Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 16
Ljósm. Styrmir. Islensku skíðalöndin: Búið að opna í Bláfjöll- um og Seljalandsdal Gengið með Námskvíslinni. ráðs á sumrin. Var kofínn svo til á kafi í snjó. Leiðin lá svo yfir Námshraunið og utan í hlíðinni ofan við Námskvíslina og náðum við svo í skálann upp úr hádeg- inu, eftir rúma þriggja tíma göngu. Það þurfti lítið að moka frá skáladyrunum, en það var okkur alveg nóg vinna. Það var hlýtt að koma inn í skálann, því hitaveitan er höfð á yfir veturinn. Við byrjuðum á að draga fram jólamatinn, eða það af honum sem ekki var í þeim tveimur bakpokum, sem á vant- aði. Annan dag jóla var leiðinlegt veður og héldum við kyrru fyrir. Fórum í laugina, spiluðum, sváf- um og borðuðum. Á laugardag var komið ágætt veður og tókum við saman það sem eftir var af föggum okkar. Áætlunin var orðin sú að fara til baka til Sigöldu og finna farangurinn í leiðinni. Mikið hafði kyngt niður af snjó svo við bjuggumst við að vera 2 daga á leiðinni, jafnvel 3 ef við fyndum ekki skíðin, og gista í snjósköflum. Við förum sömu leið til baka. í Námshrauninu mættum við allt í einu tveimur jeppum og urðu þama fagnaðarfundir. Þama voru á ferð þeir Keflvíkingar Karl Jó- hann Ásgeirsson og Haukur Tryggvasón og félagar þeirra, þeir höfðu ætlað að Álftavatni á Fjallabaksleið syðri upp úr Fljóts- hlíðinni, en urðu frá að hverfa, því miklir skafiar voru á veginum. Þeir héldu áfram í skálann en við gengum upp á Frostastaðaháls- inn. Var þá komið kóf og ekki hægt að fara að leita að farangr- inum. Auk þess sóttist okkur ferð- in hægt og við þreyttumst fljótt á að kafa lausamjöllina. Sneram við til baka í skálann og þáðum far með Keflvíkingun- um til byggða. í öðrum bflnum var Gufunestalstöð og gátum við látið vita af ferðum okkar. Voru nú allir í skálanum um nóttina, auk tveggja vélsleðamanna, sem komu um kvöldið. Á sunnudeginum var komið mjög gott veður og við fómm af stað í birtingu. Námskvíslin reyndist bflunum erfið og vorum við lengi að moka bakkann svo bflamir kæmust upp úr ánni. Fór dekk af einni felgu við atganginn, en þvi var snarlega kippt í lag. Á leiðinni var stansað og svipast um eftir farangrinum, en hvorki sást af honum tangur né tetur. Ekki sinu sinni skíðin, sem höfðu þó verið skorðuð vel af upp á endann. Færi var frekar þungt fyrir bflana; hvorttveggja lá jafnfallin lausamjöll á slóðinni og nú vom báðir bílarriir drekkhlaðnir, 4 í öðrum og 5 í hinum, auk farang- urs. Á leiðinni mættum við tveim- ur strákum á Suzuki-jeppa og vom þeir á leið til Landmanna- lauga, einir síns liðs. Það fór að skyggja áður en við náðum til Sigöldu, stundum festu bílamir sig, en náðu sér þó alltaf upp aftur. Aðeins einu sinni þurfti að gn'pa til spils, sem var framan á öðmm bflnum. Þegár kom á veginn ofan við Sigöldu var stansað og lofti bætt í hjólbarðana. Ferðin gekk vel í bæinn. Það var ekki nærri eins hált í Þjórsárdalnum og áður. Keyrðu jeppamenn hvert okkar til síns heima áður en þeir héldu áfram til Keflavíkur. Ekki vomm við þó búin að missa af áramótafagnaðinum í Langadal. Við höfðum einn dag til að útbúa okkur í þá ferð, fá lánuð skjjði og viðlegubúnað og í Þórsmörkina komumst við, þó á annan hátt en til stóð. Veður var mjög gott alla þá daga. Alltaf logn og falleg birta, hvort sem var í dagsbirtunni eða stjömuskini næturinnar. í gönguferð á Vala- hnúk á gamlársdag sáum við lengst norður í land, og þá m.a. í Hrafntinnusker. Töluverð umferð bæði vélsleða- og jeppamanna er í Landmanna- laugar á vetmm og héldum við uppi fyrirspumum um farangur- inn. Ymsir svipuðust um, en það var ekki fyrr en síðla í febrúar að vélsleðamenn úr Reykjavík fundu þann hluta farangursins sem hafði fokið frá okkur, en til skíðanna og bakpokans spurðist ekkert. I janúar fóm þeir Magnús H. Bjömsson, Freyr Jónsson og Birgir á jeppa inneftir, gagngert til leitar, en þá helgi gerði svarta- þoku. Það var svo í júlíbyijun að Þjóðveijar á leið fótgangandi til Lauga gengu fram á dótið í hraun- inu og létu vita hvar það væri niðurkomið. Fyrstu helgina eftir að leiðin var opnuð var farið og náð í Jiað. Allt reyndist óskemmt, nema skíðakantamir vom kol- ryðgaðir og mikil vinna fór í að gera þau „gangfæí" að nýju. Ekki tókst þessi ævintýraferð því til, eins og í upphafí var ætl- að. Veðráttan lætur ekki að sér hæða og þ rátt fyrir allar tækn- inýjungar og framfarir nútímans geta ■ náttúmöflin alltaf komið mönnum á óvart. Félagar ! Ferðafélagi Islands stikuðu gönguleiðina frá Bjallavaði til Frosta- staðavatns sl. haust. Það yrði ferðalöng- um tii aukins öryggis næði þessa stikaða leið yfir Frostastaðahálsinn að hllðum Suður-Náms. Höfundur starfar við ferða- og náttúruvemdarmál. Ennþá lætur skíðasnjórinn víða standa á sér hér heima — sýnir sig aðeins í stutta stund, en hverfiir jafiióðum. Við skulum aðeins líta á aðstæður í helstu skíðalöndunum og byija á svæðum, þar sem snjórinn er kominn -í BláQölIum og Selja- landsdal á Isafirði. Skíðasvæðið í Bláfjöllum Búið er að opna í Bláfjöllum. Þijár fullkomnustu tegundir af snjótroðumm sjá um að mala harðfenni og jafna í góðan skíðasnjó. Flestar brekkur em flóðlýstar. Opið er frá 10-18, nema á þriðjudögum, miðvikudög- um og fimmtudögum til klukkan 10 (háð veðri). Lyftur á svæðinu anna 9.100 manns á klukkustund; stólályfta í Kóngsgili 1.100 manns; Gillyfta 700 manns; Borg- arlyfta 700 manns; stólalyfta í Suðurgili 1200 manns; Topplyfta Ármanns 700 manns; Sólskins- brekkulyftan 700 manns; Breiða- blikslyftan 900 manns; Framlyft- an 700 manns; tvær nýjar bama- lyftur 700 manns hvor. Að auki em félögin með bamalyftur, oft- ast tvær í gangi, sem anna 500 manns hvor. Biðtími í lyftur er að öllu jöfnu um 15 mínútur, en getur farið upp í hálftíma, þegar mest er í Kóngsgili. Að dreifa Qöldanum Miðkjami Bláfjalla er þjónustu- miðstöðin í Kóngsgili. En nú em skíðafélögin að byggja skála, með salemisaðstöðu á báðum stöðum og Fram stefnir á að geta tekið skólahópa til gistingar í febrúar. Kóngsgilsskálinn hýsir skólahópa í kjallara. Lengsta svigbraut er 1,2 km og mesti hæðarmunur 250 metrar. Fyrir gönguskíðafólk er daglega troðinn 5 km hringur, lengdur upp í 10 km í góðu veðri, en að auki er lögð þriggja km braut út í hraunið í góðu færi — samtals 13-14 km af troðnum göngubrautum, þegar best lætur. Mikilvægi skíðakennslu Að sögn starfsmanna í Bláfjöll- um em nokkur brögð að því að fólk, einkum skólahópar, komi með ófullnægjandi skíðabúnað — bæði of stór og þung skíði og skó, sem nemendur ráða ekki við og hefur valdið slysum. Skíðaleiga er í Kóngsgili og fullur búnaður Svifið upp í fjall. kostar 950 krónur yfir daginn, en afsláttur er fyrir skólahópa. Skíðaskólinn Snæfríður starfar ýmist í Bláfjöllum eða Skálafelli. En kennsla er alltaf við Kóngs- gilsskála um helgar, tveggja tíma kennsla í senn. Reynt er að hafa ekki fleiri en 10 manns í hóp — 500 krónur á mann. Einka- kennsla, fyrir þijá eða færri kost- ar aftur 1300 krónur á mann. Lyfitugjöld í allar Bláfjallalyfitur ÁTTA MIÐA KORT: Full- orðnir 250 kr. Böm 150 kr. DAGSKORT: Fullorðnir 550 kr. Böm 250 kr. KVÖLDKORT: Fullorðnir 450 kr. Böm 150 kr. ÁRSKORT: Fullorðnir 6.300 kr. Böm 3.100 kr. DAGSKORT (aðeins í bama- lyftur): Böm og fullorðnir 150 kr. Skíðasvæðið í Seljalandsdal á ísafirði „Paradís skíðamanna" kalla ís- fírðingar sitt skíðasvæði og „paradísin" getur víða verið, ef vel viðrar, en víst er að brekkum- ar í Seljalandsdal em góðar, bæði fyrir svig- og gönguskíði. Það tekur aðeins 5 niínútur fyrir mið- bæjarbúann á ísafirði að skjótast upp í Seljalandsdal! Skíðasvæðið byijar í 230 metra hæð og nær upp í 620 metra. ísfirðingar fá nýja, ítalska togljrftu í vetur, sem verður trúlega komin í notkun í febrúar. Með nýju lyftunni em þijár lyftur á svæðinu — svokölluð „neðri lyfta“ nær upp í 450 metra, 1200 metra löng — „efri lyfta“, nær frá miðju fjalli upp á topp (620 metra), er 700 metra löng — nýja lyftan nær upp í 410 metra hæð og nýtist vel á svigsvæði, sem er mikið notað til kennslu. Bama- lyfta er niðri við Markús-húsið. Góður snjótroðari er á svæðinu. Lyftugeta er fyrir 2.400 manns á klst. og lengsta brautin er 2000 metrar. Svæðið opnar þessa helgi Opið hefur verið í Seljalandsdal um helgar í janúar, en eftir þessa helgi verður opið alla daga, frá kl. 10-6, lengur á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum og ef til vill verður meira opið, þegar nýja lyft- an er komin. Isfírðingar em alltaf með góðan, upplýstan gönguhring (4 km), en miklu lengri troðnar brautir. Þjónustumiðstöðin, Skíðheimar er gamall, hlýlegur skíðaskáli, með svefnkojur fyrir 30 manns og stóran veitingasal, þar sem bæði er hægt að borða nesti og kaupa veitingar. í fyrra vom 5 skíðakennarar á svæðinu og svipaður fjöldi í vetur — kennsla er bæði á göngu- og svigskíðum. ísfirðingar gera mik- ið til að koma öllu sínu ungviði á skíði, en Skíðaráð og Bæjarsjóður ísafjarðar standa að tveggja mán- aða, árlegri kennslu fyrir alla skólanemendur í samráði við skól- ana. Eins og skíðasvæðið í Odds- skarði sameinar skíðafólk á Aust- fjörðum þá sækir skíðafólk í ná- grannabyggðarlögum við ísaijörð mikið í Seljalandsdal. Um helgar em oft haldin spennandi þrauta- mót í tengslum við skíðakennsl- una. Skíðasvæðið í Seljalandsdal er bæði sólríkt og með nokkuð ömggan skíðasnjó, en ísfirðingar skíða þar oft fram í júní. Lyftugjöld í Seljalandsdal VETRARKORT: Fullorðnir 6.600 kr. Böm 3.200 kr. HÁLFSDAGSKORT: Full- orðnir 300 kr. Böm 150 kr. DAGSKORT: Fullorðnir 550 kr. Böm 250 kr. KVÖLDKORT: Fullorðnir 300 kr. Böm 150 kr. FJÖLSKYLDUKORT (gilda yfir tímabilið): Hjón með tvö böm 15.600 kr. Hjón með 3 böm og fleiri 17.200 kr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.