Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Blaðsíða 6
Kyrralíf Kristín Jónsdóttir er vafalítið einn þekktasti kyrralífsmálari íslendinga. Á nær hálfrar ald- ar listferli málaði hún mikinn fjölda kyrralífs- mynda sem voru, ásamt íslensku landslagi, helsta viðfangsefni hennar. í dag verður opnuð í Listasafni íslands sýning á blóma- og kyrralífsmyndum eftir f6*istínu Jónsdóttur listmálara, sem vann frábær verk í þessari grein. Af þessu tilefni hefur Lesbók fengið Hrafnhildi Schram listfræðing til að bregða ljósi á kyrralíf sem sérstaka grein innan myndlistar og hvernig Kristín tengist því, sem áður hafði verið gert í kyrralífsmyndum. Eftir HRAFNHILDI SCHRAM Kristín fæddist árið 1888 að Amamesi við Eyjafjörð og minnist Listasafn íslands 100 ára fæðingarafmælis hennar með sýn- ingu á kyrralífsmyndum og mun sýningin án efa styrkja stöðu hennar á því sviði myndefnis. Kristín var fyrsta íslenska konan sem lauk prófi frá hinni Konunglegu Lista- akademíu í Kaupmannahöfn og varð hún, ásamt Júlíönu Sveinsdóttur, listmálara, fyrst íslenskra kvenna til að gera myndlistina að ævistarfi. Kristín lauk námi árið 1916 og fluttist að lokum til íslands árið 1924, þar sem hún lést eftir langan og frjóan listferil árið 1959. Aðalsteinn Ingólfsson, sem ritað hefur bók um Kristínu, telur að hún hafi málað flestar kyrralífsmyndir sínar á árun- um milli 1929—55, þegar hún var orðin tveggja bama móðir og húsfreyja á stóm, gestkvæmu heimili. Hún hafi þá síður átt heimangengt til að ferðast um landið og mála landslagsmyndir og hafí þess í stað kosið að mála það sem nær henni var. Ef litið er til sögunnar kemur í ljós að kven- málarar leituðu oft fyrir sér að myndefni I nánasta umhverfi sínu, gjaman innan veggja heimilisins. Konur vom um langan tíma útilokaðar frá námi við listaakademíur og höfðu því ekki þá þekkingu á byggingu og starfsemi mannslíkamans, sem var for- senda þess að þær gætu unnið verk með sögulegu og trúarlegu inntaki. En það myndefni var um aldir í mestum metum og konumar því útilokaðar frá samkeppni við karlmálara á því sviði. Konur snem sér því oft að persónulegri og einkanlegri myndheimi. Þær máluðu andlitsmyndir, blóm og dýr og nánasta umhverfí og náðu, eins og hin óskrifaða listasaga kvenna sýnir, oft frábæmm árangri á sínu sérsviði. Þegar leitað er að orðinu kyrralífsmynd í orðabók segir þar: Mjmd (málverk) af líflausum .hlutum, t.d. ávöxtum, blómavös- um, oft saman upp á borði. Enska heitið still life og stilleben á þýsku er komið frá hollenska orðinu still-leven, sem byijað var að nota um 1650, þegar eftirspum eftir kyrralífsmyndum tók að aukast í Hollandi. Hér mun ég nota kyrralíf í víðari merkingu og fella blómamyndir Kristínar þar undir. í norsku og dönsku er orðið oppstilling notað fyrir kyrralíf. Orðið er mjög lýsandi, þar sem það er listamaðurinn sem velur og raðar upp hinum einstöku hlutum sem skapa myndefnið. Kaktus, olía, 75x100 sih. Einkaeign. Staða kyrralífsins í myndlistinni hefur verið æði misjöfn í gegnum aldimar, allt frá fomöld og fram á 20. öldina. Gömul grísk sögn segir frá myndlistarsamkeppni þar sem tveir málarar sannreyndu hæfni sína í mál- un kyrralífs. Annar þeirra, Zeuxis, málaði vínbeijaklasa sem var svo trúverðugur að fuglar himinsins komu fljúgandi til að tína vínberin. Zeuxis tapaði hins vegar sam- keppninni þegar hann steig fram til að fjar- lægja klæði, sem honum virtist hylja verk keppinautar síns Parrhasiosar, en uppgötv- aði um leið að klæðið var myndin sjálf. Grísku málaramir völdu kyrralífið sem sam- keppnismyndefni þar sem þeir töldu að þar kæmi hæfni þeirra best fram. Að sama skapi myndi það einnig afhjúpa vankanta og klaufaskap. Vel málað kyrralíf var eins- konar framlenging hins sýnilega heims, og gat þegar vel tókst til höfðað sterkt til skiln- ingarvitanna eins og t.d. snertingarinnar, sem gríska sögnin sýnir. Segja má að frá dögum grísku málaranna hafí viðfangsefni málarans verið að endurskapa hinn þrívíða heim á tvívíðum fleti. í ítölsku öskuborginni Herkulaneum er að finna eina elstu kyrralífsmyndina sem varðveist hefur, veggmynd frá 1. öld. Mósaíkmynd frá sömu öld er að finna í Lateran-safninu í Róm. í báðum þessum verkum er um að ræða skreytingar við aðal- myndefni. Fjórum öldum síðar bregður kyrralífí fyrir í loftskreytingu í kirkju heil- agrar Konstönsu í Róm. Á sjöttu öld víkur hins vegar kyrralífsmyndin fyrir kerfi kristi- legra táknmynda. Sem dæmi má nefna brauðið og bikarinn sem verða tákn hinnar heilögu kvöldmáltíðar. Kyrralífið fékk sína endurreisn þegar róttækar breytingar urðu á menningar- og efnahagslífi Evrópu, er miðöldum lauk og áhrif ítölsku endurreisnarinnar tóku að ber- ast norður í álfu. Manngildisstefna endur- reisnar dró fram úr textum fomaldar frá- sagnir og lýsingar á listaverkum þeirra tíma og listamenn sóttu innblástur til fornaldar- listarinnar. Vitað er að ítalski barokklistamaðurinn Caravaggio málaði kyrralífsmyndir en af þeim hefur aðeins ein varðveist. Þessi eina mynd, sem sýnir ávexti í körfu, hefur þó haldið á lofti nafni hans sem eins merkasta kyrralífsmálara allra tíma. Caravaggio hrelldi samtíð sína með vægðarlausu raun- sæi í trúarmyndum sínum, þar sem hann sýnir guðspjallafólkið sem alþýðufólk, óhreint og tötrum klætt. Bylting Caravaggi- os lá í því að hann nálgaðist kyrralífið af sama raunsæi og væri hann að mála mynd með sögulegu eða trúarlegu inntaki. Ávaxtakarfan hans geymir ekki aðeins heila og fallega ávexti, heldur einnig myglaða og maðkétna ávexti og þurr og skrælnuð blöð. Þegar komið var fram á nýklassíska tímabilið (1780—1820) var kyrralífíð í litlum metum og staða þess ákaflega lág. Á 18. öld var gerður í París listi yfir myndefni og það flokkað niður eftir mikil- vægi. Þar voru í fyrsta sæti verk með trúar- legu og sögulegu myndefni. Næst í virðing- arstiganum kom landslagið, en kyrralífs- myndin rak hins vegar lestina og hafnaði í neðsta sæti. Kyrralífsmálarar nutu lítillar virðingar og almennt var litið svo á, að þar væru hæfileikalitlir handverksmenn að mála hversdagslega hluti. Undantekning frá þessu voru hinir hollensku 17. aldar meistar- Uppstilling, olía, 67x45 sm. 1930. Eigandi: Nanna Norðfjörð. ar sem kallaðir hafa verið „litlu hollensku meistaramir". í Hollandi gat listamaðurinn hvorki litið til konungsvalds eða kaþólskrar kirkju í von um vinnu. Holland var samband sjálfstæðra smáríkja á 17. öld og ríkistrúin Kalvínstrú, sem bannaði allar skreytingar í kirkjum. Listamanninum var vísað út á hinn almenna markað með afurðir sínar, rétt eins og hveijum öðrum handverksmanni. í Hol- landi var öflug borgarastétt sem keypti myndverk sér til ánægju og yndisauka, auk þess sem listaverk vom mikilvægur þáttur hinnar hollensku peningaverslunar. Fram- boð myndlistar var meira en eftirspum og leiddi það til þess, að málarar fóm að sér- hæfa sig í ákveðnum myndefnum. Þannig vom málarar sem einungis máluðu naut- gripi, aðrir vindmyllur eða andlitsmyndir og mikill fjöldi listamanna vann við að mála blóm og uppstillingar. Uppstilling, olía, 58x85 sm, máluð um 1942. Eigandi: Agnar Ludvigsson. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.