Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 8
- listhópurinn sem spratt upp í umrótinu eftir stríðið Fjörutíu árum seinna“ — var heiti á sýningu sem haldin var í De Nieuwe Kerk te Amsterdam. Hún var opnuð þegar nákvæmlega fjörutíu ár voru liðin frá stofnun Cobra-hópsins, sem tíma- sett er þann 8. nóv. 1948. Sýningin kom úr úr einkasafni Karel P. van Stuijvenberg, kaupsýslumanns sem búsettur er í Venezu- ela. Það voru rúm 250 málverk, höggmynd- ir og steinþrykk eftir alla þá listamenn er við sögu Cobra komu. í byijun þessa árs var svo önnur Cobra- sýning á ferðinni í Lenbaehhaus í Miinchen undir heitinu „Cobra — Evrópsk hreyfing“. Verkin komu frá Hövikodden í Noregi (Son- ia Henies og Niels Onstads Stiftelser), 120 málverk, teikningar og skúlptúrar. Báðum nefndum sýningum fylgdu vand- aðar bækur þar sem framhaldslíf grúppunn- ar er nokkum veginn tryggt í náinni framtíð. Þessar bækur em samt taisvert ólíkar, enda áherzlur á mismunandi stöðum. Það virðist fara eftir löndum hvemig hugsað er og saga túlkuð. Þannig bar mest á hollenzka þrístiminu Karel Appel, Constant og Cor- neille í Amsterdam, en í Munchen vom Danir meira áberandi, Asger Jom í brenni- depli ásamt Carl Henning Pedersen og Egil Jacobsen. Þess má og geta, að það var málverk að finna eftir Svavar Guðnason á þessum sýn- ingum, bæði í Amsterdam og Múnchen. Nafnið Cobra er myndað úr þremur höf- uðborgarheitum: Copenhagen, Brússel og Amsterdam. það vora danskir, belgískir og hollenzkir listamenn sem að stofnun stóðu, Asger Jorn: „Góða skepnan Falbo". en áður en yfir lauk vom fleiri þjóða lista- menn komnir til sögu, þannig að með réttu mátti tala um evrópska hreyfingu. HÓPARNIR ÞRÍR í COBRA Cobra varð til úr efniviði þriggja lista- mannahópa: Það var Host, danski tilrauna- stefnuhópurinn, belgíska grúppan Surréal- istes Révolutionnaires, og Experimentele Groep í Hollandi. Fulltrúar þessara hópa vom staddir á alþjóðlegri framúrstefnu- myndlistarráðstefnu í París ’48, þar sem eitt helzta ágreiningsefni var, hvort súrreal- ismi og kommúnismi ættu samleið. Óftjóar, fræðilegar umræður og hreint kjaftæði leiddi til þess að Belgarnir Dotremont og Noiret, Daninn Asger Jorn og Hollending- arnir Appel, Constant og Comeille, þjöppuðu sér saman og skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu til sameigin- legra átaka. „Orsökin var ljós.“ Dagsetning undirskriftar er nefndur stofndagur Cobra. Það leystist strax úr læðingi heilmikið framtak, sýningar, útgáfustarfsemi, funda- höld, ferðalög og heimsóknir landa á milli, Belgíu, Hollands, Þýzkalands, Danmerkur og Svíþjóðar. Hollendingarnir sýndu með Hest í Kaupmannahöfn og vom yfir sig hrifnir af því hversu villtir málarar Danim- ir vom. Þó vom þetta erfiðir tímar eftir heimsstyijöldina; listamennirnir vom nánast auralausir — marxískar lífsskoðanir vom þrándur í götu, þeir vom andvígir því að selja málverk sin. Aðbúnaður var svo slæm- ur, að árið 1951 urðu Jom og Dotremont að leggjast inn á heilsuhæli í Silkeborg vegna berkla og skyrbjúgs. Starfsemi Cobra náði hámarki árið 1949. Þá kom fjöldi meðlima saman í Bregnerod á Norður-Sjálandi í sumarafdrepi Jorns til sameiginlegs skrafs og ráðagerða um framtíð grúppunnar. Það var hugur í mönn- um og konum og sköpunargleði. Bústaður- inn var myndskreyttur hátt og lágt. Sameig- inlega sköpuðu listamenirnir afar rafmagn- að, listrænt andrúmsloft. í hollenzkum skýr- ingartexta er þetta þó orðfært: „Það var sennilega einungis Asger Jom, helzti and- legi hvetjari hreyfingarinnar, sem gerði sér ljóst hversu djúpt hugmyndir þeirra áttu rætur í fortíðinni, í rómantík. Hugmyndin um þetta nafnleysi, að vinna saman sem heild stafaði af marxískum þjóðfélagsskoð- unum þeirra," skrifar Vilhelmína Stokvis, listfræðingur. En þegar virkilega á reyndi, sátu eiginhagsmunir í fyrirrúmi. Endaði Með Slagsmalum í nóvember ’49 stóð hin stóra Cobrasýn- ing yfir í Stedelijk Museum, Amsterdam. Stærsta og mikilvægasta sýning grúppunn- ar; kostaði safnstjórann, Willem Sandberg, næstum stöðuna. Sýningin olli algem Með Cobra-listhópnum áttu sér stað þau undur og stórmerki, að Norðurlandalistamenn voru leiðandi afl og komust í sviðsljósið — 9g þar á meðal var íslendingurinn Svavar Guðnason, þótt ekki sé hann meðal þeirra, sem oftast eru nefndir úr Cobra-hópnum. Þessi hreyfmg stóð stutt, aðeins í þrjú ár, en þykir merk engu að síður. Hér er fjallað um tvær sýningar á Cobra-list úti í Evrópu í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá stofnun hreyfingarinnar. Eftir EINAR GUÐMUNDSSON Svavar Guðnason: „Dans selastúlknanna".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.