „Sól og hiti“. Ekki skapast
veðurblíða af sólinni einni saman. Það verð-
ur að fylgja henni viðunandi lofthiti. Þó er
til fólk sem gerir ekki hærri körfur en þær
að biðja einungis um sól. Það er svo blygðun-
arlaust í alsælu sinni í glannalegu sólskini
og 8° síðdegishita um hásumarið, að það
fer jafnvel að fletta sig klæðum á almanna-
færi. En við getum ekki tekið mið af
sérþörfum slíkra veðurhálfvita í eftirfarandi
ágripi. Við höldum okkur fast við mæli-
kvarðann „sól og hita“. Urkomu getum við
látið liggja milli hluta, enda segir það sig
sjálft að í sólríkum sumrum er hún varla
til baga. Vindur mun og oftast til friðs í
borginni að sumarlagi. Og nú segi ég upp
í opið geðið á þeim sem mest hafa lofsung-
ið „veðurblíðu" síðustu sumra: Þau ná engri
átt frá góðviðrissjónarmiði. Og ég bæti þvi
við að sumarið 1974, sem margir virðast sjá
í rómantískum hillingum, sé undir sömu sök
selt. Loks fullyrði ég að ekki hafi komið
almennilegt sumar, reglulegt „stórsumar" í
Reykjavík síðan 1960. Hér reka eflaust
margir upp stór augu og hugsa með sér að
nú taki greinarhöfundur heldur betur stórt
upp í sig. Og betur að satt væri. En eins
og lesendur munu komast að raun um er
því ekki að heilsa. Þetta er staðreynd.
NOKKRAR TÖLULEGAR
STAÐREYNDIR
Eins og kunnugt er tók veðrátta á Is-
landi að kólna á ný upp úr 1960/65. Gildir
þetta um land allt og allar árstíðir og alla
mánuði nema febrúar, er hefur reyndar
hlýnað nokkuð. Þannig hefur ársmeðalhiti
í Reykjavík, sem var 5,0° árin 1931—60,
fallið niður í 4,3° í árslok 1986 frá 1961
að telja. En hiti sumarsins, júní til septem-
ber, hefur á sama tíma hrapað úr 10,0° í
9,3°. Það er kólnun um 0,7°. Árin
1931—1960 var meðalhiti sumarmánaðanna
sem hér segir: Júní: 9,5°, júlí 11,2°, ágúst
10,8° og september 8,6°. En árin 1961—86
var meðalhitinn þessi: Júní 9,0°, júlí 10,5°,
ágúst 10,2° og september 7,4°. Sólskin að
sumarlagi hefur einnig minnkað þó ekki sé
það mikið. Sólskinsstundir voru að meðal-
tali 631 árin 1931—60 en árin 1961—86
voru þær 618. Sumarúrkoma hefur og auk-
ist lítillega. Hún var að jafnaði 227 milli-
metrar 1931—60 en 233 millimetrar
1961—86. Úrkomudagar (sá dagafjöldi er
úrkoma mælist 0,1 mm og meira) voru allt
sumarið yfirleitt 65 tímabilið 1931—60 en
voru 70 tímabilið 1961—86. Sumrin eru því
kaldari, sólarminni og úrkomusamari
síðustu 26 árin en þau voru næstu þijá
áratugina þar á undan.
Og ekki er ástandið betra ef aðeins eru
tekin tíu síðustu árin, 1977—86. Þvert á
móti keyrir þá um þverbak ótíðin í Reykjavík
á sumrin. Þá var meðalhitinn þessi: Júní
8,7°, júlí 10,4°, ágúst 10,1° og september
7,0°. Aumingja september! Hann má sann-