Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 13
Framandi, heillandi lönd: Skyggnst inn um „hlið Aftíku“ - Kaíró Egyptaland er engu líkt — græn gróðurræma meðfram „hjarta landsins", NIL, annars samfelld eyðimörk — 2% í byggð, 97% eyðimörk, 1% vatnasvæði! Hvernig getur þetta mikla eyðimerkur- land búið yfir 75% af fornminjum heimsins? Svarið er NÍL, sem allt andar í kringum — fom heimsmynd og trúarbrögð — ný menning og framfarir — líf og gróður — byggð og samgöngur. Og upp úr sandinum rísa 5000 ára pýramídar til himins, svo mikilúðlegir að auðvelt er að trúa að hér hafi yfirnáttúruleg öfl verið að verki! Til að skynja hjartslátt þessa einstæða lands — göngum við fyrst inn um „hlið Aíríku“ — inn í höfuðborg heillar heimsálfú KAÍRÓ, þar sem mætast ótrúlegar andstæður — ríki- dæmis og fátæktar — trúarbragða og lífsstíls. Og síðar upp með Níl — inn í efra Egyptaland. Úlfaldahirðir á bæn fyrir framan Giza-pýramídana í Kaíró. í andliti hins unga, brosandi Egypta má lesa drætti margra kyn- þátta; hins kristna Kofta, með arabablóði, bedúína og negra. Við fljúgum inn í Kaíró í myrkri. Á . kvikmyndatjaldi er gömul, bandarísk kvikmynd. Tungl og stjörnur á svörtum næt- urhimni heilia augað meira. I flug- stjórnarklefa er jarðsamband við hvert land, sem flogið er yfir; Ungverjaland kallar, Búlgaría, Grikkland, Tyrkland og nú heyrist í Egyptum og um leið blikka ótal ljós á móti okkur. Við erum kom- in inn yfir árósa Nílar„Deltuna“ , þéttbýlasta svæði Egyptalands, þar sem árstraumar Nílar og skurðir (ná 25.000 km lengd!) breiða úr sér eins og blævængur yfir fijósamt landssvæðið við Mið- jarðarhaf. Egyptaland skiptist í — hið neðra — „Deltuna" og Kaíró (hina pólitísku efnahagsmiðstöð) — og hið efra — Nílardalinn og eyðimörkina (landsbyggðina). Egyptaland, áður kornforðabúr heimsins, er nú tæplega sjálfu sér nógj;. Ibúar eru líka um 52 milljón- ir — aðeins 6 milljónir fyrir 100 árum! „Móðir heimsins" eins og Afríkubúar kalla Kaíró — menn- ingarmiðstöð Arabaheimsins, með 14 milljónir íbúa — er í anda eins og hún byijaði — tjaldborg í miðri eyðimörk og markaðstorg. Arabar þekktu best eyðimerkur — sam- göngur. Hafið var þeim framandi. Hershöfðingi kalífans í Mekka, sendur árið 641 til að leggja Egyptaland undir múhameðsveld- ið, hreifst af Alexandríu við Mið- jarðarhaf, sem höfuðborg. En kalífinn sagði: „Haf má ekki vera á milli mín og hersveita múha- meðs.“ Og dúfa byggði sér hreið- ur á tjaldhimni hershöfðingjans í Kaíró — óbrigðult tákn! Fyrsta moskan var reist á tjaldstæðinu og „borg tjaldsins“ KAÍRÓ — höfuðborg hins nýja ríkis múham- meðs — byggðist upp í kring. Gengið um götur Kaíró Við skulum ganga saman út í „tjaIdborgina“, þar sem 1.000 turnar „mínarettur“ úr mosku- hvelfingum rísa nú til himins. Heitt og þurrt loft liggur yfir lif- andi hringiðu arabaheimsins, þar sem hver og einn lætur sig náung- ann einhveiju skipta — jafnvel þó að í stórborg sé. Það er tekíð eft- ir ljóshærðu, bláeygu fólki innan um 14 milljónir araba. Vel klædd- ur maður ávarpar mig á götu- horni og spyr: „Hvernig er veðrið í Evrópu núna? Ég er að fara þangað og veit ekkert hvernig ég á að klæða mig.“ Egyptar gera oft lítinn greinarmun á Evrópu- þjóðum, líkt og við segjum: „Já, þessi er frá Afríku — látum okkur litlu skipta frá hvaða þjóðlandi .Ég leysi úr spurningum mannsins og við skiljum vinir. Fyrsta sem gestsaugað sér í Kaíró er hin óskipulega bílaum- ferð, sem ekki virðist lúta neinu lögmáli. Gangbrautir yfir hrað- brautir sjást ekki. „Þetta er allt fólksflóttanum frá Gaza-svæðinu að kenna. í stríðinu við ísraela yfirfylltist borgin á skömmum tíma,“ segja Egyptar. Hvers vegna er svona lítið um árekstra- ?„Sannur múhameðstrúarmaður verður sjálfur að bera tjón af árekstrum — guð mun refsa hon- um, ef hann kennir öðrum um.“ Já, sinn er siður í landi hveiju! Og ég reyni að sæta lagi og elta þá innfæddu yfir götuna. 1 hinum vestræna borgarhluta er — Midan el Tahrir — eða „frelsistorgið" miðkjarninn. Þar er egypska þjóðminjasafnið, Hil- Miðnæturtöfrar pýramídana - enda sækja ungir elskendur mikið hingað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.