Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 11
71 UÓD VIKUNNAR í SiÓNVARPINU 15. JANÚAR Jóhann Jónsson JÓHANN JÓNSSON Söknuður Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? Og Ijóðin, erþutu ’ um þitt blóð frá draumi til draums, hvarurðu þau veðrinu aðbráð, 6 barn, erþighugðir borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þér í bijósti! Hvar...? Við svofelld annarleg orð, sem einhver rödd lætur falla á vom veg — eða að þvi er virðist, vindurinn blæs gegnum strætin, dettuross, svefngöngum vanans, oft drykklanga stund dofínn úr stirðnuðum limum. Og spunahljóð tómleikans lætur í eyrum vor lægra. Og leiðindin virðast í úrvinda hug vorum sefast. Ogeitthvað, er svefnrofum líkist, á augnlok vorandar, vér áttum oss snöggvast til hálfs, og skilningi lostin hrópar í allsgáðri vitund vor sál: Hvar? Ó hvar? Er glatað ei glatað? Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eilífð? Unn þú mér heldur um stund, að megi ég muna, minning, hrópandi rödd, ó dvel! En æ, hver má þér með höndum halda, heilaga blekking! Sem vængjablik svífandi engla í augum vaknandi bama ert þú hverful oss, hversdagsins þrælum ... Og óðar en sé oss það Ijóst, er undur þitt drukknað í æði múgsins og glaumsins. Svo höldum vér leið vorri áfram, hver sína villigötu, hver í sínu’ eigin lífi vegvilltur, framandi maður; og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð 'afhefðoglöggrónum vana, aðljúga sjálfan sigdauðan. En þei, þei, þei—svo djúpt sem vorsamvizka sefur, oss sönglar þó allan þann dag við eirðarlaus eyrun eitthvað, því líkt sem komið sé hausthljóð í vindinn, eitthvað, því líkt sem syngi vor sálaða móðir úr sjávarhljóðinu’ í fjarska ... Og eyðileik þrungið hvíslar vort hjarta hljótt út í bláinn: Hvar?... Ó hvar? Jóhann Jónsson, f. 1896, dó á bezta aldri í Þýzkalandi 1932. Hann var einn af formbyltingarmönnum islenzkrar Ijóðlistar á þessari öld, en langsamlega frsegast allra Ijóöa hans er Sökn- uður. rt ristjrs!tJ'ii »'i9 zr/l 1) r’>; > ] hfi' rrjn’ :í?3 TaiíF naSi.! *p rifn- f Steinn Steinarr. Að eiga sér helgidóm Eftir AUÐUN BRAGA SVEINSSON Arið 1934 sendi eitt af verðandi þjóðskáld- um okkar frá sér sína fyrstu ljóðabók, er hlaut nafnið Rauður loginn brann. Skáld- ið var 26 ára, þegar þetta var. Hann hét Aðalsteinn Kristmundsson, en skrifaði undir dulnefninu Steinn Steinarr, sem síðar átti eftir að festast við hann. Ljóða- bók þessi, eða ljóðakver réttara sagt, vakti allmikla athygli. Þama voru 29 ljóð, hvar af 10 véku frá hefðbundnu formi stuðla og ríms. Að vísu eru ljóð þessi víða með hrynjandi og ljóðstöfum. Sést, ef vel er lesið. Þessi svonefndu órímuðu ljóð bera heitin í vor, Göngu- ljóð, Veruleiki, Elín Helena, Húsið sefúr, Minning, Á Café, Smiðjukvæði, Mold og Stiginn. En það var raunar ekki form þessara ljóða í Rauður loginn brann, eftir Stein Steinarr, sem ég ætlaði að gera að um- ræðuefni í þessari blaðagrein, heldur eitt af ljóðum bókarinnar, sem er í fastmót- uðum skorðum hefðbundinnar ljóðagerð- ar. Efni þess er lýsing á tilveru fátæks verkamanns í Reykjavík (að því er ætla má). Auðvitað var ljóð þetta ort í þeim tilgangi að vekja athygli á kjörum þeirra er vinna hörðum höndum, og njóta lífsins aðeins að takmörkuðu leyti þess vegna. Steinn var róttækt skáld í skoðunum, að minnsta kosti framan af ævi, og hafði hug á að breyta heiminum, líkt og mörg ung skáld þeirra tíma. Birti hann fyrstu ljóð sín í málgögnum alþýðunnar, iíkt og í Alþýðublaðinu. Um það kvað Steinn sem frægt er: Ég rarsoltinn ogklæðlaus ogorti íAlþýðublaðið, og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig. Ljóð það sem ég tek hér til meðferðar ber heitið Verkamaður. Hefst það með þessu erindi: Hann var eins og hver annar verkamaður, á vinnufötm og slitnum skóm. Hnn var aldrei hryggur og aldrei glaður og átti ekki nokkum helgidóm. Hann vann á eyrinni alla daga, þegar einhveija vinnu var hægt að fá, en konan var heima að stoppa og staga og stugga krökkunum til og frá Nokkuð raunsönn lýsing á daglegu lffi verkamannafjölskyldu á mölinni á kreppuárunum upp úr 1930. Af eigin raun þekkti ég, þótt um skamman tíma væri, hversu hlutverk verkamannsins getur verið erfítt og niðurlægjandi, þeg- ar vinna er stopul, og betla verður á þeim vettvangi, líkt og um náðarbrauð væri að ræða. En það er ein lína í þessu erindi (já, í þessu ljóði), sem ég er alls ekki sáttur við, og hef aldrei verið síðan ég las þetta ljóð fyrst, þá unglingur. Það er línan: .. .og átti ekki nokkurn helgidóm. Hvílfkt öfugmæli! Er þama ekki full mikið sagt? Getur ekki jafnvei verkamaður, þótt fá- tækur sé af veraldarauði og hlaðinn þreytu eftir daglegt strit, átt sinn helgi- dóm? — Hver maður, hversu umkomu- laus sem hann er, á sinn eigin heim, sinn eigin hugarheim, vonir og þrár. Strit og basl fær aldrei svipt hann þessu. Þrátt fyrir erfið ytri skilyrði hafa ótal íslendingar átt sinn innri heim, sinn helgidóm, sem þeir flúðu til, er einhver tími gafst, jafnvel örlítill. Hér má minn- ast á alla þá sem fengist hafa við vísna- gerð, hagyrðingana, sem settu saman ljóð í tómstundum, ef einhveijar gáfust, já, jafnvel við vinnu sína. Allir þeir sem eiga sér einhver áhugamál, utan við sjálft brauðstritið, eiga sér vissan helgi- dóm. Vera má að verkamaðurinn hans Steins Steinarrs hafí verið það snauður, að hann átti engin áhugamál eða leyfði sér ekki að hafa þau. Auðvitað á ytri hagur mikinn þátt í því, hvernig við njótum þessa jarðlífs, eða hvort við gerum það. Það er gott að þurfa ekki að hafa neinar fjárhagsá- hyggjur, vera fjárhagslega sjálfstæður. En að slá því föstu, að sá maður sem klæðist vinnufötum og ber slitna skó á fótum, eigi sér engan helgidóm er hrein firra. Ef við eigum einhveija hugsjón, sem við kjósum að þjóna og gera að veru- leika, ef við eigum einhvem vilja til að hefja okkur upp yfír daglegt amstur, eigum við okkar helgidóm. í ljóði sínu sem ég hefi hér gert nokkuð að umræðuefni, lætur skáldið Steinn Steinarr veraldargengið glepja sér illi- lega sýn, er hann heldur því fram að skortur á því hindri fólk í því að eiga sér helgidóm. Þama er hann að rugla saman ytri og innri veröld, ytri og innri veruleika, ef svo má að orði komast. í einu kvæða sinna lætur skáldið Step- han G. Stephansson svo um mælt um mann einn, sem Kolbeinn hét (í kvæðinu Kolbeinslagi): En eðli Kolbeins var yfírmennt, hann orkaði þvi sem er fáum hent að lepja upp mola um lifsins stig en láta ekki baslið smækka. sig. Hann lét ekki baslið smækka sig, maðurinn sá. Það var lóðið. Því er hér með slegið föstu frá minni hendi, að þótt maður sé verk&maður, geti hann átt sér sinn helgidóm — ef hann vill. Við megum ekki láta efnishyggjuna blinda okkur. Höfundur er kennari LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.