Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 19
Er nauðsyn á hjúkrun- arfræðingi í utanlands ferðum eldri borgara? Spjallað við Kolbrúnu Ágústsdóttur hjúkrunarfræðing Kolbrún Ágústsdóttir lyúkr- unarf ræðingur er að góðu kunn lýá mSrgum eldri borgurum, sem hafa notið leiðsagnar hennar og þjónustu um árabO f utanlandsferðum. Það er með Kolbrúnu eins og Önnu Þrúði og Kristinu, að hún er að verða ómissandi f þessar ferðir — fólkið þekkir hana og treystir — hún veitir þvf öryggiskennd. Allar ferðimar, er ég hef tekið þátt í sem hjúkrunarfræðingur fyrir eldra fólkið, hafa verið á vegum félagsmálastofnunar og að þeim hefur verið mjög vel stað- ið. Síðan ferðaskrifstofur tóku við þessum ferðum, finnst mér þjón- ustan hafa minnkað, en þær spara meira í starfsfólki. Það er mikil synd, ef á að draga úr þjónustu við þennan aldurshóp, sem er orð- inn góðu vanur og hefur verið mjög ánægður með skipulagningu ferðanna. Ef á annað borð er ver- ið að bjóða upp á ferðir fyrir eldri borgara, verður að gera það vel. Öryggi - líka fyrir aðstandendur Vissulega má segja, að fyrir 6-7 árum hafí verið meiri þörf á hjúkmnarfræðingi f þessar ferðir — fólk var þá almennt meira las- burða — núna geta þátttakendur verið allt niður í 60 ára. En alltaf geta komið upp ýmiskonar veik- indi — allt frá kvefi og magakvill- um upp í lungnabólgu — hjartatil- felli hafa líka komið til. Þvi miður verður að segjast, að stundum hefur of mikil drykkja leitt til veikinda, en eldra fólk þolir hana verr. Að hjúkrunarfræðingur sé með í för, veitir aðstandendum ekki síður öryggi og algengt að þeir tali við mig, áður en lagt er upp, ef eitthvað sérstakt ber að varast. Fundir fyrir brottför Það hafa verið haldnir fundir með þátttakendum fyrir brottför — fólk minnt á að talca lyfín sín með — leiðbeint um klæðnað og fleira. í hveijum hóp eru margir á lyfjum, margir með blóðþrýst- ingsvandamá) og í hita er meiri hætta á bjúgmyndun. Ég hef ver- ið með fólk, sem fer aldrei út úr Kolbrún Ágústsdóttir herbergi, nema að ég sé með — fullorðnar konur, sem hafa orðið ekkjur nýlega og treysta sér ekki til að fara neitt einar. Alltaf haft nóg að gera Alltaf hefur verið nóg að gera, þó að allt fiokkist ekki undir bein- harða hjúkrun. En það þarf að fylgjast með lyfjanotkun; mæla blóðþrýsting; búa um sár; ráð- leggja um skófatnað, ef einhver ætlar að kaupa sér skó; ráðleggja um gleraugnakaup og fleira. Nokkrir eru kannski á sérstöku fæði og þá er ég þar milligöngu- maður og stundum þarf að hjálpa fólki að baða sig. Alltaf einhver okkar áhótelinu Fyrst byijað var á að veita þessa þjónustu er nauðsynlegt að hún haldi áfram. Það er ekki nóg að senda út um 80 manns á eitt- hvert hótel, hópnum þurfa að fylgja 3-4 aðstoðarmenn. Ef eitt- hvað kemur fyrir, þá vitum við hvert á að hringja — hvað á að gera. Við erum með fólki, ef ein- hver þarf á sjúkrahús og forum með þeim á slysavarðstofu. Ein- hver okkar er alltaf til staðar á hótelinu, ef þarf að leita til okkar. * HÓPFERÐABÍLAR -ALLAR STÆRÐIR SÍMAR 82625 685055 y Hotel Ork er hótel fyrir þig Velkominá n HÓTEL y3 } öm HVERAGERÐI simi 99-4700. Þú svalar lestrarþörf dagsins á á^íðum Moggans! ^ ÞAÐ STANSA FLESTIR í ALLT Á FULLU HJÁ OKKUR- SUMAR SEM VETUR hrOtafirdi - SIMI: 93- I I 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. SEPTEMBER 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.