Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Síða 12
A FINSKONAR
YALTA-RÁÐSIEFNU
Samtal við KOMAR og
MELAMID, rússneska
myndlistarmenn og
heimspekinga, sem
kjósa að vinna
sameiginlega að
myndum sínum og hafa
sezt að í New Y ork og
telja sig
bókaskreytingamenn,
myndhöggvara,
sósíal-realista og
konseptmenn.
Eftir
HALLGRÍM HELGASON
V
eru
italy Komar og Aleksander Melamid
heimsfrægir snillingar og á köflum einnig
prýðilegir listmálarar. Þeirra kynni hófust í
kaldranalegum módelteiknitíma í Stróganof-
Institútinu í Moskvu einn af upphafsdögum
skammdegisins árið 1965. Báðir luku þeir
ströngu námi sínu þar tveimur árum síðar
og hófu þá að starfa sem einn maður og
hafa gert síðan. Eitt af þeirra fyrstu verk-
efnum var að mála veggmyndir í „Hol
Hetjulundarinnar" á sumamámskeiði ung-
liðahreyfmgarinnar. Síðan þróuðust þeir útí
vestræn konseptáhrif og popp, tóku þátt í
neðanjarðar-sýningum sem þá voru þó yfir-
leitt haldnar utan dyra, á jafnsléttu, eins
og t.d. við Beljajevó og í Ízmælovskí-garðin-
um. Árið 1977 yfírgáfu þeir rússneskt
foðurland og móðurmold í gegnum gyðinga-
land, sem var þeim þó aðeins stutt stopp
(sbr: „Jerúsalem er helvíti listamanna") og
settust að í New York, þá 32ja og 34ra ára
að aldri. í Ameríku hefíir þeim gengið allt
í haginn, enda nutu þeir við komu sína hing-
að þeirra athygli sem að vísu oft er ofnotuð,
athygli andófsmannsins. En sú gæfa varð
þeim sem sagt ekki til trafala og hafa þeir
alla tíð síðan verið fastir gestir í eftirsóttum
sýningarsölum heimsborgarinnar og aufúsu-
gestir í hveijum fyrirlestrarsal landsbyggð-
arinnar enda mennirnir miklir skemmti-
kraftar að upplagi. Það var einmitt eftir
einn slíkan „fyrirlestur" þeirra við Whitney-
safnið hér í New York að mér tókst að
heija rúma klukkustund út úr þessum ann-
ars vinsamlegu kollegum mínum, enda eru
handanhafsmenn hér yfirleitt mun viðmæl-
anlegri en Kaninn sem alltaf er bissý og
með sífelldar sýndar-áhyggjur af hinum
fallandi dollar.
Vinnustofa Kómars og Melamíds er neð-
arlega í bænum, sunnan við listahverfíð
Sóhó og austan við litlu Ítalíu þar sem
mafíósamir brugga sín bragarmál en norðan
við Chinatown sem er uppstoppuð af frekar
skábyljóttu fólki sem mælir á dýramáli.
Mitt í þessum gijónagraut standa svo þess-
ir tveir lágvöxnu Rússar á fimmtu hæð í
einhverskonar blandi af saumastofu og
heildsöluhúsnæði. Ég kný móður dyra og
kynni mig og mitt land sem þeir þykjast
þekkja og kíma létt við um leið og mér er
boðinn einn af þremur stólum sjabbýlegrar
vinnustofunnar og þannig að einhvemveg-
inn fær maður á tilfínninguna að maður sé
mættur á Yalta-ráðstefnuna. Pant ekki vera
Stalín, hugsa- ég með mér.
HH: Getum við rætt um Sovétríkin?
AM: Kannski eitthvað, við getum talað
um það Rússland sem okkur snertir en ekki
almennt.
HH: Nú höfum við hér vestanheims lítið
séð af hinum eiginiega sósíal-realisma,
sem er hinn mikli bakgrunnur ykkar og
ykkar verka, eru til einhver góð listaverk
sem gerð voru undir merkjum þessarar
stefnu?
AM: Ég hef ekki trú á því að verk verði
dæmd án samhengis við önnur, þá tíma sem
umhverfir þau og þau líf sem eru upp-
spretta þeirra. Þegar mynd er tekin út úr
tíma sínum og stað er okkur illmögulegt
að skilja hana. Til að skilja sósíal-realism-
ann verður maður að skilja Sovétríkin, að
gera sér mynd af þeim og hengja síðan hin
umræddu verk inn í þá mynd. Því myndir
eru aðeins lítill hluti af mun stærri atburð-
um, eða þá stór hluti af smámunum, það
skiptir ekki höfuðmáli. Hvemig dæmum við
't.d. nútímalistina hér i Ameríku? Víð getum
alveg sagt hveijir eru góðir listamenn og
hveijir ekki vegna þess að við vitum svo til
allt um þetta tímabil, umhverfi þessarar list-
ar, en út af fyrir sig og einangraða getum
við ekki dæmt listamenn, í sjálfum sér eru
þeir hvorki góðft- né slæmir, þeir eru bara
alls ekki neitt.
VK: Ég held að nú sé einmitt rétti tíminn
til að kunna að meta sósíal-realismann,
þessi póst-móderníski tími er örugglega
bestur til þess fallinn. Því að mörgu leyti
var hinn sovéski þjóðfélagsraunsæismi
snemmbær póst-módemismi þar sem hann
kom í kjölfarið á rússneska avant-gardinu.
Það sama má líka segja um nazi-listina í
Þýskalandi, hún kom upp strax á eftir Bau-
haus.
HH: Andbyltingarsinnuð list?
VK: Nei, ekki alveg, því listasagan er
aðeins saga listarinnar en ekki spumingar
um fómir mannslífa. Þegar við skoðum t.d.
fom-egypska list þá er okkur ljóst að þetta
var óréttlátt og mannfjandlegt samfélag,
Komar og Melamid: Yalta-ráðstefnan (Úr sagnfræðibók frá 1984) Þeir félagar umrita söguna ekki
síður en sumir aðrir í sósíal-realismanum.
Komar og Melamid: Upphaf hins sósíalska realisma, 1982-83.
12