Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1989, Blaðsíða 8
Edvard Munch: Stúlkan og hjartað. Hjartað í Aður fyrr var talið að hjartað hefði sérstöðu meðal innri líffæra mannsins. Á miðöldum gerðu menn ráð fyrir að jörðin væri mið- punktur alheimsins og að hjartað væri mikil- vægasta og göfugasta líffæri líkamans. Þessi Hjartað var löngum talið hið raunverulega aðsetur vitsins og jafnvel sálarinnar, heilinn var aðeins tæki, og frá fornu fari hefur hjartað komið fyrir í myndlist sem tákn, bæði í trúarlegum og veraldlegum skilningi. Það gat verið tákn fyrir margskonar hlýjar tilflnningar, vináttu, ást, fórnfýsi og göfuglyndi. Eftir GUÐRÚNU ÞÓRARIN SDÓTTUR skoðun á uppruna sinn meðal Fomgrikkja. En þessi skoðun byggðist eingöngu á heim- spekilegum vangaveltum en ekki á neinum tilgátum sem studdust við byggingu og hlut- verk hjartans. Frá fomu fari voru aðalhlutar líkamans taldir vera þrír, þ.e. heilinn, hjartað og kyn- færin. Miðpunkturinn var samt hjartað og þess vegna tók það að nokkru merkingu hinna tveggja. Hjartað var eina líffærið sem Egyptar skildu eftir í múmíunum, það var talið sú miðja (miðstöð) sem ómissandi væri í eilífðinni, því allir miðpunktar eru tákn eilífðar — tíminn er samkvæmt Aristóteles hringsól fyrirbæranna um „hinn óhreyfan- lega hreyfanda". Hjartað var löngum talið hið raunvemlega aðsetur vitsins, heilinn aðeins tæki, og í tilraunum manna til að finna samsvömn í öllu var tunglið talið sam- svara heilanum en hjartað sólinni. Öll tákn um „miðju" eða „miðpunkt" em látin tengj- ast hjartanu á einhverrt hátt, annaðhvort með samsvömn eða með öðmm táknum eins og bikar, skrín eða helli. í huga alkemis- tanna, gullgerðarmannanna, var hjartað ímynd sólarinnar í manninum líkt og gullið var ímynd sólarinnar á. jörðinni. Mikilvægi ástarinnar í hinni dulrænu trú á sameiningu alls skýrir hvers vegna ástar- symbolismi varð náskyldur hjarta-symbol- isma, því að elska er að upplifa kraft sem knýr þann sem elskar að ákveðnum mið- punkti. í merkjum er hjartað því tákn ástar- innar sem miðju uppljómunar og hamingju og þess vegna er oft ofan á hjartanu eldur, kross, lilja, eða kóróna. Platon áleit að hin ódauðlega sál manns- ins væri staðsett í höfðinu en dauðlega sál- in, sem sá um greind og tilfinningar væri í hjartanu. Aristóteles neitaði þessari skipt- ingu. Samkvæmt hans skilningi var aðeins til ein sál og hún var staðsett á einum stað, nefnilega í hjartanu, sem var miðpunktur- inn. Þar fannst hinn innri eldur sem veitti hlýju. Heilinn var aftur á móti kaldur og gat þess vegna ekki skapað hlýju. Hjartað er allt og allt er í hjartanu. Þessi skoðun breyttist lítillega á miðöld- um. Menn álitu að hjartað væri bústaður Guðdómurinn tekur á sig hjartamynd á þessu franska merki Sá hugprúði á si og innan hjartans er Kristur á krossinum ■ sálarinnar og þaðan færu hugsanimar upp til heilans. Eldur hjartans og kuldi heilans kæmu síðan í sameiningu réttu jafnvægi á hugsanimar. Samkvæmt skoðun einhvers var hægt að líkja sálinni við kónguló sem í miðju neti sínu finnur minnstu hreyfingar netsins. Á sama hátt varð sálin að vera í miðju líkamans, í hjartanu. Skoðun manna á mikilvægi hjartans kom einnig fram í þeim sið að hjörtu, sem höfðu tilheyrt mikilsmetnum mönnum vom stund- um jörðuð á öðmm stað en líkaminn. Hjart- að úr Ríkarði ljónshjarta var til dæmis sett í sérstakt grafhýsi í Rouen, sem seinna eyðilagðist í frönsku byltingunni. HJARTAÐ Sem TÁKN Hjartað er tákn ástar bæði í trúarlegum og veraldlegum skilningi. Logandi hjarta táknar mesta tilfinningahitann. Logandi hjarta er einkenni Ágústínusar, Antoníus- ar frá Padua, Ástúðar (Caritas) og Venus- ar endurreisnartímans. Algengt merki R- tímans er hjarta stungið ör ásamt einkunn- listínni Eldsvoði í hjart Hjartað - Litó- grafía eftir Munch. Hjartað i tveimur nútíma málverk- um úr samkeppni Bayer-lyfjafyrir- tækisins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.