Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 2
ÞYZKALANDSP I ST I LL MED TÖLVU I FARANGRINUM Af Því Þegar heil járn- BRAUTARSTÖÐ FÉLLí STAFI Synd væri að segja að ég hafí verið með mikinn far- angur. Ég hafði ekki einu sinni stungið jakkafötun- um niður í töskuna, hvað þá íslensk-þýsku orðabók- inni ofan í bóka- og möppukassann litla sem ég ákvað að láta fylgja mér yfír hafíð. Að vísu var tölvan mín með f för — og hennar fylgi- hlutir, eins og skjárinn, lyklaborðið og prent- arinn. Þegar pökkun var lokið kvöldið fyrir brottför kom í ljós að umfang tölvunnar og því sem henni fylgir hafði margfaldast við það að vera komið fyrir í hinum vemdandi pakkningum. Farangurinn var orðinn væg- ast sagt umfangsmikill og meira en svo að ég gæti borið hann einn, þótt ekki væri nema af tæknilegum ástæðum. Stefnan var tekin á dvergríkið Lúxem- borg, en áfangastaðurinn var lítið sveita- þorp í nágrenni borgarinnar Siegen, sem er nákvæmlega í Þýskalandi miðju. Þorpið mitt, sem heitir Anzhausen, kalla ég nafla þessa stóra lands. Ég hafði tekið að mér fyrir ferðaskrif- stofu nokkra að fylgja hópi íslenskra ferða- langa frá Lúxemborg til Trier og sjá til þess að hlutimir gengju greiðlega fyrir sig. Ég lét slag standa með þetta og hafði sleg- ið áhyggjum mínum um tölvuflutningana upp í kæruleysi. Því er samt ekki að leyna að það var farið að fara um mig í þann mund sem hjól vélarinnar kysstu flugbrautina í Lúxemborg. Er ég sá pinkla mína síðan koma með færi- bandinu inn í flughöfnina fór mér að renna kalt vatn á milli skinns og hömnds — enda klæddur leðurfrakka. Það var deginum ljós- ara að ég gæti tæpast í bráð veifað höndum tómum og tekið á móti ferðahópnum opnum örmum þegar hann stigi upp í rútuna, sem beið okkar. í HINNI2000 ÁRA BORG TRIER Án þess að hafa í upphafí reiknað dæmið til enda og velt hleðsluvandanum fyrir mér, kom ég öllu dótinu fyrir á handvagni, nema svarta tröllaplastpokanum sem geymdi sæng mína og kodda, sem og myndavélar- töskunni sem ég brá um öxl mér Tollverðim- ir grænklæddu horfðu á þennan hálfsköll- ótta mann samúðarfullum augum þegar hann rogaðist með vagninn til þeirra. Þeir spurðu hveiju þetta sætti og virtust ekki hafa miklar áyggjur af því hvað í kössunum væri úr því ég væri á leið til Þýskalands. Hópurinn skilaði sér fljótt og vel og haldið var af stað áleiðis til Trier. Á leið- inni var rætt um dæilegt veitingahús Trier- borgar, æfagamla vínmenningu og 2000 ára sögu þessarar merku borgar. „Tölvuspurs- málinu" var aftur slegið upp í kæruleysi. Á landamærum Lúxemborgar og Þýska- lands gerðu þýsku tollaramir engar athuga- semdir, þeir litu ekki einu sinni á vegabréf- in. Ég andaði léttar þar eð ég hafði í þetta sinn komist hjá fundahöldum með þessum annars samviskusömu embættismönnum vegna tölvuflutninga minna. Fyrr en varði renndum við inn í borgina. Áður en ekið skyldi með fólkið á hótelið var farinn hringur um miðbæ Trier og rennt framhjá hinum fomu menningarleifum frá tímum Rómveija — eins og borgarhliðinu, brúnni yfír Moselána og kirkjuskipinu. Það lá vel á ferðafólkinu enda biðu þess nokkrir dýrðardagar í þessari ágætu borg. Ég ráðlagði fólkinu af þeim sökum, en margir voru komnir í þeim erindum að versla og gera góð kaup, að gleyma sér ekki í viðskiptunum. — Skynsamlegt væri að reyna heldur af fremsta megni að njóta alls þess sem Trier hefur upp á að bjóða, þó ekki væri nema að snæða góðan mat á kvöldin og smakka hin ágætu vín. Tollþjónar Gerast tortryggnir Fljótlega eftir komuna á hótelið spurði hótelhaldarinn eftir mér og tilkynnti að komnir væru tollverðir sem vildu ná tali af mér. Þar eð Trier er skammt frá landamær- unum hefur tollgæslan sérstakar gætur á allri umferð um borgina. Það var enda greinilegt því einhver tollvarðanna kvaðst hafa séð bílstjórann og mig rogast með þessa líka kassa inn á hótelið. Þeir voru flórir saman, þrír einkennisklæddir og einn í borgaralegum kæðum. Þeir voru ákaflega vingjamlegir og spurðu mig fyrst um ferðir mínar. Síðan báðu þeir mig um að greina frá innihaldi þessara voldugu kassa, sem ég gerði. Ég kvaðst vera á leiðinni til Sieg- en þar sem ég hygðist búa næstu misserin og þetta væri tölvan mín, sem ég gæti ekki með nokkru móti verið án. Ég var látinn opna kassana og sýna þeim innihaldið. Þeir sáu strax að hér var ekki um ónotað tæki að ræða og létu þetta því gott heita og báðust innvirðulega afsökunar og því að hafa valdið mér þessum óþægindum og ósk- uðu mér að lokum ánægjulegrar dvalar í Þýskalandi. Hótelhaldarinn kvaðst aldrei hafa lent f því fyrr, að hótelið hans fylltist af tollvörð- um. Honum varð svo mikið um að hann bauð mér upp á bjórglas á kostnað hússins. En Adam var ekki lengi í Pardfs. Nú skyldi förinni haldið áfram og í raun sá ég ekki fyrir mér hvemig í ósköpunum ég kæmi nú öllu draslinu á leiðarenda. Ég pant- aði leigubíl því nú skyldi haldið á jám- brautarstöðina. Bílsfjórinn kom inn á hótel að sækja mig og spurði hvort ég væri með einhvem farangur. „Já,“ sagði ég og benti honum á ferðatöskuna, svarta kassann með prentaranum, bókakassann og að síðustu myndavélartöskuna. — Það var ekki eins og blessaður maðurinn ætlaði að sýna far- þega sinum þjónustulund og láta hendur standa fram úr ermum við að koma farangr- inum í bílinn. Nei, ekki aldeilis. Honum féll- ust hendur um sinn. Þegar hann hafði jafn- að sig hófumst við handa við flutninginn. Raunir á JÁRNBRAUTARSTÖÐVUM Þegar komið var á stöðina fræddi bílstjór- inn mig á því að á þýskum jámbrautarstöðv- um væm engir burðarmennimir og það væri undir hælinn lagt hvort ég fyndi yfír- leitt handvagn undir pjönkur mínar. Það tókst sem betur fór. Með vagninn varð ég að rogast að farmiðasölunni þar sem af- greiðslumaðurinn rak upp stór augu og spurði hvert ferðinni væri heitið. Ég keypti miða til Kölnar. Nú var mér mikill vandi á höndum. Til þess að komast á brautarpallinn þar sem Kölnarlestin átti eftir að nema staðar, varð að fara um undirgöng, niður óteljandi tröpp- ur og upp jafnmargar hinum megin. Ekki leist mér á blikuna og spurði einn stöðvar- starfsmanninn hvað ég ætti til bragðs að taka, — ekki væri óhætt að ég selflytti far- angurinn því tæplega þorandi að skilja neitt eftir á glámbekk. Mér yar bent á að reyna að koma mér vel við einhvem ökumann hinna rafknúnu dráttarvagna sem væru í ferðum á jámbrautarstöðinni með póst og frakt. Sem betur fór var mér tekið forkunn- arvel af einum þeirra, sem flutti farangur minn á réttan stað. Áhyggjur mínar fram að þessu höfðu verið óþarfar. Það er með ólíkindum hvað tilviljanir geta á stundum verið skemmtilegar. Vandi minn var svo gott sem leystur. Ég átti von á því að verða sóttur á jámbrautarstöðina í Köln. AðgátSkalhöfð . . . Það var mikill léttir að geta sest rólegur í aftasta farþegavagn Kölnarlestarinnar, við hlið roskinnar nunnu, eins nálægt almættinu og eigum sínum og unnt var. Lestin silaðist af stað. Vagninn var þétt- setinn fyrsta spölinn. Fólk var á leið úr vinnu. Lestin átti eftir að nema staðar á hveiju einasta krummaskuði sem farið var fram hjá. Tíminn leið hægt. Sætin eru auk þess hörð og óþægileg. Innan skamms tók mig að verkja í rasskinnamar og var sífellt að færa mig til. Líðanin minnti á óþol það sem í sitjandann kemur þegar líða tekur á langar leiksýningar í Þjóðleikhúsinu við Hverfísgötu. Áður en varði vorum við aðeins tvö eftir í vagninum. Ung og löguleg stúlka, sem var að lesa franskt tískublað, Belle. Skömmu áður en komið var til bæjarins Eueskirchen varð mér á að hefja upp raust mína og spyija stúlkuna hvort hún vissi hvað langt væri eftir til Kölnar. Hún varð svo hissa á því að ég skyldi hafa lokið upp munni mínum að hún varð alveg orðlaus. Loks tókst henni að spyija á móti í undmna- rrómi: „Hvað?“ Ég endurtók spuminguna hálf skelkaður á þessum viðbrögðum. Stúlk- an hristi þá hausinn, stóð upp úr sæti sínu og gekk að útgöngudyrunum. Lestin renndi að stöðinni í Euskirchen og sú stutta struns- aði heilög á svipinn í burtu. Nú fór samt að síga á seinni hlutann. ÞESSA HEIMS EÐA ANNARS? Um kl. 19 nam lestin loks staðar á aðal- jámbrautarstöðinni í Köln. Þar er jafnan margt um manninn og við lá að viðstaddir féllu í stafí þegar ég hóf að afferma frakt- vagn lestarinnar og stafla góssinu á hand- vagn sem mér tókst að teygja mig í. Sumir tóku að telja pinklana og stinga saman neQum um þennan undarlega farangur. Ég lét sem ekkert væri og sagði stundarhátt á máli innfæddra, en samt einsog við sjálfan mig: „Það er ekkert spaug að ferðast með tölvur sínar um langan veg.“ Sumir létu þessa athugasemd góða heita, aðrir urðu greinilega enn sannfærðari um það að ég væri tæplega þessa heims. Kunningjar hans komu í þann mund aðvíf- andi og gekk maður undir manns hönd að koma hafurtaskinu inn í skutbflinn sem beið fyrir utan. Við skildum mannhaf aðaljámbrautar- stöðvarinnar í Köln hlessa eftir og héldum til Siegen, sem er í raun aðeins snertispöl frá Köln, 100 km, og ekið er á hraðbraut alla leið. En tölvan góða er komin á sinn stað og er farin að gegna hlutverki sínu í nýjum heimkynnum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Höfundurinn fæst viö ritstörf í Þýzkalandi eins og fram kemur í greininni. Hann mun fram- vegis skrifa pistla frá Þýzkalandi, sem birtast munu í Lesbók. Eftir HJALTA JÓN SVEINSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.