Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Page 8
U M H V E R F I Nokkrar myndir úr Nordstan Fimmunni eins og svæðið er er Gustavs Adolfs torg með sti þakglugga og þama blaktir n, og sést yfir honum, að gluggi ekki ýkja stórir. Þarna er al margt um manninn. Nordstan í Gautaborg, Hagkaupshúsið í Kringlu og Eiðistorg á Seltjarnarnesi Með tilkomu Hagkaupshússins í Kringlu höf- um við fengið nokkurn fjölda verzlana undir einu þaki; fyrirkomulagið er gamalþekkt frá Ameríku og er kallað „mall“ þar í landi. Hér er eins og allir sjá um hús að ræða, en ekki yfírbyggða götu. Fyrsta tilraunin í þá átt er raunar einnig frá þessu ári; þar gerðust ráðamenn á Seltjamamesi brautryðjendur og kem ég að því síðar. Kringluhúsið markar einnig tímamót og hefur þeirri nýjung verið tekið með tilhlýðilegri forvitni og er þar jafnan margt um manninn. Aðstandendur hússins gera sér þó góðar vonir um, að þá fyrst sjái fólk kosti þessa fyrirkomulags, þegar tíð tekur að gerast rysjótt með vetri. Áreiðan- lega em áratugir síðan fyrst var stungið uppá því að byggja yfír götur í því skyni að laða fram skárra umhverfí, einkum að vetrarlagi. Umdirritaður hefur annað slag- ið verið að ía að hugmyndinni í meira en aldarfjórðung og aðrir hafa tekið undir; þar á meðai listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson, sem haidið hefur sýningar þar sem hann viðraði hugmyndir sínar um yfirbyggða borg. Jafnframt ritaði hann greinar um hugmyndir sínar hér í Lesbók. Á hverju ári ungar menntakerfið út sérfræðingum á skipulags- og byggingar- sviði. Sífellt em nýbakaðir arkitektar að hefja störf og sumir hafa sérhæft sig í borgarskipulagi. Samt er varla hægt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.