Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Page 9
Hver greifaætt í Svíþjóð hefur sitt eig-
ið skjaldarmerki. Það sem hér sést
heyrir til Cronstedt-ættinni.
Samkomustaður sænska aðalsins, Riddarahúsið í Stokkhólmi. Svo gæti virzt sem aðalsmenn væru tímaskekkja í Svíþjóð
í jafnræðinu og krataveldinu, en staðreyndin er hinsvegar sú, að sænski aðallinn heldur fast í sitt.
Þegar égþjónaöi
sænska aölinum
Þetta er fólk á bezta
aldri, sem býr í stórri
íbúð í Stokkhólmi og á
herragarði úti í sveit.
Ættarauðurinn sér fyrir
þeim; þau þurfa ekki
endilega að vinna. Ég'
átti að halda öllu hreinu,
fægja silfrið og jafnvel
að stoppa í reiðbuxur
greifans. Á vingjarnlegan
hátt var ég meðhöndluð
sem lægri mannvera.
EftirUNNI
GUÐ J ÓNSDÓTTUR
að byijaði með að ég sat og las blöðin morgun
einn í september í fyrra; Dagens Nyheter og
Svenska Dagbladet. Ég hef alltaf verið iðinn
blaðalesandi og les blöðin spjaldanna á milli,
þ.á m. auglýsingarnar. Smáauglýsingar eru
uppáhaldsauglýsingar mínar, þær hafa verið
mér til gagns og gamans um áraraðir. (Ég
bæði kaupi og sel notaða hluti. Stundum
skekkist þó „kaup- og sölukerfið" hjá mér;
fyrir einu ári seldi ég rúmið mitt og hef
ekki fundið neitt annað í staðinn sem hent-
ar mér, svo ég hef sofið á gólfinu síðan.)
Nú, þegar ég las atvinnuauglýsingamar,
lét ég hugann reika og setti mig inn í hin
ýmsu störf sem auglýst voru laus til um-
sóknar: Einkaritari hjá Blombergs endur-
skoðunarskrifstofu, nei, það gat ekki verið
skemmtilegt — sitja átta tíma á dag og
pikka á ritvél. Þá var nú skárri vinnan sem
enska sendiráðið auglýsti: Bflstjóra vantar.
Mér fannst ég sitja í stórum svörtum Jagu-
ar og þeysa um götur Stokkhólmsborgar
með sendiherra og frú í aftursætinu — en
hvað er nú þetta! Bílaröðin haggast ekki,
reykurinn frá bflnum fýrir framan smýgur
inn í Jaguarinn og inn í vit mín. Nei, bflstjóri
mundi ég ekki vilja vera.
En þetta þá? Konu vantar til heimilis-
starfa einu sinni í viku. Auglýsingin var
ekki undirrituð með nafni, bara með síma-
númeri, sem ég sá að var í miðbænum, á
„Östermalm". Einmitt í þeim borgarhluta
býr efnað fólk í stórum íbúðum. Ég sá
sjálfa mig svífa um í íbúð þessa fólks, sem
þurfti á konu að halda einu sinni í viku,
snurfusandi og fægjandi og af því að ég
hef alltaf haft gaman af því að laga til og
hafa fínt hjá mér, fannst mér þetta vera
ákjósanlegt starf. Og einu sinni í viku, það
var alveg mátulegt.
Áður en ég vissi af, var ég búin að hringja
í símanúmerið í auglýsingunni. Kona svar-
ar, ég kynni mig og segi hvar ég bý og
segist hringja vegna auglýsingarinnar.
— Mér þykir það leitt, en ég er búin að
ráða konu, segir hún.
Um leið og hún segir þetta ranka ég við
mér. Af hveiju hafði ég hringt? Mig vant-
aði enga vinnu. Nú hljóp einhver galsi í
mig, úr því að konan var búin að ráða vin'nu-
konu var mér allri óhætt. Ég sagði við
konuna að ef einverri okkar ætti að þykja
miður, þá væri það henni, því ég væri nefhi-
léga alveg sérátaklega hæf vinnukona. Ekkí
nóg með það að ég gæti skúrað gólf og
hreinsað skít svona almennt, ég gæti líka
þvegið og gengið frá þvotti á fyrirmyndar-
hátt (jú, jú, ég vann eitt sumarið á skólaár-
unum í þvottamiðstöðinni í Reykjavík), bætt
og lagað föt, búið til mat og bakað. Ég
væri samvinnuþýð og auk þess heiðarleg
og áreiðanleg í hvívetna!
Eftir að símtalinu lauk hló ég með sjálfri
mér og hélt áfram að lesa blöðin.
Tveim vikum seinna, á sunnudagskvöldi,
hringir konan með auglýsinguna til mín.
Hún segir að hún sé ekki ánægð með kon-
una sem hún hafí ráðið og að ég geti fengið
starfíð ef ég hafi ennþá áhuga.
— Ha, áhuga? sem vinnukona ... ég?
VlNNUKONA
Daginn eftir byijaði ég sem vinnukona. Á
leiðinni niður í bæ ákvað ég að halda út í
hálft ár hvernig sem mér líkaði þessi nýja
staða mín. Mér datt í hug málshátturinn:
þeim svíður, sem undir... Mér var nær að
lýsa sjálfri mér sem þeirri ofurmanneskju í
vinnukonulíki, sem ég hafði gert.
Klukkan tíu, nákvæmlega (ég stóð og
horfði á sekúnduvísinn), hringdi ég dyrabjöll-
unni á fjórðu hæð í aidargömlu steinhúsi.
Ægileg hundgá heyrðist innan úr íbúðinni.
Jesús minn, ég sem er svo hrædd við hunda,
hugsaði ég. Dymar opnuðust og stórt svart,
síðhært, fjórfætt lqotstykki hoppaði á mig.
— Vertu góð, Tusse litla, sagði ung og
grönn kona, um leið og hún reyndi að fá
„litla" hundinn að láta það vera að velta
mér um koll. íbúðin var stór. í henni voru
falleg gömul húsgögn og á gólfunum lágu
austurlensk teppi. Á veggjunum héngu lista-
verk eftir sænska og útlenska listamenn.
Ég sá strax að hér vantaði ekki aurana.
Konan benti mér á hvíta örk, sem lá á
eldhúsborðinu, og sagði að þama stæði allt
sem ég ætti að gera. Hún sagðist ekki mega
vera að því að tala við mig núna, hún væri
að fara í handsnyrtingu. Hún lét mig fá lykla
að íbúðinni og sagðist vona að peningamir
dygðu, ef ekki, þá borgaði hún það sem á
vantaði næst. Svo fór hún og tók hundinn
með sér, sem betur fór. Á eldhúsborðinu
lágu tveir hundrað krónu seðlar. í símanum
hafði hún spurt mig hvað ég færi fram á
hátt tímakaup. Þar sem ég hafði ekki
minnstu hugmynd um hvað vinnukonur
höfðu í kaup, þá spurði ég hana hvað hún
hefði hugsað sér að borga. Fjörutíu_ (sænsk-
ar) undir borðið hafði hún sagt. Ég sagði
þá að mér fyndist fímmtíu krónur vera betra
og samþykkti hún það. Nú lágu þama á
borðinu vinnulaun fyrir næstu fjóra tíma.
Ég las það sem stóð á örkinni, þar stóð
m.a.: Þvo gólfin, ryksuga, þurrka af, þvo
baðherbergið og gestasalernið, þvo glugg-
ana, fægja silfrið, skipta á rúmunum í hvert
skipti. Hreinsa ofninn í eldavélinni, ísskáp-
inn, frystiskápinn og eldhússkápana. Strauja
þvottinn, sjá um að ekki sé loft í ofnunum.
Ég byijaði á baðherberginu. Eina bamið,
Anna sex ára, var á dagheimili á daginn.
Herbergið var á öðram endanum. Aldrei
hafði ég séð önnur eins ósköp af leikföngum.
Fötin hennar vora líka um allt. Á meðan ég
tók til hugsaði ég um það hvað þetta væri
einkennilegt fyrirkomulag að ráða fólk í
vinnu. Konan hafði ráðið mig án þess að
hafa séð mig og eftir að hafa látið mig fá
lykla að íbúðinni, þar sem verðmæti fyrir
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1988 9