Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Qupperneq 11
eru sambærilegar verslanir 9, t.d. Grammið, Litla búðin, Kjallarinn og Útsölumarkaður- inn. Þjóðleg, Rómantísk Og HVETJANDINÖFN Þá er komið að þeim meginflokki versl- ana sem ekki eru kenndar við kaupmanninn, umhverfið, verslunaraðferðina eða vöruna (nema þá mjög óbeint) heldur látnar heita út í bláinn ef svo mætti segja. Þetta eru verslanir sem eru nefndar eftir stöðum, sögupersónum, náttúru, skáldskaparheitum eða ýmsum huglægum hugtökum. Elsta nafnið, sem ég hef rekist á af þessum toga, er verslunin Víkingur á Laugavegi 5 árið 1909, og litlu yngri eru verslunarheitin Kolbrún og Sif. Það er svo um eða eftir 1915 að slík verslunarheiti komast verulega í tísku og virðast áfangar í sjálfstæðis- baráttunni hafa haft nokkur áhrif þar á. Þannig virðist sem koma fyrstu skipa Eim- skipafélagsins árið 1915 hafi haft. vakningu í för með sér því að þá gengur eins konar Gullfossæði í Reykjavík. Sama ár er stofnuð kvenfataverslunin Gullfoss, farið er að fram- leiða Gullfoss-smjörlíki, Gullfoss-sígarettur og Gullfoss-hatta, svo eitthvað sé nefnt. Þetta virðist hafa smitað út frá sér og íslensk fyrirtækjanöfn úr skáldskap og náttúru eða ýmis huglæg nöfn verða eftir þetta áber- andi í firmaheitum. í þessum flokki voru fram til ársins 1935 alls 49 (15,55%) versl- anir en nú í sumar eru 37 verslanir í flokknum eða 18,3%. Honum má skipta í fjóra undirflokka og er athyglisvert að sjá hvaða breytingar hafa orðið í hveijum þeirra. í fyrsta undirflokki eru verslanir sem kenndar eru við persónur eða dýr úr bók- menntum eða goðafræði, menningu eða heiti úr skáldskap. Þær voru alls 13 (4,1%) á fyrra tímabilinu: Baldur, Frón, Gefjun, Eygló, Hulda, Iðunn, Ingólfur, Kolbrún, Nanna, Sif, Sleipnir, Víkingur og Vöggur. Nú eru í þessum flokki 10 nöfn (5,0%), sem telja má íslensk, og eru sum þeirra harla ólík hinum fýrri: Adam, Brá, Eva, Iðunn, Líneik, Mál og menning, Skotta, Tommi og Jenni, Vikivaki og 1001 nótt. í öðrum undirflokki eru verslanir kenndar við íslenska staði. Þær voru til 1935 alls 16 (5,1%): Amarstapi, Álafoss, Borg, Borg- ames, Brúarfoss, Foss, Goðafoss, Gullfoss, Hekla, Katla, Klöpp, Málmey, Sandgerði, Skógafoss, Vaðnes og Vík. Nú em í þessum flokki aðeins 5 verslanir (2,5%): Borg, Drangey, Hekla, Helgafell og Vesturröst. í þriðja undirflokki em verslanir kenndar við dýr eða fyrirbæri í náttúmnni og vom þær alls 11 (3,5%) til 1935: Fálkinn, Fíllinn, Geislinn, Hjörturinn, Hrönn, Norðurljós, Regnboginn, Reynir, Stjaman, Svanurinn og Óminn. Nú em í þessum flokki 10 versl- anir (5,0%): Blik, Elfur, Endur og hendur, Fálkinn, íkominn, Lilja, Stjömuskóbúðin, Stráið, Storkurinn og Svarti svanurinn. í fjórða undirflokki em svo ýmis hugtök í verslunarheitinu sem eiga að virka hvetj- andi á viðskiptavini. Þetta er frekar sundurleitur flokkur og sumt gæti orkað tvímælis að ætti heima í honum. Fram til 1935 hef ég talið 9 (2,9%) verslanir til þessa flokks: ABC-búðin, Aðalbúðin, Áfram, Drífandi, Fram, Hugfró, Ódýra búðin, Vísir og Von. Nú teljast 12 (5,9%) verslanir í þessum hópi: Dömu- og herrabúðin, Engla- böm, Hagkaup, í takt, Krakkar, Náttúm- lækningabúðin, Sautján, Smellur, Vanir menn, Vísir, Ærslabelgir og Æskan. Erlendum Nöfnum Vex ÁSMEGIN Þá er loks komið að erlendum heitum í verslunum og þar fann ég aðeins 8 búðir fram til 1935 með erlendum staðaheitum og 5 með öðmm erlendum heitum. Þetta em alls 13 verslanir (4,3%). Staðaheitin em þessi: Hamborg, Himalay, Java, Liverpool, London, Manchester, Parísarbúðin og Wien- arbúðin. Sú venja að kenna verslanir við útlendar borgir á sér gamla hefð og nægir þar að nefna Liverpool, Edinborg og Glas- gow frá síðustu öld í Reykjavík en skýringin mun vera sú að viðkomandi verslanir áttu einkum skipti við þessar borgir. Önnur er- lend heiti fram til 1935 vom þessi: Alfa, Freia, Hermes, Lucana og Novitas. Ef litið er á verslanaheiti við Laugaveginn nú í sumar kemur í ljós að meginbreytingin frá fyrri tíð er sú að hinum erlendu nöfnum hefur ijölgað mjög og em þau nú alls 65 eða 32,2% (vom 4,3% á fyrra tímabilinu). Hér er um að ræða 10 erlend staðamöfn og 55 önnur erlend, hálferlend eða útlensku- leg nöfn. Sum hafa verið löguð að íslensku málkerfi (t.d. Kamabær) og önnur em slangur (Klassapíur og Pæld’íði). Staðarnöfnin era þessi: Amazon, Kama- bær, Liverpool, Milano, Olympia, París, Parísartískan, Sparta, Tékk-kristall og Últíma. Önnur erlend, hálferlend nöfn og slangur- yrði em þessi: Akademía, Alba moda, Amatör, Assa, Bangsímon, Baron, Bjöm Borg — mens wear collection, Blondie, The Body Shop, Casio, Clara, Company, Dran- ella, Elegance, Faco, Fiber, Fígaró, First, Flex, Gallerí, Goldie, Joss, Katel, Kendal, Klassapíur, Kúnst, Lady Rose, Libia, Lolli- popp, M.Manda, Marc O’Polo, Marella, Misty, Nesco, Pandóra, Partý, Pastel, Pepp- erínó, Ping Pong, Plaza, Pæld’íðí, Quadro, Rocky’s, Sasch, Skinn-gallerí, Skómagasín, Sport, Sportbúðin, Sportval, Studiohúsið, Tandy, Tango, Tass, Tina Mina og Top Class. Þess skal að lokum getið að í þessa versl- anaskrá em eingöngu teknar smásöluversl- anir en ekki heildverslanir eða annars konar þjónustufyrirtæki. Einu smásöluverslanim- ar, sem er sleppt, em mjólkurbúðir, en þær vom fjölmargar á Laugaveginum áður fyrr og hétú allar sama nafni: Mjólkurbúðin. Helsta niðurstaða þessarar samantektar er sú að fram undir 1910 vom verslanir yfírleitt kenndar við eigendur sína en frá um 1910 til 1935 fóm annars konar nöfn að tíðkast í auknum mæli, m.a. rómantísk og þjóðleg nöfn sem nú virðast fremur á undanhaldi. Erlend nöfn á verslunum hafa tíðkast frá því að Laugavegur varð til en í litlum mæli fram til 1935. Erlend áhrif á fyrri hluta aldarinnar komu einkum fram i því að eftirnafn eða föðumafn kaupmanns- ins var notað í búðarheitinu. Nú er sá siður hverfandi en á móti kemur að um þriðja hver verslun heitir erlendu nafni (þetta hlut- fall er ennþá hærra í Kringlunni). Erlend heiti á verslunum við Laugaveg nú til dags eiga sér ýmsan upprana. Flest virðast ensk en einnig bregður nokkuð fyrir nöfnum úr rómönskum málum og fáeinum af dönskum uppruna. Enginn dómur verður hér lagður á hvort þróun í verslunarheitum er jákvæð eða nei- kvæð en óneitanlega hlýtur hún að vekja okkur til umhugsunar. Höfundurinn er sagnfræðingur og hefur áður skrifað greinaflokk um Laugaveginn í Lesbók. ÍVAR ORGLAND Húsfreyjan íTrjágerði Baldur Pálmason íslenzkaði Sumt fólk er landslag. Þegar það hverfur verður landið sjálft fátækara. Þannig varstu, María húsfreyja í Tijágerði, árin íjöldamörg. Þú varst samgróin landinu undir Hvammsási, þar sem var útsýn yfir Ölnaríjörð í sólskini og stillu, í rigningu og hretviðri. Þú varst mörgum móðir og alla tíð óhagganleg þungamiðja. Aðrir fóru burt. Þú varst kyrr og tókst á móti þeim sem sneru heim til upphafs síns. Málfar þitt var tungutak byggðarinnar, trútt eins og fura og einir, lækurinn og lyngið í kring. Hreimurinn var eins og menn þrá að heyra þegar þeir koma um langvegu heim og ráða skipi sínu til hlunna. Stritinu varstu kunnug, svo og örbirgðinni og ástinni — öllu sem gefur lífinu gildi. Þér veittist sú náð að vera eitt með fold og firði, sjó og íjörusteini, þar sem bárurnar, þarinn, skeljarnar kveða ósvikin ljóð. Enginn mishljómur. Enginn falskur tónn. Þannig varstu. Þannig verður þín saknað. Vex hér gras sem enginn hefur framar not fyrir, gras á afskekktum teigum. Hér var jörðin áður fyrri yrkt af eljusemi fet fyrir fet. Nú gerir hún lítið gagn öðru fólki en sumarleyfisgestum sem tjalda þar nótt og nótt eða breiða þar úr teppi. Um endalokin veit hinsvegar enginn. Ivar Orgland magister er mörgum islendingum kunnugur síðan hann dvaldi hérlendis nokkur ár sem sendikennari við háskólann fyrir um það bil þremur áratugum. Og ekki aðeins þess vegna, því að hann hefur síöan unniö ósleitilega að kynningu á (slenzkri Ijóðlist í Noregi. Fyrir utan fraeöilegt verk um skáldskap Stefáns frá Hvítadal og dvöl han? í Noregi, hefur birzt tugur bóka með islenzkum Ijóðum í þýðingu hans, og er þá oftast eitt skáld tekið fyrir I hverri bók. Þá hefur Orgland birt eftir sig á annan tug Ijóöabóka. — Þessi tvö Ijóð, sem hér birtast, eru úr bókinni „Nattstill fjord", frá 1973. B.P. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.