Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 6
SKÓLASTEFNA Hádegismaturinn kemur tilbúinn frá skólaeldhúsum, en börnin taka við hon- um og sjá um framreiðslu í hverjum bekk og fara þá í hvíta sloppa. á það er litið) sem vekja sérstaka athygli. Við getum kallað þetta þjóðareinkenni. Þessi þjóðareinkenni eru að sjálfsögðu endurómur þeirrar lífsbaráttu, sem ein þjóð hefur háð gegnum aldirnar. Eftir að hafa gengið um götur Tókýóborg- ar, ferðast um landið, kynnst fólkinu og setið í kennslustundum hjá japönskum skólabömum, er ég sannfærður um, að það þarf meira til en gott skólakerfi til að ein þjóð geti náð þeim efnahagslega og félags- lega árangri, sem hér er hvarvetna sýnileg- ur. Japanir eru faliegt og kraftmikið fólk. Þeir eru almennt betur klæddir en fólk á Vesturlöndum, aka um á nýrri bílum, vinna sex daga í viku, borða úti einu sinni til tvisv- ar á dag, en gera sig ánægða með 60—70 fermetra húsnæði fyrir fimm manna fjöl- skyldu. En þá er best að snúa sér að skólakerfinu. Fyrir fjórum árum setti þáverandi forsæt- isráðherra landsins, Yasuhiro Nakasone, á laggirnar sérstaka landsnefnd til að gera tillögur um endurskipulagningu skólakerfis- ins fyrir 21. öldina, eins og það var nefnt. Það sem vakti sérstaka athygli við þessa nefndarskipun var, að sem skólamálanefnd var hún sett á laggirnar sem ráðgjafarnefnd fyrir forsætisráðherra en ekki fyrir mennta- málráðherra, eins og venja er um slíkar nefndir. Þetta var túlkað á þann veg, bæði af stjórn og stjórnarandstöðu, að stefnumótun í skólamálum væri í raun pólitísk stefnumót- un ríkisstjómarinnar í heild. Ráðgjafarnefndin lagði fram tillögur í júní 1985, í apríl 1986 og í apríl 1987 og svo endanlegar niðurstöður í ágúst 1987. Ríkisstjórnin hefur nú í meginatriðum stað- fest þessa skólastefnu og falið menntamála- ráðherra hana til framkvæmdar. Eins og kunnugt er hefur stjórnarfar verið mjög stöðugt í Japan. Sami stjórn- Athygli skólamanna á Vesturlöndum hefur á seinni árum mjög beinst að óvenju góðri frammistöðu japanskra skólabarna á alþjóð- legum samanburðarprófum í stærðfræði og raungreinum. í nær öllum slíkum saman- Mikil áherzla er lögð á myndlist. Hér vinnur nemandi að tréristu samkvæmt fomri japanskri hefð. 1. hluti „Nýja stefnuyflrlýsingin í skólamálum undirstrikar flest af því sem japanskir skólar hafa verið að gera undanfarna áratugi. Það nýja er, að þeirra mati, einungis eðlileg endurnýjun, í samræmi við breytta tíma.“ Eftir BRAGA JÓSEPSSON burðarrannsóknum standa japönsk skóla- börn feti framar jafnöldrum sínum, hvar sem litið er inn í grunnskólana í löndum Evrópu eða Ameríku. í kjölfar þessara rannsókna hafa ýmsir fræðimenn (Clark 1979, Cumm- ings 1980, Hayes, Anderson ogFonda 1984, Iwawaki, Eysenck og Eysenck 1980, Lynn 1988, Rohlen 1983, Stevenson 1983, Sti- gler, Lee, Lucker og Stevenson 1982, Vog- el 1979) tekið sér penna í hönd og reynt að túlka þessa stöðu mála. Richard Lynn segir í nýlegri bók sinni, Educational Achievement in Japan, bls. 17 (1988), að skv. átta tilgreindum niður- stöðum rannsókna, sé 12 ára japanskt skóla- bam með meðalnámshæfíleika, á svipuðu stigi í akademísku námi og 15 ára skóla- bam með hliðstæða námshæfileika í skólum, hvar sem litið er á Vesturlöndum. í ljósi þess, sem hér hefur verið sagt, vaknar eðlilega sú spurning, hvort efna- hagslegar framfarir í Japan megi að ein- hverju leyti rekja til skólakerfisins. Að vísu held ég, að flestir séu mér sammála um, að einstök samfélög eða jafnvel heilar þjóð- ir, hafi oft til að bera tiltekna eiginleika og þá um leið hæfíleika eða galla (hvernig sem málaflokkurinn, Frjálsir demókratar, undir forystu Nakasone og nú áfram undir for- ystu Takeshita, hefur farið með stjórn lands- ins óslitið frá stríðslokum. Óhætt er að full- yrða að skólastefna undanfarinna ára hefur verið mjög í anda þeirrar stjórnmálastefnu og lífsviðhorfa, sem Frjálsir demókratar hafa framfylgt á þessu langa stjómartíma- bili. Nýja stefnuyfírlýsingin í skólamálum undirstrikar flest af því sem japanskir skól- ar hafa verið sá gera undanfarna áratugi. Það nýja er, að þeirra mati, einungis eðlileg endurnýjun, í samræmi við breytta tíma. Þessi nýja skólastefna er að vissu leyti undirstaðan í hinni pólitísku stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar. Þótt japanskir skólar hafi vakið forvitni fræðimanna um allan heim fer því víðs fjarri að friður hafi ríkt um skólakerfið í landinu. Hin nýja stefnuyfirlýsing í skóla- málum hefur þegar mætt harðri andstöðu vinstri flokkanna og Kennarasambandsins. Þessir flokkar og samtök hafa að vísu alla tíð verið í andstöðu við ríkjandi skólastefnu og em það núna fremur en nokkm sinni fyrri. Fyrir örfáum dögum kom út hér í Japan bókin Educational Thought and Ideology in Modern Japan State Authority and Greinarhöfundi fagnað með áletrun á ensku: Velkominn til Japan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.