Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Qupperneq 11
Við erum mættir... dóttir hennar, tekur svo Jökul á hné sér og linnir ekki látum fyrren hann klárar af disk- inum. Síðan á að kaupa hunang og bera í munninn. Daginn eftir eru bólumar orðnar agnarsmáar og Jökull tekur gleði sína. Jökull og ég urðum að vera inni á meðan þetta gekk yfír en það varð til þess að Garpur og Kristjón uppgötvuðu „gæjahús- in“. Þeir tveir láta sig hverfa á morgnana og koma síðan úr leiðöngmm sínum með margt furðudót. Þeir hafa komist inní „gæjahús" og lokið upp dyrum hinna leynd- ardómsfullu, yfírgefnu húSa, sem standa rétt eins og hver önnur hús, alls staðar í þorpinu. Ef til vill er gluggi upp á gátt á annarri hæð og opið út á svalir einsog ein- hver birtist þar bráðum. En dymar era læst- ar með hengilás og múrsteinum hlaðið í neðstu glugga. Húsin eiga að vera í friði. Þama á bara tíminn heima. Og hvorki ætl- ast til þess að túristar né heimamenn fari inn. Á meðan er hægt að dvelja við að þar liggi flársjóður falinn og framliðnir svífi milli hæða. Kristjón lætur það ekki aftra sér, en tekst að bijóta upp lás. Inn fara þeir bræður og rannsaka hvem kima. Fom- Íeifafræðingurinn kemur upp í Kristjóni, fínnur Ijósmynd af manni sem hefur búið í húsinu. „Hann hefur verið læknir. Hús- Melónugrikkland og listsköpun í bak- grunni. gögnin liggja í hrúgu í bakgarðinum, nálar, meðalaglös og hlustunarpípa. Hann flutti burtu árið 1957. Það hangir uppi dagatal frá þeim tírna." „Gæjahúsin" urðu aðalieik- vangurinn í nokkra daga. Þegar Jökull hresstist, breyttist hann líka í „gæja“ og siðan svifu þeir allir á braut. En svo missa gæjahúsin aðdráttarafl sitt. Það þarf að finna nýja leiki. Það finnst mömmunni gott sem þó er veik fyrir gömlum húsum. Gæja- húsin eru nefnilega stórhættuleg. Það þarf ekki nema eina veika fjöl í gólfi á þriðju hæð og þú hlunkast alla leið ofan í kjallara. SYNT í bláum helli Dag einn era einhver leiðindi í liðinu. Við eram búin að vera hér í sex vikur, gónum út í loftið og nennum ekki í sjóinn. En við eram duglegust á eyjunni við að fara í sjó- inn og eram oft allan daginn. En í dag dugar það ekki. Ég reyni að hugsa um nýj- ungar niðjatalinu til skemmtunar. „Við för- um í bláa hellinn," kveð ég upp. „Yorgo á spSttbátnum" rekur veitingastað, gerir út 20 tonna bát og feijar túrista í bláa hell- inn, sem er Akrópólis eyjunnar. Bara það að fara í spíttbát er meiriháttar. Við geys- umst útúr höfninni, meðfram eyjunni, sigl- um fyrir þverhnfpi. Svo verðum við að beygja okkur alveg ofaní bátinn og siglt er í gegnum gat á fjallinu. Og dýrðin blasir við. Allt er blátt. Við stingum okkur til sunds með froskalappir og kafaragleraugu. Við eram blá inní bergmálinu. Það er meira að segja blár fiskur á ferð í hellinum. Eftir þetta er Yorgo á spíttbátnum, dýrkaður eins og skurðgoð og ekki að ófyrirsynju. Tvíbur- amir færa honum listaverk að gjöf; teikning- ar sem gerast inní hellinum. Við skoðum líka þjóðminjasafn, annan dag þegar þarf að breyta tii. Þar er merkilegastur kafara- búningur ævafom. Líklega tvöföld þyngd viðkomandi kafara. „Þetta er ekki kafari," segir Garpur. „Þetta er geimfari," segir Jökull og starir á ægistóran hjálminn. „Þetta er geimkafari," segir Kristjón. Við föram í fleiri bátsferðir. Eric og Vera, Við ætium að róa út í geiminn. kattaeigendur frá Englandi, bjóða okkur á klettaströndina. Þar era alvöra öldur sem brotna. Heitar tjamir iðandi af lífi. Við leik- um í gúmmíbát og læram að róa. Kristjón kveikir eld á klettunum en veit ekki hvað á að gera við eldinn. En sendir svo bræður sína að góma kexpakka. Þeir bjóða hinum fullorðnu sóldýrkendum ymdislegar kolsvart- ar kexkökur. NlCO OG JÓHANNA í TVEIMURHÚSUM Við föram í sjóinn ýmist hjá „leikhúsinu" eða hjá hótelinu. Nikó er hótelstjóri og verð- ur besti vinur okkar. Á hótelinu er spila- kassi, ein umferð kostar bara 6 krónur og Kristjón verður strax stigahæstur á eyjunni í leiknum. Nikó býður okkur í eldhúsið, reið- ir fram límónaði og baglava, sem er grfsk kaka og hann bakar. Það er ekki nokkur leið að borga. Nikó minnir mig á afa Krist- jón. Hann er merkilegur kall, auk þess að vera hótelstjóri rekur hann búgarð uppi á fjalli þar sem hann býr á vetuma. Hann fer flestar leyniferðir til óvinalandsins, er ná- granni okkar og svo er hann afi hennar „Jóhönnu í tveimur húsum". Hún er 2 ára hnáta og kemur venjulega í heimsókn níu Kafað eftir ævintýrinu í volgum sjónum: Kristjón og tvíburamir Garpur ogJökuIl. á morgnana og lætur greipar sópa um leik- fangakassana og flissar framan í tvíburana sýni þeir áhyggjur út af dótinu sínu, sem hverfur með Jóhönnu. En svo fara þeir að iána henni leikföng að fyrra bragði. „Jó- hanna í tveimur húsum“ virðist búa í tveim- ur húsum og það finnst okkur mikið til um. Hún býr hjá afa og ömmu en líka hjá for- eldrum sínum og tveimur eldri systram. „Tí canes, how are you, kalimera, helló,“ segir Jóhanna í tveimur húsum, en Exstasiu, tengdadóttur Nikó, sem var frá Ástralíu, fannst gaman að kenna Jóhönnu ensku. Jóhanna i tveimur húsum skríkir og skelli- hlær og kyssir tvíburana, svo þeir roðna alveg niður í tær. Kvöld eitt býður Nikó okkur í mat. Ber á borð grískar og tyrkneskar kræsingar. Það er ótrúlegur friður í fallega húsinu hans. Við höfum borðað á veitingahúsum svo lengi að við voram næstum búin að gleyma hvað er gott að borða heima. Bara við, engin hávær tónlist, engin bið eftir matnum, engar þaulsetnar Stjánabláasögur. Þetta er alveg himneskt. Nikó er góður gestgjafi og það era sykraðar fíkjur í eftir- mat. Strákamir bjóða honum góða nótt með kossi. í garðinum hans Nikó á París heima. Það er stór Lassíhundur, sem býr þar ásamt sjö köttum. Nikó bauð okkur oft í mat eftir þetta og það var ævintýri í hvert sinn. Þeir eignast fleiri vini, það er „strákurinn með punktana", sonur prestsins, með freknur, og Mína sem er sex ára. Mamma mínu á búð og gaukar stundum að þeim sykurstöng- um. Eg er ekki granlaus um að þeir séu báðir jafnskotnir í Mínu. Þeir tilkynna mér stundum á kvöldin, að þeir ætli út að elta stelpur og slást við stráka. „Það er mest gaman að elta stelpumar," segja þeir ábúð- arfullir. Ég velti því fyrir mér, hvort það séu þeirra eigin hugmyndir, eða komnar úr kolli Kristjóns, en verð engu nær. Þeir hljóta hvort sem er allir að eiga fullt af sameigin- legum leyndarmálum og leikjum, sem ég fæ aldrei að vita um. Ég fæ samt að vita ótrú- lega margt og stundum er engu líkara, en við séum öll jafngömul, „þegar við látum öll alveg einsog fífl". Það era sporðdrekar á eyjunni. Ef þeir bíta er stórhætta á að deyja og það verður að þjóta til læknis ef það gerist. Það er pælt í sporðdrekanum, okkur er sagt að þeir leyn- ist oft undir steinum. Okkur kemur því ekki til hugar að velta við steinum í gönguferðum okkar. Ég fæ samt að vita það síðasta dag- inn, að vitanlega er Kristjón búinn að velta við mörgum steinum, í von um að sjá sporð- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. OKTÓBER 1988 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.