Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 6
Abbado með tónsprotann á fullu - „Leyndardómurinn er að gera hvaðeina af mikili ást og heitri ástríðu hljóðfæraleikurum frá Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi, Austurríki, frá Austur-Þýska- landi núna, og líka frá Sviss. Og næsta sumar ætlum við að vinna með þessari hljómsveit og ECYO í Vestur-Berlín, — svo að ungir tónlistarmenn frá svo til allri Evr- ópu koma til með að starfa saman.“ „Hljóðfæraleikarar frá Austurlöndum verða þá kannski hafðir með næst?" „Mér finnst að þar ættu ekki að vera neinar takmarkanir. Ég man, til dæmis, að í ECYO eru ung japönsk systkini, sem eru við nám í Berlín. Systirin er mjög góður fiðluleikari og annar bróðir hennar cellóleik- ari og hinn leikur á víólu, og þau leika alltaf í ECYO, og ég sagði: „Því ekki, þau leika mjög vel?“ Þau eru gestir núna og því... Ég held að þau séu komin með þýsk vega- bréf núna.“ „Oghvemig varð Kammerhljómsveit Evr- ópu til?“ „Nokkrir af ungu tónlistarmönnunum úr ECYO — þý veist að þar er aldurstakmark og þeir hætta þegar þeir eru 23ja ára gaml- ir — þeir ákváðu að halda hópinn til að leika kammertónlist og leika saman í kammer- sveit eins og Coe. Og nú hafa þeir leikið saman í sex ár, sem atvinnumenn, og gert fjöldann allan af plötum til dæmis; við erum búnir með allar sinfóníur Schuberts og fyr- ir tveimur árum gerðum við upptöku af óperu Rossinis, „II Viaggio a Reims", sem hefur fengið mörg af þeim verðlaunum, sem mestu máli skipta, og við erum að taka upp Lundúnasinfóníumar eftir Haydn. Og ég held að COE sé ein besta atvinnuhljómsveit- Eitt tillit mikilvægara en stórkostlegt látbragð Claudio Abbado, sem milljónir um heim allan hafa séð í beinni útsendingu frá nýárstónleik- um Vínarsinfóníunnar, tilhéyrir, ásamt Her- bert von Karajan, Georg Solti og Leonard Bernstein, „kvartett“ stjórnenda, sem náð hafa JOSEPH FUNG ræðir við hinn heimskunna hljómsveitarstjóra CLAUDIO ABBADO hátindi frægðar á sínu sviði, og er yngstur þeirra, 54 ára gamall. Eftir að hafa komið fram á virtustu al- þjóðatónlistarhátíðum og unnið til margra helstu alþjóðlegra verðlauna fyrir hljóm- plötuupptökur, er hann nú tekjuhæsti lista- maðurinn af öllum þeim frægðarhópi, sem starfar fyrir hið kunna plötufyrirtæki Deutsche Grammophone. Vegna þess hve miklar mætur hann hef- ur á að starfa með ungu fólki varð hann helsti frumkvöðull að stofnun Æskulýðs- hljómsveitar Evrópubandalagsins (ECYO) og Gustav Mahler æskulýðshljómsveitarinn- ar. Að þeim frátöldum hefur frami hans orðið sá að starfa einungis með bestu hljóm- sveitum og við fremstu óperuhús veraldar, en það eru forréttindi sem naumast nokkur annar frægur stjómandi nýtur. Fram til haustsins 1986, er hann var ráðinn tónlistarstjóri Ríkisóperannar í Vín, sem Domingo segir vera besta óperahús í heimi, hafði hann verið stjómandi Sinfóníu- hljómsveitar Lundúna og hljómsveitar La Scala í Mflanó, og einnig helsti gestastjóm- andi Sinfóníuhljómsveitar Chicago-borgar. Hann hefur verið stjómandi fyrmefndra æskulýðshljómsveita og listrænn ráðgjafi Kammerhljómsveitar Evrópu frá stofnun þeirra. Og frá 1987 hefur hann verið „Gen- eralmusikdirektor" Vínarborgar. Þrátt fyrir óumdeilanlega yfirburðastöðu sína í tónlistarheiminum, er hann ótrúlega hæglátur, látlaus og laus við hroka; hefur mikla ást á lífinu og er þægilegur í við- móti. Ég komst að því, þegar við hittumst mitt í miklum önnum Kammerhljómsveitar Evrópu (COE), við hljómleikahald og upp- tökur, að í kringum þennan mann var alls ekkert frægðarstand eða viðhöfn. Við ræddum saman á skrifstofu hans í Vínaróperunni. „Það er kannski við hæfi, þegar þú ert að vinna með ungum tóntístarmönnum (COE), að spyrja, hvað það hafi verið í æsku þinni, sem átti ríkastan þátt í því að þú varðst hljómsveitarstjóri?“ „Það var hugmynd sem ég fékk þegar ég var sjö ára gamall að verða hljómsveitar- stjóri. Eins og þú veist hefur tónlist verið hluti af lífí mínu frá fæðingu. Allir í fjöl- skyldunni léku á eitthvert hljóðfæri. Ég fór því í fyrsta skipti á tónleika þegar ég var sjö ára gamall og ákvað að verða hljómsveit- arstjóri — það er allt og sumt.“ „Svo að það var afar einfalt. En hvaðan fékkstu þessa óhemju orku og hvöt til að ná svona langt í tónlist og leggja svona hart að þér?“ „Ég býst við að þú vitir, að þegar maður hefiir mikla ást og brennandi áhuga á ein- hveiju, tónlist eða hvaða starfí sem er, og trú á því sem maður er að gera — era eng- in takmörk fyrir því sem hægt er að ná.“ „Hvemig komstu Æskuiýðshljómsveit Evrópubandalagsins (ECYO) á laggimar og hver var tilgangurinn?“ „Ég var sífellt að velta fyrir mér að stjóma alþjóðlegri hljómsveit ungra af- burðahljómlistarmanna, og fyrir 12 eða 14 áram gafst mér tækifæri til að stofna slíka hljómsveit með tilstyrk Evrópuþingsins; síðan höfðum við hæfileikapróf í aðildarlönd- unum og völdum bestu hljómlistarmennina." „Svo að þetta var þín hugmynd?“ „Mér finnst vera mjög mikilvægt að færa sönnur á að í Evrópu séu engar takmarkan- ir, engar tálmanir, engin landamæri, skil- urðu ... En þau mundu vinna allt öðruvísi en atvinnuhljómsveitir; fá nótur með margra mánaða fyrirvara og æfa mikið í hlutum með bestu fáanlegum kennuram; mönnum, sem hafa mikla reynslu af að starfa með hljómsveitum eins og til dæmis stjómandi Fflharmóníuhljómsveitar Berlínar, eða Vínar, eða öðram hljómsveitum; æfa fyrsta selió eða fyrsta blásturshljóðfæri og þar fram eftir götunum, — vinna síðan saman." „Fólst í þessu einhver pótítfskur boðskap- ur um sameiningu Evrópu?“ „Pólitískur!... menningarpólitískur já... þú veist að tónlist er tónlist... og þegar við fóram í hljómleikaferð um Evrópu sögðu margir ráðherrar og sendiherrar: „Þetta eru. bestu sendiherrar Evrópu til að sýna fram á hve fáránlegar þessar tálmanir eru milli landa.““ „Þér er það þá kannski metnaðarmál að færa þetta út um allan heim?“ „Til annarra Evrópulanda, já. Við höfum gert það með hinni nýstofnuðu Gustav Mahler-æskulýðshljómsveit, með ungum in í heiminum í dag. Og það era engar tak- markanir, sjáðu til, þetta er ekkert á vegum bandalagsins. Þama era hljóðfæraleikarar frá Svíþjóð, frá Ungveijalandi, Austurríki, löndum sem standa utan við Evrópubanda- lagið. Ekkert aldurstakmark eða neitt, hver sem er góður gæti verið með. Og þeir prófa fólk sjálfir og velja þá hljóðfæraleikara sem þeim líkar." „En þeir eru mjög ungir, flestir undir þrítugu?" „Vitaskuld. Þeir reyna að halda hljóm- sveitinni sem mest jafnaldra, vegna þess að á þessum unga aldri er enn þessi eldmóð- ur, og þeir era ekki spilltir af æviaðild að stéttarfélagi. Það er ekkert stéttarfélag þar; þeir gera það sem þeim líst.“ „ Við skulum þá hverfa frá ungum hljóð- færaleikurum til ungrar tóntístar. Hefurðu svipuð tengsl við ung tónskáld?“ „Já, ég geri mjög mikið af að stjóma flutningi á nútímatónlist og vildi gjaman hjálpa ungum tónskáldum eins og kostur er.“ „En samtímatónlist, hefurðu nokkuð á prjónunum þar?“ „Já á næsta starfsári. Ég stofna til nýrr- ar tónlistarhátíðar í október 1988 í Vín, sem kallast „Wien Modem“ þar sem við munum leika tónlist eftir 5 tónskáld. Yngst þeirra er Wolfgang Rihm frá Þýskalandi en hin eru Boulez, Kurtág, Ligeti og Nono. Og hátíðin verður haldin árlega í Vín.“ „Tekur þú mikinn þátt í henni sjálfur?" „Já... ég er listrænn framkvæmdastjóri hennar." „Sérðu fyrir að sinfóníuhljómsveitir muni í framtíðinni bæta austrænum hljóðfærum og rafeindatækjum við hljóðfæraskipunina?“ „Þetta hefur verið gert nokkuð þegar, eins og í verkum Boulez, Nonos, Xennakis og Stockhausens ...“ „Hefur þú náin tengsl við einhver tón- skáld, Nono til að mynda?“ „Ég hef stjómað ijölmörgum frumupp- færslum fyrir Luigi Nono, til dæmis óperu hans „Prómeþeus“ og fyrir nokkrum ámm „A1 gran sole carico d’amore" í La Scala í Mflanó, og fleiri hljómsveitarverkum, en ég hef ánægju að stjóma verkum allra „góðra“ tónskálda." „Hvaða uppfærslurem á döfinni há þér?“ „Við höfum gert samning við Rihm um ópera og við vonum að Ligeti skrifí eitthvað fyrir okkur, Ríkisóperana. En Rihm er til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.