Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Blaðsíða 8
Kristján Steingrimur - „Ég er rétt að
byrja“
„Það
er norðangarri“
varla við því að sigra heiminn svo nýskrið-
inn úr námi. Samt segir hann að það hafi
verið tómur misskilningur að hann fór að
fást við myndlist á sínum tíma.
„Ég gerði það að minnsta kosti alveg að
vanhugsuðu máli og án þess að hafa mikla
hugmynd um hvað ég var að fara út í. Það
er engin myndlistarhefð í minni fjölskyldu
og reyndar enginn sérstakur áhugi á listum
yflrleitt, nema ef ég ætti að telja pabba
heitinn, Jón Rögnvaldsson. Hann var kunn-
ur garðyrkjumaður á Akureyri á sínum tíma,
fæddist 1893, og fékkst ekki síst við skraut-
jurtir og þess háttar. Lystigarðurinn á
Akureyri er náttúrlega listagarður á sinn
hátt og þar kom pabbi gamli mjög við sögu.
Ég veit ekki hvort ég hef erft eitthvert
dekóratíft element frá honum, það getur
verið."
MÁLAÐIKENNINGAR LENÍNS
Kristján er fæddur á Akureyri hinn 13.
apríl 1957 og ólst þar upp. Fáum sögum
fer af æsku hans fyrstu árin, fyrr en hann
var orðinn svonaþrettán áragamall. Þá...
„... veit ég ekki hvað kom yfír mig. Ég
fór að dunda við að mála upp úr þurru og
sú árátta varð sífellt sterkari. Kannski var
þetta bara gelgjuskeiðið; um svipað leyti
gerðist ég nefnilega líka allt í einu gríðarleg-
ur kommúnisti. Þetta var á árunum um og
upp úr 1972 þegar eiginlega allir voru ein-
hvers konar kommúnistar og ég tók bæði
pólitíkina og myndlistina ógurlega hátíð-
lega; mætti á sellufundi með hippum sem
voru miklu eldri en ég og ég fór að mála
sósfalrealískar myndir af verkalýðnum að
veifa rauðum fánum og þess háttar. Ég
efast um að nokkur myndlistarmaður á ís-
landi fyrr og síðar hafi málað kenningar
Leníns af jírfn mikilli trúmennsku og ég,
bamið, gerði á þessum árum!“
Smátt og smátt eltist Marxisminn af
Kristjáni eins og gengur en myndlistaráhug-
inn stóð eftir. Hann sótti kvöldtíma í
myndlist á Akureyri jafiihliða skóla og vinnu
og um tvítugt sá hann að þá var að duga
eða drepast. Hann fór suður haustið 1977
og settist í Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands. Eftir tveggja ára forskóla, eða hvað
það er nú kallað, hugðist hann f fyrstu setj-
ast í grafíkdeildina en stóð stutt við þar,
nánar tiltekið í um það bil hálfa klukku-
Mig langar til að valda vandræðum,“ segir
Kristján Steingrímur Jónsson, friðsemdin
uppmáluð. „Myndrænum vandræðum," bæt-
ir hann við til skýringar. „Mig langar til
þess að fólk líti á myndimar mínar og þurfí
Rætt við Kristján
Steingrím, þrítugan
Akureyring, sem
búinn er að stunda
framhaldsnám í
myndlist í Þýskalandi
og sýnir nú á
Kjarvalsstöðum.
Eftir ILLUGA
JÖKULSSON
að glíma svolítið við þær — út á hvað þær
ganga. Ég veit það reyndar ekkert endilega
í öllum smáatriðum sjálfur; mér þykir nefni-
lega líka gaman að glfma við vandræði."
Kristján Steingrímur er að opna fyrstu
stóru einkasýningu sína síðan hann kom
heim frá myndlistamámi í Þýskalandi
síðastliðið vor. Hún er haldin á Kjarvalsstöð-
um en það var einmitt þar sem Kristján
sýndi síðast verk sín á íslandi en það var
á samsýningu ungra myndlistannanna,
IBM-sýningunni svokölluðu. Hann sýndi líka
á Kjarvalsstöðum árið 1984 ásamt þremur
félögum sínum; þeim Áma Ingólfssyni,
Tuma Magnússyni og Daða Guðbjömssyni.
Einkasýningu hélt hann í Rauða húsinu á
Akureyri árið áður og 1982 var hann einn
forsprakkanna að samsýningu sjö myndlist-
armanna í Norræna sem vakti töluverða
athygli enda má segja að þar hafí „nýja
málverkið margumtalaða einna fyrst komið
fram fyrir alvöru á íslandi. Auk Kristjáns
sýndu þar þeir Tumi og Daði, Ragna Her-
mannsdóttir, Ómar Stefánsson, Þorlákur
Kristinsson, alias Tolli, og Pétur Magnús-
son, bróðir Tuma. Allt þetta fólk var í
fararbroddi fyrir þeirri hreyflngu sem kennd
var við „nýja málverkið"; ennfremur má
nefiia Helga Þorgils Friðjónsson, Kristin
Guðbrand Harðarson og fleiri. En eftir að
hafa staðið í ströngu í byijun hvarf Kristján
Steingrímur af sjónarsviðinu og í nokkur
ár hefur Iftið borið á honum. Hann fór utan
til náms, eins og áður kom fram; hélt til
Hamborgar þar sem er Hochschiile fHrBiId-
ende Kiinste og lærði þar undir handaijaðri
prófessors Bemds Koberling, sem sjálfur
mun vera í flokki virtustu málara Þjóðveija
um þessar mundir. Öllu nær kemur Kristján
nú heim á nýjan leik og fer mikinn, bjart-
sýnn og ódeigur, hann ætlar að leggja undir
,sig allan vestursal Kjarvalsstaða og gott ef
ekki gangana lfka. Hann hefur tröllatrú á
myndunum sfnum þó vitaskuld búist hann
stund. Þá lenti hann í einhverri stælu við
kennara sinn og úr því hann hafði hvort sem
er ekki verið viss um að grafíkin væri alveg
rétti vettvangurinn fyrir sig tók hann hatt
sinn og staf og labbaði sér yflr í nýlistadeild.
Þaðan útskrifaðist hann vorið 1982 og
sat því í nýlistadeildinni þau misseri sem
mestar deilur stóðu um hana hérlendis. Um
þá tfma hefur margt verið rætt og ritað
síðan og það er auðheyrt að Kristján nenn-
ir varla að eyða miklum tfma í vangaveltur
um nýlistadeildina.
„Við vomm í skóla og það var bara eðli-
legt að við prófuðum okkur áfram með alla
hugsanlega tjáningarmiðla og form. Við
vomm að dufla við ljósmyndun, gjöminga,
uppákomur, tónlist, bókagerð og svo fram-
vegis og ég er mjög sáttur við þetta allt
saman eftir á. Tíminn í nýlistadeildinni var
mjög skemmtilegur og að mörgu leyti ævin-
týralegur og ég hefði ekki viljað missa af
honum. En ég hætti hins vegar aldrei að
mála þó ég væri að fást við alls konar aðra
hluti og ég man reyndar ekki betur en að
sumum félögum mínum í nýlistadeildinni
hafí þótt ég vera ansi gamaldags að vera
að þijóskast þetta með pensil og striga þeg-
ar þeir vom flestir á kafí f alls konar
konsept-pælingum. “
LlSTINERVlNNA!
Kristján hélt samt sínu striki og um það
leyti sem hann útskrifaðist úr Myndlista-
og handíðaskólanum brast síðan á með „nýja
málverkinu" margfræga. Allt í einu var eins
og það riflaðist upp fyrir ungum mönnum
og konum um hvað málaralist snýst í eðli
sínu og allir fóm að mála af kappi; meira
að segja ýmsir gamlir hundar f faginu sigldu