Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Blaðsíða 2
ÍHCT l ||e ||l ^nföisifRi [b |Æ K ||u ||r Guðbrandur Siglaugsson tók saman Bill James: Protektion. Gerald Dipego: Keeper of the City. Penguin Books. Þessar tvær bækur eiga margt sameigin- legt en eru engu að síður ólíkar í flestu. Þetta eru lögreglusögur, ekki ieynilögreglu- gátur sem leysa þarf, heldur hráar og sann- færandi sögur um löggur og bófa, geðveika glæpamenn og harðsvíraða þjóna laga og reglna. Sú fyrmefnda er eftir breskan mann og gerist að sjálfsögðu í Englandi. Stórglæpa- maður brennir annan glæpon sem síðan hyggst hefna sín og rænir syni hins fyrr- nefnda. Colin Harpur, lögregluþjónn og elsk- hugi kvenna lætur til skarar skríða og spennir bogann til fulls áður en niðurstaða fæst í flókið mál. Hin síðarnefnda er eftir Bandaríkjamann og gerist í Chicago. Geðveill einfari segir Mafíunni óopinbert stríð á hendur og fagnar almenningur en Jim Dela, lögregluforingi, vill síður að einhver meðaljón haldi lögum og reglum og hefst handa við að leita hinn hugdjarfa Vince uppi. Þessar sögur eru spennandi og einkum lærdómsríkt að bera saman svið þeirra og aðferðir höfunda og söguhetja við skyld efni. Þetta eru reyfarar sem engan drepa. Robert Westall: Children of the Blitz. Memories of Wartime Childhood. Penguin Books. Fjölmargar ljósmyndir, lif- andi má fullyrða, skemmtilegar og grátlegar frá- sagnir bama af lífinu í síðari heimstyijöldinni og prýðileg framsetning þessa gerir rit þetta að eiguleg- um hlut. Meðan feður og frændur börðust fjarri landi sínu og nánustu, stunduðu böm þeirra leiki sína og skyldur. Minningin gerir auðvit- að úr svo djöfulllegum hlut sem stríð er , ljarlægt víti með allskonar ljósum punktum, einkum og sér í lagi fyrir þá sem sluppu ósárir á líkama og sál úr hildarleiknum. Bók þessi vekur margar hugleiðingar , hún er vönduð á allan hátt, um 240 síður í stóm broti. Gavin Stamp: The Changing Metropolis. Earliest Photographs of London 1839-79. Penguin Books. Það em eitt hundrað og fimmtíu ár síðan Daguerre hinn franski birti heimsbyggðinni uppgötvun sína. Ljósmyndin varð fljótiega eftir- sóknarverður galdur sem svo sannarlega hefur gildi, listrænan, sögulegan og tilfinninglegan. Þessi bók hefur rúmlega tvö hundmð ljós- myndir af Lundúnum að geyma, byggingum sem risu og hurfu, götum sem breyttust, styttum og fólki á hreyfingu. Ljósmyndabækur af svipuðu tæi og þessi segja margt og miklu meira heldur en það sem sýnilegt er á þeim og verða jafnan skemmtilegar eftir því sem betur og oftar em skoðaðar. Hverri ljósmynd í bókinni fylgir texti, sagt frá ljósmyndaranum, hvað sé að finna á ljósmyndinni og vísað til annarra á síðum þessarar bókar. Fönguleg eign atama. Ú R S ■ ■ 0 G U s K Á K L 1 s T A R Þjóðsögur og vísur Skák hefur löngum verið myndefni og margir frægir myndlistarmenn hafa spreytt sig á á viðureigninni við skákborðið. Hér er til dæmis litógrafia eftir 'A. Jurkiewicz frá 1938. Iþjóðsögum Jóns Ámasonar er ein- staka sinnum drepið á tafl. Oftast em töflin eins og hvert annað stofustáss, dýrgripir úr gulli og silfri og skreytt eðalmálmum. Stundum tefla konungar og tign- armenn á þessi gulltöfl en yfir- leitt skipta þau engu máli fyrir söguframvinduna. Til dæmis má taka eina Búkollusöguna af mörgum þar sem kostakýr hefur týnst og tvær dætur kothjóna farist í tröllskessu- höndum. Þriðju dótturinni tekst að sigrast á öllum þrautum, þar á meðal Jseirri að sækja tafl til Daladrottningar. I annarri sögu í safni Jóns lendir söguhetja, Þorsteinn að nafni, gegn vilja sínum í viðsjárverðri skákkeppni: Eitt sinn þá hann gekk hjá hól þessum sá hann konu standa úti bláklædda. Hún býður honum að koma að tefla. Hann geng- ur með henni inn í hólinn og fer að tefla. Þau tefla allan daginn og vinnur Þorsteinn alltaf. Um kvöldið segir hún að þetta megi ei so til ganga. Fer hann so heim og lætur ekkert á neinu bera. Um morguninn gengur hann á stað og ætlar ei að koma að hóln- um, en hann veit ei fyr en hann er kominn að hönum og stendur hún þá úti grænklædd og býður hönum að koma að tefla; en hann er tregur, en gerir það þó. Það fer á sömu leið og fyrri daginn. Þriðja daginn hugsar hann með sér að ekki skuli hann nú koma að hólnum, en það er eins og eitthvað teygi hann þangað til hann er kominn að hönum. Hún stendur þá úti rauðklædd og býður hönum að koma að tefla. Hann er tregur á það, en gerir það þó. Þau tefla lengi um daginn þangað til hún hrindir fram borðinu og segir að þetta skuli ei lengur svo til ganga ... (Þjóðsögur Jóns Ámasonar V, bls. 149) Þessi taflkeppni endaði með því að konan lagði ill álög á Þorstein en hann á hana á móti. Eftir mikiar þrautir og baming komst Þorsteinn úr álögunum en tafl kemur ekki meira við sögu. Hér þjónar taflið því að koma á kynnum með manni og kynjakonu en skiptir annars litlu máli. Loks er hér upphaf sögunnar um Hymi- hrauk en þar situr söguhetjan sem fastast við taflið þótt háska beri að höndum: Kall og kelling bjuggu í garðshomi allvel Qáð og áttu einn son; hann hét Hyrnihrauk- ur. Eitt sinn fóm kall og kona hans heim í konungsríki erinda sinna, en skildu eftir strák sinn heima. Kall léði honum gulltafl sem hann átti og hafði þá náttúm að það tefldi sér sjálft móti öðmm. Hyrnihraukur átti hund sem hét Gullin- tanni. Nú sest strákur á pallinn í baðstof- unni og fór að tefla. Eftir nokkra stund geltir hundurinn úti og hleypur inn. „Að hveiju geltirðu, Gullintanni minn?“ sagði Hymihraukur. „Gýgur er komin að garði,“ sagði hundur- inn. „Hvað langt?“ „Að túngarði." „Ekki lengra?“ sagði Hymihraukur, „tefla má ég enn.“ Nú geltir Gullintanni annað sinn. „Að hveiju geltirðu, Gullintanni minn?“ sagði Hymikraukur. „Gýgur kemur að garði,“ sagði Gullin- tanni. „Hvað langt komin?“ sagði Hymihraukur. „Heim á mitt tún,“ sagði Gullintanni. „Tefla má ég enn eitt,“ sagði Hymihrauk- ur. Og enn gelti Gullintanni. Þa spyr Hymihraukur: „Að hverju gelt- irðu, Gullintanni minn?“ „Gýgur er kominn að garði." „Hvað Iangt?“ „í baðstofudyr." Og í sömu svifum er skessan komin upp á pallinn, þrífur Hymihrauk og taflið og kastar í belg sinn. Síðan hleypur hún út og til fjalla. A miðri leið segir hún: „Ég þarf að ganga þarfinda minna, en vertu kyrr á meðan." „Farðu út á hvínandi haf svo hvergi leggi þefinn af,“ sagði Hymihraukur. Skessan fór burtu en hann skar sig úr belgnum, tók taflið en fyllti belginn í stað- inn með gijóti og lét al í sem hann bað svara fyrir sig einu orði. Nú hljóp hann heim. Þegar skessan kom að belgnum segir hún: „Ertu þar Hymihraukur?“ „Já,“ segir alurinn. Síðan kastaði hún belgnum á bak sér og gekk heim til hellis. Þegar hún leysti ofan af belgnum sér hún þar tómt gijót. Nú verð- ur hún reið og hleypur aftur heim að garðs- horni. Þá fór sem fyrra sinn að Hyrnihrauk- ur tefldi þó Gullintanni varaði hann við þangað til skessan kom og tók hann og taflið ... (Þjóðsögur JónsÁmasonar V, bls. 161-2) Eins og vænta mátti bar Hymihraukur á endanum sigurorð af skessunni og fólki hennar með bragðvísi sinni en ekki er fram- ar minnst á taflið hans góða og mun það nú með öllu týnt. Löngum hefur verið tíðkað að geta gátur enda reynir það jafnt á máltilfinningu og hugarflug. Geta má upp á hversdagslegustu hlutum og fyrirbrigðum úr náttúmnni en einnig koma til huglæg efni. Til em gátna- söfn frá elstu tímum og hefur fyrr verið minnst á Gátur Gestumblinda en þar var m.a. spurt um hneftafl. í gátnasafni Jóns Árnasonar er ljöldi gátna frá síðari öldum. Þar em tvær sem lúta að skáktafli: Hver er sá vígvöilur er virðar [menn] á striða? Hermenn eru átta af hvorumtveggja, beita þeir fyrir sér bömum sextán, falla þau oftast fyrr en þau eldri. (íslenzkar gátur, nr. 573) Veldið qola eg veit eitt, allir menn í styijöld gá, þótt allt sé fólkið um það deytt, það upp rjs fljótt og striðist á. (íslenzkar gátur, nr. 1112) Einnig skal hér gripið niður í svonefnt Urðakver, kennt við Urði í Svarfaðardal og mun af gömlum stofni. Þar em þijár taflgát- ur: Landsþjóð nokkur vopnlaus verst, um veldið skeiða allir menn, kennivald með köppum berst, kvenfólkið og almúginn. Hver er sá vígvöllur við er að stríða, hermenn eru átta af hvoru tveggju, beita þeir fyrir sér bömum sextán, falla þau oftast fyrri en þau eldri? (Þessi gáta er sýnilega sú sama og nr. 573 hjá Jóni Ámasyni). Halda eitt ríki harrar [konungar] tveir, hafa stríð við landsfólk allt, við klerka og jarla kífa þeir, kvenfólk striðir best ávallt. Höfundur vinnur á Þjóðskjalasafni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.