Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Qupperneq 13
1-
I
en við hugsum ekki um það þegar við met-
um list þess. Við hugsum aðeins um listina
sem slíka. En sem sagt, sósíal-realisminn
var einskonar póst-módernískur fyrirburður.
HH: Og hann var ykkur mikill sagna-
Brunnur?
VK: Við ólumst upp í sósíal-realismanum.
Og hann var alltaf mjög breiðlyndur, baltn-
eskir málarar gerðu hann expressjónískan
en í Rússlandi var hann raunsærri.
AM: Þetta er eins og með póst-módem-
ismann, hann er ekki listastefna heldur mun
frekar einskonar hugarástand. Og þannig
var sósíal-realisminn, hann var hugmynd
um nýtt líf en ekki ákveðinn stíll.
HH: Var Norman Roekwell einskonar
amerískur sósíal-realisti?
AM: Nei, nei, alls ekki, Normann Rock-
well var amerískur realisti og allt önnur
saga, hérlendis er mikil hefð fyrir raun-
sæinu. En sósíal-realisminn hafði í raun
aldrei neitt að gera með raunsæi af neinu
tagi, þetta var ídealismi.
HH: En myndir Normans erujú afbanda-
rísku lífi eins og það átti að vera, ídealt
séð, eða hvað?
AM: Já, kannski, en sósíal-realisminn var
ekki að íjalla um lífið, hið raunverulega líf,
heldur miklar hugmyndir, hugmyndir um
mannkynið allt. Hann var ekki andstæða
módemismans, heldur eins og póstmódem-
isminn er núna, einskonar framhald af
nútímalistinni.
VK: Eitt það mikilvægasta í sambandi
við sósíal-realismann var umritun sögunnar.
Það gerði Normann Rockwell aldrei. Þeir
máluðu fundi og atburði sem aldrei gerð-
ust. Þeir sögðu að þeir hefðu gerst í bylting-
unni en þeir gerðust aldrei. Þeim var sagan
aðeins hráefni fyrir listina, sem hnoða
mætti og breyta eftir vild. Sagan sem skap-
andi efni.
AM: Það var líka athyglisvert að sósíal-
reálisminn fór aðeins fram meðal einnar
kynslóðar, frá og með 1917 tók hann þann
tíma sem eitt líf tekur, eitt líf í sögu Sov-
étríkjanna. Þegar fyrsta og eina kynslóð
þessarar hugmyndastefnu dó, dó stefnan
um leið. Þetta var ein bylting og einn manns-
aldur. Þannig var það.
HH: Og hann finnst ekki lengur í Rúss-
landi?
AM: Nei. Sósíal-realisminn endaði með
dauða Stalíns. Hann var eitt líf, ein saga,
eitt tímabil, eitt, allt eitt, jafngildi eins
mannsaldurs.
VK: Merkustu merkisberar sósíal-real-
ismans voru þrír listamenn sem unnu saman
allt sitt líf, frá því á þriðja áratug þessarar
aldar þegar miklar hræringar áttu sér stað
og meðal nýrra hugmynda var þessi sam-
vinnumennska, sem var auðvitað ramm-
sósíalísk í eðli sínu. Kúkrjeníkarnir voru
þeir kallaðir eftir upphafsstöfum þeirra og
þeir gerðu allt sem hægt var að gera, vegg-
myndir, bókaskreytingar, söguleg málverk
og portrett af Stalín, Hitler, Zörum o.s.frv.
Nú eru þeir allir eldgamlir.
HH: Þannig aðykkar samvinna er í raun
framhald af þessari hefð?
VK: Já, það má segja það.
HH: Og nú er þetta einnig orðið all-
vinsælt hér vestanhafs?
VK: Já, já, einkum í kvikmyndaiðnaðin-
um.
HH: Þið hafið sagt að viðhorfi ykkar til
Stalíns verði ekki breytt héðan af, í ykk-
ar huga verður hann alltaf hinn ástsæli
leiðtogi sem hann var þegar þið voruð
að alast upp.
AM: Nei, við höfum allt aðrar hugmyndir
um Stalín núna, en tilfinningum okkar til
hans verður aldrei breytt. Og þannig málum
við hann, við málum tilfinningar okkar en
ekki hugmyndir. Ef þú hefur lært að elska
eitthvað í bernsku og kemst svo síðar að
því að þér hafi skjátlast, kemur það ekki í
veg fyrir að þér þyki vænt um það lengur.
Þú skilur, auðvitað er þetta súrt, en þetta
er þín ást. Þessi miklu dimmu málverk af
Stalín o.fl. var geysilega sentímentalt verk-
efni fyrir okkur. Fyrst og fremst voru þessi
verk um oklcur, alls ekki um Stalín eða
Sovétríkin. í mesta lagi um tilfinningar
okkar gagnvart þeim. Með þeim endurlífg-
uðum við fortíð okkar og bamæsku.
HH: Voru þessi málverk gerð hér í Néw
York?
VK: Já, í þrjú ár unnum við að þeim og
hófumst einmitt handa á fjórða ári okkar
sem innflytjenda en sálfræðingar hafa sagt
að sérhver innflytjandi lendi í sálarkreppu
eftir fjögur ár í flóttalandi sínu. Og það
passar mjög vel við okkar reynslu. Við urð-
um nostalgískir og fórum að hugsa um
bemsku okkar.
AM: Þetta var okkar leit að „rótunum",
hvers vegna við væmm hér, hvar upphaf
okkar væri.
VK: Það er athyglisvert að í Moskvu
vomm við taldir vera mjög vestrænir lista-
menn, konseptsinnaðir og allt það, en þegar
við komum svo hingað vestur urðum við
sósíal-realistar.
HH: Hvað voruð þið lengi með hvert af
þessum stðru dimmu málverkum?
AM: Við máluðum sirka fimmtán verk á
ári.
HH: Vinnið þið báðir í einu að sömu
mynd eða er hver með sína?
AM: Já, yfirleitt báðir í einu, við höfum
annars engar sérstakar reglur um það.
HH: En af hvetju fluttuð þið frá Rúss-
landi?
AM: Ja, það er stór spurning og enginn
getur í raun svarað heni. Enginn þessara
innflytjenda getur svarað henni almenni-
lega. Við getum gert okkur upp þá hugmynd
að við höfum verið kúgaðir að einhveiju
leyti, sem við vomm að vissu marki, en það
er ekki ástæðan fyrir brottflutningi okkar.
Kannski var það vegna þess að við emm
gyðingar, við emm gyðingar, en það er þó
heldur engin ástæða.
VK: Ein ástæðan enn er t.d. sú listræna.
Á síðustu öld þurfti hver listamaður að fara
til Parísar, Van Gogh kom þangað frá Hol-
landi. í Rússlandi heyrðum við að nú væri
New York aðalstaðurinn í listaheiminum,
hundrað gallerí hér, tíu listatímarit o.s.frv.
Og þegar við fómm var ekki um annað að
ræða, ferðalög vom ekki möguleg og því
gætum við aldrei sýnt í öðmm löndum, við
yrðum alltaf í Moskvu, einangraðir.
HH: Er þetta að breytast núna?
VK: Já, ég hef eitthvað heyrt um að land-
ar okkar, listamenn, hafi sýnt { vestrænum
galleríum og getað ferðast frjálsir um heim-
inn.
HH: Langar ykkur ekkert aftur til
Moskvu.
VK: Nei, núna emm við lausir við heim-
þrána og nostalgíuna, við máluðum hana
frá okkur. Nú vinnum við að allskonar
myndum, við emm mun breiðlyndari núna.
Og ef við fæmm aftur held ég að við mynd-
um tapa þessari fjarlægð, þessari miklandi
flarlægð sem er okkur eins og stækkunar-
gler.
AM: Mestu skáldsögu Rússa skrifaði
Gógól í Róm.
HH: Besta listin er gerð erlendis?
AM: Já, sú sem fjallar um föðurland þitt,
ef þú vilt skrifa um ísland t.d. er best fyrir
þig að búa I New York.
HH: Hvernig bárust ykkur vestræn áhrif
til Moskvu, hvernig vissuð þið um Andy
Warhol.
AM: Við fengum ýmsar fréttir þó í litlum
mæli væri. Við kunnum enga ensku þá og.
því varð skilningur okkar á því sem í þess-
um tímaritum var allt annar þar en hér.
Við mátum þessa list á mjög persónulegan
hátt og því varð það okkur mikið sjokk að
koma hingað og sjá þessa hluti í raun sinni.
HH: Voru það vonbrigði?
AM: Nei, verkin virtust okkur betri en
við héldum.
VK: En varðandi upplýsingaleysi í Sov-
étríkjunum held ég að það sé ofmetið. í
okkar skóla fengust t.d. alltaf nýjustu tíma-
ritin og jafnvel voru þýddar sumar greinar
þeirra. Domus, Art Internationa, Studio eða
hvað þau hétu, flest þeirra eru nú hætt að
koma út. *
AM: En í raun þarf enginn á utanaðkom-
andi upplýsingum að halda, hugmyndimar
eru í loftinu, sömu hugmyndir á sama tíma.
Maður verður bara að kunna að anda þeim
að sér.
HH: Ég sá í gær heimildamynd um sov-
éskan æskulýð og það var ekki að sjá
neina einangrun á því fólki, allar nýjustu
tízkustefnur og straumar voru þar á
hreinu.
VK: Já, eins og einn maður sagði við
mig, einn af okkar kúnnum, þá þurfa ungl-
ingarnir að dansa, við eigum að láta þá
dansa, annars verða þeir bara ofstopamenn,
byltingasinnar og terroristar. Rússarnir
skilja þetta líklega líka.
HH: Hafið þið trú á því að einhver list á
alþjóðamælikvarða þrífist nú innan Sov-
étríkjanna?
VK: Það er erfítt að segja. Listasýstemið
þar eystra býr ekki yfir neinni samkeppni
líkt og hér. Rússar taka einungis þátt í -
vestrænum markaði og samkeppni þegar
þeir framleiða eitthvað fyrir þann markað.
Eins og t.d. bíla til útflutnings. Ég held að
það væri listinni til góða ef þeir tækju frek-
ari þátt í hinum vestræna markaði, því allt
sem ætlað er til útflutnings er betur unnið
og af meiri metnaði en hitt sem ætlað er
þeim er heima sitja.
AM: Það eru kannski nokkrir góðir lista-
menn í Sovétríkjunum, mjög góðir, en þeir
mega sín lítils og það er ekkert um að vera
eins og sagt er, en kannski er það eitthvað
að koma til núna.
HH: Er það auðveldara ykkur sem gyð-
ingar að halda fjarlægð við föðurlandið
og geta þannig grínast með ídealisma
þess og svo einnig ídealisma hinnar
amerísku listar?
VK: Hin rússneska skilgreining á gyðing-
um er öðruvísi en hjá öðrum og ekki bundin
við hið trúarlega, t.d. voru foreldrar okkar
ekki gyðingar í trúarlegri merkingu þess
orðs heldur kommúnistar og trúðu á það.
Kommúnisminn sameinaði margar ólíkar
þjóðir. Og ég hef ekkert á móti því þegar
fólk segir mig vera rússneskan listamann,
líkt og Chagall; hann var gyðingur en einn-
ig rússneskur listamaður. I raun hafa allir
Rússar þessa fjarlægð á föðurland sitt, jafn-
vel hinn hundrað-prósent-Rússi; fyrir honum
eru Sovétríkin bara USSR, CCCP.
HH: En snúum okkur að listalífinu hér í
New York, þið hafið sagt að eftir á muni
allir listamennimir hér verða skoðaðir
sem einn maður og verk þeirra allra talin
eitt æviverk. Hvað eigið þið við með
þessu?
AM: Já, eins og ég sagði, þá skiljum við
listina í samhengi einstaklingsins, mannlífs-
ins. En hér fjallar enginn listamaður um
lífíð, um sitt líf né annað, hann skapar að-
eins einn lítinn hluta þess og endurtekur
það sífellt, segir t.d. að hann sé geómetrísk-
ur abstraktmálari o.s.frv. Það segir okkur •
auðvitað eitthvað um líf hans en aðeins
agnarsmáan hluta þess. Og ef við síðan
setjum alla þessa frægu listamenn saman í
einn feril sjáum við að hér er einn maður
á ferð. Ein sköpunarævi. En ég held að
Komar og Melamid: Flúið úr skugganum, 1984-85. Núorðið stunda þeir félagar mest samskeytingar á ólíkum myndfemingum. “Þegar við erum þunnir eftir fyllirý er
upplagt að mála expressjóniskt“ segja þeir.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1988 13
I