Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 15
Ævintýralegar útivistarferðir: eftir Salbjörgn Óskarsdóttur Óbyggðajól var hugmynd, sem skaut uppi kollinum á haustmán- uðum 1986, að nota gott frí til að ganga á skíðum frá Sigöldu til Þórsmerkur. Málið var reifað og varð brátt að alvöru. Eftir ýmsar vangaveltur vorum við orð- in §ögur sem vorum ákveðin í að fara. Við fjórmenningamir vorum Birgir Finnbogason jámsmiður, Einar Magnússon rafvirki, Styrm- ir Sigurðsson nuddari og greinar- höfundur, skrifstofumaður að at- vinnu og leiðangursstjóri hópsins. Undirbúningur hófst strax um haustið; upplýsingaöflun, birgða- söfnun og ýmsar endurbætur á útbúnaði. A Þorláksmessu var pakkað niður og um fjögurleytið að morgni aðfangadags hittumst við í Kópavoginum og lukum við að pakka. Þá skiptum við með okkur birgðum og hver raðaði sínu í tvo bakpoka, annan stóran sem bundinn var á þotu og hinn minni, sem við bárum. Farangurinn var alls um 25 kg á mann. Ef allt gengi vel, áttum við að komast á leiðarenda á fimm dögum. Vistir voru þó til átta daga og var það mest frostþurrkaður matur og annað léttbært æti. Klukkan var 5 þegar við vorum tilbúin til brott(arar. Okkur öllum og farangrinum var troðið í Range Rover-jeppa og bflstjóri okkar, sem lét fiíslega hafa af sér morg- unblundinn, var Kristberg Snjólfs- son. Skafrenningur var á leiðinni austur fyrir fjall, en skánaði svo er austar dró. Við fórum sem leið liggur upp Þjórsárdal. Gekk ferðin vel, þar til kom að Hrauneyjar- fossvirkjun. Þá var glerhálka á veginum og í beygjunni að virkj- uninni snerist bfllinn á veginum og rann út í skafl. Við mokuðum hann lausan og settum keðjur undir. Það var ekki orðið fullbjart þegar við komum til Sigöldu, en það var ekki langt í það. Við vor- utn dágóða stund að korria far- angrinum á þotumar. Kristberg reyndi að telja okkur hughvarf. „Svo hefur hún æðislega rauðvín- ssósu með kjötinu", klykkti hann út með, eftir lýsingu á matreiðslu- snilld móður sinnar. Svo' fór hann og við áminntum hann að aka varlega, nú værum við ekki til að moka hann upp. Við stóðum og horfðum á eftir honum eins lengi og bflljósin sáust og héldum svo af stað. Fljótlega þurfti ég að stoppa og binda um aftur. Það er ekki sama hvemig hnútum baggamir em bundnir. Framan af var lítiil snjór og við þræddum skaflana. Færið var ágætt, en heldur fannst okkur Birgi brekkunum hafa fjölgað frá því við fórum þama um með Ferðafélaginu um síðustu páska, þá laus við farangur en nú með þotur í eftirdragi. Við fóram ekki hratt yfir og að Bjallavaði komum við um tvöleytið eftir um þriggja tíma göngu. Þar var áning og síðan héldum við fyrir Hnausana og yfir hraunið. Það fór að skyggja, en við vildum frekar freista þess að ná í skálann í Landmannalaugum en að fara að tjalda strax. Veðrið var líka mjög gott, svo við gengum áfram eftir áttavita. Ailtaf dimmdi meir og meir, enda hvorki tunglskin né stjömubirta að ráði, en veðrið var enn jafn milt og gott. Við gengum í suðurátt, eftir áttavitanum. Brátt fór að halla á fótinn og héldum við okkur að komast á Frostastaðaháls og þá færi nú að styttast í skálann. Hálsinn er nú ekki hár, en okkur fannst brekkan aldrei ætla að taka enda. Sáum að okkur hlaut að hafa borið að- eins af leið og þetta hlytu að vera Norðumámur, sem við væram að fara yfir. Efst bratumst við í gegnum snjóhengju og komum þar í dúnmjúka lausamjöll. Gang- an sóttist okkur nú hægar. Niður af fellinu komum við í Norðumá- mshraun og þar voram við ýmist að missa fótanna í gjótur undir snjónum eða reka tæmar í og lirasa. Þreyta fór nú að segja til sín eftir 11 tíma á göngu. Birgir vildi endilega komast í skálann, en við hin voram orðin sátt við að láta fyrirberast þama um nótt- ina. í hraunbolla grófum við holu, sem var rétt svo mátulega stór, að við gætum öll legið þar. Aðeins einn komst að til að moka í einu og var það eftirsótt starf, því hin- um kólnaði svo á meðan. Skriðum við ofan í svefnpokana eins og við komum fyrir, í gönguskónum og regngallanum. Oðram megin og alveg ofan í holunni sváfu strákamir samanþjappaðir, með Styrmi svefnpokalausan í miðj- unni, fyrir ofan þá lá ég, saman- brotin í öllum liðamótum. Við reyndum að loka holunni með segldúk, en það var ómögulegt að hemja hann. Þó ekki væri þetta þægilegt ból, sváfum við vel um nóttina og dreymdi steikur og kræsingar. Fórum við ekki á fæt- ur fyrr en um 9-leytið á jólamorg- un og hafði þá veðrinu slotað tii muna, auk þess sem birti óðum. Einar reyndi að hita súpu á prímusnum, sem náði ekki að hitna almennilega. Mat höfðum við engan borðað kvöldið áður, aðeins nartað í frosið og ólystugt smurt brauð og frosnar smákök- ur, auk þéss sem einhver átti frosna konfektmola. En nú fóram við að finna fyrir hungri og vonuð- umst eftir að komast sem fyrst í skálann í Laugum, fyrr skyldi jólamaturinn ekki tekinn upp. Við gengum af stað. Þegar við komum þar að sem vegurinn kem- ur niður af Frostastaðahálsinum fórum við að kannast betur við okkur. Fljótlega komum við svo að skúmum að Sólvangi, sem hýsir landverði Nattúravemdar- Ljðsm. S.Ó. Komið tíl móts við Keflvíkinga. Ljósm. S.Ó. í skálanum í Laugum: Styrmir, Einar og Birgir. Ljósm. Salbjörg. Gististaðurinn á jólanótt. Einar eldar súpu. Styrmir dyttar að þotunni. fram hjá tveimur skiltum sem vísuðu á Hnausapoll og þau rétt stóðu þau upp úr snjónum. Þama var færið orðið mjög hart. Nú var orðið niðamyrkur. Leið- in lá utan í Tjörvafellinu, hliðar- hallinn var óþægilegur því harð- fenni var mikið. Eg ákvað að færa mig niður á jafnsléttu á eft- ir Styrmi, en Einar og Birgir héldu sig í brekkunni. Skyndilega var fótunum kippt undan mér og ég rann spöl. Það tók mig smástund að átta mig á aðstæðum. Það var skollið á rok og fíngert kófið smaug alls staðar. Skammt fyrir ofan mig lágu Birgir og Einar, en Styrmir sást hvergi. Eg kall- aði, en heyrði varla í sjálfrí mér. Þá mundi ég eftir ljósinu mínu, sem átti að vera í hólfí utan á bakpokanum. Mér tókst að fiska það upp og blikkaði i þá átt, þar Ljósm. S.Ó. sem ég taldi hann vera. Hann kom fljótlega, en farangurslaus og bara á einu skíði, Hitt fauk út í buskann og þegar hann sá ljósið, leysti hann sig frá þotunni og kom upp brekkuna. Það var ekki stætt á skíðunum, svo við urðum að taka þau af okkur og komast á brodda. Um leið urðum við að klæða okkur í regngallana gegn kófinu sem alls staðar smaug. Og það þurfti að halda við farangur- inn sem vildi Qúka burt. Við vor- um búin að húka þama alllengi. Birgir leit á úrið og óskaði gleði- legra jóla, en við litlar uridirtekt- ir. Okkur var nú farið að kólna og þurftum að halda af stað aft- ur. Við leituðum að þotu Styrmis, en það var eins og myrkrið hefði gleypt hana. Það var ekki um annað að ræða en að halda áfram, þó þarna færi allur farangur hans, ■ nema sá sem hann var með á bakinu. Þotumar voru nú til traf- ala, þær vildu feykjast til og velt- ast um. Það fór að losna um umbúnaðinn á minni þotu, en áður en ég náði að lagfæra hann fauk í burtu poki með tjaldinu og ýmsu fleira. Hann fannst ekki aftur. Við söfnuðum nú öllum skíðunum á þotu Einars og héldum áfram fótgangandi og gættum þess vel að halda hópinn. Okkur miðaði sæmilega áfram, öll á brodd nema Styrmir. Hvergi var skjól að fá fyrr en við komum í hraunið fyrir sunnan Tjörvafel- lið. Einn steinn var þar áberandi hæstur og reyndum við að grafa okkur í fönn í skjóli við hann, en snjórinn var alltof harður. Þá ák- váðum við að skilja skíðin eftir og ég skildi einnig eftir bak- pokann, en tók úr honum það helsta og setti í minni pokann og dró svefripokann á eftir mér. Dó- tið ætluðum við að finna aftur næsta dag, nú vildum við fara að komast í húsaskjólið. Skíðunum stungum við upp á endann og voru þau vel skorðuð í harðfenn- inu. Og steinninn skar sig svo úr nágrenninu, a.m.k. eins langt og við sáum. Gengum við nú áfram og alltaf Jólanótt í Norð- umámshrauní LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.