Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 5
Stjómendur og starfsmenn þekkja ekki hver annan, skilja ekki hver annan, bera ekki virðingu hver fyrir öðrum. Þetta veldur því að með tíð og tíma verður starfsfólkið óútreiknanlegt og lætur illa að stjóm. vanur að taka erfiðar ákvarðanir og er tímar líða öðlast hann svo mikla virðingu innan fyrirtækisins að enginn þorir að mótmæla honum. Hann hefur lítinn tíma til að vera með fjölskyldunni og skilur ekkert í því þegar unglingamir hans bytja að verða bæði „uppreisnargjarnir og vanþakklátir". Þó hann eyði litlum tíma með þeim fá þau jú allt sem hugurinn gimist. í þeirri ábyrgð- arstöðu sem hann gegnir finnst honum hann aldrei mega sýna veikleika. Hann verður að vera ákveðinn og sterkur. Er tímar líða byijar þessi krafa að íþyngja honum. Hann fær á tilfinninguna að hann verði alltaf að vera á varðbergi svo ekki myndist spmngur á yfirborðið, svo heimurinn geti ekki séð að hann eigi til veikar hliðar. Mikilvægt í þróun þessa manns er að honum er aldrei mótmælt og veit þess vegna ekkert um hvemig öðmm fínnst stjórnun hans, jafnvel hvort fólk beygir sig bara fyrir vilja hans vegna stöðu hans. Því minna sem hann veit um hug annarra því meira líður sjálfs- virðing hans. Hann byijar að grana undir- menn sína um fólsku og herðir á stjómtaum- unum til þess að fullvissa sig um að það sé hann sem ráði. Samsvarandi munstur skapast heima. Fjölskyldan byijar að tipla á tám í kringum hann og neikvæður hring- ur hefur myndast. Því meir reynir hann að stjórna þeim til að finnast hann góður og verði þakklát fyrir allt sem hann hefur gert fyrir þau. í þessu ójafna valdatafli byijar fjölskyldan síðan að neita honum um það sem hann annars þarfnast svo sárt, hrósið. En þegar hann herðir á stjórntaumunum heima er það vegna þess að hann lifír í þeirri blekkingu að öryggi sé bara að finna í heiminum svo framarlega sem hann geti haft fulla stjórn á gerðum flölskyldumeðlima og helst tilfínningum þeirra líka. En tilraun til að skapa sér öryggi gegnum völd og drottnun leiðir bara til vaxandi óöryggis, tortryggni og neikvæðrar túlkunar á við- brögðum bæði fjölskyldumeðlima og undir- manna. Sjálfstraust hans og stjórnun fyrir- tækisins verður verri, svefnleysi, þunglyndi og ótti verða fylgisveinar hans. Rekstur fyrirtækisins byijar að ganga illa, árekstrar aukast, uppsagnir verða algengari og fjár- hagsleg afkoma versnar. Að lokum biðja eigendur fyrirtækisins hann um að segja af sér, áður en honum verði sagt upp. Þá fyrst gerir hann sér grein fyrir að eitthvað hijóti að vera stórkostlega rangt við lífsstíl hans, viðhorf hans. Að þetta skuli geta komið fyrir hann, „mann á uppleið" frá unga aldri. Hann verður að horfast í augu við að hann hefur fórnað mikilvægum lífsgildum og traustu og þroskandi sam- bandi við aðra á altari þess sem hann hélt að skipti mestu máli í lífínu: að sigra aðra, að hafa völd yfír öðmm. Enn sorglegra dæmi má hugsa sér: „dúx- inn“ úr háskólanum sem kemst í stjórnunar- stöðu aðeins vegna einkunnanna. En því miður vill svo til í þessu tilfelli að einstakl- ingurinn er lítt hæfur til til mannlegra sam- skipta. Hann er ófær um að mynda náin tilfinningaleg tengsl við aðra manneskju, en er flinkur og fær við að vefja þeim um fíngur sér sem hann telur sér hag í. Sið- blinda hans skapar síðan helvíti fyrir þá sem em háðir honum, samtímis því sem hann heillar þá sem hann hagnast á að heilla. Slíkir einstaklingar hafa enga innsýn í sið- blindu sína og geta sjaldan eða aldrei orðið frískir. Þeir standa að baki mörgum mann- legum harmleik. Ein aðferð til að koma í veg fyrir að slíkir einstaklingar komist í stjórnunarstöð- ur og geti leikið sér með líf fjölda manns er að leggja próf sem koma upp um slíka eiginleika fyrir verðandi stjómendur. Má í því sambandi nefna að Bandaríkjamenn nota slík próf þegar ráðið er í stjórnunar- stöður hjá lögreglu og flugfélögum. Drottnunar- og valdasýki í samskiptum við samkeppnisaðila getur einnig leitt til þess að allir em í stríði við alla, með síaukn- um eyðileggjandi afleiðingum bæði fyrirþau fýrirtæki sem í hlut eiga og fyrir samfélag- ið í heild sinni. Viðurkenning sameiginlegra hagsmuna og samvinnu virðist því nauðsynleg og skyn- samleg. Manneskjulegri lífssýn sem gefur siðgæði og langtíma viðhorfum pláss virðist geta veitt það traust, þá gagnkvæmni og þann sveigjanleika sem er nauðsynlegur fyrir nýsköpun, fmmkvæði og til langtíma árangurs. Siðfræðileg viðhorf em ekki nein „ónauðsynleg lúxusvara" heldur nauðsyn- legur hluti af heildarmynd sem menn lifa og hrærast í og kemur þeim í koll að gleyma. Nú um stundir standa mörg fyrirtæki í þeim spomm að sjá möguleikana og nauð- synina á því að gera sér grein fyrir samspil- inu milli þess hvernig litið er á manneskjuna innan fyrirtækisins, hvemig stjórnunarstíll er viðhafður og hvaða langtíma áhrif þessir þættir hafa á öllum sviðum. Bæði hvað varðar einstaklinginn sem slíkan, fyrirtækið (samstarf, nýsköpun, frumkvæði, hagnað, o.s.frv.) og samfélagið í heild sinni. Sköpun viðhorfa innan fyrirtækja sem leggja áherslu á sköpunargleði, fmmkvæði og góðan samstarfsanda em mikilvægasta forsenda fyrir árangri og hagnaði. Jafnrétti manna á meðal í samfélaginu er gmndvallarforsenda fyrir andlegum þroska og vexti einstaklinganna. Þess vegna er mikilvægt að hefja sig yfir hina einföldu og framstæðu „annaðhvort eða“-hugsun sem einkennir valda- og drottnunarsýki í samfélaginu og er eitt höfuðeinkenni „uppa- menningarinnar". Því má segja að þau fyrirtæki sem hafa jafnrétti í hávegum og dreifa völdum og ábyrgð sem jafnast meðal starfsmanna sinna séu jafnframt þau fyrirtæki sem eru hvað sterkust og heilbrigðust. Slík fyrirtæki setja aðrar en ekki síður erfiðar kröfur til stjómenda. Ber þar fyrst að nefna sveigjan- leika, hæfni til að takast á við síbreytilegar aðstæður og hæfni til að „fá fram það besta“ hjá starfsmönnum þannig að hægt sé í sameiningu að ná góðum árangri. Sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hefur að snúa við neikvæðri þróun má nefna Aker-Stord, eitt stærsta fyrirtæki Norð- manna. Sett hefur verið á laggimar verk- efni innan fyrirtækisins sem kallast „ein- staklingar í þróun“ (mennesker í utvikling). Þetta verkefni er hugsað sem eins konar þroskaferill sem fyrirtækið gengur í gegn- um, um ókomin ár, með viðeigandi aðlögun að breyttum tímum. Verkefnið er tvíþætt en þættimir em samfléttaðir. Annars vegar er um að ræða starfsþróun sem felst í síbreytileika starfa innan fyrirtækisins. Menn vinna ekki lengur sama starfíð alla sína starfstíð heldur fá þjálfun og reynslu hvað varðar fleiri störf. Sem dæmi má taka að sá sem vinnur við framleiðslu einhverrar einnar einingar í dag getur unnið við fram- leiðslu allt annarrar einingar í næstu viku. Eða sá sem vir.nur við stjómun einn daginn getur unnið við starfsmannahald eftir sex mánuði o.s.frv. Markmiðið er m.a. að fólk fái heildarsýn yfír það sem er að gerast í fyrirtækinu og sjái tilganginn með starfinu. Auk þess er minni hætta á að fólk ofþreyt- ist í einu starfi. Hins vegar er athyglinni beint að störfum stjórnenda á öllum sviðum innan fyrirtækis- ins. Takmarkið er að breyta hlutverki stjóm- enda frá hinni hefðbundnu stjómun með áherslu á það verk sem verið er að vinna, til stjórnunar sem leggur áherslu á mann- eskjuna sem vinnur verkið. Þetta hefur leitt til þess að unnið er meira saman í hópum en áður en það hefur aukið afköst allt að 30%. Þetta hefur einnig leitt til þess að notuð em svokölluð starfsmannaviðtöl sem tæki í þessari þróun. Stjómendur em þá skildugir til að ræða einslega í góðu tómi við hvem og einn starfsmanna a.m.k. einu sinni á ári. Menn verða að ætla sér 2-3 klst. fyrir umræðurnar og undirbúa sig vel fyrir að ræða í hreinskilni saman um starf- ið, kosti þess og galla, væntingar til þess, erfiðleika fyrir utan starfíð o.s.frv. Starfsmenn Aker-Stord viðurkenna fúslega að með sínu starfí hafí þeir ekki náð neinni fullkomnun. Langt er enn í land en nei- kvæðri þróun er snúið í jákvæða, tapi í hagnað. Sú heimspeki sem stjómun fyrirtækja grundvallast á og sá stjórnunarstíll sem við- hafður er em mjög mikilvægir þættir hvað varðar velferð einstaklinga, fyrirtækja og samfélags. Viðfangsefni þessarar umfjöllun- ar hefur verið að víkja nánar að þessum þáttum. Höfundur hefur verið við nám og störf í Noregi. GUÐRÚN ÞURA KRISTJÁNSDÓTTIR Ást við hittumst á veginum langa ég tók í hönd þína við urðum samferða á veginum var hvítt blóm og kaktus við gengum gegnum ilm þeirra hönd íhönd þú varst stórstígur ég smástíg ég horfði á eftir þér síðasta spölinn vegurinn er auður ég staldra við Iít um öxl blómið breiðir úr sér litríkt kaktusinn er án nála ég flýti mér til að ná þér því ég fmn ennþá fyrir hönd þinni Höfundur er laganemi. GEIR G. GUNNLAUGSSON Farfuglinn Hann var fulltrúi íjarlægra landa, flaug um lönd og höf. En launin honum til handa, var hrjúf og ómerkt gröf. Örlög með aldrinum þyngja öllum flug og spor. En samt var hann alltaf að syngja um sólina og eilíft vor. Árin og aldirnar streyma í eilífðarinnar haf. Enginn má glata eða gleyma, þeim guði sem líf hans gaf. Höfundur er bóndi í Lundi í Fossvogi. BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Vorhret Ég heyri fugla syngja, þeir syngja til sólar. Reyna að lokka hana upp á himininn. Mávar yfirgnæfa tíst lóu um stund. Hlakkandi tónar í ryðguðum raddböndum. Þeir breytast í ský sem felur sunnu. Þeir ískra sigurvissir. Það rignir mávum í dag. Þöglum mávum. Lóurnar fléttast saman. Hvísla í draumana. Það er komið vor, bjart vor. Höfundurinn er ung stúlka og býr nú í Danmörku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. APRÍL 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.