Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Side 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Side 21
I Reisu- klúbburinn Pólaris-Atlantik-Ferðamiðstöðin- Saga. Fjórar ferðaskrifstofur í samvinnu og harðri samkeppni Samkeppni hefur margt jákvætt í för með sér. Hún leiðir óhjákvæmi- lega — til úrvals (sem getur verið sársaukafullt fyrir þann sem verður undir í valinu) — til fjölbreytni — til lægra vöru- verðs og stöðugt oftar til góðrar samvinnu milli samkeppnisaðila. En margar sjálfstæðar einingar sem koma fram sem sterk heild í samningum og innkaupum, hafa allar möguleika á að veita betri þjónustu á markaðnum. Reisuklúbburinn, félag fjögurra ferðaskrifstofa (taldar upp hér að ofan) er sannarlega allrar athygli verður. Ferðablaðið kom við í Kirkjustrætinu hjá Karli Sigur- hjartarsyni, forstjóra Pólaris, sem er í forsvari fyrir Reisuklúbbnum og spurði: — Af hveiju samvinna milli aðila sem hljóta að eiga í harðri samkeppni? Hagsmunir geta víða farið sam- an þó samkeppni á markaðinum sé hörð. Ferðaskrifstofur eru allt- 'af að beijast við samstæð vanda- mál, ná hagstæðum samningum um leiguflug, hagstæðu verði .á sætum í áætlunarflugi, semja við hótel, sumarhúsaeigendur, bíla- leigur og fleira. Reynslan sýnir að fólk ætti frekar að reyna að finna sameiginlega fleti til að starfa saman að, en að pukra hver í sínu homi. Ferðaskrifstofur spretta upp, margar starfa að hinu sama, feta í spor hverrar annarrar og knýja á sömu dyr. En gagnkvæmt traust verður að vera fyrir hendi, ef samvinna á að takast hjá aðilum eins og okkur sem eigum í harðri sam- keppni um farþega. Við þekkj- umst öll mjög vel og treystum hvert öðru. Samvinna okkar hefur þegar sparað okkur verulega fjár- muni. Tökum til dæmis ef tveir okkar gera samning um 50 sæti hvor í flugvél og annar selur ekki öll sín, þá getur hinn tekið þau yfir. Með þessu móti kemur betri sæta- nýting og meira öryggi. Við erum líka með miklu sterkari samnings- aðstöðu að ná lægra verði á ferðum, gistingu, skíðaferðum og fleiru, fjórir saman heldur en ein ferðaskrifstofa. Við gefum út sameiginlega bæklinga um skíða- ferðir, sumarhús, flug og bfl, en Hundasleðaferð- ir og borgarí- sjakar Grænland - nýr áfangastaður fyrir ráðstefnur og hvatningaferðir - Með sex hótel, Græn- landsflugið og SAS á bak við sig, opnar ný markaðsdeild innan grænlensku ferðaskrifstof- unnar - Ráðstefnuþjónusta Grænlands -. Hlutverk hennar er að markaðsssetja Grænland sem nýjan og spennandi áfangastað fýrir ráðstefnur og/eða hvatn- ingaferðir. Grænlensku hótelin hýsa um 300 manns, en reiknað er með að sú tala eigi eftir að tvöfaldast á næstu árum. Þeir geta því að- eins tekið á móti litlum hópum og æskiiegasta hópstærðin er frá 5—60 manns. Landið býður upp á ráðstefnu- pakkaferðir á heimskautasvæði, sem er landfræðilega mjög heill- andi og gefur sex valkosti, frá Narsarsuaq í suðri til Jakobshavn í norðri. Ráðstefnugestir geta ein- beitt sér í kyrrð og friði við sín viðfangsefni, en hafa jafnframt möguleika á sérstæðri upplifun. Ævintýraferðimar hljóða upp á hunda-sleðaferðir; siglingar á milli ísjakanna; sérstæðar veiðar; einstæða upplifun og litasamspil inni í djúpum, heillandi ijörðum. Grænland sem ráðstefnuland verður samt aðallega markaðssett af skrifstofum SAS út um alian heim. Eitt kemur örugglega aldrei til með að vanta á grænlenskri ráð- stefnu - ísmola í vínið. ........................i| Madeira. Tíu vikur evrópuferðir <~: Klapparstíg 25-27 101 Reykjavik ■S 628181 Forstjórar ferðaskrifstofanna funda Morgunblaðið/Bjami gefum líka út sérstaka bæklinga hver og einn. Öll seljum við Spán- arferðir og erum með sameigin- legt leiguflug þangað, en sérhæfum okkur hvert á sínu svæði. Atlantik er með Majorka, Ferðamiðstöðin með Benidorm, Saga með Costa del Sol, Pólaris með Majorka og Ibiza. Núna erum við að vinna saman að því að tölvuvæða allt bókhald hjá okkur og bókanir sem hingað til hefur verið unnið í höndum. Þannig spörum við okkur starfs- fólk og verðum með öruggari og nákvæmari vinnubrögð. Allt þetta hlýtur að leiða til lægra vömverðs og vera til hagsbóta fyrir okkar viðskiptavini, segir Karl Sigur- hjartarson, forstjóri ferðaskrif- stofunnar Pólaris. í næstu viku skreppum við í skíðaferð með Reisuklúbbnum. semer 'IDIR m. Safnkort Innanlandsflugs Flugleiða er fyrir þá sem þurfa oft að fljúga innanlands. Hver flugferð til eða frá Reykjavík á fullu fargjaldi gefur ákveðinn fjölda punkta. T.d. gefur flug til Egilsstaðal3 punkta og til Akureyrar 8. Ef þú nærð 100 punktum á 4 mánuðum færðu fría ferð fram og til baka á hvaða innaníandsleið Flugleiða sem er. Þannig verður t.d.fimmta hver ferð frí, sem flogin er fram og til baka milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Neskaupstaðar eða Hafnar. Þú færð Safnkort og leiðbeiningar um notkun þess hjá næstu söluskrifstofu Flugleiða, ferðaskrifstofu eða umboðsmanni. EIÐIR wm LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1988 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.