Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Page 3
i-ggpinr [M)@[g[Q][u][N]lB][L][A][o][8j[I]lM][8l Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er af málverki Kristjáns Steingríms og er á sýningu hans, sem opnuð verður á Kjarvalsstöð- um í dag. Myndin heitir „Hættuleg nálægð“ og er frá þessu ári, 148xl43cm að stærð. Óvenjulegt er, að jafnframt olíumálverkinu notar Kristján Steingrímur þrykk, en einnig það er gert með olíu- lit. Nánar vísast til samtals við listamanninn á bls 8. Hafnargatan í Keflavík var miðpunktur í lífi unglinganna, sem voru að alast upp í bænum á sjötta áratugnum. Þar var kaupfélagið, sjoppurnar og Víkin með djúk- boxið. Frá þessu segir Ólafur Ormsson í síðari grein sinni um Keflavík sjötta áratugarins. Öryggið er gott og blessað og mikil áherzla lögð á það í Svíþjóð, en Unnur Guðjónsddottir balletdansari-og höfundur, sem búið hefur þar i landi í 25 ár, met- ur þó frelsið meira. Hún heldur fyrirlestra um ísland og Kína og átti sanital við Lesbók, þegar hún var hér á ferðinni. Á ísöldinni var uppfinning nálarinnar líklega merkasta fram- faraspor mannkynsins - sú uppfinning varð fyrir 23 þúsund árum. Forfeður okkar á ísöld voru eng- ir rýtandi villimenn, heldur furðu líkir nútímamann- inum og það er einmitt á ísöldinni, að listir koma til sögunnar: Fyrst tónlist með flautunni og síðan hellamyndir og smástyttur. JÓHANN SIGURJÓNSSON Sonnetta Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita, æskan er horfin, engir draumar lita ókomna tímans gráa sinuhaga. Við erum fæddir úti á eyðiskaga, eilífðarsjórinn hefur dimma vita, fánýtar skeljar fyrir blóð og svita fengum við keyptar, það er mannsins saga. Þó hef ég aldrei elskað daginn heitar — eilífðar nafnið stafar barnsins tunga — fátæka líf! að þínum knjám ég krýp, áþekkur skuggablómi, er Ijóssins leitar, — leggurinn veldur naumast eigin þunga — fórnandi höndum þína geisla eg gríp. Höfundurinn er fæddur á Laxamýri í Þingeyjarsýslu 1880 og lézt 1919 i Kaupmannahöfn þar sem hann bjó eftir skólagöngu sína og varö fyrsti íslenzki leikritahöfundurinn. Hann er talinn hafa verið á undan sinni samtíö í Ijóðlist sinni og betur metinn síðar en á meðan hann lifði. AÁ nýliðnum haustvik- um hafa bændur vítt og breitt um landið verið í leitum og eftirleitum; þeir hafa að vanda hlakkað til að fara á fjall, eða í göngur eins og það heitir nyrðra og þeir hafa ugglaust séð með nokkrum sökn- uði, að safnið sem rann til rétta var þunnskipaðra en fyrr á árum. Búháttabreyt- ingin er að koma í ljós. Fyrir margt löngu þegar undirritaður var íjallmaður á afrétti Biskupstungnamanna norður á Kili, var áreiðanlega ekki vaknað- ur neinn grunur um, að einhverntíma í tíð núlifandi manna gæti farið svo, að þessi árlegi viðburður, fjallferðin, heyrði til sög- unni og að þessi víðáttumiklu öræfi yrðu alfriðuð fyrir beit sauðfjár og hrossa. Samt var afrétturinn víða örfoka; það steig ekki af steini klukkustundum saman og þar sem hinir eldri mundu grösugt land svo sem við Svartártorfur, var þá allt að hverfa í sand og gijót. Ekki varð ég þó var við að menn hefðu minnstu áhyggjur af þessari þróun og í þá daga var það eitt á dagskrá að fjölga fé sem mest og auka framleiðsluna. Landgræðslustjórinn hefur nýlega lýst áhyggjum sínum í sjónvarpsviðtali af barátt- unni við landeyðinguna og kom fram þar, að ekki er nóg að gert; eyðingaröflin hafa betur sem nemur þúsund hekturum á ári. Hann nefndi sérstaklega til sögunnar fyrr- nefndan afrétt Biskupstungnamanna, svo og móbergssvæðið mestallt. í útvarpsviðtali fyrir skömmu upplýsti hann, að Mývetning- ar reka fé á afrétt strax í maimánuði og eftir förgun, þegar komið er fram í októ- ber, reka þeir aftur á afrétt, enda er ástand gróðurfars þar um slóðir eftir því. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og vísindamenn eins og Ingvi Þorsteinsson virð- ast rekast á vegg og tala fyrir daufum eyrum, þegar þeir vekja athygli á hrika- Hver á öræf in? legri meðferð landsins. Sú meðferð er fyrst og fremst sorgleg vegna þess að hún er ónauðsynleg nú á dögum. Sú offramleiðsla, sem reist er á því að eyða hálendisgróðrinum og endar á öskuhaugum er einfaldlega tákn þess, að skynsamleg stjómun á þessum málum sé ekki til. Hugsjónamenn um landgræðslu hafa margir íað að nauðsyn þess að alfriða mó- bergssvæðið norðan og sunnan jökla fyrir beit sauðfjár og hrossa, enda er það við- kvæmast og gróðurástandið verst þar. Raunar eru flæmi utan við aðal móbergs- svæðið, sem miskunnarlaus rányrkja hefur smám saman verið að færa nær eyðingar- stiginu. Þar á meðal eru heiðalönd norðan jökla, sem Húnvetningar og Skagfirðingar hafa beitt hrossastóði sínu á og ekki var fagurt til afspurnar, að girðing í kringum friðað hólf þar norðurfrá hafði beinlínis ver- ið rifin niður til þess að koma þar inn sauðfé. Nógir eru erfiðleikarnir í landbúnaði þótt einstakir bændur séu ekki að koma óorði á stéttina með svo fávíslegum aðgerðum. Oddvitar Flóa og skeiða tjáðu sig nýlega um gróðurfar á sínum afréttum og kom engum á óvart, að þeir sáu ekki annað en allt væri í stakasta lagi. Það mun þó íjarri lagi, en samt skárra en á Kili. Hætt var þó að reka hrossastóð i sumarhaga inn í Hvítár- nes fyrir 10 árum vegna þess að talið var að graslendið þar væri í verulegri hættu. Verður varla sagt að það hafi haft miklar efnahagslegar fómir í för með sér, því gífur- legt ónotað graslendi er í heimahögum í öllum uppsveitum Árnessýslu. Á Suðurlandsundirlendi er mesta og bezta mjólkurframleiðslusvæði landsins. Æskileg- ast væri, að sauðfjárbúskapur þar leggðist alveg niður, en verði hann stundaður áfram að einhverju marki, ætti fortakslaust að skylda menn til að nýta hina grösugu heima- haga og alfriða afréttina. Á þessu mun ekki vera almennur skilning- ur meðal bænda, sem hafa frá ómunatíð vanizt á að líta á afréttarlönd sem eign sína, - og að litlu skipti hvernig með þá eign væri farið. Hér stöndum við enn einu sinni frammi fyrir hugsun, sem heyrir til liðinni tíð veiðimanna- og bændaþjóðfélags. Rétt- lætiskennd fólks nú á tímum viðurkennir ekki þetta sjónarmið; hálendið hlýtur að vera sameiginleg eign þjóðarinnar allrar, hvað sem líður rétti til upprekstrar. Það er að vísu lögbundið núna, að þeim forna rétti fylgir einnig annarskonar afnotaréttur. Samkvæmt því eiga bændur afnotarétt af veiði á hálendinu og var hnykkt á þeim rétti með hæstaréttardómi frá 1955. Nú er ljóst að margvísleg afnot gætu í framtíðinni orðið af hálendinu; þar er víða jarðhiti til dæmis. Það er þessvegna brýn nauðsyn á nýrri lagasetningu um afnotarétt, sem bygg- ir á þeirri grundvallarforsendu, að hálendið eiga landsmenn allir saman og að friðun þess - og nýtingu - verður að stýra með skynsamalegu viti, sem byggir á nútíma viðhorfum fremur en arfí bændaþjóðfélags- ins. Æskilegast væri að setja lög um alfriðun móbergssvæðisins fyrir sauðfjárbeit; öðru- vísi verður hinni skammarlegu þróun vart snúið við. Næst bezti kosturinn er sá, að framfylgja stranglega lögum um ítölu. Þeg- ar ljóst er að eitthvert landsvæði eða afréttur þolir ekki sauðíjárbeit, þá verður einfaldlega að taka fyrir þann rétt, þótt byggður sé á gamalli venju. Á til dæmis að láta það sem eftir er af gróðri í Þórsmörk og nágrenni hverfa með öllu vegna þess að þarna hefur verið frá gamalli tíð afréttur Eyfellinga. Mörg hliðstæð dæmi mætti nefna. Lagasetning, sem tekur þetta mál föstum tökum, er þó meiri vandkvæðum bundin en ljóst.t'er í fljótu bragði. Megin þröskuldurinn yrði ’trúlega sá, að pólitískan kjark og heið- arleika vantar. Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkur eiga megnið af atkvæðum bænda og þeir munu telja víst, að lög um alfriðun stórra svæða verði ekki vinsæl í sveitum. Blessuð litlu atkvæðin má að sjálfsögðu ekki styggja; þau eiga að vera kyrr á sínum kotum til að skila sér í kosningum. En án frumkvæðis og fylgis þessara flokka verður engri lagalegri breytingu við komið. Það er að vísu í samræmi við núgildandi lög um afnotarétt, en engu að síður grát- broslegt, þegar oddvitar lýsa áhyggjum sínum af umferð hestamanna um hálendið og tala um hugsanlega nauðsyn þess að leggja á þá toll til að rækta upp haga á áningarstöðufn. Að sjálfsögðu þarf nauðsyn- lega að girða og rækta upp góða hestahaga við áningar- og gististaði svo sem Hvera- velli og Hvítámes. Það er hinsvegar verk- efni, sem ætti að heyra undir landgræðsluna í nafni okkar allra og ætti ekki að koma fomum upprekstarrétti bænda við. Ef að líkum lætur byggist afkoma landsmanna í framtíðinni meira á ferðamönnum en afrétt- arbeit sauðflár og allar líkur til þess, að umferð ríðandi fólks yfir hálendið eigi frem- ur eftir að stóraukast. Sé þeirri umferð stjómað skynsamlega, ætti hálendisgróðri almennt ekki að vera nein hætta búin. í þjóðfundarkvæði sínu 1874 mælti Bólu- Hjálmar fyrir munn Fjallkonunnar og sagði: „Sjá nú hvað ég er beinaber/ bijóstin visin og fölar kinnar." Nú þegar hillir undir lok 20 aldar, felst smán okkar í því, að Fjallkon- an er ekki bragglegri nema síður sé. Hún er tötrum klædd og það sem verra er: Skiln- ingur á því að þetta sé til skaða og skammar, er ekki einu sinni almennt fyrir hendi. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK WORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.