Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 12
Vandi miðilsstarfsins Sá sem þetta skrifar hefur í vaxandi mæli orðið var við það, hve mjög sárlega Hafsteins miðils Bjömssonar er saknað af þeim sem nutu hinna frábæru miðilshæfileika hans meðan hann dvald- ist hér meðal okkar. Sögurnar af afrekum hans lifa áfram og ganga milli manna. Hinir stór- kostlegu skyggnihæfileikar sem Hafsteinn bjó yfir voru fólki sífellt undrunarefni, auk þess sem margir telja sig standa í mikilli þakkarskuld við hann, sökum þess með hve dásamlegum hætti hann oft gat tengt fólk með beinu sambandi við látna ástvini og þannig veitt mörgum huggun sem ekkert annað jafnaðist á við. Vitanlega kynntust margir íslendingar sjaldgæfum hæfileikum þessa stórbrotna miðils, því hann fyllti stærstu samkomuhús landsins á svipstundu, ef hann gaf kost á skyggnilýsingafundi, og svo voru hinir, sem kynntust hæfileikum hans enn nánar á einkafundum. Sjaldgæf Gáfa Eg geri ráð fyrir að margir þeirra sem aldrei kynntust persónulega þessari undra- gáfu sjái nú eftir því að hafa ekki notað eitthvert tækifæri til þess að kynnast henni meðan kostur var á því. En ég vil að þessu sinni aðeins bæta því við, að Hafsteinn tók það fram við mig hvað eftir annað, að hann teldi með öllu útilokað að hann hefði náð þessum mikla árangri sem miðill hefði hann ekki notið þjálfunar Einars skálds Kvarans og nokkurra sálrænna vina hans, sem þjálf- uðu Hafstein svo aldrei brást. Þegar þess er gætt hve mikla meðfædda hæfíleika Hafsteinn hafði hlotið í vöggu- gjöf, þá mun ýmsum koma það spánskt fyrir sjónir, að hann hefði samt orðið að fá svona mikla og langa þjálfun. Þetta kom meðal annars fram í því, að fólk spurði til- tölulega skömmu eftir lát Hafsteins: „Hvað er þetta? Eruð þið ekki búnir að fá annan miðil?" Eins og hér hefði látist venjulegur skrifstofumaður. Það væri því ekki annað en auglýsa eftir öðrum! En til þess að vera góður miðill þarf meira en meðfædda hæfí- leika. Ég hygg að ef til vill mætti líkja því að verða góður miðill við að þroska góða tónlistargáfu. Það leikur enginn opinberlega á hljóðfæri öðruvísi en að hafa áður lagt af mörkum mikla vinnu og langa þjálfun. Ég tek þetta fram hér sökum þess, að það er bersýnilegt, að fólk hefur alrangar hug- „Það er eins með fólk með meðfædda sálræna hæfileika og þá sem hafa ríkulega tónlistargáfu. Það er ekki nóg að hafa þetta; allur árangur veltur á þrotlausu starfi.“ Eftir ÆVAR R. KVARAN myndir um það hvað þurfí til þess að verða góður miðill. Flestir virðast halda að til þess þurfí ekki annað en meðfædda hæfí- leika, en það er öðru nær. HUGLÆKNAR - FlRÐLÆKNAR Þessi vanþekking kemur ekki síst fram hjá fólki, sem hefur fundið með sér með- fædda hæfíleika sálræna á einhveiju sviði, og heldur af þeim ástæðum, að það geti orðið merkilegur miðill eins og Hafsteinn Bjömsson. Þetta er mikill misskilningur. í fyrsta lagi eru sálrænir hæfíleikar með ýmsum hætti. Þeir geta komið fram sem skyggnigáfa, þ.e. að viðkomandi sér stund- um látnar manneslq'ur, eða dulheym (en stundum fylgist þetta að hjá sömu per- sónu). Það getur komið fram sem lækninga- hæfileiki, þ.e. að viðkomandi geti stundum hjálpað sjúkum til bata, jafnvel þegar um sjúkdóm er að ræða, sem lærður læknir hefur lýst ólæknandi. Fæstum er þó ekki veitt þessi náð fyrr en viðkomandi hefur fengið um það einhver boð frá hinum and- lega heimi, t.d. gegnum miðil. Lækningaað- ferðin getur verið með ýmsu móti. Má jafn- vel segja, að svonefndir huglæknar hafí hver sína sérstöku aðferð sem best hefur reynst þeim. Algengast er að huglæknir snerti sjúklinginn, stijúki hömnd hans og þá oft einmitt á þeim stöðum þar sem sjúkl- ingurinn hefur mest fundið til sársauka. Þá eru einnig til fírðlækningar, sem fara fram með þeim hætti, að huglæknirinn (miðillinn) hefur fengið uppgefíð nafn sjúklingsins og aðsetur, en situr sjálfur heima hjá sér (oft- ast í ákveðnum stól) og hugsar til sjúklings- ins og biður fyrir honum. Sé sá sjúki sjálfur gæddur sálrænum hæfíleikum getur hann iðulega orðið var við heimsókn eða heim- sóknir vera, sem tilhejra hinum andlega heimi. Oft eru það kærleiksríkir læknar, sem starfað hafa á jörðunni meðan þeir voru lif- andi (eins og það er stundum kallað). Firð- lækningar nást einungis með mjög .háum samböndum, svo gera má ráð fyrir að slíkur miðill hafí þegar náð allháum andlegum þroska. Frægastur miðla íslenskra með slíka gáfu er vafalaust Einar bóndi á Einarsstöðum, sem fjöldi sjúklinga hefur þegar vitnað um að læknað hafi alls konar mein, sem lærðir læknar réðu ekki við. Hér á ég að sjálf- sögðu við bókina Miðilshendur sem Erlingur Davíðsson skráði um Einar á Einarsstöðum. Úr því ég er farinn að minnast á huglækn- ingar vil ég taka það skýrt fram, að hug- læknar bera mikla virðingu fyrir lærdómi og afrekum lærðra lækna. Hygg ég að flest- ir þeirra gangi venjulega úr skugga um að sjúklingur sem þeirra leitar hafí áður látið lærðan lækni rannsaka sjúkdóminn og gert tilraunir til þess að lækna hann. Huglæknar reyna því aldrei að koma í staðinn fyrir lærða lækna, heldur reyna einungis að hjálpa þeim sjúklingum sem af þeim eru taldir ólæknandi. íslenskir læknar hafa sýnt í þessum efnum viðsýnan skilning og dreng- skap og aldrei látið tæla sig til þess að of- sækja eða smána þá sem reyna að hjálpa sjúkum, þegar öll önnur sund virðast lokuð. Énda fer nú í vöxt um allan heim samvinna lærðra lækna og sálrænna manna, sem geta með hæfileikum sínum oft orðið að miklu liði. Þetta er einmitt framtíðin, að samein- ast um að lækna sjúkt fólk með öllum þeim aðferðum sem tiltækar eru, hvort sem þær má rekja íil vísindalegrar menntunar eða mikilvægra sálrænna hæfileika. Tortryggni Hamlar Og þegar prestamir vakna einnig til þess að hefla samvinnu við miðla um lækningu sjúkra og beita til þess bænarorku sinni, þá má fara að búast við stórkostlegum ár- angri. Og er það ekki í fullu sámræmi við kærleikskenningar kristninnar, að læknar, miðlar og prestar taki höndum saman til þess að hjálpa þeim meðal okkar sem þjást? Það er tortryggnin ein, sem hér er þránd- ur í götu og henni má eyða með því einu að kynna sér það persónulega, sem menn óttast í þessum efnum, því tortiyggnin er dóttir vanþekkingarinnar. Við þá lesendur mína, sem kunna að hafa oiðið varir við sálræna hæfíleika í fari sínu (t.d. berdreymi) og finna hjá sér áhuga á að verða miklir miðlar, vil ég segja þetta: Ertu reglusamur? Ertu reiðubúinn að leggja á þig margra ára þjálfun, svo aldrei bregðist? Þegar búið er að ákveða til þjálfunar viss- an dag í viku hverri þýðir ekki að hringja einhvem daginn og segja, að maður eigi afmæli eða neitt þess háttar. Þetta verður að vera eins og starf leikarans, sem verður að mæta á sviðinu hvemig sem ástatt er heima hjá honum. Og svo er önnur spuming og ekki veigaminnst: Þekkirðu nokkrar per- sónur hæfar til þess að annast slíka þjálfun sem búa yfír nægilegri þekkingu til þess? Þessar manneskjur mega ekki heldur bregð- ast. Ég vona að þessi fáu orð gefí nokkra hugmynd um að þetta er ekki eins auðvelt og fólk heldur. Það er eins með fólk sem hefur með- fædda sálræna hæfíleika og þá sem hafa frá fæðingu ríka tónlistargáfu; það er ekki nóg að hafa þetta; allur árangur veltur á þrotlausu starfi. Svo ég snúi mér aftur að sálræna fólk- inu. Ég vil eindregið ráðleggja því að kosta kapps um að læra sem mest um þessi efni áður en farið er að beita slíkum hæfíleikum að ráði. Slíkan fróðleik má fínna í tímaritum Sálarrannsóknafélagsins og Guðspekifé- lagsins og ýmsum bókum, sem um þessi mál fjalla. En umfram allt vil ég ráðleggja sálrænni manneskju að vera grandvör og jákvæð í orðum og athöfnum, því neikvæður hugsunarháttur er sálrænni persónu marg- falt hættulegri en öðrum. Eitt það raunaleg- asta sem getur hent mann eða konu með sálræna hæfileika er að viðkomandi leiðist útí drykkjuskap eða fari að fíkta við eitur- lyf. Astæðan er sú, að slík manneskja dreg- ur að sér látnar verur, sem ef til vill hafa látist undir áhrifum slíkra nautnalyfja og dragast ósjálfrátt að fólki, sem hefur slíká veikleika til þess að geta notið þessara nautna með því, þótt látnir séu. Það er því tvíeggjað sverð að vera gæddur sálrænum hæfileikum. Vandi fylgir vegsemd hverri. FUNDUR HJÁ HAFSTEINI Nú kunna að vera ýmsir meðal lesenda minna, sem hvorki hafa borið gæfu til þess að vera á skyggnilýsingafundi hjá Hafsteini Bjömssyni né einkafundi hjá honum eða nokkrum öðrum miðli og hafa því mjög óljósa hugmynd um það hvemig slíkir fund- ir fara fram. í þessari grein hyggst ég því reyna að bæta svolítið úr þeirri vanþekkingu með því einfaldlega að lýsa einum slíkum fundi, sem haldinn var með Hafsteini miðli á Vitastíg 8A í Reykjavík þann 12. febrúar 1947. Fundinn sátu Elínborg Lárusdóttir, rit- höfundur, Ingimar Jónsson, skólastjóri, og Þuríður Sigurðardóttir, búsett á Litlu-Giljá í Húnavatnssýslu. En fyrir hana var fundur- inn haldinn. Miðillinn féll í trans. Eftir að fundarmenn höfðu setið skamma stund og sungið sálm, ávarpaði rödd fundarmenn, sem þau hjónin Elínborg og Ingimar könnuðust við að væri rödd Finnu þeirrar, sem talaði á hveijum fundi gegnum miðilinn og gaf mikilsverðar upplýsingar. Hún sneri sér að frú Þuríði og byijaði að lýsa fírði og fjöllum og gat þess að inn af þessum fírði væri dalur. Frú Elínborgu datt í hug Vatnsdalurinn. En Finna sagði að það væri alls ekki Vatnsdalurinn. Það eru mörg hús þama á eyrinni, sagði hún, og kölluð Vatnseyri. Svo nefndi hún tvö nöfn í sambandi við þessar stöðvar. Annað var nafnið Ólafur Thorlacius, hitt var Jón Snæbjömsson. En hún gat þess, að Ólafur hafði aldrei átt heima þama; hann hefði átt heima á Bæ. En þessi Ólafur Thorlacius átti heima á Bæ á Rauðasandi. Frú Þuríður kannaðist við báða þessa menn. Hún var um tíma á Geirseyri, frá 1909-1910, hjá Sigurði Magnússyni, lækni, en á þeim tíma ér Hafsteinn miðill ekki fæddur. Frú Þuríð- ur þekkti þessa menn ekki persónulega. En á þeim tíma sem hún dvaldist þama kom hún einu sinni að Rauðasandi með Láru, dóttur Sigurðar læknis. Að þetta var Jón Snæbjömsson var ekki hægt að efa vegna þess, að Finna sagði að hann væri Markús- son líka. En Jón þessi var sonur Markúsar Snæbjömssen. En hann gekk undir nafninu Jón Snæbjömsson og var símstjóri á Pat- reksfírði. Þar næst fór hún að lýsa Vatnsdalnum og umhverfinu þama kringum þorpið. Hún lýsti því hvemig áin liðaði sig inn dalinn og svo segir hún: „Þú átt ekki heima í Vatnsdalnum, þú átt heima í hvítu húsi, sem stendur á flatlendinu." Svo lýsti hún húsinu og hvar væri gengið inn og sagði, að fyrst væri gengið inni skúr og svo lýsti hún hús- inu að innan og hvað væri þar inni. Að sögn Þuríðar var allt rétt. Svo fór hún að tala um að þama kæmi maður sem héti Magnús Jónsson. Hún nefndi bæjamafnið Sveinsstaði og sagði að þar væri brú skammt frá. Hún lýsti bænum, þar sem hún sagði að væri steinhús með háum burstum framá hlaðið, og kannaðist Þuríður við að lýsingin væri rétt. Hún sagði að Sigurður, maður Þuríðar, þekkti Magnús meira en hún og var það rétt. Þuríður er héðan að sunnan, en maður hennar úr Húnavatnssýslu, sömu sveit og Magnús. Læknir á Hverjum Fundi Svo lýsti Finna tengdaforeldrum frú Þuríðar og kallar hann hálfpabba hennar. Jafnframt Iýsti hún umhverfinu þar sem þau höfðu búið, sagði að bærinn stæði undir háu fjalli í brekku. Hún lýsti útliti þeirra og klæðaburði og kannaðist Þuríður við þau af lýsingunni. Hún var í fallpilsi með köfl- ótta tvistsvuntu og hymu á herðum. Hárið væri gráyijótt. Hún nefndi nööi þeirra beggja. Svo lýsti Finna ungri ljóshærðri stúlku með blá augu og dökkar augabrúnir. Finna sagði að hún hefði átt heima þama nálægt Þuríði og verið mikið veik og dáið ung. Hún gat ekki nefnt nafnið, en sagði að það væri stutt nafn. Frú Þuríður hélt sig kannast við þessa stúlku. Hún var vinstúlka dóttur hennar og átti heima mjög skammt frá. Hún varð mjög veik og dó 16 eða 17 ára gömul. Svo kom læknirinn (það er einnig vera sem kom fram á hveijum fundi hjá Haf- steini miðli) og fór höndum um frú Þuríði og sagði að hún væri veik fyrir bringspölun- um og að hún hefði alltof háan blóðþrýst- ing. Hann spyr hana hvar hún eigi heima. Þuríður segir honum það. Þá segir hann: „Sigurður er lasinn. Hann má ekki vera í heyi. Hann hefur lungnaþembu." Þuríður segi að það væri satt, en um það vissu ekki aðrir en hún af þeim sem fundinn sátu. Þess má geta, að miðillinn hafði aldrei séð eiginmann Þuríðar, og þekkti ekkert til hans og aldrei hafði hann komið þar og reyndar ekkert af því fólki, sem fundinn sat. Og þannig lauk þessum fundi. Lesandinn getur svo spreytt sig á því að útskýra fyrir sjálfum sér eða öðrum, hvemig allar þessar upplýsingar gætu hafa komið fram með eðlilegu móti. Höfundur er leikari og rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.