Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 11
TannhSuser krýpur fyrir páfa og stafur hans laufgast. Málverk eftir Joseph Aigner í Neusch wanstein-kastala. og sjálfri ástargyðjunni, lof. Riddararnir verða æfir af hneykslun og hyggjast drepa hann fyrir ósköpin en Elísabeth biður honum griða. Landgreifinn leggur þá Tannháuser það á herðar að halda í pílagrímsför til Rómar og öðlast þar fyrirgefningu synda sinna. Þau Elísabeth og Wolfram bíða komu Tannháusers frá Róm en hann er ekki að finna í neinum hópi pílagríma. Loksins hitt- ir Wolfram á tötramann einan saman sem reynist vera Tannháuser. Hann segir farir sínar ekki sléttar, páfi hafði neitað honum um aflausn með þeim orðum að fyrr yrði pílagrímsstafur hans grænn af laufi en slíkar syndir yrðu fyrirgefnar. Þá birtist þeim Venus og vill draga Tannháuser inn í hamraborgina til sín. En klukkur klingja frá Wartburg og þaðan kemur líkfylgd. Elísabeth hefur látist af harmi. Og þegar Tannháuser hnígur niður við líkbörur henn- ar koma pílagrímar og bera með sér staf þakinn fagurgrænum laufblöðum. Óperan Tannháuser var samin á árunum 1843 til 1945 og var frumflutt haustið 1845. Óperunni var miðlungi vel tekið á frumsýn- ingu, en' eftir nokkrar breytingar, sem Wagner gerði, hlaut hún prýðisgóðar við- tökur. Það reyndist líka svo að Tannháuser var lengi vel vinsælasta ópera Wagners. Einstök atriði úr henni voru að auki flutt á konsertum víða um Þýskaland og áttu eftir að afla höfundinum ómældra vinsælda. Sjálfur sat Wagner í útlegð í hálfan annan áratug eftir þátttöku sína í uppreisninni í Dresden 1848. Ýmsir framsæknir hljóm- sveitarstjórar tóku forleikinn að Tannháuser á efnisskrá hljómsveita sinna, kórar fluttu pílagrímakórinn og inngöngu gestanna úr öðrum þætti óperunnar og þekktir söngvar- ar sungu söngsalsaríu Elísabethar eða söhg Wolframs um kvöldstjömuna. Það var Tannháuser öðm fremur sem opnaði Wagner leiðina úr útlegðinni heim til Þýskalands. Það.sakaði heldur ekki að Wagner var á orðinn postuli og píslarvottur þýskrar menn- ingar. Napóleon 3. Frakkakeisari gaf fyrir- mæli um að Tannháuser skyldi fluttur í Parísarópemnni. Með þessu átti að glæða áhuga Frakka á þýskri menningu. Parísar- óperan hafði sínar venjur, meðal annars þá að um miðja hveija ópem skyldi vera mik- ill og glæsilegur ballett. Wagner var því falið að semja balletttónlist við óperuna. Hann var þó ófáanlegur til að hafa ballett- inn í öðmm þætti en umskrifaði atriðið í sölum Venusar í upphafí ópemnnar. Það atriði var þá orðið svo lostafullt að ballett- meistari Parísarópemnnar vissi varla hvað hann átti að gera við það. Wagner Iét ekki staðar numið við þetta heldur umritaði upp- hafsatriðið og margt fleira, ekki síst þá tónlist, þar sem Venus kemur við sögu. Nú hafði Wagner samið Tristan og ísold og var meira en hálfnaður með Niflungahringinn. Nýja tónlistin við Tannháuser var því með talsvert öðmm blæ en frumgerðin. Þama kom því fram stílbrot, en það stílbrot skerpti skilin milli hinna tveggja heima, milli hinna tveggja kvenímynda, Venusar og hinnar dyggðugu Elísabethar. Alla tíð síðan hafa menn deilt um hvor gerð ópemnnar væri betri, samstæðari gerð- in frá Dresden-ámnum eða Parísargerðin með glæsilegri tónlist en ósamstæðari. — I konsertflutningi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands verður Dresden-útgáfan hotuð. Þar verður einnig bmgðið á það ráð að láta sömu söngkonuna syngja hlutverk Elísa- bethar og Venusar. Með þvi er undirstrikað að þær em báðar fulltrúar ástarinnar, hvor á sinn veg, hlutar einnar heildar. Fmmsýningin í París var þann 13. mars 1861 og gekk með ósköpum. Andþýskir aðilar, óvildarmenn Wagners og ekki síst félagar í hinum svokallaða Jockey Club, sem vom aðdáendur léttklæddra ballerína í Parísarópemnni; allt þetta lið sameinaðist um að hrópa sýninguna myndarlega niður. Félagamir í Jockey-klúbbnum mættu með flautur upp á vasann og yfirgnæfðu allt með blístri en aðrir létu nægja að hrópa og hinn göldrótti, sem Wagner átti síðar eftir að hafa sem fulltrúa hins illa í síðustu ópem sinni, Parsifal. í Wartburg-sögninni hefur Hinrik hlotið skáldgáfu sína að hluta til fyrir galdra Klingsors. Wagner hafði komið til Dresden árið 1842 og hlotið þar embætti hirðhljómsveit- arstjóra. í farteskinu hafði hann ópemna Rienzi, sem ákveðið hafði verið að flytja í Dresden, og einnig Holllendinginn fljúg- andi. Þá um sumarið gerði hann efnisuppk- ast að Tannháuser. Rienzi var frumfiutt um haustið og hlaut frámuna góðar viðtökur. Hér var komin fram þýsk stórópera í fínasta frönskum stfl, rétt eins og Mayerbeer samdi fyrir Parísarópemna. Holllendingurinn fljúgandi var síðan fluttur seinna um vetur- inn. Viðtökur vom öllu blendnari. Menn höfðu búist við annarri ópem í sama stíl og Rienzi. Hljómsveitarstjóri ópemnnar nöldraði undan því, að þegar raddskráin að Holllendingnum væri opnuð stæði særokið fráman í mann. Hann vann þó verk sitt vel og var höfundinum fremur vinsamlegur. Wagner hafði hlotið æviráðningu í virðu- legj; starf þama í Dresden og gerst stórtæk- ur í tónlistarlífinu þar. Minna, kona hans, var hin ánægðasta en sjálfur var hann óþreyjufullur og á margan veg upp á kant við íhaldssamari öfl í borgarlífinu. Það er augljóst að hann sá sjálfan sig í mynd Tannháusers innan um hina góðu riddara á Wartburg. Þremur ámm síðar, 1848, urðu byltingar um alla Evrópu. Þá stóð Wagner með uppreisnarmönnunum í götuvígjunum í Dresden. Þegar Prússar komu svo til að skakka leikinn varð hann að flýja land. Efni ópemnnar er í stuttu máli það, að Tannháuser hefur gengið í hamraborgina og dvalið þar lengi og hér er álfadrottning- in ástargyðjan sjálf, Venus. Tannháuser gerir sér þó vistina þarna ekki að góðu og þráir að sjá umheiminn á ný. Hann hittir aftur vini sína og söngbræður og lætur til leiðast að koma með þeim þegar Wolfram af Eschenbach segir honum hve mikið Elísa- beth, frænka landgreifans af Þýringalandi, hafí saknað hans. í sölum landgreifans á Wartburg er efnt til söngkeppni þar sem riddaramir keppa um hönd Elísabethar með söng sínum. Tann- háuser þolir ekki að hlusta á það sem hon- um fínnst vera hálfvelgja um dyggðum prýdda ást og byijar að syngja nautnunum, Sönghöllin í Wartburg — hluti af sögusviðinu í Tannh&user. Robert Orth fer með hlutverk Tannh&users. Kristinn Sig- mundsson syngur hlutverk Wol- frams von Esc- henbach. Corneiius Haupt- mann syngur hlut- verk landgreif- ans. Lisbeth Balslev syngur hlutverk Venusar/EIísa- bethar. púa. Meginhluti ópemgesta reyndi að skamma óeirðarseggina árangurslítið. Ekki gekk betur með aðra og þriðju sýningu. í Þýskalandi var litið á þessi ólæti sem móðgun við Þjóðveija og tónskáldið útlæga þar með orðið hetja í augum landa sinna. Charles Gounod var einn fárra manna sem áttaði sig á því að Wagner hafði í reynd unnið sigur í París. Hann fór ekki í felur með þessa skoðun sína og sagðist vona að Guð gæfi sér ámóta hneyksli og Tannháuser. Tannháuser hefur á síðari ámm staðið nokkuð í skugga af síðari og stærri verkum Wagners. Hún er þó aðgengilegust af óper- um hans og í henni má glöggt sjá upphaf þess sem síðar kom. Höfundur er lögregluþjónn i Reykjavík og hefur staöið að tónlistarþáttum í útvarpi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. APRlL 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.