Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 4
Tímamótaviðburður: Árásin á Bastilluna 14. júlí, 1789. Napóleon og franska stj órnarbyltingin Franska konungdæmið var statt í slíkri blind- götu á síðari hluta 18. aldar, að því varð ekki bjargað. Tvær leiðir voru hugsanlegar, en jafn- framt óframkvæmanlegar. Onnur var hernað- areinræði konungs og hin þingbundin konungs- Bókarkafli. Þessi grein og tvær til viðbótar í næstu blöðum Lesbókar eru úr nýrri bók um Napóleon. Hér er gripið niður í 2. kafla. eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON stjóm. Hemaðareinræði konungs á 18. öld var slíkt frávik frá hugmyndum þeirrar tíðar manna um konungdæmið, að engum datt slík ijarstæða í hug. Það hefði þýtt afnám fomra stofnana og réttinda með valdi, stofn- ana sem vom innviðir konungdæmisins sjálfs. Margra alda stjómarvenjur voru sam- ofnar konungdæminu og röskun þeirra var óhugsandi. Hin leiðin, þingbundin konungs- stjóm að enskum hætti, var einnig útilokuð. Sérréttindi og undanþágur, sérstjóm héraða og sérréttindi stétta og ósættanlegar hags- munaandstæður, sem voru löghelgaðar, hlutu að hindra þá úrlausn. Stjómarformið sjálft var of þröngt og gallað, flíkin varð ekki stöguð né bætt. Gerjun í Borgarastétt Nýjar hugmyndir um stöðu mannsins í tilverunni höfðu geijast á Englandi og í Frakklandi á 17. og 18. öld. Franska kon- ungdæmið hafði ekki hvað síst stuðlað að framvindu þeirra hugmynda með stuðningi sínum við frelsisstríð ensku nýlendanna í Norður-Ameríku gegn Englendingum og með þeim stuðningi^grafíð undan þeim hug- myndum sem voru grundvöllur franska kon- ungdæmisins. Stuðningur frönsku ríkisstjómarinnar við Norður-Ameríkumenn kostaði of fjár og sá ijáraustur varð til þess að stórauka ríkis- skuldimar, vaxtakostnaðurinn var ofboðs- legur og þegar ofan á það bættist léleg komuppskera og hækkandi brauðverð og minnkandi ríkisteiqur, blasti ríkisgjaldþrot við á 9. áratuginum. Qrþrifaráð varð því að kalla saman stéttaþing. Konungdæmið hafði ekki verið sjálfu sér samkvæmt. Það studdi þau öfl sem voru því andstæðust í Norður-Ameríku og jók þar með áhrif sömu afla innan franska ríkis- ins. Heimspekingamir og encyclopædistamir Voltaire, Rousseau, Diderot o.fl. o.fl. höfðu undirbúið jarðveginn. Kenningar þeirra um eðli mannsins og stöðu hans, afneitun þeirra á forsendum klerka og kirkjuvalds og hug- myndir þeirra um manninn sem herra eigin örlaga höfðu gífurleg áhrif meðal efri laga samfélagsins. Krafan um breytingar á stjómarforminu vom háværastar meðal borgarástéttarinnar, en sú stétt var talin menntaðasta stétt Frakklands á þessum árum og þaðan komu þeir menn sem mótuðu gang byltingarinnar fyrst í stað. Meginhluti íbúa Frakklands vom bændur, litlar breytjngar höfðu átt sér stað meðal þess hóps undanfamar aldir, þeir vom víða einhvers konar hluti lands- lagsins, svipað og búsmalinn, auk þess að mestum hluta ólæsir og óskrifandi ásamt lágstéttum þéttbýlisins. Óeirðir vegna brauðskorts og verðlags vom ekki óalgeng- ar og sá kurr var nýttur af ákveðnum pólitískum öflum eftir að stéttaþingið var kallað saman. 1788 sat ungur maður suður í Auxonne og skrifaði ritgerð um uppmna konungs- veldisins og hugmynda manna um það. Hann skrifar um valdníðslu konunga í tólf evrópskum ríkjum samtímans og klykkir út með því: „Að þeir konungar séu fáir sem eigi ekki skilið að vera hraktir úr hásæti." Lestrarhestur Frá því að Napóleon varð undirliðsforingi í franska hemum í janúar 1786 dvaldi hann ýmist á Korsíku eða með liðsveit sinni í Valence eða Auxonne. Hann hafði nægan tíma og notaði hann mestan part til lestrar. Sá höfundur, sem virðist hafa haft mest áhrif á skoðanamótun hans ennþá, var Ro- usseau og þá einkum „Contrat social" sem kom út 1762. Sú hringing fjaraði þegar frá leið. Napó- leon las Plato, Cicero, Comelius Nepos, Liv- ius og Tacitus, í þýðingum. Hann las Mont- esquieu, Montaigne og Ossian-bálk Mac- phersons, en hann sagði að þau kvæði hefðu verkað jafn sterkt á sig og sjávamiðurinn og þytur í skógum. Meðan hann dvaldi á Korsíku fyrri hluta árs 1788 íhugaði hann að skrifa sögu Korsíku frá því um 1700 og um sama leyti var hann að hugsa um að leggja fyrir sig ritstörf. Um þetta leyti tók hann að skrifa skáld- sögu, sem reyndar varð ekki lengri en nokkr- ar síður. Eftir því sem hann las meira, því ijósari varð honum eigin þekkingarskortur og hann las og las og skrifaði niður það sem vakti mesta athygli hans. Margt af þeim athugasemdum varðaði hugmyndir hans um ættjörð hans, sem var Korsíka. Þótt hann væri liðsforingi í franska hemum taldi hann sigekki Frakka, heldur Korsíkana. í upphaf- inu að riti hans um Korsíku skrifar hann um óstjóm Frakka á eynni. Þegar áhrifa stéttaþingsins tók að gæta og útlit var fyrir breytta stjómarhætti, taldi Napóleon að vænta mætti sjálfstæðis Korsíku. Hann skrifar Paoli bréf 12. júní 1789: „Ég fæddist þegar land mitt var að deyja, þijátíu þúsund Frakkar drekktu krúnu frelsisins í hafsjó af blóði, slíkt var það fyrsta sem bamsaugu mín námu.“ Bréf- ið var langt og ekki spömð skrúðmælgin, klaufskar líkingar og hæpnar tilvitnanir. Þegar fréttimar um fall Bastillunnar í París 14. júlí bámst til Auxonne, réðst múgurinn inn í bæjarskrifstofumar og rændi. Liðsveit Napóleons var boðið út og með hangandi hendi fengust liðsmennimir til þess að hrekja upphlaupsmenn burt. Mánuði síðar gerði sveitin uppsteit og heimt- aði peninga, sem hún fékk og eyddi í sukk og svall á krám bæjarins. í ágúst sór sveit- in nýju stjóminni hollustueið. Þar með hafði sveitin og þar á meðal Napóleon viðurkennt vald þjóðarinnar og „konung Frakka“. Hann færði Byltinguna TilKorsíku Napóleon hélt til Korsíku í september 1789. Þangað kominn var sem hann væri horfínn aftur í ríkisstjómartíð Lúðvíks XV. íbúamir höfðu lítið heyrt af byltingunni. Franski landstjórinn studdi konungssinna og þar var enginn þjóðvörður, ekkert afnám sérréttinda, engin mannréttinda-yfírlýsing. Napóleon leit á byltinguna sem gullið tæki- færi fyrir Korsíkubúa að losna undan yfír- ráðum Frakka og stofna þar hugsjónaríki Rousseaus. Hann leit á framvindu mála í Frakklandi úr flarlægð, og atburðimir þar snertu hann ekki, það var ekki „hans bylt- ing“, aðeins heppileg þróun, sem gat orðið föðurlandi hans, Korsíku til gagns. Fljótlega var stofnaður þjóðvörður og hugmyndir byltingarmanna tóku að breiðast út. Land- stjórinn reyndi í fyrstu að kveða þessa til- burði niður, með aðstoð svissneskra leigu- hermanna en það tókst ekki og Napóleon sendi þjóðþinginu í París bréf þar sem hann og fylgjendur hans beiddust samskonar frelsis og unnið var að að koma á innan Frakklands. Þjóðþingið samþykkti að Korsíkubúar skyldu njóta sama réttar og aðrir Frakkar og frelsi þeirra skyldi tryggt innan franska ríkisins. Napóleon hafði fært byltinguna til Korsíku. Við undirtektir þjóðþingsins breytt- ist afstaða hans til byltingarinnar og einnig hugmyndir hans um sjálfstæði Korsíku. Hann hneigðist nú að róttækari armi bylt- ingarinnar, Jakóbínum. Pasquale Paoli hverfur heim til Korsíku 14. júlí 1790, eftir tuttugu ára útlegð á Englandi, þá 65 ára gamall. Lúðvík XVI og þjóðþingið höfðu veitt honum æðstu völd á Korsíku, bæði borgaraleg og hemaðarleg. Paoli var andsnúinn þeim róttæku öflum sem mörkuðu gang byltingarinnar næstu misserin. Hann sætti sig að því er virtist við gang mála, en stefna hans var sú að Korsíka yrði sjálfstætt ríki við fyrsta tæki- færi. Það hlaut því að sverfa til stáls milli Paolis og Napóleons fyrr en seinna. HÁAÐALLINN TEKUR Aðflýja Napóleon segir í minningum sínum, að Korsíkubúar hafi orðið franskir árið 1790, en sú umsögn á við Napóleon einan, hann samsamar íbúana sjálfum sér. Hann varð franskur á þeim misserum, eins franskur og hann gat orðið og þaðan í frá leit hann á sig sem Frakka. Þegar hér var komið virðist Napóleon hafa séð, að framavonir hans voru nú bundnar við framvindu bylting- arinnar. Eftir töku Bastillunnar 14. júlí 1789 þóttust margir sjá hvert stefndi um stjómarfarsbreytingar í Frakklandi. Hluti háaðalsins tók þegar að flýja land, ekki síst þeir menn sem höfðu fylgst grannt með skrifum hugmjmdafræðinganna. Þeir vissu hvert stefndi og höfðu misst alla trú á því, að Lúðvík XVI myndi vera fær um að sýna þá snerpu, sem þyrfti til að kveða niður byltingu í fæðingu. Auk þess var hluti háað- alsins andsnúinn konungsveldinu sem slíku 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.