Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 8
Dalalæða. Málverk frá síðastliðnu sumri Ljósmyndir: Lesbók/Bjarni. Hringur eða bein lína undum okkar bar saman í vinnustofu málarans í gamla húsinu við Bjarnarstíg. Hringur var svo nýkominn suður úr árlegri sumardvöl sinni norður í Haga í Aðaldal, að ekki hafði gefízt tími til að taka utan af myndunum, sem voru afrakstur sumarsins. Þær áttu að fara á sýninguna, sem nú hefur verið opnuð í Gall- erí Borg. Hann er eins og bændumir sem koma með fé sitt af fjalli eftir sumarið; fram- undan er sláturtíðin. Ég sá, að hann var enn við sama gamla og góða heygarðshomið, - stundum meira að segja í bókstaflegri merkingu og heystr- iginn, dálítið rifínn á köflum undan veðmn- um, var orðinn hluti af myndbyggingu ásamt stráunum, sem stóðu út úr heyinu. Nú er ekki víst að kaupstaðarfólk skilji þetta orða- lag. Hey er ekki bara samheiti yfír gras, sem heftir verið slegið. Hey er einnig stæða, sem gengið hefur verið frá utanhúss og nú er breitt yfír með striga í stað torfs áður fyrr. Sýslungi Hrings, Guðmundur Friðjóns- son á Sandi, skrifaði fræga smásögu, sem heitir Gamla heyið og Hringur hefur stund- um áður gert skil þessu fyrirbæri, sem heyr- ir nánast sögunni til. Hringur er einn af þeim málurum, sem leita fanga í umhverfí sínu. Hann skáldar ekki mótífín, heldur kemur hann auga á þau á hversdagslegustu stöðum. Til dæmis innan í votheystumi, þar sem glufa er milli veggj- anna og yfírgerðarinnar og sólin skín inn um glufuna og býr til fieti á kringlótta veggi tumsins, svo úr verður nánast geómetrísk abstraksjón. Hann sér myndefni í því sér- stæða í hversdagsleikanum; til dæmis hey- blásara og dreng, sem hefur silkisokk dreg- inn yfír höfuðið til vamar heyrykinu. Þetta gerir hann dularfullan í myndinni. En Hring- ur málar þó aðeins það sem hann sér. Og ekki er það alveg svo einfalt. Hann vinsar úr, einfaldar; tekur aðeins með það sem Nokkur orð í tilefni sýningar Hrings Jóhannessonar í Gallerí Borg. Afrakstur frá sumrinu norður i Aðaldal. þjónar myndrænum tilgangi. En hann leitar ekki á náðir skáldskaparins ellegar fanta- síunnar, sem prjónar innaní eða samanvið það sem höfundinum kann að detta í hug. Hringur fann sjálfan sig í þeirri stefnu, sem á sínum tíma var orðuð við nýraunsæi og byggir á að einangra sumt úr úmhverf- inu og sýna það í nokkuð nákvæmu ljósi. Það getur verið bfldekk í polli, vímetsrúlla, gamall mjólkurbrúsi eða hurðarhúnn. Fígúr- an kemur sjaldan við sögu og yfírleitt em miklar stillur í þessum myndum. Þær byggj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.