Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Page 4
MANNKYN I Ð
listír komu
tilsögunnar
á ísöld
K
völd eitt fyrir 17 þúsund árum nam piltur
einn staðar sem snöggvast uppi á klettahrygg
ofan við á nokkra í héraði, sem núna telst
til suðurhluta Frakklands. Hann ætlaði aðeins
að kasta mæðinni, áður en hann færi að
klöngrast niður mjóa klettasyllu. Hann
renndi augunum yfír frjósamt graslendið
fyrir neðan sig, þar sem hreindýrahjörð var
á beit lengst í fjarska en kofaþyrpingin, þar
sem ættbálkur hans hafðist við, stóð nærri
árbökkunum rétt fyrir neðan. Þá fór hann
að fíkra sig niður sylluna að hellinum, þar
sem ættarhöfðinginn beið hans ásamt öðrum
fyrirmönnum ættbálksins. Hann staðnæmd-
ist á ísköldu hellisgólfínu. Flöktandi skinið
frá tólgarlömpunum magnaði fram dular-
full kynjafyrirbrigði: Tíguleg hreindýr prýdd
fögru, greinóttu homaskrauti virtust vera á
hlaupum gegnum hellinn, ólmir nautgripir
— um 5 metrar á lengd — virtust spenna
vöðvana til átaka, svartir og rauðlitir hestar
uppi í hellisloftinu litu ót eins og þeir væru
þess albúnir að taka á sprett. Ættarhöfð-
ingjamir, skreyttir vísundaskinnum og með
bjúghymdar vísundakrúnur á höfði, biðu
átekta inni í myrkrinu, þar til ógnþrungnir
töfrar myndskreytinganna höfðu haft sín
áhrif. Þá gengu þeir fram og leiddu hinn
nýinnvígða í gegnum neðanjarðarvistarver-
ur og sýndu honum þar annála ættbálksins,
hefðir og átrúnaðartákn — þekkingararfur,
sem var máttugri þeim er fenginn var fyrir
tilstuðlan erfðavísanna.
Vagga Menningarinnar
Enginn veit þó með vissu, hvort slíkar
vígsluathafnir hafi nokkum tíma átt sér
stað í raun og veru í hinum víðfrægu mynd-
skreyttu hellum í Lascaux í Suður-Frakk-
landi — en sú staðreynd, að mannfræðingar
Voru forfeður okkar á
ísöld grimmúðugir,
rýtandi villimenn? Nei,
vísindamenn telja þá
skoðun Qarri lagi. Þeir
höfðu uppgötvað listina,
bjuggu fremur í skýlum
en hellum, mundu varla
vekja athygli fyrir
framandlegt útlit á götu
í London eða París, væru
þeir klipptir og klæddir
eins og nútímamenn.
Þetta voru Cro-magnon
menn, sem komu fram á
sjónarsviðið í Evrópu
fyrir 35 þúsund árum og
taldir hafa komið frá
Suður-Afríku, þar sem
þessi nýja manngerð er
talin hafa átt uppruna
sinn fyrir um 70 þúsund
árum.
hafa nú sett fram tilgátur þar að lútandi,
ber á hinn bóginn vott um róttæka breyt-
ingu á öllum skilningi þeirra á atferli
frummanna. Sú var tíðin, að vísindamenn
álitu tímabilið milli 35 þúsund og 10 þúsund
ára í upphafí tilvistar hins vitiboma manns
hefði verið hið myrka skeið í upphafí vits-
munaþróunar mannsins.
Nú orðið eru mannfræðingar almennt
þeirrar skoðunar, að undir lok ísaldar hafí
í raun og veru skollið á regluleg sköpunar-
holskefla, er teljast verði sjálf vagga þeirrar
menningarviðleitni, sem leitt heftir til
nútíma menningar. Á þessum 250 öldum
af síðari hluta ísaldar (oft kallað paleolítíska
tímabilið á fræðimáli) tók mannfólkið meiri
framförum á sviði tækni og listsköpunar
heldur en á þeim tveimur milljónum ára,
sem liður frá því að menn tóku að telja til
fyretu steinverkfærin.
í því menningarlega risastökki, sem tekið
var fram á við, miðað við forfeðuma, fundu
Neanderthalsmenn — þ.e.a.s. mannfólkið á
síðari hluta ísaldar — meðal annare upp á
því að nota tungumál, hófu Iistsköpun,
frömdu tónlist og lögðu raunar grundvöllinn
að verzlun og stéttaskiptingu og tóku jafn-
vel að móta tízku.
„Á síðari hluta ísaldar kom fram á sjónar-
sviðið mannfólk af því tagi, sem við
nútímamenn mundum kannast við sem
menn,“ segir mannfræðingurinn Randall
White, prófessor við New York háskóla —
með öðrum orðum fyreta mannfólkið, sem
hafði á sér yfírbragð algjörlega nútímaiegr-
ar mannveru, þ.e. homo sapiens sapiens,
eða hinn tvöfalt skynibomi maður.
Dagrenning Menningar
Fyrir skemmstu efndi ameríska Náttúm-
fræðasafnið í New York til mikillar yfírlits-
sýningar, er bar yfirekriftina „Dimmir
hellar, bjartar sýnir,“ og höfðu þar verið
dregnar saman á einn stað fjölmargar minj-
ar víðs vegar að úr heiminum frá þessu
mikla sköpunartímabili mannkynsins. Sú list
Isaldarmaður. Væri hann kominn í nútímaföt og með stresstösku myndi enginn taka
eftir honum á götu.
og þeir smíðisgripir, er þama gat að líta —
en margir af mununum vora fengnir að
láni úr hinum rómuðu frönsku fomaldar-
minjasöfhum — mynduðu einhveija viða-
mestu yfírlitssýningu um menjar frá lokum
ísaldar, sem nokkum tíma hefur verið sett
upp: Sýningargripimir era bæði gerðir í
jarðnesku augnamiði og til að þjóna háleit-
um andlegum tilgangi. Þeir leiða nútíma-
mönnum fyrir sjónir framstæða lýsingu í
húsakynnum ffummanna, útfarareiði þeirra
— jafnvel klámmyndir. Á sýningunni voru
samankomnir samtals um 300 gripir, eins
konar steina- og beinamyndgerð af því,
hvemig við mennimir voram í háttum fyrir
300 öldum — og hvemig okkur var þá áskap-
að að þróast.
Dögun nútímamannsins verður ekki ein-
ungis til að ýta við ímyndunarafli vísinda-
manna, heldur kemur það líka ímyndunarafli
alls almennings af stað.
í nýlegu útkomnu ritverki í þremur hlut-,
um eftir franska fræðimanninn Jean Auel
— fyreti hlutinn, „Ættbálkur hellabjamar-
ins“ hefur verið metsölubók bæði í Evrópu
Fornleifafundur í Úkraínu. Endurgerð vísindamanna á híbýlum steinaldarfólks. Svo
virðist sem bein vísunda hafí upphaflega verið notuð sem byggingarefni.
og vestan hafs — dregur höfundurinn upp
lifandi mynd af forfeðram okkar á þessu
tímabiii mannkynsins. Þar er að finna alls
konar lýsingar á háttum ísaldarmanna, allt
frá eftirlætis stellingum þeirra við kjmmök
upp í lýsingar á skarpskyggni þeirra varð-
andi lækningar á meinum og krankleika.
Segja má, að þessar bækur Auels hafí raun-
ar opnað augu hins almenna lesanda fyrir
því, hvereu umhyggjusamir, nærgætnir,
hugvitsamir og flóknir að innri gerð menn-
imir vora þegar orðnir innan hinna foreögu-
legu ættbálka. „Fólk hefur hingað til
almennt álitið, að við nútímamenn væram
komnir af einhverjum grimmúðugum, rýt-
andi villimönnum," segir Jean Auel. „Eg er
svo að reyna að segja í bókum mínum:
„Hæ-hæ, staldrið ögn við; þetta era forfeð-
ur, sem við þurfum engan veginn að
skammast okkar fyrir ..." Þetta er einmitt
fólkið, sem uppgötvaði sköpunargáfu sína.“
gáfum Gæddir FRUMMENN
En hverjir vora þeir svo, þessir íbúar
Evrópu á ísöld, þessir málarar goðsögulegra
skepna og myndhöggvarar, er skópu mynd-
ir af lagðsíðum, úfnum mammútum? Þeir
hlutu heitið Cro-magnon-menn, eftir þeim
stað í Frakklandi, þar sem menjar um þá
vora fyrst grafna upp úr jarðlögunum. Þeir
báru þó nokkum svip af Neanderthal-
mönnum, en vora þó, bæði á sviði vits-
munalífs og eins að því er varðaði
líkamsbyggingu, heilu skrefí á undan þeim
á þróunarbrautinni. Cro-magnon-menn vora
alls ekki eins sterklega byggðir og Neand-
erthals-menn, höfðu til dæmis ekki þann
digra svíra, kröftuga axlarvöðva og þykk,
grófgerð bein, sem mjög einkenndu vaxtar-
lag Neanderthals-manna, ekki heldur
stórgerða höfuðkúpu þeirra og þung, fram-
standandi brúnastæði, enda þótt heilabú
Cro-magnon-manna væri ekki meira að
vöxtum heldur en heili Neanderthals-
manna, segir fommenjaffæðingurinn Henry
de Lumley við náttúrafræðadeildina í
franska þjóðminjasafninu í París. Samt sem
áður skera Cro-magnon-menn sig þó greini-
lega úr manngerð Neanderthal-fólksins,
einnig að því er varðar gerð heilahvelanna
undir enni, sem vora mun stærri og þrosk-
aðri hjá Cro-magnon-mönnum og veittu
þeim þar með hæfileikann til táknbundins
hugsanaferils, aðlögunar að brejrttum að-
stæðum og til uppfínninga. Og þótt engin