Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 7
Intellectual Freedom eftir Teruhisa Horio, prófessor við Háskólann í Tókýó. í bókinni gagnrýnir höfundur þá skólastefnu, sem nú á aó framfylgja og þá stefnu sem japönsk stjórnvöld hafa fylgt í skólamálum. Bókin er einhver harða^ta ádeila á japanskt skóla- kerfi, sem birst hefur til þessa. Þá hafa Kennarasamtökin einnig skorið upp herör í baráttu sinni gegn þessari nýju skólastefnu. Ég ætla nú í sem fæstum orðum að reyna að lýsa japanskri skólastefnu. í fyrsta lagi mun ég víkja að skólakerfinu í heild. í öðru lagi mun ég greina frá helstu atriðum hinn- ar nýju skólastefnu og að lokum mun ég greina frá viðtölum sem ég átti við aðstoðar- framkvæmdastjóra Skólaskrifstofu mennta- málaráðuneytisins og hins vegar fram- kvæmdastjóra Rannsóknastofnunar Kenn- arasamtakanna, hvort tveggja verðugir full- trúar andstæðra skoðana. Skólar og skólastig Skólaskylda hefst í Japan þegar börn verða 6 ára, eins og í flestum öðrum löndum heims. Skyldunámið er 9 ár, þ.e. frá 6—15 ára. Skólakerfíð skiptist í fjögur stig, þ.e. sex ára barnaskóla fyrir böm 6—12 ára, þriggja ára gagnfræðaskóla fyrir unglinga 12—15 ára og þriggja ára menntaskóla fyr- ir ungmenni, 15—16 ára og svo háskólastig þar sem starfræktir eru háskólar og aðrir skólar á háskólastigi. Ýmsir verknáms- og starfsgreinaskólar eru starfræktir á menntaskólastigi. Þá er einnig starfrækt mjög umfangsmikil kennsla með námskeiðum (Juku). Forskólar era fyrir 5 ára böm og víða einnig fyrir 4 ára og 3 ára böm. Forskólar era yfírleitt ekki reknir undir sama þaki og barnaskólar. Bamaskólar og gagnfræðaskólar era einnig aðskildir, hvor skóli með sinn skólastjóra og aðstoðarskóla- stjóra. Stjórnkerfí skóla og fjármögnun Menntamálaráðuneytið fer með yfírsljóm allra skóla í landinu og helmingur af kostn- aði við rekstur skóla (þ. á m. laun kenn- ara) er greiddur úr ríkissjóði, sem auk þess kostar að fullu útgáfu kennslubóka fyrir skyldunámið. Flestir almennir skólar era stofnaðir og reknir af sveitarfélögum, þ.e. borgúm og fræðsluumdæmum, sem greiða helming af rekstrarkostnaði á móti ríkissjóði. Sveitarstjómir og fræðsluráð sjá um rekstur skólanna, ráða skólastjóra og kenn- ara, gera tillögur um skólabyggingar og fjárveitingar til einstakra þátta án afskipta ráðuneytisins. Einkaskólar eru reknir af einkaaðilum en verða að hlíta reglum ráðuneytisins. Einka- skólar, sérstaklega á háskólastigi, hljóta verulegan fjárhagsstuðning frá ríki og sveit- arfélögum. Aðrir einkaskólar hljóta minni stuðning frá opinberam aðilum en taka mjög há skólagjöld. Starfstími skóla og námsefni Skólaárið hefst í byrjun apríl og stendur fram í miðjan júlí. Að sumarleyfi loknu hefst skólinn aftur 1. september og stendur til 24. mars. Frí er i skólum frá 17. desem- ber til 9. janúar. Kennsla fer fram sex dagá í viku. Mjög algengt er að bömin mæti kl. 8 að morgni og dvelji í skólanum til kl. 16.30 (hálf fimm). yfirleitt era rúm hlé á milli einstakra kennslustunda. í hádeginu er klukkutíma matarhlé og þá borða börnin í skólanum. Fjöldi kennslustund á ári í 1.—3. bekk er 850—950 stundir. í 4.-6. bekk éru kennslustundir 1015 á ári. Kennslustundir í barnaskólum era 45 mín. en í gagnfræða- skólum 50 mín. Árlegur starfstími skyldu- námsskóla er 35 starfsvikur. Árlegur fjöldi kennslustunda í gagnfræðaskólum (7.-9. bekk) er 1050 stundir. Árlegur fyöldi kennslustunda, eftir náms- greinum, í 1. bekk (þ.e. hjá 6 ára bömum) er þessi: Móðurmál (272); félagsgreinar (68); reikningur (136); raungreinar (68); tónlist (68); myndlist (68); íþróttir (102); siðfræði og hegðun (34); fundir og félags- störf (34). Árleg skipting kennslugreina í 7. bekk (þ.e. í 6. bekk hjá okkkur) er þessi: Móður- mál (175); félagsgreinar (140), stærðfræði (105); raungreinar (105); tónlist (70); mynd- list (70); íþróttir og heilbrigðisfræði (105); handavinna og heimilisfræði (70); siðfræði og hegðun (35); fundir og félagsstörf (70); valgreinar (105). (Framhald) Höfundur er dósent við Kennara- háskóla íslands. ess verður lítt vart að kirkjunnar menn amist við leikjum eða skemmt- unum í kaþólskum sið hér á landi. Þegar lútherstrú- in hefur verið innleidd líður hins vegar ekki á löngu þar til hafin er bar- átta gegn leikjum og gleðskap og varð á endanum fátt til gleði nema vinnan. Framan af gekk Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup fram fyrir skjöldu í þessum efnum og Jón Vídalin biskup í Skálholti (1698-1720), náfrændi Páls lögmanns, prédikar á móti Iausung og leikjum en þó ekki af neinu of- forsi. Hann kallar taflið þarflausa dægra- styttingu en tekur fram að ef leikið sé í hófí sé það ekki óleyfilegt. En hann fordæm- ir það harðlega að leggja fé undir, þá sé sáluhjálpin í voða og er það gömul og ný guðfræði. Þegar leið á 18. öldina tók að gæta hér áhrifa pietismans og þá var gengið hart fram í því að bjarga sálum manna með laga- boði. Meðal annarra bjargráða var að banna ónytsamar skemmtanir og leika. I fororðn- ingu um helgidaga 1744 segir: „Allt tafl, leikir, hlaup, spil, gáran'gahjal og skemmtan fyrirbjóðast alvarlega hér með öllum, einum og sérhverjum án mismunar, að viðlögðu straffi sem helgidagsbrot áskilur." Tveimur áram síðar kom svo húsvitjunar- fororðning og húsagafororðning þar sem prestar og húsbændur eru skikkaðir til að hafa eftirlit með sóknarbörnum og heimilis- fólki. Prestar eiga m.a. að áminna fólk um að bannað sé að lesa sögur og ævintýri eða kveða forn kvæði, einnig að brýna fyrir fólki að halda sig „frá öllum skaðlegum spilum og leikum, hvaða nafni sem heita kunni“. Þessum tilskipunum var framfylgt af misjöfnu kappi. Margir prestar lögðu sig alla fram, ortu aðvöranarvísur, rituðu lærð- ar ritgerðir gegn skemmtunum og lausung og höfðu vakandi auga á hjörð sinni. Aðrir fóra vægar í sakimar og þykir mörgum seinni tíma mönnum það vel þvi hefði sálu- EftirJÓN TORFASO N hjálparstefnan sigrað væri snautlegra um að litast í söfnum þeirra sem unna þjóðleg- um fróðleik en nú er. Þegar kemur fram á 19. öld slaknar á andróðrinum gegn skemmtunum enda era þá ferskir vindar teknir að blása um þjóðlífið. í upphafí 19. aldar jókst áhugi manna á fomfraeðum og þjóðháttum á íslandi. Á öðram áratug aldarinnar vora sendar spum- ingar til presta um gjörvallt landið viðvíkj- andi fomgripum í nágrenni þeirra. Má í skýrslunum finna margvislegan fróðleik um þjóðtrú á þeim tíma en þar era engar upplýs- ingar um tafliðkun landsmanna. Tveim ára- tugum síðar, um 1840, vora aftur sendir út spumingalistar þar sem farið var fram á að sérhver prestur segði frá sinni sókn, lýsti landslagi, teldi upp bæi og segði frá lífi og starfsháttum sóknarbamanna. Era það sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins og vora spumingalistamir sendir út að fram- kvæði Jónasar Hallgrímssonar og þeirra Fjölnismanna en þeir létu sér fá framfara- mál óviðkomandi. Sóknarlýsingamar era hinar merkustu heimildir um landshagi og aldarfar á íslandi á fyrri hluta síðustu ald- ar. M.a. var spurt um leiki og tómstundir fólks en það kemur á daginn að þær era heldur fábreyttar. Á tafl er ekki minnst nema í þriðju eða fjórðu hverri lýsingu og stundum tekið fram að fáir kunni að tefla. Virðist sem mylla og refskák hafi verið al- gengari en skáktafl um þetta leyti. Þess verður þó að geta að margir prestar svara spurningunum um leiki. stuttaralega og sleppa þeim jafnvel alveg. Islandsvinurinn Willard Fiske ferðaðist um ísland rétt fyrir 1880 og spurðist alls staðar fyrir um skák. Allir könnuðust við skáktafl þótt kunnáttan væri misjöfn og Fiske gat ekki spurt uppi neinar skák- bækur. Hann ritaði grein um ferðina í þýska skákblaðið og taldi að taflkunnátta hér á landi væri meiri en erlendis þar sem hann þekkti til. Ólafur Davíðsson þjóðsagnasafnari með meira ritaði merka bók um skemmtanir ís- lendinga á síðari hluta 19. aldar: íslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur (Kaupmannahöfn 1888—98). Er það stór- kostlegt eljuverk af hans hendi. Hann segir að á síðari hluta 19. aldar, þegar hann safn- aði til bókarinnar, geti íslendingar ekki tal- ist sérlega miklir taflmenn. í heimabyggð hans hafi skák lítið verið iðkuð og af frá- sögnum skólapilta um allt land og fleiru ræður hann að skák sé ekki sérlega algeng um þær mundir og hafi ef til vill aldrei verið tiltakanlega almenn. Hann tekur þó fram að skák hafi samt líkast til verið al- gengari meðal almennings hér á landi en í nágrannalöndunum (íslenzkar skemtanir II, bls, 278). Á stöku stað í blöðum frá 19. öld og endurminningum er drepið á skák eða tafl og sýnir að slíkt hefur eitthvað verið stund- að. Yfirleitt er þó minnst á slíkt í fram- hjáhaldi og ekkert tekið fram um það hve skákiðkun hafi verið útbreidd. Dreifbýlið í landinu hefur orðið til að draga úr skákiðkun því langt var á milli góðra skákmanna. Þar til kaupstaðir tóku Með lútherskum sið kom upp andstaða gegn tafli eins og öðrum leikum. Þegar ■ leið á 18. öldina tók að gæta hér áhrifa pietisma og þá var gengið hart fram i þvi að bjarga sálum manna með laga- boði. Meðal annarra bjargráða var að banna ónytsama skemmtan og leika: „Allt tafl, leikir, hlaup, spil, gárunga- hjal og skemmtan fyrirbjóðast alvar- lega hér með öllum“. að eflast á síðari hluta 19. aldar var varla um neytt þéttbýli að ræða í landinu nema í verstöðvum. Sú byggð stóð þó ekki nema hluta úr árinu en á móti kemur að vermenn fóra oft á sömu slóðir ár eftir ár þannig að kunningsskapur sem myndaðist milli manna hefiir haldist við. Nú ber stundum svo við að landlegur verða jafnvel dögum saman en fátt til verknaðar. Ein vinsælasta dægradvölin þegar svo stóð á var einmitt að tefla skák. Menn sátu þá á bekkjum eða fletum með taflborðið á milli sín, gjaman á hnjánum, og tefldu og þótt þeir yrðu að gera hlé einhverra hluta vegna mátti geyma taflið úti í einhveiju skotinu. Þannig gátu skákimr stundum staðið allan daginn með hléum. Ýmsir hafa talið að á vetuma hafi gefist tóm til tómstunda og þá hafi verið hægt að liggja yfir skák dögum saman. Er þess stundum getið í frásögnum erlendra ferða- manna. Yfirleitt var fólki þó haldið að vinnu allan daginn þannig að tími til tafliðkana að vetrarlagi hefur ekki verið ýkja mikill. Og líkast til hefur almenningur einmitt helst haft tækifæri til að tefla í verstöðvunum. Það er svo annað mál hvemig höfðingjar og efnafólk notfærði sér tómstundimár. Það þarf líka að hafa í huga að til þess að ná ákveðnum styrkleika í skák þarf að skrifa skákir niður og hafa skákbækur til lestrar en um slíkt er ekki að ræða hér á landi fyrr en um síðustu aldamót. Það er því sennilegt að gæði taflmennskunnar fyrr á öldum hafí ekki verið ýkja mikil. Heimild- ir um afbrigði af skák og margs konar nöfn á mátum og undarlegustu kúnstir við að máta benda til þess sama þvi sum mátin er ekki hægt að máta nema styrkleikamun- ur andstæðinganna sé mikill. Það er varleg- ast að fullyrða lítið um útbreiðslu skákarinn- ar hér en líklegt er að taflmennska almenn- ings á íslandi hafi lengstum staðið á lágu stigi. Svo vikið sé að áhöldunum sjálfum þá var skákborðið teiknað á lítinn fleka að samanreknar fjalir. Vora línumar dregnar með hníf og markaðar með bleki. Svörtu reitimir vora litaðir með bleki eða jafnvel sóti. Þegar mikið var teflt var hætta á að litimir leystust upp og erfitt yrði að greina svörtu og hvítu reitina að. Taflmenn vora smíðaðir úr tré eða beini og ef sérstaklega var til þeirra vandað var notuð rostungstönn en það var heldur dýrt hráefni. Á Þjóðminjasafninu í Kaupmanna- höfn era til fomir íslenskir taflmenn og sömuleiðis á Þjóðminjasafni íslands. Menn- imir vora ýmist renndir eða tálgaðir og yfirleitt einfaldir að gerð. Þó hafa varðveist nokkrir fagurlega telgdir skákmenn. Einstakir taflmenn í söfnum kunna að vera ævagamlir en hæpið er að nokkur sé jafn gamall og Jón Ólafsson Grannvíkingur hélt um skákmann sem fannst á hans dögum (18. öld) en hann lýsir honum svo: Fundist hefir á Borg á Mýram skákmað- ur renndur af hvalbeini, þverhandar hár, allur jafn, hálfur annar þumlungur í díamet- er (þvermál) eður að þykkri sem menn meina sé monument (gripur) eftir Egil Skallagrímsson, sem nú er í eign djáknans í Viðey, mr. Páls Sveinssonar, honum gefinn af mági hans, prestinum séra Hannesi á Kvennabrekku í Dalasýslu. í Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns, sem tekin var saman í upphafi 18. aldar, er lýsing á bæjarstæði Sóta þess er land nam í Vesturhópi i Húnaþingi. Tóttirn- ar eru í afdal og vonlaust að byggð hafi haldist þar lengi. En í minni manna um 1700 hafði fundist þar „einn skákmaður af hvalbeini" og er ekki annað að sjá en menn hafi haldið hann kominn úr pússi landnáms- mannsins. Þeir sem trauðir era til að trúa því að landnámsmenn hafi kunnað að tefla munu líklega telja að hér hafi verið á ferðinni ein- hvers konar goðalíknski eða gripirnir ekki eins fornir og þeirrar tíðar menn töldu. Þvi miður munu þessir umgetnu skákmenn nú glataðir svo ekki verður úr þessu skorið. Höfundur starfar á Þjóðskjalasafninu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. APRÍL 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.