Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 7
Volvo F16 í þungaSutningvm. 150 000 100 000 / 60)000 ’ Id80 81 82 83 84 87 88 89 1990 Saab hefur aukið söluna um 10% árlega síðustu árin. en árið 1987 voru afskráðir yfír 16 þúsund bflar. Flestir voru af árgerðunum 1974 og 1964. Milton Spring sem rekur vöruflutninga- fyrirtæki í Svíþjóð var fenginn tii að prófa F16 vörubflinn frá Volvo nokkrum mánuðum áður en hann var kynntur opinberlega. Bfllin var dulbúinn, með grilli og ýmsu öðru útliti eldri gerðarinnar en samt vakti hann grun- semdir samstarfsmanna Miltons. Þeim virt- ist hann kraftmeiri en jafnframt hljóðlátari en Milton var bundinn þagnareiði og gat ekkert frætt piltana. Á kvöldin var bfllinn settur í skemmu svo ekki væri hægt að gramsa neitt í honum. Þannig prófa verk- smiðjur stundum ýmsar nýjungar og nýjar gerðir atvinnutækjanna við eðlilegar að- stæður áður en þau eru sett á markað. Sauber-Benz erhinn rennilegasti vagn. Peter Sauber er maðurinn bak við góð- an árangur Sauber-Benz sem nú er orðinn fullgildur þátttakandi í nánast hvaða kappakstri sem er. hraðakstursbfl en Daimler-Benz orkubúið, þ.e. vél, skiptingu og drif og reyndar hafa hinar þýsku verksmiðjur einnig fjármagnað fyrirtækið að mestu. Snemma árs 1988 ákváðu forráðamenn Daimler-Benz að hefja samstarf við Sauber og var áskilið að árang- ur kæmi fljótt í ljós. Sauber-Benz hefur þegar sannað ágæti sitt til hraðaksturs og telja aðstandendur hans þetta vera einn hraðskreiðasta bfl meðal kappakstursbfla um þessar mundir. Byggja þeir það á árangri sem reynsluakst- ur hefur gefíð nú á liðnu hausti. Það er kannski engin furða þó að árangurinn sé góður því vélin skilar nærri heilu hestafli á hvert kfló eða 700 á móti 870 kg bflsins. Peter Sauber var sjálfur kappakstursmað- ur þar til 1973 að hann sagði skilið við áhættusamt starf við aksturinn. Hvarf hann þá að teikniborðinu og hóf að hanna bfla sjálfur og stofnaði fyrirtækið. Árangur hans varð slíkur að bflamir blönduðu sér iðulega í baráttu um fyrstu sætin t.d. í Le Mans keppninni. Hann réði síðar sérstaka teikn ara og sneri sér sjálfur meira að vélbúnaðin- um. ÖKUMENN í MEGRUN Með svona stórri vél hefur eyðslan verið sífellt vandamál og þyngd vélarinner einnig. Eftir ýmsar endurbætur tókst að ráða við þennan vanda og vegur bfllinn nú alls 870 kg og vélin þar af tæp 200 kg. Lengd hans er 4,8 m, breidd 1,98 m og hæðin er 1,07 m. Það er síðan heilmikil kúnst að aka svona bfl rétt eins og öllum kappakstursbflum. Fjöldi aðstoðarmanna fylgist með og gefa þeir ökumanni upplýsingar með fjarskiptum ef á þarf að halda þrátt fyrir að mælaborð sé mjög einfalt í sniðum í þessum bflum gefa mælar nauðsynlegar upplýsingar án þess þó að trufla ökumann um of frá sjálf- um hraðakstrinum. En þetta reynir verulega á þá enda eiga þeir til að missa nokkur kfló í hverri keppni. JOSEF DHZÚGASVÍLI STALÍN Ættjarðarljóð Arnheiður Sigurðardóttir þýddi Rósarhnappurinn er að ljúkast upp, og bláklukkumar allt umhverfis hann. Hið fölva írisblóm er einnig vaknað, og öll kinka þau kolli í blænum. Lævirkinn þenur vængi hátt í heiðlofti. Kvakar hann og syngur. Næturgalinn kveður kyrrum rómi, syngur heitu hjarta: „Megi þú blómgast, ástkært föðurland - í gleði og giftu. þú land mitt, lbería. Og þér Georgíumenn - megi lærdómsiðkanir tengja yður ættlandinu. “ Höfundur var kornungur námsmaður f Georgíu þegar hann orti Ijóöiö. Það er þýtt úr bókinni An American eftir Harri- son Salisbury. [bería er hluti af Georgíu. ÁSDÍS JENNAÁSTRÁÐSDÓTTIR Kærleiksstjarnan / haust þegar fór að dimma á kvöldin, tók ég eftir skærri stömu sem Ijómaði á himninum þegar heiðríkt var úti. Þegar ég Iá á bakinu í rúminu mínu var hún eins og falleg peria, sem lýsti inn um gluggann minn. Mér var farið að þykja svo vænt um stjömuna, að ég saknaði hennar þegar himinninn var skýjaö- ur. Og ég varð hrædd um að hún kæmi ekki aftur þótt birti til. En hún kom og hún er þama enn þegar allt er stjömubjart Éghugsaði oft um sijömuna á daginn ogfann aðhún varstjam- an mín og hún gerði mig glaða. Eina nóttina dreymdi mig að ég var komin til stjömunnar minnar. Ég horfði, með henni, heim til mín inn um gluggann á herberginu mínu og sá rúmið mitt autt. — Eg verð að flýta mér heim írúmið mitt, sagði ég við stjöm- una. — Ég þarf fyrst að segja þér dálítið, sagði stjaman. Ég vairð forvitin og horfði á stjömuna sem var svo undur björt að mér vöknaði um augu. — Hann afí þinn, sem er á himnum, bað mig að lýsa inn um gluggann til þín á hvetju kvöldi þegar heiðskírt er í vetur. Ég er kærleiksstjaman og um leið og ég skín svo skært að þú sérð mig, þar sem þú liggur í rúminu, er ég að færa þér kærieik frá honum afa þínum, sem hann ætlaði að gefa þér ef þið yrðuð saman á jörðinni. Honum þótti svo vænt um þig. — Má ég sjá hann afa minn, sagði ég við stjömuna. — Það getur þú ekki, sagði stjaman. Þú getur bara séð hann í huganum. Mig dreymdi ekki meira, af því að ég vaknaði. Það var enn dimmt og ég sá stjömuna mína greinilega. Kærleiksstjaman, hugsaði ég og mér leið svo vel af því nú fannst mér við afi eiga þessa stjömu saman. Nóv. 1988 Höfundur er nemandi viö Menntaskólann í Hamrahlíð. ÁSGEIR GUNNARSSON Angistarnótt Þú nístandi, niðdimma angistardjúp þú ert napurt sem kolniðaskuggi mig langar að sveipa þig sólrikum hjúp en sjá þó í gegn, þar er gluggi þá sé ég þig kolsvarta deyðandi djúp þú ert dulítil þoka I fjarska hví ertu svo kuldalegt, kalt ekki hlýtt? hví ertu ekki fallegt og notalegt, þýtt? hvíertu eitt svartnætti, dapurt oggrýtt? hví ertu ekki blíðlegt og blítt? þú kannt ekki svarið, þú sérð ætíð svart þú vilt ekki bæta um betur þú vilt ekkert hlýlegt, ogalls ekkert bjart þú vilt bara ískaldan vetur Far f friði, Svartnætti! Ljóöiö er endurbirt vegna prentvillu, sem varð og breytti merkingunni. Höfundur, sem áöur var forstjóri Veltis, og lesendur eru beðnir velviröingar á þvi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.