Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Síða 2
A U S T A N
U M
H E I Ð I
Fyrir gefning
\
Deiglan - höggmynd
Einars Jónssonar.
M
Ef fyrirgefning þín
reynist varanleg, þá
hefur þú borið endanlegt
sigurorð af
mótstöðumanni þínum.
Þú ert laus úr greipum
hans til æviloka. Einu
má gilda um fávísleg og
meinbægin uppátæki
ofsækjandans héðan í
frá. Skálkastrik
andstæðings þíns gjöra
ekki annað en afhjúpa
lítilleik hans, —og ítreka
sigur þinn, frelsi þitt.
Eftir HEIMI
STEINSSON
argir hafa þann hátt að stíga á stokk og
strengja heit um áramót. Eiðarnir eru af
ýmsum toga spunnir, gildum eða grönnum
eftir atvikum. Flestir fara dult með þessar
ákvarðanir sínar, enda óvíst um efndimar
og hitt miður viðfelldið að rjúfa opinberar
heitstrengingar fyrir allra augum.
Þó eru undantekningar á. Eina þeirra gat
að líta í ríkissjónvarpinu að kvöldi nýárs-
dags. Hér er þeim ámað heilla, er þá báru
vindlinga upp til skýja í viðurvist alþjóðar.
Ekki mun veita af fýrirbænum, þegar svo
skörulega er ráðizt til atlögu við umtalsverð-
an vanda.
Leiðtogar risaveldanna fluttu ræður um
áramótin. í máli þeirra kvað við sáttatón,
sem ríkt hefur á báðum bæjum að undan-
fömu. Sú kveðandi gefur tilefni til bjartsýni.
Að sönnu tóku menn ekki meira upp í sig
en hóf var að. Allt um það var svo að sjá
sem ætlunin væri að halda áfram að grafa
stríðsaxir og lægja þann heiftarhúg, er lengi
hefur þrútnað milli austurs og vesturs.
Áramót eru vænlegt tilefni til að lýsa
griðum og vísa fomum og nýjum væringum
til sætis á yzta bekk, — renna jafnframt
vonaraugum á veginn fram og svipast þar
um eftir öðmm háttum betri. Slíkt hentar
stórveldum, en einnig stéttum og starfs-
hópum innan lands. Sönnust verður sáttar-
gjörðin þó í hugskoti einstaklings. Þar taka
griðamál á sig dýpri mynd en annars staðar
og byggja á umskiptum, sem einu nafni
nefnast fyrirgefning.
Ef þú við áramót tekur þá ákvörðun að
fyrirgefa þeim, er freklega hafa misboðið
þér, leynt eða ljóst, á liðnum missemm,
kann sú heitstrenging að reynast heillavæn-
legri en allir eiðar aðrir. Vera má, að
fyrirgefningin verði þeim mönnum að tafar-
lausu gagni, er hennar njóta, — ef þeim er
gefið að þiggja svo góðan hlut. Hitt er alls
endis víst, að sá sem fyrirgefur leysist sjálf-
ur úr viðjum og er fijáls undan oki óvildar
og haturs, sem brann honum í bijósti állt
fram á fyrirgefningarstund.
Betri nýársgjöf getur þú tæpast gefið
sjálfum þér, lesandi góður.
Þeir Vita Ekki Hvað Þeir
Gjöra
Þessu sinni er réttur mánuður frá áramót-
um til níu vikna föstu. Áramótaheit og
föstuhugur taka höndum saman nokkrar
hraðfleygar vikur undir hækkandi sól.
Fyrirgefning er rauður þráður föstunnar.
Ekki einungis upphafin fyrirgefning af trú-
arlegri rót, heldur einnig sú einfalda sáttar-
gjörð, er birtist í sambúð manna.
Sumir kynnu að benda á, að iðmn sé
dýpsta stef fostunnar, — og forsenda fyrir-
gefningar. Ekki skal úr hinu fyrra dregið.
Hið síðara ber að leiðrétta: Iðmn er ekki
skilyrði fyrirgefningar. í innsta kjama er
fyrirgefning skilmálalaus gjöf, sem einn
færir öðmm án þess að hyggja að forsend-
um. Fremsta dæmi þessa em orð Jesú
Krists, er hann var festur á krossinn og
búinn til lífláts sem óbótamaður, þótt alsak-
laus væri af hverri ákæm. Á þeirri stundu
bað hann fyrir böðlum sínum: „Faðir, fyrir-
gef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir
gjöra."
Ljóst er, að þessi fyrirgefningarorð em
ekki háð því, að pyndingameistaramir iðrist
eða hafí uppi afsökunarbeiðni af nokkm
tagi. Til þess em þeir reyndar ekki færir,
sakir fávísi sinnar. Enda em engin slík skii-
yrði sett. Fyrirgefningin er einungis undir-
orpin ákvörðun hins ofsótta. Hann tekur sér
vald tii að hefja sig yfir óvitaskap illmenn-
anna, — og yfír annað verra, sem athafnir
þeirra vitna um.
Sama vald er hverjum einasta manni til-
tækt, ef hann vill svo vera láta. Trú eða
trúleysi skipta þar engu. Ef náungi þinn
hefur beitt þig rangindum, sem sprottin em
af vanþekkingu eða mannvonzku, getur þú
einfaldlega ákveðið að fyrirgefa honum. Sú
ákvörðun er ekki bundin viðbrögðum hans,
heidur byggir hún einvörðungu á þínum
eigin góða vilja. Sterkasta aflið í mannheimi
er góður vilji. Leggir þú rækt við góðan
vilja, ertu í rauninni ósigrandi, jafnvel í
dauðanum. Með góðum vilja hefur þú þig
yfír vanvizku kvalara þíns og illfysi alla.
Þú fyrirgefur honum, hvort sem hann vill
eða ekki. Þar með ert þú orðinn andstæð-
ingnum óháður, — svo lengi sem þér lánast
að standa við fyrirgefninguna. Þú ert frjáls
úr viðjum þjakandi þykkju, kergju eða heift-
ar.
Ef fyrirgefning þín reynist varanleg, hef-
ur þú borið endanlegt sigurorð af mótstöðu-
manni þínum. Þú ert laus úr greipum hans
til æviloka. Einu má gilda um fávísleg og
meinbægin uppátæki ofsækjaridans héðan
í frá. Skálkastrik andstæðings þíns gjöra
ekki annað en afhjúpa lítilleik hans, — og
ítreka sigur þinn, frelsi þitt.
Trúaður maður eykur hér við og segir:
Með fyrirgefningunni hefur þú yfirstigið
mótstöðumann þinn að eilífu. Þú hefur ráð
hans í hendi þér. Á efsta degi gengur þú
fram fyrir Drottin dómsins og mælin „Þenn-
an mann dæmir þú ekki fyrir misgjörðir
hans í minn garð. Ég hef fyrirgefíð honum.
Hann er sýkn saka við mig. Að því er til
okkar samskipta tekur eru eilíf afdrif hans
ráðin á bezta veg.“
Þjáning Fyrirgefningar-
innar
Endanleg fyrirgefning er engan veginn
auðveldur leikur. Atök manna á meðal fela
það iðulega í sér, að málsaðilar leitast við
að valda hver öðrum þjáningu með orðum
og athöfnum. Sá, sem í krafti hins góða
vilja ákveður að fyrirgefa, einsetur sér að
bera bótalaust hveija þraut, sem andstæð-1
ingurinn leggur á hann. Jafnframt er hann
ráðinn í að neita Sér um þá hugsvölun að
gjalda líku líkt. Hann kann að sjá margan
höggstað á fjandmanni sínum. En hann
heggur ekki. Hann vísar á bug þeim ávinn-
ingi, sem hefndir og endurgjald teljast búa
yfír.
Þar með tekur fyrirgefandinn á sig hvort
tveggja, sína eigin kvöl, — og þá þraut, sem
hann hefði getað lagt á herðar mótstöðu-
mannsins. Fyrirgefandinn ber þjáningu
beggja. Sú byrði er þung. Áður nefnt vald,
tímanlegt og eilíft, er næsta víðtækt. En
það er líka dýru verði keypt.
Án þessa krossburðar er fyrirgefning ekki
framkvæmanleg né heldur hugsanleg. End-
anleg fyrirgefning er fágæt í mannheimi.
Það stafar af því, að hinn góði vilji er sjaldn-
ast nógu sterkur til að bera þá tvöföldu
þjáningu, sem nú var lýst. Þess vegna verð-
ur oft undandráttur á fyrirgefningunni. Þar
með ferst hann og fyrir sá algjöri sigur, er
að framan greinir. Færri njóta frelsisins en
skyldi.
Karlmennska Fyrirgefn-
INGARINNAR
I heiðnum sið virðist hefndin hafa verið
siðferðileg skylda meðal norrænna manna.
Fiýjuorð Þorgerðar Egilsdóttur við sonu
sína fyrir bænum f Sælingsdalstungu eru
eitt af mörgum dæmum þessa viðhorfs. Það
var karlmennska að gjalda misgjörðir í sömu
mynt. Hinn var ódrengur, er ekki leitaði
réttmætra hefnda.
Fjölmæli og rógur eru hér sérstakur
kapítuli. Fátt bítur sárar en níðið, m.a. vegna
þess, að sannleiksgildi níðsins skiptir ekki
máli, heldur varða samfélagsleg áhrif þess
öllu. Níðið þrífst í rotnandi rökkri algjörra
álitamála.
Svo er að sjá sem forfeður okkar í ár-
daga íslands sögu sæju tæpast annað ráð
vænna en drepa rógtungur umsvifalaust og
skera þannig til rotnunarinnar og uppræta
hana. Slíkt var karlmennska. Hinn var rag-
ur, er ekki leitaðist við að hefna níðs með
vopnum. Snemma voru sett lög um þessi
efni. En refsiákvæðin voru löngum lítils
verð í samanburði við þann sársauka, sem
níðið olli. Svo er enn.
Skírskotun til krossburðarins veldur því,
að mál þetta horfir í reynd allt annan veg
við en forðum var álitið: Sá, sem f krafti
hins góða vilja ákveður að fyrirgefa róg-
burð og aðra rangsleitni, sýnir karlmennsku,
er tekur fram þaulræktuðum hugmyndum
heiðinna manna um drengskap og sæmd.
Það er létt verk og löðurmannlegt að drepa
rógbera, — á sama veg og menn eyða rott-
um og öðrum meinkvikindum. Hitt er
hetjuskapur að fyrirgefa nfðið og umbera
það með þolinmæði, — ævilangt.
Fyrirgefning er þungamiðja kristinnar
hugsunar. Þess vegna er kristið lífsviðhorf
karlmannlegra en heiðin forna. Þvf fer fjarri,
að kristinn siður sé athvarf veikgeðja
manna. Auðvelt er að færa rök fyrir því,
að hugmyndaheimur ' kristninnar sé hinn
karlmannlegasti á jörðu, — ef menn leitast
við að fylgja honum út í hörgul.
ÁRAMÓTAHEIT í LJÓSI ‘
LÖNGUFÖSTU
Þeirri róttæku fyrirgefningu, sem hér
hefur verið rædd, verður aliajafna ekki áleið-
is snúið af félagsheildum eða þjóðarleið-
togum, — enda örðugt að gjöra sér í
hugarlund, hversu slíkt mætti verða. Fyrir-
gefningin er viðfangsefni einstaklings, eins
og að framan greinir.
Hér hafa stór dæmi fyrirgefningar verið
dregin fram. Hitt skyldi þó ekki gleymast,
að smávægileg atvik í einkalífí eru nærgöng-
ulasti vettvangur fyrirgefíngarinnar. Undan
þeim efnum fær enginn vikizt, hvemig svo
sem högum hans að öðm leyti er háttað.
Því er ástæða til að hvetja hvem og einn
tii að íhuga fyrirgefninguna og strengja sín
heit við hennar yl einmitt nú að nýliðnum
áramótum og með ljós lönguföstu í augsýn.
Sú breytni gæti orðið til þess, að fleiri fijáls-
ir menn heilsuðu komandi vori en ella mundi.
Höfundurinn er prestur og þjóögarðsvörður á
Þingvöllum