Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 11
og í kjölfar þess nemur hún við Listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn, í málaradeild prófessors Kræstens Iversens. 1939 fer hún í námsferð til Parísar, en það er ekki fyrr en 1942, að hún heldur sína fyrstu einkasýn- ingu í Reykjavík. 1943-6 dvelur hún síðan í New York og nemur hjá frægum kennur- um, m.a. Hans Hofmann og sjálfum Fem- and Léger. Um þetta leyti eru mikil umbrot í list Nínu og hún er að hverfa frá hlut- bundna málverkinu; þannig tekur hún t.d. þátt í Septembersýningunni í Reykjavík 1947, sem markaði tímamót og innreið hins óhlutbundna í íslenska myndlist. Hún giftist 1949 dr. Alfred L. Copley, bandarískum lækni og vísindamanni, sem einnig er víðkunnur málari. Tveimur árum síðar fædd- ist dóttirin Una Dóra, og 1952 tekur fjöl- skyldan sig upp og flyst til Parísar. Á Parísarámm Nínu tekur hún þátt í fjöl- mörgum þekktum samsýningum, hdldur einkasýningar heima og heiman, fer áð vinna talsvert í gler og má sjá slík verk á nokkrum stöðum, t.d. gluggana í Þjóðminja- safni íslands. Nína og hennar fólk flyst svo aftur til Bandaríkjanna tíu árum síðar og enn sýnir hún bæði vestra og í Evrópu. 1964 festir Nína svo kaup á áðumefndri íbúð við Fálkagötuna í Reykjavík og þar dvaldist hún síðustu sumrin fram til 1968, er hún lést úr krabbameini í New York. Meðal nokkurra síðustu stórvirkja Nínu frá þessum árum eru veggmósaíkmyndir, m.a. við Hótel Loftleiðir og á nokkrum öðrum stöðum, til dæmis sérstæð mósaíkmynd í eigu Landsbanka íslands þar sem myndefn- ið er sótt í Egils sögu, en þó fyrst og fremst kannski Kristsmyndin fræga á kórgafli Skálholtskirkju. Arið 1974 var haldin stór yfirlitssýning á verkum Nínu í Listasafni Islands, og ef frá er talin áðumefnd sýning smámynda í Listasafni alþýðu í sambandi við útkomu bókarinnar um Nínu, og sýning- ar í Pompidou-safninu í París 1979, hefur verið óþarflega hljótt um nafn þessarar mikilhæfu listakonu frá því hún lést. NínaÍDag Jarðlitimir — gult og brúnt, hafði Nína svarað, þegar hún var spurð um dálæti sitt á litum. Hún hefði eins getað nefnt rautt og blátt — blái liturinn í óhlutbundnu mynd- unum hennar Nínu er með sérstökum töfrum — eða hvítt og svart — allt litrófið lék í höndunum á henni. Mesta frægð hlaut hún af þessum óhlutbundnu myndum, þar sem þetta óvenjulega litaskyn og formtilfínning var í öndvegi — myndir t.d. frá 6. og 7. áratugnum — og reyndar fyrr eins og al- kunna er. En verk hennar em þó ótrúlega Qölþætt, þegar reynt er að skapa sér ein- hvers konar yfírsýn. Hún kunni sína teikn- ingu — undirstöðuna — og því átti hún auðvelt með að bregða fyrir sig margvís- legri tækni — eins og þegar hún fór að vinna í gler eða mósaík. Náttúran í öllum sínum formum og í sínum óteljandi ljós- og lit- brotum hætti aldrei að vera uppspretta list- ar hennar — og sama skarpa auga beitti hún þegar hún fékkst við önnur viðfangs- efni, sem einnig átti hug hennar: manna- myndimar. Nokkrar af bestu myndum Nínu em í opinberum söfnum hérlendis — verk af öllum þeim toga, sem hér var nefndur — svo og í söfnum erlendis, t.d. Pompidou-safninu í París og Nútímalistasafninu í New York. En myndir hennar hanga á færri veggjum en skyldi á íslenskum heimilum, og er á því sú augljósa skýring, að Nína var búsett lengst af erlendis. Verk hennar em annars dreifð um mörg lönd. Talsvert af framúr- skarandi myndum er þó í eigu þeirra feðg- ina A1 Copleys og Unu Dóm og þaðan em komnar þær myndir, sem nú verða sýndar í Gallerí Nýhöfn. Hins vegar virðist tími til kominn að efna til annarrar stórrar Nínu- sýningar, sem gæti hafist hér á íslandi og síðan flust til annarra landa, t.d. þeirra, sem tengdust ferli hennar mest, Englands, Frakklands og Bandaríkjanna. Svo merki- legt var framlag Nínu Tryggvadóttur til myndlistarinnar, að annað er ekki lengur sæmandi. PÁLMI EYJÓLFSSON í Hollandi Votlendar mýrar, vötn og síki, víðáttumikil tún. Gamla vindmyllan virðulega á vatnsbakkans ystu brún. I kafagrasi eru kúahjarðir af kyni sem aldrei sveik. Á klossunum frægu fer konan að mjólka en krakkinn í skútuleik. Allsstaðar eru lygnu lónin og laufríku trén svo há. Hægt koma andarhjónin út úr sefi, hún elskar sinn stegg að sjá. Svo gösla þau út í gruggugt vatnið, grábrún með bláleitt stél. Þeirra heimur er litla Iónið, hér líður ungunum vel. Héma er virðuleg kaþólsk kirkja og klassískur er hennar tum. MarmaraengiU með eilífðar andlit á þig horfir í spum. Allt þetta foma og festulega er framandi og heillandi í senn. Gömul nunna með einlægni í augum, ávarpar ferðamenn. Ur múrsteini eru bændabýlin, brúnrauð og yfir þeim ró. Þar sem að nú er aspasakur var áður land undir sjó. Túlipanamir kinka kolli í kyrrð sýnist byggðin öll, þetta land, sem á litfagrar rósir, er land, sem á engin fjöll. Höfundur býr á Hvolsvelli og starfar á sýsluskrifstofunni þar. KJARTAN TRAUSTI SIGURÐSSON Ef væri ég... Mér fínnst, að fólki ætti ekki að leyfast að leiðast, nema þá hönd í hönd. Nútíma nám Við erum í þvi að nema, og þegar við höfum numið, er það afhumið. Þessvegna megnum við ekki nema staðar, við að nema, þótt numið höfum. Nema síður sé. Varúð við valdagræðgi Hafi einhver haldið, að hann hefði valdið á valdi sínu, verð ég að valda honum vonbrígðum. Hinsvegar hefur valdið, valdið mörgum, sem hafa haldið, að þeir hefðu valdið á valdi sínu, vonbrigðum. Höfundurinn býr í Noregi. Höfundur er listfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. SEPTEMBER 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.