Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Blaðsíða 10
borgarlífs á sálarskamið og lýsir sér í fyrr-
ingu frá því náttúrulega og einsemd. Oft
er svo að sjá, að Helgi Þorgils sé að fjalla
um þesskonar fyrirbæri. Þ6 liggur það
engan veginn í augum uppi. Myndir hans
eru margræðar, en styrkur þeirra liggur
í því, að myndheimur Helga Þorgils er
persónulegur og ekki verður betur séð en
hann hafí sérstöðu meðal íslenzkra mynd-
listarmanna og ekki minnist ég heldur að
hafa séð neitt í útlöndum, sem verulega
líkt geti kallast. En hvað er það eiginlega,
sem Helgi Þorgils er að sviðsetja?
Persónumar í þessum leikritum lérefts-
ins eru oft harla framandlegar; þær horfa
og virðast tala hver framhjá annarri án
þess að ná sambandi. Þær endurspegla
samt enga þjáningu; virðast öllu fremur
svifa um í himneskum unaði og gætu ef
til vill minnt á lýsingar úr heimi eiturlyfla
og ofskynjana. Þessum persónum er fyrir-
munað að tjá eitt eða annað, vegna þess
að málarinn hefur þann plagsið að mála
öll andlit eins og grímur - án þess þó að
það séu grímur. Þetta stílbragð hefur þann
ókost að vera klissíukennt og klissíur em
alltaf hvimleiðar í myndlist. Helgi Þorgils
er líka afskaplega „heppinn með veður"
eins og Kjarval sagði um Freymóð, og
bakgmnnurinn er stundum svo blíður og
sykursætur, að einhvemtíma hefði það
þótt óþolandi væmið. Það em ugglaust
gleðileg tíðindi fyrir allt það fólk, sem tel-
ur að nútíma myndlist sé umfram allt ljót
og að þar háfí fegurðin verið útlæg gerr.
Sumt í þessum myndheimi er miklu
fremur ættað sunnan úr hinu sólblíða
Eyjahafí við Grikklandsstrendur en héðan
af ísa köldu landi. Við sjáum kentára og
einhyminga og sjálfur Póseidon unir glað-
ur við sitt. Ekki er gott að sjá, hvað nauð-
syn rekur listamanninn til að notast við
þessi minni, önnur en tízka sunnan úr
Evrópu, þar sem þessi minni standa mönn-
um ugglaust hjarta nær en hér.
Þegar minnst er á Helga Þorgils og
mjmdir hans, verður sumum á að spyija:
„Er það þessi sem málar tippin?" Helgi
málar sitt fólk nakið og allir karlar hafa
hreðjar á sfnum stað. Samt er það svo,
að allt virðist þetta fólk heldur kynlaust,
jafnvel náttúrulaust og karlamir með tipp-
in eru trúlega allir impotent. Þetta náttúru-
leysi í náttúrunni er dálítið þunnildislegt,
en segir ugglaust sína sögu af fírringunni
óg afturförinni frá þeim gömlu góðu
tímum, þegar menn gengu með hann reidd-
an um öxl.
Gamalreyndir málarar hafa löngum
fundið að því, að myndir Helga Þorgils
væra „illa“ málaðar samkvæmt gamalli
og kannski akademískri hefð, sem byggir
á ríkulegum lit. Það á með öðram orðum
að vera „stof“ í litnum eins og danskir
segja. Einhvemtíma átti ég orðastað við
Helga Þorgils um þetta atriði og kvaðst
hann þá gera í því að mála illa samkvæmt
þessari kenningu. Nú ber hinsvegar svo
við, að málunartækni Helga hefur þróazt
í þessa áttina; liturinn er safaríkari og
fyrir bragðið er þetta undarlega fólk ögn
meira af holdi og blóði en áður var.
Hugmyndafræðin er hér í þungaviktar-
hlutverki; inntakið vekur spumingar og
áhorfandinn verður að beita eigin hug-
myndaflugi og lesa milli línanna, ef svo
mætti segja. Það er þó spuming hvort
málaðar myndir lifa til langframa á hug-
myndafræði einni saman, ef þessi hug-
myndafræði er bundin við tízku sem kem-
ur og fer. Sé það ætlunin að tjá sig um
einsemd og fírringu, sem brennur vissulega
á mörgum, er vafasamt að telja þá ætlun
hafa heppnast. En hver veit nema Eyjólfur
hressist.
GÍSLI SIGURÐSSON
Geimrusl
Álitið er að meira en 7.000 aðskotahlutir séu á
sveimi í geimnum umhverfís jörðina. Þessir hlut-
ir gætu reynst geimskutlum og geimförum hættu-
legir.
og taka að búta hlutina niður með geisla-
skurðtæki sem knúið verður sólarorku, en
þessi klippibúnaður samanstendur af gull-
húðuðum plastspeglum og linsum er safna
í sig sólargeislum og þjappa þeim saman í
öflugan geisla sem sker nánast hvað sem er.
Tiltektin
Sé það til dæmis aflóga gervihnöttur sem
vélmennið er að fást við, bútar geislaskurð-
tækið gervihnöttinn í sundur, og um leið
og hver hluti hans er orðinn laus, taka arm-
ar vélmennisins við honum. Sé þessi hluti
að einhveiju leyti endurspeglandi, t.d. hluti
af eldsneytisgeymi eða þess háttar, munu
armamir festa þennan hluta við brúnimar
á speglum vélmennisins og bæta þannig við
endurspeglandi flötum, en það táknar um
leið aukna söfnun á ljósorku sem tækið
þarfnast við hreinsunarstörfín. Ef hluturinn
er á hinn bóginn ónýtanlegur, munu armar
vélmennisins setja hann beint í ruslageymi.
Þegar að því kemur, að eldsneyti hreinsun-
artækisins er uppurið og stýriflaugar þess
verða óvirkar eða þegar ruslageymirinn er
orðinn fullur, munu stjómendur vélmennis-
ins á jörðu niðri hafa um tvo kosti að velja:
Annaðhvort eyðileggja þeir tækið með því
að stýra því inn á braut, þar sem það mun
brenna upp á leið sinni aftur inn í lofthjúp-
inn umhverfís jörðu — eða þá að tækið fær
boð um að taka sjálft niður spegla sína og
arma og setja þá í ruslageyminn, en eftir
það yrði unnt að stýra því þannig að það
félli til jarðar og hafnaði í úthafínu.
Við mennimir höfum ekki
látið okkur nægja að
rusla rækilega út hér á
jörðu niðri, heldur er
geimurinn líka að verða
fullur af alls konar drasli
eftir okkur. Þúsundir
smárra og stórra hluta, ónýtt rasl, eru á
sveimi umhverfís jörðina, og af þeim stafar
bæði geimfarartækjum og geimförum tals-
verð hætta. Til þess að bæta úr þessu
ófremdarástandi úti í geimnum hefur Kum-
ar Ramohalli, verkfræðingur við Arizonahá-
skóla í Bandaríkjunum, fundið upp sjálfvirkt
tiltektartæki.
Bandaríska geimferðastofnunin álftur, að
meira en 7.000 aðskotahlutir á ferðinni
kringum jörðu séu það stórir, að ratsjár á
jörðu niðri geti borið kennsl á þá. Álitið er,
að þessi hlutir séu samtals um 2.000.000
kg að þyngd. En þessir stóru hlutir eins og
eldflauga hylki, sólarrafhlöður, heilir óvirkir
gervihnettir o.fl. era ekki einir á ferð þama
úti í geimnum.
Skæðadrífa Af
Smáhlutum
Þar era líka á ferðinni óteljandi brot og
agnir af titanium, keramiki og málningu,
sme eru á fleygiferð úti í geimnum með nær
11 km hraða á sekúndu. Vegna þess hve
þessir hlutir eru smáir, sjást þeir alls ekki
á ratsjárskjánum og era þar af leiðandi
mjög hættulegir. Til dæmis að taka gerðist
það í sjöundu ferð bandarísku geimskutlunn-
ar í júnfmánuði 1983, að hvítar málning-
aragnir, aðeins 0,008 úr tommu í þvermál,
skullu á framrúðu geimskutlunnar og skildu
þar eftir sig dældir í glerinu. Hefðu stærri
hlutir hitt skutluna, þá hefðu þeir getað
farið í gegnum þrefalt rúðugler fram-
gluggans eða smogið í gegnum búning
geimfaranna. Ekkert virðist vera hægt að
gera til þess að losna við þetta smágerða
rusl úti f geimnum, en Ramohalli vonast
hins vegar til þess, að tækið sem hann hef-
ur fundið upp verði til þess að draga mjög
Væntanlegt geimhreins-
unartæki vinnur við að
hluta sundur aúóga gervi-
hnött. Geislaskurðtæki
vélmennisins sker gervi-
hnöttinn ísundur, en arm-
amir bæta gfjáandi málm-
plötum við speglakerG
hreinsunartækisins til
þess að auka söfnun sólar-
orku.
úr aukningu á slíku rusli með því að taka
stóra hluti úr umferð, áður en þeir fara að
brotna niður og verða að þessum smáu
bútum, sem reynast háskalegastir af öllu
þvf drasli sem er á sveimi kringum okkur
úti í geimnum.
EINS KONAR GEIMSÓPUR
Tækið, sem nýbúið er að fínna upp, er
með sjálfvirkan búnað til hreinsunar á alls
konar rasli, sem er á sveimi á braut um-
hverfís jörðu. Tækið er þannig hannað, að
það nær taki á stórgerðum úrgangshlutum
á reki úti í geimnum, bútar þessa hluti f
sundur og sogar þá inn í sig. Enn sem kom-
ið er getur þetta tæki þó aðeins að lfta sem
sérsmíðað lfkan og sem tölvulíkan, en áætl-
að er að senda fremur litla gerð af tækinu
út í geiminn með bandarískri geimskutlu
annaðhvort árið 1991 eða 1992. Þegar tæk-
inu verður skotið á loft í skutlunni, verður
það lagt saman meðan á geimskotinu stend-
ur, en það opnast svo sjálfkrafa þegar kom-
ið er út í geiminn. Ef þessi fyrsta tilraun
tekst vel, sér Ramohalli fyrir sér heilan flota
af slfkum vélmennum sem væra að störfum
við hreinsun aðskotahluta úti í geimnum,
og það jafnvel svo áram skipti. Fyrstu
hreinsunarvélmennunum yrði stjórnað frá
jörðu, en lokatakmarkið er þó, að þau verði
sjálfvirk með öllu. Yrði þeim þá beint inn á
ákveðnar brautir umhverfís jörðu þar sem
sérstaklega mikið væri af brotamálmum og
öðru rusli á sveimi. Þegar vart verður við
slfkt úrgangsbrak, mun vélmennið grípa það
Athugasemdir um
lífsnautn og fleira
Eftir HALLDÓR
KRISTJÁNSSON
frá Kirkjubóli
í Lesbók Moigunblaðsins 1. apríl þ.á. birtist
grein eftir Þorstein Antonsson um
„lífsnautnaljóð Hannesar Hafsteins". Þar
era meðal annars þessar línur:
„Reyndar veit ég, háskaþýma hjarta,
helst þá vildir drekka kampavín."
Skáldið er hér að stæla þýðingu sína á
kvæði Drachmanns en þar segir:
„Reyndar veit ég, hugarstóra hjarta,
helst þú vfldir stríði beijast í.“
Þorsteinn gerir þessa skýringu: „Með
orðinu „þýrna" á skáldið við þymum stung-
ið.“
Hér mun vera um misskilning að ræða.
í því sambandi má minna á þennan kviðling
frá tímum Hannesar Hafsteins:
„Illt er einkyppi
ýtuiii hlendnum,
þeim þýmir eru.“
Hér er um það kveðið að rekkjunautum
sé illt að hafa aðeins einn koppinn séu þeir
þýrnir. Þar er ekki um að ræða að vera
þymum stungnir, heldur gefnir fyrir þjórið.
Er það og alkunnugt að þeir sem þjóra
þurfa mjög að kasta af sér vatni, þeir verða
hlendnir.
Þegar Hannes Hafstein talar þama um
sitt „háskaþýma hjarta" er hann að ræða
um háskalega drykkjufysn — háskalega
löngun í þjórið, þar sem kampavínið er þó
miklu gimilegra en bjórinn.
Annað er þó verra. Þama er birt kvæði
sem ekki hefur verið talið eftir Hannes
Hafstein, heldur Hannes Blöndal og er um
Iífíð á Bauk. „Náunginn á vikutúr á Bauk
um miðnætti" er fyrirsögnin. Það kvæði er
birt í fyrstu útgáfu kvæða Hannesar Blön-
dals 1887 og sagt að það sé ort 1886. Það
er endurprentað í útgáfunni 1891 og enn í
útgáfunni 1913, óbreytt fljótt á litið. Sú
skýring fylgir f öllum útgáfum að Baukur
sé norðlenskt nafn á veitingahúsi.
Þorsteinn birtir 4 erindi úr þessu kvæði
og 5. vísuna sem ekki er hjá Hannesi Blönd-
al. Það er þessi:
Og viský og toddý ég veð upp f klof,
og vindlamir þeir em nærri um of,
brennivínslækur á borðinu er
og bankóið nær upp í höku á mér.
Hins vegar vantar Þorstein 4 erindi úr
kvæði Blöndals. Ekki er að sakast um smá-
vegis orðamun frá bókum hans.
Hér verður ekki frekar um það rætt
hversu rétt séu feðraðar eða farið með þær
vísur sem Þorsteinn birtir. En stansa skal
við fyrirsögn þá sem valin er. Hannes Haf-
stein orti betri og merkari lífsnautnaljóð en
þessar drykkjuvísur. Lífsnautnin er svo
margvísleg. Berið t.d. kvæðið Gleði saman
við svallvísumar. Lesið flokkinn Norður fjöll
og kvæðin um Storminn og fjalldrapann. Á
margt fleira má benda. Það er lífsnautn í
þessum línum t.d.
„Allt, sem vér lítum af urðum og hel,
uppblæstri, kviksyndi, hraunum og voða,
minni oss að elska og veija það vel
sem vemda má ennþá og framtíð má stoða.“
Þá era kvæði Hannesar Hafsteins naum-
ast lesin með réttu hugarfari ef þessar vísur
Þorsteins Antonssonar þykja bera af um
lífsnautn. Það er meiri lffsnautn í ferðagleð-
inni undir' Kaldadal en timburmönnunum
þegar „þorstinn brennir bijóst og svangan
maga“ og „breyskin tunga flækist eins og
þvaga".
Athugasemd
Til áréttingar grein minni f Lesbók Morg-
unblaðsins 1. apríl síðastliðinn um
„lífsnautnaljóð Hannesar Hafsteins" er ég
nefndi „Klingjum nú og kætum oss!“ skal
tekið fram að flest ljóðanna, sem þar birt-
ust, ritaði ég upp eftir merktum framritum
þeirra sem varðveitt era á Konunglegu bók-
hlöðunni f Kaupmannahöfn. Ljóðin eru
merkt þar NKS. 3315. I. 4to, „Hannes
Hafstein". Handritin bárast bókhlöðunni
árið 1931, úr dánarbúi Finns Jónssonar, en
ólafur Davíðsson varðveitti fram til þess
að þau komust í umsjá Finns. Ætla má að
Ólafur hafí fengið handritin hjá skáldinu
sjálfu. Úr fórum Ólafs eru einnig
„lífsnautnaljóð" eftir sama skáld í bögglum
á Handritadeild Landsbókasafns íslands,
Lbs. 1841, 4to, Lbs 3394, 4to, Lbs. 3398,
4to. í einhveijum þeirra eða öllum, gjörið
svo vel!
í grein minni víxluðust síðustu tölur í
fæðingar- og dánarárum Hannesar Haf-
stein, þar stendur 1862—1921, á að vera
1861—1922, svo sem sjá má í uppsláttarrit-
um.
Þorsteinn Antonsson
10